Vísir - 10.03.1979, Side 20

Vísir - 10.03.1979, Side 20
20 Laugardagur 10. mars 1979. Eduardo og Ceverenia Candia meö börnin sín sex. Vopnaður flugbeittum veiðihnif fór Eduardo Candia, sem er Quechua- Indláni, út í þéttan frum- skóginn til að veiða dýr í matinn. Eiginkona hans, Ceverenia, ætlaði svo að steikja dýrið yfir opnum eldi og bera það fram með hrísgrjónum, baun- um og sterkum pipar- ávöxtum. Eduardo þekkir skóg- inn vel. Allt i einu byrjar hundurinn hans, hann Svartur, að gelta ákaft. Sex feta löng eiturslanga kemur út úr hellisopi og ræðst á hundinn. Slangan bítur hundinn þrisvar sinnum og ætlar svo að ráðast á Eduardo. En Eduardo sveiflar hnifn- um aftur og aftur og loks liggur slangan dauð. Titrandi af áreynslunni setur Candia dauðu slönguna í stóran veiði- poka. Hann sveiflar pok- anum yfir öxlina og fer heim með slönguna. Eduardo og Ceverenia taka svo skinnið af slöng- unni og svo sjóða þau hana og borða. Hún var dásamlega góð á bragðið, segir Eduardo. Fjölskylda W .ww i Boliviu Hundurinn Svartur var veikur í fimm daga, en náði sér síðan smátt og smátt og nú er hann orð- inn fílhraustur, segir Candia og brosir. Fyrir sex árum breytt- ust lifshættir Candia f jöl- skyldunnar. Hún fluttist frá fjalllendi Boliviu til að leita betri lifsgæða í San Julian, niðri á lág- lendinu. San Julian er í þéttum skógi um 75 mílur norður frá Santa Cruz. Hæstu trén þar eru um 40 fet. Um það bil 85% af sveitafólki í Boliviu býr í fjallahéruðunum, en þar er mikið af málmum í jörðu. A láglendinu ná- Þarna eru tvö yngstu börnin aðborða hádegismatinn sinn, hrísgrjón og baunir. lægt Santa Cruz er mikið af frjósömu landi, þar sem bændur geta ræktað allt árið. Stjórn Bólivíu reynir að fá fólk úr f jallahéruðunum til að flytjast niður á láglendið til aðauka fjölbreytni at- vinnulífsins. Og nú er verið að byggja vegi og járnbrautarteina í gegn- um frumskóginn. Hver f jölskylda fær 50 hektara í skóginum. En það er sið- ur i Boliviu að faðir skipt- ir svo landi sinu á milli sona sinna og þeir aftur, þannig að á nokkrum mannsöldrum verður þetta land orðið frjósamt ræktað land. Fyrstu þrjú til f jögur árin rækta land- nemarnir 3-4 hektara lands. Eiginkonurnar sjá um matseldina og börnin, sem venjulega eru f jögur eða fimm, og hjálpa til við ræktunina. Candia f jölskyldan var með þeim fyrstu, sem settust að í San Julian. Þau komu 1972 ásamt 19 öðrum Quechua indíána fjölskyldum. Candia hafði ræktað kartöflur áður, þar sem hann bjó og það gekk mjög vel, allt þar til að kartöf lusveppur eyðilagði alla uppskeruna eitt árið. Þá tapaði hann og fleiri kartöflubændur aleigunni og þess vegna fluttust þessar fjölskyld- urtil San Julian. Eduardo og Ceverenia eiga sex börn og þau horfa björt- um augum til framtíðar- innar þrátt fyrir allt. Þau hafa ræktað 14 hektara af landinu sínu og þar rækta þau ávaxtatré, hrísgrjón, baunir, tómata og fleira grænmeti. Það er erfitt lífið hérna, segja Eduardo og Ceverenia. Moskítóf lugur og önnur skordýr gera okkur lífið leitt, en við vorum sprautuð við gulu og malaríu. Við vinnum langan og erfiðan vinnu- da, en þegar börnin okkar verða stór verður þetta allt auðveldara. Þau fá þá sitt eigið land. Og börnin fara strax að vinna með foreldrum sín- um og þau geta. Og hér á myndunum sjáum við f jölskylduna, Eduardo og Cevereniu með sex börnin sín, tvö af litlu börnunum að borða hádegismatinn og Eduardo, sem er 12 ára. Eduarda Candia er 12 ára og elst systkinanna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.