Vísir - 24.03.1979, Blaðsíða 13

Vísir - 24.03.1979, Blaðsíða 13
VlSIR Laugardagur 24. mars 1979. Stjórn Tónmenntakennarafélags tslands ásamt þeim kennurum á Akureyri sem mest mæddi á undirbúnings mótsins. F.v. Þorvaldur Björnsson, Breiöagerðisskóla, Sigrióur Siguröardóttir skóla Rangæinga, Jóhann Baldvinsson, Glerárskóia, Jón Karl Einarsson Barnaskóla Akraness, E1 borg Loftsdóttir, Lundaskóla, og Hlin Torfadóttir, Mýrarhúsaskóla. ÞrosKar teiagsanaann og emr vlnáttu mllll landshlutanna sagðl Jðn Karl Elnarsson, lormaður Tónmenntafélagslns Jón Karl Einarsson frá Akra- nesi er formaður Tónmennta- kennarafélags tslands og hafði þvi ásamt stjórn félagsins veg og vanda að mótinu. Það hlýtur að hafa veriðóhægt um vik fyrir mann i fullu starfi á Akranesi að fjarstýra svo umfangsmiklum undirbúningi, auk þess að stjórna einum kóranna á mót- inu. Fréttamaður náði tali af Jóni og innti hann eftir hvernig hon- um hefði þótt til takast. „Þetta var að sjálfsögðu allt heldur erfiðara en árið ’77. Það mót var haldiö i Laugardals- höllinni, sem er frá upphafi út- búin fyrir „Iþrótt” sem þessa og þvi hægt aðganga beint til leiks. Nú var aftur á móti mikil vinna við að breyta Iþrótta- skemmunni á Akureyri I viðun- andi horf. Þar þurfti að teppa- leggja gólfið safna saman 900 stólum úr skólum bæjarins og öðrum þeim búnaði, sem til þurfti. En aö öllum undirbún- ingi loknum reyndist Iþrótta- skemman vel fallin til slikst tón- leikahalds og hljómburöur sist verri en t.d. i Háskólabíói. Einnig þurfti að hýsa og fæöa Thomas Jackman var önnum kafinn við að kynna sér nótur, en hann var undirleikari 7 kóra. alla aðkomukórana, stjórnend- ur þeirra og fararstjóra. Sex kórar gistu i Lundaskóla, sjö i Hraftiagilsskóla og 1 þeim siðar- nefnda var eldhúsið opnaö sem mötuneyti fyrir 550 manns og sýndu skólastjórar þessara skóla einstakan velvilja. Odd- eyra'rskóli felldi niður iþrótta- kennslui skemmunni i tvo daga vegna mótsins. Þá sá Feröaskrifstofa Akur- eyrar um fólksflutninga á mót- inu og gaf góðan afslátt og bæjarstjórn Akureyrar sýndi mikinn raunsarskap með þvi aö fella niður húsaleigu af tþrótta- skemmunni og kosta flutninga á stólum, teppum oghljóðfærum.” Jón Karl bað fyrir þakklæti til allra þessara aðila, sem með velvild sinni gerðu mót þetta að veruleika. Einnig vildi hann þakka stjórnendum barnakór- anna á Akureyri, sem mestan undirbúning önnuðust, þeim Jó- hanni Baldvinssyni, Elinborgu Loftsdóttur ogBirgi Helgasyni. Einnig vildi hann þakka Ingi- mari Eydal sérstaklega, en hann vann gott sjálfboöaliða- starf, var meðal annars kynnir mótsins. Að lokum sagði Jón Karl: „Þessi barnakóramót eru alls ekki keppni milli kóranna.enda eruþeir mjög misjafnir að gæð- um, eins og vonlegt er. Mótin eru fyrst og fremst ætluð til að þroska félagsanda barnanna og efla vináttu milli landshluta.” - LH Austurrísk vika á LoftleiÓum Hótel Loftleiðir býður nú til Austurríkis-kynningar og skemmtikvölda í Blómasalnum dagana 16.—25. mars nk. Þekktir og vinsælir austurrískir þjóðlaga- söngvarar, Duo Rossmann koma fram og leika og syngja þjóðlög. Þá verðurefnt til happdrættis á hverju kvöldi, en auk þess bpður Hótel Loftleiðir aðalvinning sem dregið verður um í lok kynningarinnar, flugfartil Austurríkis fyrir tvo. A austurrísku vikunnifágestirsmjörþefinn afTýróla- stemmningunni sem ríkir í skíðaparadís þeirri er hundruð Islendinga hafa kynnst af eigin raunískíða- ferðum Flugleiða til Austurríkis. Matreitt verður að austurrískum hætti. Matseðill: WIENER KRAFTSUPPE Vínarkjötseyði eða TIROLER EGGSPEISE TýrólarEgg og SCHWEINEKOTELETT AUF SAUER KRAUT Grísakótiletta með súrkáli eða WIENER SCHNITZEL Vínarsneið og SACHERTORTE Sacherterta eða APFELSTRUDEL Eplakaka Matarverð er kr. 4.500.00. Maturframreiddurfrá klukkan 19. Borðpantanir í símum 22321 og 22322. Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR DMÐVIUINN cl sunnudag Riöar einveldi leikhússtjóra til falls? Helgarviðtalið er við Guðmund Steinsson leikritahöfund Árni Bergmann skrifar um fasta hryggjaliði eða íslenska NA TO-vini Hvers vegna sósíaiisma? Grein eftir Albert Einstein Silja Aðalsteinsdóttir gerir grein fyrir innlendum barna- bókum og þýddum sem út komu á síðasta ári r Heigi Olafsson sér um skáksíðu Sunnudagsblaðs MOBVIUINN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.