Vísir - 24.03.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 24.03.1979, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. mars 1979. 11 *-- -'*>*;***»* lexll: Páll Pálsson Eitt nýjasta stórstirnið á himni popptónlistar er amerikanski rokkarinn Eddie Money. Fyrir átján mánuðum síðan var hann smápeð á austurströnd San Francisco-flóa. i dag er önnur plata hans/ ,/Life For The Taking", ofarlega á bandaríska listanum yfir stórar plötur og lagíð „Maybe l'm A Fool" með vinsælli lögum þar vestra. Fyrsta plata Eddie Money seldist í platín (þ.e. yfir milljón eintök) og af henni urðu tvö lög, „Baby, Hold On" og „Two Tickets To Paradise" mjög vinsæl, m.a. fór hið fyrrnefnda inná Top 10 í Þýskalandi. Hann hefur farið tvær hljómleika- ferðir um Evrópu og heima í Ameríkunni verið opn- unarnúmer á mörgum konsertum hjá topphljóm- sveitum einsog Rolling Stones, Eagles, Santana og Fleetwood Mac (þar sem fjöldi áheyrenda er yf irleitt á bilinu 20-50.000 í senn). Allt á einu ári. Hér á eftir fer kynning Helgarblaðsins á Eddie Money. Af lögguættum A6 spá Eddie Mahoney (siðar stytt i Money) poppstjörnudómi þegar hann var slita barnsskón- um I Brooklyn, datt örugglega engum I hug, þvi I fjölskyldu hans höfðu karlmenn nefniega alltaf gengiö i lögregluna er þeir hættu að vera strákar og tóku að stunda fullorðinsleiki. Og ekki leit útfyrir annað en aö Eddie gengi sömu braut og feöurnir. Hann fór I lögguskólann (New York Police Academy) er tim- inn kom. En þó hann eyddi deginum i að læra hvernig framfylgja ætti lögum og reglu I samfélagi Nýju Jórvlkur, fóru kvöldin i að æfa með rokkgrúppu og lifa þvi lifi sem þvi fylgir. Sem leiddi til þess að hann varð að velja á milli, — það er sem sagt ekki hægt aö vera bæði lögga og rokkari i Ameriku þó það sé hægt á lslandi. Eddie Money varö þvl svarti sauður löggufjölskyldunnar, pakkaði niður brimbrettinu sinu og Bob Dylan-plötunum, og stakk af til Kaliforniu. Oft í steininum Þarsem hann gerðist aðal- söngvari hljómsveitar sem kallaöi sig The Rockets. En Eddie var ekki aldeilis bú- inn að segja bless viö lögregl- una. í Kaliforniu var hann sifellt uppá kant við lögin, tekinn fyrir eiturlyfjabrask og sitthvað fleira, s.s. pólitlskar mótmæla- aðgeröir. Um þessa tlma segir Eddie: ,,Þaö var fólk einsog ég sem batt enda á striðið i Víetnam, ég var svo oft I steininum að það var fáránlegt. Ég var mjög róttækur á þess- um tima. Ég hef sennilega verið of vinstrisinnaöur. Ég var meölimur I S.L.A. (Symbionese Liberation Army) og svoleiðis . skíterii... Þeir kalla mig syngjandi löggu, en það væri miklu betur við hæfi aö kalla mig syngjandi fanga, þvi ég hef eytt meiri tíma á bak við lás og slá en nokkru sinni I lögreglubúningi.” Bill Graham Þrátt fyrir aö Eddie Money og Rockets væru vinsælir hjá rokk- unnendum I Berkeley við San Franciscoflóann, leit ekki út fyrir að þeir næöu neitt lengra en þaö. En þá kom til sögunnar stærsti umboðsmaður poppsins fyrr og síðar,Bill Graham/jg var að leita að listafólki fyrir nytt fyrirtæki sitt, Wolfgang Productions. Bill Graham, af mörgum talinn guðfaðir þess af- brigðis rokktónlistar sem kennt er við vesturströnd Bandarikj- anna, var ekki lengi að segja sitt álit: „Eddie Money hefur allt: ekki aðeins getur hann sungið, EDDY MONEY hefur sent frá sér tvær breiðskff- ur „Eddie Mon- ey” og „Life F o r T h e Taking”, sem renna út einsog heitar ömmu- lummur. Lag hans, „Maybe I'm A Fool,” er eitt það vinsæl- asta I Banda- rikjunum i dag. eins frádráttur til skatts I hans augum.” Eddie ber mikla viröingu fyrir Bill Graham og segir aö ein ástæöan fyrir þvl hversu lengi hann hafi verið aö komast af stað, sé sú aö hann treystj. engum til að fara með sin mál: „Ég var utanveltu, beint af götunni og ég trúði engum.” En Bill Graham kann sitt fag. Rokkari í húð og hár Eddie Money er rokkari fram i fingurgóma og virðist eftir öll- um sólarmerkjum að dæma helst hafa viljað vera I eldlln- unni I seinni hálfleik siöasta áratugs, þegar vinsælasta tónlistin var rokkaöur blús sambr. hljómsveitir einsog Cream, Free o.fl., enda koma þessi áhrif glöggt fram I tónlist hans. Fyrsta platan er öll mjög I þessum anda, en á hinni seinni fléttast inni rokkið funk og diskó, með strengjahljóðfærum og tjlheyrandi. Eddie Money minnir llka oft þægilega á Chris Rea, sérstaklega I söngnum. Eddie Money tekur þvi samanburöi tónlistar hans við ofangreint timabil sem hól: „Ég dáist mjög að hljóm- sveitum einsog Bluesbreakers og Cream, þvl það sem þeir gerðu var heiöarlegt,” sagöi hann viö blaðamann á dögun- um. Og þaö er sennilega einnig i þessu sem vinsældir Eddie Money eru raunverulega fólgn- ar — i dag eru flestir vestur- landabúar að skoða og dásama fortiðina sambr. Gris — og hvaö er nýbylgjurokk annað en út- færsla á nostalglu þessari? Af hverju ættu ekki fleiri en Alex Haley að græða á rótum sinum? T.d. Eddie Money! —PP - HeigarhlaðlD kynnlr rokkarann Eddle Money spilað og samið lög, hann er Ifka I fæddur til að standa á sviöi”, — og Eddie Money varö fyrsti sk jólstæöingur Wolfgang Productions. Um samband sitt við Bill Graham sagöi Eddie viö blaöa- mann Melody Maker fyrir skömmu: „Þessi gæi þénar 8 milljón dollara á ári á þvf að selja . stutterma boli, svo við erum að- .MIRKRUi MIO SYNQJANDI LDGOU...”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.