Vísir - 30.12.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 30.12.1978, Blaðsíða 8
8 Flúðioð Leikkonan Jane Seymour hefur neyðst til þess aö flýja heimili sitt I Hollywood. Hún kveðst yfir sig hrædd, þar sem henni hafa hvað eftir annað verið send skeyti frá einhverj- um nafnlausum, þar sem henni er jafnvel hótað dauða. ,,Til að byrja með reyndi ég að láta þetta engin á- hrif á mig hafa. En þegar ég fékk skeyti einn daginn, þar sem mér var tilkynnt að heiman ég yrði drepin um næstu helgi þar á eftir, var mér nóg boðið. Næsta morgun fékk umboðsmaður minn svo upphring- ingu frá manni, sem sagði að sér hefði verið greitt fyrir að drepa mig. Eftir það hvöttu vinir minir mig til að flytja að heiman, og það hef ég gert. Enda get ég ekki imyndað mér að nokkur héldist við heima hjá sér undir svona kringumstæð- um.” Dolores Del Rio í amerískri mynd í fyrsta sinn í 14 ár Dolores Del Rio, sem sögö hefur veriö ein fallegasta kona sem birtist á hvíta tjaldinu, er oröin sjötiu og þriggja ára, en hugguleg eftir sem áöur. Hún fer meö hiutverk i kvikmyndinni ,,The Children of Sanchez”, fyrstu amerlsku kvikmynd- inni sem hún leikur I I fjór- tán ár.Hún leikur ömmuna, Paquita, en handrit kvik- myndarinnar var gert eftir bók Oscar Lewis, og fjallar um fátækt og fólk I Mexikó. Dolores Del Rio er frá Mexikósjálf, en mexikanskt blóö rennur llka I æöum leik- arans Anthony Quinn, sem fer meö stórt hlutverk i myndinni. Quinn leikur Sanchez, verkamann og föö- ur fjögurra barna, sem búa meö honum I einu herbergi. Dolores Del Rio er oröin 73ja ára. Jane Seymour flúöi heimili sitt vegna hótana sem henni voru sendar, jafnvel um aö myröa hana. Þau leika saman I myndinni „The Children of Sanchez”. I S AO 1° Á Umsjón: Edda Andrésdóttir ' ? r i ! Laugardagur 30. desember 1978. VÍSIR • Att þú í vandræðum með nýja vatnsrúmið þitt?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.