Vísir - 24.03.1979, Side 20
VÍSIR
Laugardagur 24. mars 1979.
20
TIIIO UMB
OB BBÆfl-
UR HANS
Oft hugsaði Ting Ling
með sjálfum sér að hann
ætti alltof marga bræður.
Og hvers vegna? Þegar
hann langaði til að fá
nýja veiðistöng, hristi
pabbi hans höfuðið og
sagði að nú ætti Sing Ling
bróðir hans að fá veiði-
stöng.
Þegar Ting Ling bað
mömmu sína um ný vetr-
arföt, hristi mamma
hans höfuðiðog sagði, að
aðeins væri til nóg efni í
föt á Ling Ling bróður
hans, sem ætti engin
almennileg vetrarföt.
Ef að afgangur var af
hrísgjónunum eða ferskj-
unum eða köku og Ting
Ling langaði óskaplega
mikið í það, þá komu allir
bræður hans og náðu því á
undan honum.
Og þegar bræðurnir í
litla kínverska húsinu
fengu appelsínu, fékk
Ting Ling aldrei meira en
1/8 hluta af appelsínunni.
Það var ekkert skrýtið,
þó að hann óskaði þess
stundum að hann væri
Loo Wan, besti vinur
hans, sem átti meira af
öllu nema bræðrum.
En svo kom að því að
Flugdrekahátiðin var
haldin, en þá setja allir
kínverskir karlmenn og
drengir á loft flugdreka
til heiðurs forfeðrum sín-
um. Þá stóðu Loo Wan og
pabbi hans á hæðinni og
voru aðeins með tvo f lug-
dreka. Og Ling f jölskyld-
an stóð og lét alla fíug-
drekana sína fljúga.
Ting Ling taldi drekana
þeirra, þar sem þeir svif u
fagurlega um í loftinu
eins og undarlegir og
fallegir fiskar.
Níu, hvíslaði hann
hreykinn. Það á engin
fjölskylda í öllu þorpinu
svona marga flugdreka.
Þá leit hann niður til
bræðranna sinna litlu og
brosti viturlega eins og
forfeður hans hefðu gert.
Því að þennan dag — að
minnsta kosti — var hann
viss um að það var gam-
an að eiga svona marga
bræður og honum þótti
vænt um þá alla.
Hver nær í isinn? Drengurinn eða stúlkan?
SKRYIUIR
Tommi: Ég hitti strák áðan, sem sagði, að
ég væri likur þér.
Siggi: Og hvað sagðir þú?
Tommi: Ekki neitt. Hann var stærrien ég.
Mig dreymdi í nótt, að ég væri búinn að finna
upp nýja tegund matar og væri að borða..
Já, og hvað svo?
Svo vaknaði ég og sá, að eitt hornið var farið
af sænginni.