Vísir - 10.03.1979, Qupperneq 27

Vísir - 10.03.1979, Qupperneq 27
VÍSZR Laugardagur 10. mars 1979. 27 HLJOMPLATA VIKUNNAR Umsjóii: Póll Pálsson Oneness/Devadip Carlos Santana Gitarsnillingurinn Carlos Santana fæddist 20. júni 1947 i Autlan, Texas. Á unglingsárun- um lék hann á nætur- klúbbum i Tijuna sem vafasamt orð fór af. Siðan hélt hann til San Francisco og vakti fyrst athygli á sér i gestahlutverki á plöt- unni ,,The Live Adventures Of Mike Bloomfield And A1 Kooper”. Einnig var hann með blúsgrúppu i gangi sem lék á klúbb- um, börum og dans- stöðum f fyrrnefndri borg. Til að vera öðruvisi en aðrar hljómsveitir á sömu bylgju- lengd bætti Santana alls kyns ásláttarhljóðfærum inní mynd- ina. Og fyrsta platan, sem hét einfaldlega ,,Santana” kom út 1969 og hlaut mjög góðar viðtök- ur, bæði hjá almenningi og hljómplötugagnrýnendum. Um svipað leyti kom Santana meö hljómsveit sina fram á Woodstockhátiðinni margfrægu og þáttur þeirra i mynd þeirri sem gerð var um hátiðina, lagið ,,Soul Sacrifice”, var talið eitt það besta sem þar kom fram. Siðan hefur Santana verið ein af virtustu hljómsveitum heimsins og sent frá sér margar hljómplötur, nú siðast „Inner Secrets”, sem kom út i haust. Santana sjálfur hefur lika gert plötur með öðrum frægum hljómlistarmönnum s.s. Buddy Miles, Alice Coltrane og vini sinum og trúarbróður John McLaughlin.McLaughlin kynnti Santaná fyrir gúrúnum Sri Chinmoy, en það olli straum- hvörfum i lifi hans og þá hlaut hann nýtt fornafn,Devadip. Oneness Og nýjasta plata Santana, sem er sólóplata Devadips og kallast „Oneness (Silver Dreams — Golden Reality)” er öll i anda Sri Chinmoy. A plötunni er að finna 15 verk mismunandi löng og eru þau flest eftir Devadip en fleiri koma við sögu, t.d. er eitt litið lag, „Guru’s Song” eftir Sri. Aðstoðarmenn Devadips við tónlistarflutninginn eru fyrst og fremst samstarfsmenn hans úr Santana, Urmula kona hans flytur ljóð Chinmoys ,,1’m Free”, Saunders King syngur hið gullfallega lag „Silver Dreams Golden Smiles” og Narada Micheal Walden leikur á hljómborð i tveimur lögum. Þeir Santana-aðdáendur sem voru óhressir með siðustu plötu', „Inner Secrets”, sem var óvenju létt af Santana að vera, ættu nú að geta tekiö gleði slna á ný,þvi „Oneness”er, að minum dómi, með þvi besta sem Devadip Carlos Santana hefur látið frá sér fara. Og hafi ein- hverjir veriðfarnir að halda að Santana væri farinn að slappast á gitarinn, þá ættu þeir að hlusta á suma sólóana hans á „Oneness”. Einnig eru svunt- urnar þeystar skemmtilega i nokkrum lögum og munu þar Chris Rhyne og Tom Coster vera að verkí. En hér er verið að tala um „creme de la creme”, þvi allir sem standa að þessari plötu skila sinu hlutverki óað- finnanlega, sem gerir hana eina þá bestu sem út hefur komið á árinu. Nauðungaruppboð annað og sfðasta á eigninni Laufvangur 14, 3. hæð t.v. Hafnarfirði þingl. eign Gunnars Finnssonar o.fl., fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. mars 1979, kl. 3.00 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og sfðasta á eigninni Hjallabraut 35, 2. hæð B, Hafnarfirði, þingl. eign Arnar Halldórssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. mars 1979 kl. 3.00 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi Nauðungaruppboð sem auglýst var i 3. 6„ og 9. tölublaði Lögbirtingablaösins 1978 á eigninni Arnarhrauni 20, 1. hæö t.v. Hafnarfirði, þingl. eign Vilborgar Sigurjónsdóttur, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs, Hauks Jónssonar, hrl„ Benedikts Sveinssonar, hrl„ Innheimtu Hafnarfjarðar, Verzlunar- banka tslands og Jóhanns Þóröarsonar, hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. mars 1979 kl. 2.30 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði Nauðungaruppboð Að kröfu innheimtu rikissjóðs Hafnarfirði, innheimtu Hafnarfjarðarbæjar, gjaldheimt- unnar í Reykjavík, ýmissa lögmanna og stofn- anna verður haldið nauðungaruppboð að Helluhrauni 2 A Hafnarfirði, laugardaginn 10. mars þ.e. í dag kl. 14. Seldar verða bifreiðarn- ar: G-1600, G-2199, G-2446, G-2546, G-3313, G-4923, G-5046, G-6158, G-6361, G-6528, G-7098, G-7266, G-8324, G-10226, G-10384, G-11170, G-11378, G- 11638, R-2709, R-41890, Fiat 128, Toyota, Rambler og sjónvarp, þvottavélar, ísskápar; loftpressur. Uppboðsskilmálar liggja frammi. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Hafnarfirði Innheimtustarf Opinber stofnun óskar að ráða starfsmann til innheimtustarfa nú þegar. Getur orðið um framtíðarstarf að ræða. Laun samkvæmt samningum ríkisstarfsmanna. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist blaðinu merkt INNHEIMTA,fyrir 16. þ.m. sic**^******** ************* 5^ * * * * * * * * * * * I* * 1979 Með drifi á öllum hjólum SUBARU STATION 1600 framdrifsbila, en með einu handtaki,án þess að stöðva,getur þú breytt honum i f jórhjóla- drifsbíl. Þá klif rar hann eins og geit og vinnur eins og hestur, en er þurftalít- ill eins og fugl. Dragið ekki að kynnast þessum frábæra fólksbíl,sem jafnframt hefir eigin- leika jeppans. * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Símar 84510 og 8451 1 Barnaföt ffrá BONTON jr KRAKUS ^fsimar 41366 og 71535

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.