Vísir - 22.05.1979, Síða 1

Vísir - 22.05.1979, Síða 1
Harkaleg viðbrðgð Stéttarsambandsins: „MUNUM BERJAST MED KJAFTI UG KLÚM” segír Gunnar GuDbjartsson formaður Stéttarsambands bænda „Þetta þýöir tekjulækkun á hvert bú sem nemur 1,2—1,3 miiljónum króna. Þaö er óhætt aö fullyröa af hálfu bænda veröurekki tekiö mjúkum hönd- um á mjólkurfræöingum eöa iaunþegum yfirleitt sem ætla aö hækka laun sin á sama tima”, sagöi Gunnar Guöbjartsson for- maöur Stéttarsambands bænda f samtali viö Visi i morgun. Neðri deild Alþingis felldi i gær tillögu um heimild fyrir rikisstjórnina til aö ábyrgjast lán að upphæö allt aö 3,5 mill- jaröar er Framreiösluráö land- búnaöarins tæki til aö draga úr tekjuskerðingu bænda vegna söluerfiðleika búvara. Tillagan var felld meö 19atkvæöum gegn 18. „Það er búið aö hnoða illvilja inn í' þjóöarsálina og Alþingi mótast af þeim illvilja. Þeir menn sem berjast gegn iandbúnaði hafa alltaf greiðan aðgang að öllum fjölmiðlum og geta endalaust boðað þennan boðskap sinn” sagði Gunnar Guðbjartsson. Hann sagöi aö þessi upphæö heföi verið lágmark þess sem bændur heföu getað viö unað. Nú væri ekki um annað að gera en taka upp veröjöfnunargjald til að mæta þessum halla og það myndi nema 1,2-1,3 milljónum á hvert meðalbú, þótt i raun væri ekki hægt að leggja meira á bændureins og nú áraði. En það væri hlutverk Framleiðsluráös að jafna þessum halla á milli. „Það er óhætt að slá þvi föstu, að eftir þetta munum viö ekki samþykkja launahækkun til nokkurs manns og berjast gegn sliku meö kjafti og klóm”, sagöi Gunnar Guðbjartsson. —SG. t morgun sáust menn gangandi, hjólandi og jafnvel rföandi i vinnuna eins og hún Lóa Melax, skrifstofu- maður hjá ÁTVR, sem Jens ljósmyndari Visis rakst á i morgun I Borgartúninu. Og allir eru aö mótmæla óheyrilegri skattheimtu rikisins á bensin. —SS— Eftir mlklð mölmælaflaut I gærkvöldi: HJOLAG, GENGID OG RIOID til vinnunnar í morgun Gifurleg þátttaka var I mótmælaflautinu sem Félag islenskra bif- reiöaeigenda hvatti til i gærkvöldi klukkan 19.30. Viöa teygöist úr þeim tveim minútum sem flautiö átti aö standa og uröu mfnúturnar 25. Frá Miklatorgi og niöur aö Alþingishúsi var tvöföld röö bfla sem þeyttu horn sin og miðbærinn var svo aö segja fullur af biium. Kvöldverðarhlé var á störfum Alþingis á þessum tíma en eitt- hvað virtist Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, vera seinn út úr húsinu. Þegar hann kom út var bifreið hans lokuð inni og mátti hann hana hvergi hreyfa og var greinilegt að honum mislik- aði. Hvarf hann aftur inn i húsiö og fylgdi mikið mótmælaflauf inngöngu hans, flaut sem mót- mælti skattheimtu rikisins á bens- ini. Fyrir utan heimili Tómasar Arnasonar, fjármálaráöherra, var mikill fjöldi bifreiöa og hófu bifreiðastjórarnir mótmælaflaut- ið, en á meðan á þvl stóð, kom Tómas út og veifaöi brosandi til mótmælenda. I hverfum eins og Breiðholti mátti sjá þúsundir manna hlaupa út i bifreiðar sinar og þeyta hornin. Þátttaka i þvi að skilja bifreiö- ar sinar heima i dag var greini- lega talsvert minni, en þó sagði lögreglan aö nokkuð minni um- ferð væri en gengur og gerist á morgnana. Nokkuð af fólki sást fyrir klukkan átta á gangi eða hjólandi, þrátt fyrir norðannepj- una. Hjá strætisvögnum Reykjavik- ur fékk blaðiö þær upplýsingar að Menn fjölmenntu fyrir framan heimili nokkurra ráöherra i gær- kvöldi og iétu I Ijós andúö sina á skattheimtu rikisins á bensini, meö þvi aö flauta I minnst tvær minútur. Þessa mynd tók Jens fyrir utan heimili ólafs Jóhannessonar, forsætisráö- herra. talsvert fleira væri i vögnunum en venjulega, en þó heföi ekki þurft að gripa til þess ráös að bæta inn I aukaferðum, en þeir voru þvi við búnir. Þeir FIB menn sem Visir ræddi við I morgun voru ánægöir með þátttökuna i þessum mótmælaað- gerðum sem félagið stóö fyrir og þá sérstaklega flautinu, sem einn kallaöi „sigurhátiö bifreiðaeig- enda”. —SS—

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.