Vísir - 22.05.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 22.05.1979, Blaðsíða 12
12 VÍSIR Þriöjudagur 22. mal 1979. VÍSIR Þriöjudagur 22. maí 1979. 13 Áburðarverksmlðjan 25 ára í dag: FRAMLEIÐIR TVO ÞRIÐJU ÁBURDARINS SEM HÉR ER NOTADUR í dag eru liðin rétt 25 ár siðan þáverandi for- seti íslands, Ásgeir Ás- geirsson, lagði horn- stein að Áburðarverk- smiðjunni i Gufunesi og þáverandi land- búnaðarráðherra, Steingrimur Steinþórs- son, vigði hana form- lega til starfa. 1 byrjun var Aburöarverk- smiðjan hlutafélag með um 60% eignaraðild rlkisins, en með lög- um árið 1969 var hún gerð að rikisfyrirtæki. Afkastageta verksmiðjunnar er 65.000 tonn á ári, en til þess að unnt sé að full- nýta þá afkastagetu.er nauðsyn- legt að reisa nýja og fullkomn- ari saltpéturssýruverksmiðju en þá, sem nú er starfrækt. Verður sú framkvæmd boöin út á þessu ári og er gert ráð fyrir að framkvæmdir taki tvö ár og kosti 2000 milljónir, gróflega áætlað. Nú eru afköst verksmiðjunnar 43-45.000 tonn á ári, en heildar- sala áburðar á siðasta ári var 68.000 tonn og þarf þvi aö flytja inn u.þ.b. 1/3 þess áburðar, sem notaður er hér á landi. Með byggingu hinnar nýju salt- péturssýru-verksmiðju ætti að vera unnt að framleiða mestallan áburðinn hérlendis. Velta Aburðarverksmiöju rikisins á siðasta ári var 5.250 milljónir króna en þess má geta að hlutafjáreign.er verksmiöjan tók til starfa var 10 milljónir króna. Fjöldi starfsmanna hefur aukist úr 100 manns, fyrir 25 árum, i 200 manns nú, enda starfsemin meiri og flóknari og eru i raun nokkrar verksmiöjur innan Áburðarverksmiðjunnar. 1 stjórn Aburöarverksmiöj- unnar, sem kosin er af Alþingi til fjögurra ára i senn, sitja nú: Gunnar Guðbjartsson, for- maður, Hjörtur Hjartar, vara- form., Baldur Eyþórsson, Björn Sigurbjörnsson, Guðmundur Hjartarson, Gunnar Sigurðsson og Jóhannes Bjarnason. Verk- smiðjustjóri er Runólfur Þóröarson. —IJ Guli reykurinn alræmdi stlgur hér til lofts af sýruverksmiöjunni. Er nýja sýruverksmiöjan hefur veriö reist, veröur hann fyrir bi. 1 birgöageymslunni er útlits eins og borgarls hafi hrannast upp. Loftiö er lævi blandiö. .. - ■. : ‘ ' • V; . ■' ■ ■■■: •/ >° fcgjS syfi' í lapwl* ... . . ... . , : • . : .. 'ÍT', y''V * , j ' : '\'x.<-,í.'V' , '' '>' ' *■ ... Hér sést yfir hluta verksmiöjusvæöisins. Fyrir miöju er sýruverksmiöjan en kúlugeymirinn inniheldur ammonlak. Stóri geymirinn þar á bak viöer fullur vetnis, en sá I miöiögeymir köfnunarefni. Stóra húsiö t.h. er gamla blöndunarverksmiöjan, sem nú er geymsla. Þaö er Atii Halldórsson, vélstjóri, sem sýnir Vlsismönnum staöinn. Slöasta hönd lögö á verkiö, áburöinum komiö fyrir á vörubil, sem flytur hann til bænda. Stjórn Áburöarverksmiöju rikisins. Frá vinstri: Jóhannes Bjarnason, Gunnar Sigurösson, Baldur Eyþórsson, Björn Sigurbjörnsson, Gunnar Guöbjartsson. A myndina vantar Hjört Hjartar og Guömund Hjartar- son. Aftar standa Hjálmar Finnsson, framkvæmdastjóri verksmiöj- unnar, og Runólfur Þóröarson, verksmiöjustjóri. þið fljúgið í vestur Búiðá lúxus hóteli í tveggja manna herbergi, með eða án eldunaraðstöðu, til New York j eða í hótelíbúð. Svo suóur á sólarstrendur Florida. Snæðið safaríkar amerískar steikur. (Með öllu tilheyrandi). Flatmagið á skjannahvítri Miami ströndinni eða buslið í tandurhreinum sjónum. Islenskur fararstjóri verður að sjálfsögðu öllum hópnum til halds og trausts. Næstu 3ja vikna feröir veröa: 3l.mai (fullbókað), 21 júni, 19, júli, 9. ágúst og 30. agúst. Búiö er á Konover hóteli og I Flamingo Club ibúðum Um margs konar verð er að ræða. T.d. getum við boöið gistingu I tvibýlisherbergi á hótelinu 13 vikur og ferðir fyrir kr. 316.800,- en ódýrari gisting er einnig fáanleg, búi t.d. 4 saman I Ibúð. Fyrir börn er verðiörúmlega helmingi lægra. FLUGLEIÐIR Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.