Vísir - 10.03.1979, Page 3

Vísir - 10.03.1979, Page 3
VJSÍR Laugardagur 10. mars 1979. STJORNARFLOKKARNIR Allir í því að nó saman — Rœfrt við nokkra þingmenn og ráðherra um efnahags- málafrumvarpið og framtfð rikisstjárnarinnar Eikisstjórnin fundar nú tiðum vegna efnahagsmálafrumvarps- ins. Tveir fundir voru i gær og i dag hefur verið boðaður fundur og jafnvel annar á morgun. Allt kapp er nú iagt að koma saman efnahagsmálafrumvarpi sem all- ir þrir flokkarnir geta sameinast upp. Ef samkomulag tekst ekki nú um helgina er liklegast aö stjórnin sé sprungin. Visir ræddi viö nokkra þing- menn og ráðherra um horfur á samkomuiagi og eins hvað tæki við ef það ekki næðist. „Erfitt að spá um horf- ur”, segir Svavar Gests- son. „Það er erfitt að spá um horfur, en málin ættu að skýrastum eða upp úr helgi” sagði Svavar Gests- son viðskiptaráðherra. Hann sagði að rikisstjórnin væri nú að fara yfir frumvarp ólafs en vildi ekkert segja um, hvað væri ennþá ósamkomulagum i frumvarpinu. Hann var inntur eftir fresti þeim er Alþýðuflokksmenn hefðu sett stjórninni til að koma sér saman um frumvarpið og sagði hann þá „ég titra ekkert við þau tiðindi.” „Stjórnin þegar dauð” segir Vilmundur Gylfa- son. Vilmundur Gylfason var að koma út af fámennum fundi i sameinuðu Alþingi þegar við náð- um i hann og spurðum um horfur. ,,Cr þvi sem komið er getur brugðið til beggja vona”, sagði Vilmundur. Hann kvað samþykkt þingflokks Alþý ðuflokksmanna tala fyrir munn þeirra allra, en þar var talaö um að nú I vikunni verði rikisstjórnin aö leiða til lykta umræðurnar um flutning stjórnarfrumvarps — annars sé frekara málþóf i rikisstjórninni tilgangslaust. ,,Það segir sig sjálft aö rikis- stjórn með þrjár mismunandi Albert Guömundsson skoðanir i efnahagsmálum er sjálfdauö og hún er það raunar nú þegar” bætti Vilmundur við. Hann sagði að stjórnin hefði þeg- ar misst niöur um sig buxurnar og ekki enn tekist að koma verð- bólgunni niður fyrir 30% eins og þeir Alþýöuflokksmenn teldu nauðsynlegt. Hún heföi ekki enn tekist á við þensluna i e&iahags- málunum t.d. með þvl að koma á raunvöxtum ogminnka fjármagn I umferð og taka upp áætlunar- gerð i rikisfjármálum. Þvi væri hún dauð sem slik. „Þarna innisitja karlar er vilja rikiskapitalisma þ.e. miklar framkvæmdir, mikla verðbólgu og lága vexti. Þar eru allir sam- mála, hvort sem þeir heita Lúðvik, HalldórE. eða Matthias Vilmundur Gylfason Lúövik Jósepsson Bjarnason”, sagöi Vilmundur að ' lokum og benti inn i þingsalinn. „Strandar á visitölu- málinu” segir Lúðvik Jósepsson „Langstærsta ágreiningsefnið er visitölumálið” sagði Lúðvik Jósepsson. Hann sagði að þeir Alþýðubandalagsmenn heföu lýst yfir andstöðu við þessa grein i frumvarpi Ólafs Jóhannessonar en einnig það er kvæði aö hækkun á bindingu fjármagns innláns- stofnana i Seðlabankanum úr 25% i 30% Það þýddi minni fram- kvæmdir og meira atvinnuleysi. „Þaö vantar hiö jákvæða i þetta frumvarp — að stuöla að vissum bótum i atvinnu- og félagsmálum, heldur miðar þaö að þvi að skeröa kjör launþega og er i beinni and- stöðu við samtök þeirra” sagði Lúövik að lokum. „Sjá samkomulags- möguleika” sagði Albert Guðmundsson Albert Guðmundsson var á gangi fyrir utan Alþingishúsið þegar við náðum tali af Svavar Gestsson honum. „Cr þvi aö kratar samþykktu ekki þingrofstillöguna þá túlka ég það á þann hátt að þeir eygi einhvern samkomulagsmögu- leika” sagði hann. ,,Ef það næst ekki þá hljóta þeir að fara eftir þvi sem þeir hafa sagt og leita fyrst aðstarfhæfum meirihluta á þingi áður en þeir vilja kosning- ar.” Ekki taldi Albert að Sjálf- stæðisflokkurinn væri undir það búinn að fara i stjórnarsamstarf við annan flokk eins og málum væri nú háttað. Siðan bætti hann við: „Við Sjálfstæðismenn viljum kosningar og ég er sannfæröur um það að við fengjum hreinan meirihluta ef nú væri kosiö.” —HR. Ágreiningsefnin um efnahagsmólin: „Þou eru nokkur" — sagði Olafur Jóhannesson, forsœtisróðherra ,,Ég get nú ósköp litið sagt um horfur á sam- komulagi innan rikis- stjórnarinnar um efna- hagsmálafrumvarp- ið”, sagði Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra, þegar Visir ræddi við hann i gær. Ólafur var spurður um það hvort ágreiningsefnin væru Ólafur: „Visitöiumáiið og fjár- magnsbindingin enn óútkljáð”. mörg, sem eftir væri að leysa, og svaraði hann að bragöi „Þau eru nokkur”. Þá upplýsti ólafuraö visitölu- máliö væri enn óútkljáö, en ágreiningur er milli stjórnar- flokkanna um það, hvort greiöa skuli fulla visitölu á laun eöa ekki. Ennfremur heföi ákvæöið um fjármagnsbindingu innláns- stofnana ekki enn verið útkljáö, en frumvarp ólafs gerði upp- haflega ráð fyrir aö hún hækk- aði úr 25% i 30% til að draga úr fjárfestingu. —HE

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.