Vísir - 04.05.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 04.05.1979, Blaðsíða 2
vtsnt Föftadagur 4. mal 1979 Hvor heldur þú að verði næsti formaður Sjálf- stæðisfiokksins Albert eða Geir? Umsjón: Katrin Pálsdóttir og Halldór Reynisson Hannes Agústsson starfsm. i Fin- pússningagerOinni: Ég veit ekki, þaO ernú erfitt aö segjaiætli það veröi ekki Geir. Bjarni Steingrimsson, múrari: Ég hef meiri trú á aö Geir vinni. Gera atvinnuhættir hér á landi þaö að verkum að of mörg börn verða „lyklabörn” og njóta of iitillar umsjár foreldra sinna? VIsis- myndir GVA, Gunnar Bernburg, verslunar- maöur: Eg hugsa aö Albert veröi næstur, hann er öllu hressari. Guðfinna Heigadóttir, nemi: Ég held aö þaö veröi Geir,ég tel hann hafa meira fylgi. Guðmundur J. Kristjánsson, deildarmeinatæknir: Þaö er ekki ósennilegtaö Albert veröi þaö eft- ir sföustu útkomuna 1 Reykjavfk. „LYKLABORN” eru mál samfélagsins ekki slður en foreldranna - rætt við Qunnar sandholt télagsráðgjafa Börn foreldra sem vinna úti heyrast stundum nefnd „lykla- börn” meðal almennings. Ér þá einkum átt við börn sem meira og minna verða aö vera upp á sig sjálf komin einhvern hluta dags- ins. Okkur langaði til að forvitn- ast um þetta mál og leituðum við til Gunnars Sandholt félagsráð- gjafa hjá fjölskyldudeild Félags-. máiastofnunar Reykjavikur. „Sjálfur nota ég ekki þetta hug- tak” sagöi Gunnar: ,,en ég held aö þaö megi ganga út frá þvi i þessu karlasamfélagi okkar aö karlmaöurinn vinni undantekn- ingariaust úti og þvi eru lykla- börn oftast börn útivinnandi mæöra, þvi þá eru það báðir for- eldrarnir sem vinna utan heimilisins, svo og börn einstæðra foreldra. Um 60% mæðra vinna utan heimilis. Samkvæmt tölum frá árinu 1977" heldur Gunnar áfram,„áttu tæpl. 3000 börn á aldrinum 6-9 ára mæður sem unnu utan heimilis- ins, en þá voru um 5000 börn á þessum aldri I Reykjavik. Sama ár áttu um 2500 börn á aldrinum 10-12 ára mæöur sem unnu úti, en börn i þessum árgöngum voru tæpl. 4300. Þetta sama ár unnu 56% mæðra er áttu börn á aldrin- um 6-9 ára, úti, en 59% þeirra er áttu börn á aldrinum 10-12 ára. Samkvæmt spá sem gerð var má ætla aö á þessu ári vinni kringum 59% þeirra mæöra sem eiga börn á aldrinum 6-9 ára úti, og 63% mæöra 10-12 ára barna. Ég held að þaö megi reikna meö aö þessi svokölluðu lykla- börn finnist einkum meöal barna á þessum aldri, þ.e.a.s. börn á skólaskyldualdri. Vegna aðstööu- leysis i skólum og fárra skóladag- heimila hafa mörg þessara barna þvi enga fasta aöstööu og þeirri aöstöðu sem er fyrir hendi, er i ýmsu ábótavant, eins og bent var á I aðgerðum um dagvistun- armál, ekki alls fyrir löngu. Þó verður hér aö taka fram aö ekki vinna allar þessar mæöur úti allan daginn og aö auki fellur vinnutimi þeirra stundum saman viö skólatima barnanna, þannig að þessar tölur eru ekki alveg marktækar ef þær eiga aö segja til um fjölda lyklabarna. „Lyklabarn" oft notað sem ádrepa. Þetta lyklabarnahugtak er gjarna notaö til að veita foreldr- um ádrepu, en þaö þarf ekki aö öllu leyti aö vera neikvætt þótt börn gangi út og inn hluta úr degi. a.m.k. þau eldri. Þaö getur kennt þeim aö taka á sig ábyrgö á heim- ilinu auk þess sem þetta getur ræktaö meö þeim sjálfstæöi. Þaö sem skiptir máli I þessu sambandi er hversu langur timi þaö er yfir daginn sem barniö er þannig án umsjónar. Fæst böm hafa til aö bera þann þroska sem þarf til aö skipuleggja tilveru sina allan daginn og því getur þetta leytt til öryggisleysis og þess aö þvi veröa siöur ljós sin takmörk. Gott dæmi er barniö sem kemur heim til sin og boröar bara þaö úr Gunnar Sandholt félagsráð- gjafi: „Foreldrarnir koma kannski örþreyttir heim eftir 10- 12 tima vinnu og hvað eiga þeir þá eftir til að gefa börnum sin- um?” isskápnum sem þvi finnst best — á meðan aö barn sem nyti meiri forsjár, boröaöi kannski frekar þaö sem væri þvi fyrir bestu'.* Langur vinnudagur treyst- ir ekki fjölskylduböndin .Flest böm á aldrinum 7-12 ára'* heldur Gunnar áfram.^ru oröin nokkuö sjálfstæö — þau eru út og suöur allan daginn þannig aö viö- skilnaöur viö foreldra þarf ekki aö koma aö sök ef sá timi þegar fjölskyldan er öll saman gefur barninu þaö öryggi sem þaö þarfnast. Þá komum viö að yfirvinnu- vandamálinu. Foreldrarnir koma kannski örþreyttir heim eftir 10- 12 tima vinnu i vélaglamri og hvað eiga þeir þá eftir til aö gefa börnum sinum? Ekki bætir úr skák þegar stöð- ugt er haldiö aö fólki að þaö þurfi að neyta sem mests, en þaö krefst aftur meiri tekna og lengri vinnu- tima. Ekki bætir úr skák aö þaö þjóöfélag sem viö Islendingar bú- um viö, krefst þess bókstaflega aö menn leggi á sig alla þessa vinnu. Hvernig er þá hægt að ætlast til i sliku þjóöfélagi aö foreldrar sinni börnum sinum vel? Atvinnuhættir okkar koma niður á börnunum. Börn hafa vissar tilfinningaleg- ar þarfir sem ekki nærast ööru visi en meö nánum og langvar- andi tengslum. 1 kringum þessi tengsl hefur fjölskyldan siöan oröiö til — en meö ýmsu formi frá einum tima til annars sem m.a. mótast af atvinnuháttum á hverj- um tima. Ég held að atvinnuhættir okkar hafi fariö þannig úr böndum aö ekki er hlúö nógu vel aö þessum< nánu tilfinningalegu böndum inn- an fjölskyldunnar. Móðurinni um kennt Þegar talaö er svona neikvætt um „lyklabörn” er móöurinni venjulega kennt um og þá vegna þess að hún sé farin að vinna úti, en ég held að viö þurfum I vax- andi mæli aö beina athyglinni aö fööurnum og hvernig hann gegnir sinu fööurhlutverki. Ég held aö þaö sé brýnt aö laga atvinnullfiö þannig að báöir for- eldrarnir geti unniö úti — þaö veröur ekki aftur snúiö meö þaö aö konan er komin út i atvinnulif- iö — en þá þannig aö fyrirvinn- urnar báöar geti skipt meö sér vinnunni t.d. aö báöir vinni 6 tima, en hljóti samt þau laun sem nægja fyrir framfærslunni” sagöi Gunnar Sandholt félagsráögjafi aö slöustu. -HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.