Morgunblaðið - 06.02.2001, Page 8

Morgunblaðið - 06.02.2001, Page 8
KNATTSPYRNA 8 B ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lokeren vann öruggan sigur áMechelen í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Lokeren byrjaði leikinn með hörkusóknum og náði Vonasek að skora fyrsta markið á 5. mínútu. Aftur var Vonasek vel staðsetur er hann skoraði annað markið á 12. mínútu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks gaf Arn- ar Grétarsson góðan stungubolta á Olufade sem brunaði upp frá miðju og skaut hörku skoti í blá hornið 0:3. Seinni hálfleikur var rólegri og drógu leikmenn Lokeren sig meira í vörn en léku mjög sannfærandi og voru vel að sigrinum komnir. Arnar Viðarsson var á bekknum en kom ekki inn á. Rúnar Kristinsson var varamaður en hann kom inn á fyrir Arnar Grétarsson á 83. mínútu. Arn- ar Grétarsson lék vel átti marga góð- ar sendingar og vann vel í leiknum. Auðun Helgason átti fremur léttan dag en lék hann allan leikinn. Öruggur sigur hjá Lokeren Kristján Bernburg skrifar frá Belgíu FÓLK  SCHALKE hefur mikinn áhuga á að fá hollenska landsliðsmanninn Edgar Davids til liðs við sig í sumar en samningur þessa öfluga miðju- manns við Juventus rennur út í sum- ar. Schalke er talið eitt ríkasta félag- ið í Þýskalandi og ætti að hafa efni á að fá Davis í sínar raðir en félagið mun á næstu leiktíð leika á nýjum leikvangi sem tekur 60.000 áhorf- endur.  BAYERN München hefur ekki gefist upp á að reyna að krækja í enska landsliðsmanninn Sol Camp- bell en samingur hans við Totten- ham rennur út í sumar. Bæjarar hafa lengi haft augastað á Campbell sem talinn er einn sterkasti varnar- maðurinn í Evrópu.  PAVEL Nedved, tékkneski lands- liðsmaðurinn sem leikur með Lazio á Ítalíu, hefur ekki gefið upp alla von um að Lazio endurheimti titilinn. Nedved segir að mikið hafi breyst hjá liðinu síðan Dino Zoff tók við stjórninni af Sven Göran Eriksson.  MARC Overmars, útherjinn knái sem leikur með Barcelona, segist varla hafa trúað sínum eigin eyrum þegar hann frétti að Börsungar hefðu selt Finnann Jari Litmanen til Liverpool. „Það er skömm að leik- maður af þessum styrkleika skyldi ekki fá að spreyta sig hjá liðinu. Litmenen er einn besti leikmaðurinn sem ég hef séð,“ sagði Overmars í viðtali við spænskt dagblað í gær. Birki Kristinssyni urðu á slæmmistök í marki Stoke City sem kostuðu liðið sigurinn gegn Northampton í ensku 2. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Northampton náði að jafna metin stundarfjórðungi fyrir leikslok og verður markið að skrifast alfarið á Birki. Hann missti boltann klaufa- lega frá sér eftir skot eins leik- manns Northampton og skreið knötturinn innfyrir marklínuna. „Svona hlutir geta alltaf hent og ég vil ekki skella skuldinni á Birki. Hann hefur staðið sig frábærlega fyrir okkur og oft hefur hann kom- ið í veg fyrir að andstæðingarnir hafi skorað mörk. Ég er meira svekktur yfir því að við skyldum ekki skapa okkur meira af færum og ef við hefðum náð að skora ann- að mark þá hefðu þessi mistök Birkis ekki komið að sök,“ sagði knattspyrnustjórinn Guðjón Þórð- arson eftir leikinn. Þetta var 11. leikur Stoke í röð án taps en liðið hefur ekki tapað leik síðan Birkir tók stöðuna í markinu. Andy Cook skoraði mark Íslend- ingaliðsins, sem er áfram í fimmta sæti deildarinnar með 59 stig, sjö stigum á eftir Walsall, sem er í öðru sæti en Stoke hefur leikið tveimur leikjum færra. Birkir, Brynjar Björn Gunnars- son og Bjarni Guðjónsson léku all- an leikinn, Ríkharður Daðason kom inná sem varamaður á 72. mínútu en Stefán Þór Þórðarson var ekki í leikmannahópnum. Bayern München er komið ákunnuglegar slóðir í þýsku úr- valsdeildinni en eftir sigur á Wolfs- burg, 3:1, á sama tíma og Schalke steinlá fyrir Engergie Cottbus eru Bæjarar komnir með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Bras- ilíumaðurinn Elber var á skotskón- um í liði Bayern en hann skoraði tvö af mörkum sinna manna í útisigr- inum á Wolfsburg. Þetta var sanngjarn sigur. Það tók okkur smá tíma að ná tökum á leiknum og eftir það léku þeir af miklu öryggi,“ sagði Ottmar Hitz- feldt, þjálfarð Bæjara. Schalke komst hressilega niður á jörðina þegar liðið tapaði fyrir nýlið- um Cottbus, 4:1. „Við erum með 37 stig í 20 leikj- um og ég get ekki verið annað en mjög sáttur við það en ég er ekki sáttur við hvernig mínir menn léku í þessum leik,“ sagði Huub Stevens, þjálfari Schalke, sem lék manni færra síðasta hálftíma leiksins. Óvænt úrslit urðu í Stuttgart þar sem heimamenn tóku lið Kaiserslautern í bakaríið og unnu stórsigur, 6:1. Brasilíumaðurinn Ad- hemar og Rúmeninn Ganea voru í miklum ham en hvor þeirra skoraði þrjú mörk. Eyjólfur Sverrisson og félagar hans í Herthu Berlín eru í fimmta sæti en Berlínarmenn gerðu góða ferð til Bochum og unnu þar í fyrsta sinn. Kail Michalke skoraði tvö mörk fyrir Herthu og Michael Preetz eitt. Eyjólfur lék í vörn Herthu allan tímann og átti góðan leik. Evrópumeistararnir í RealMadrid komust í hann krapp- an á heimavelli gegn Malaga. Í miklum markaleik höfðu Madrid- ingar betur, 4:3. Raul skoraði tvö marka Real Madrid en snillingur- inn Figo lagði upp þrjú markanna. Börsungar sýndu snilldartilþrif á Camp Nou þar sem þeir tóku lið Atletico Bilbao í kennslustund og sigruðu, 7:0. Þetta var 17. leikur Barcelona í röð án taps og miðað við þessa frammistöðu ætla Katalóníu- menn sér í slaginn við Real Madrid um spænska meistaratitilinn í ár. Heimamenn héldu sannkallaða flugeldasýningu í fyrri hálfleik og sex sinnum þurfti markvörður Bilbao að hirða knöttinn úr neti sínu. Luis Enrique skoraði þrennu á fyrsta hálftíma leiksins, Coco skoraði tvö og þeir Marc Overmars og Abelardo gerðu sitt markið hver. Ósigurinn var sá versti í 102 ára sögu Atletico Bilbao og sagði þjálf- ari liðsins eftir leikinn að ef þetta hefði verið körfuknattleikur hefði hann skipt liði sínu út af í heilu lagi. Batistuta bjargaði Roma Gabriel Batistuta sýndi enn og aftur snilli sína en þessi magnaði framherji skoraði bæði mörk Roma í 2:1 sigri á Parma. Sigurinn færði Roma sex stiga forskot í deildinni því aðalkeppinautur Rómverja, lið Juventus varð að láta í minni pok- ann fyrir Atalanta. Mörkin sem Batistuta voru glæsileg en þau komu bæði á síðustu 20 mínútunum. AC Milan rétt marði sigur á botn- liði þar sem varamaðurinn Leon- ardo var hetja heimamanna en skoraði eina mark leiksins 10 mín- útum fyrir leikslok. Meistarar Lazio hafa unnið alla fjóra leiki sína síðan Dino Zoff tók við stjórn liðsins af Svíanum Sven Göran Eriksson. Lazio sigraði Lecce, 3:2, þar sem Argentínumað- urinn Hernan Crespo skoraði tvö af mörkum Lazio sem er í öðru sæti deildarinnar ásamt Juventus. Juventus tapaði mikilvægum stigum þegar liðið tapaði óvænt fyr- ir Atalanta. Juventus komst yfir þegar 18 mínútur voru eftir en heimamenn voru ekki á því að gef- ast upp. Þeir jöfnuðu þremur mín- útum síðar og tryggðu sér sigurinn skömmu síðar. AP Luis Enrique Martinez skoraði þrjú mörk fyrir Barcelona. Hér fagnar hann einu marka sinna. Glæsileg flugelda- sýning á Camp Nou REAL Madrid heldur þægilegu forskoti á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu en þegar 21 umferð er lokið er Madridarliðið með sjö stiga for- skot á meistara Deportivo. Bæði lið unnu leiki sína um helgina frammistaða Barcelona skyggði þó á toppliðin þrjú því Börsungar fóru á kostum gegn Bilbao og unnu, 7:0. Mistök Birkis kostuðu sigurinn Bæjarar á toppinn Hermann meiddist HERMANN Hreiðarsson meiddist undir lok leiks Ips- wich gegn Leeds um helgina og er óvíst hvort hann getur leikið gegn Arsenal á High- bury á laugardaginn. Her- mann tognaði aftan í læri og ekki var um annað að ræða en að skipta honum útaf en hann þótti með bestu mönn- um Ipswich í leiknum. Leikmenn Ipswich fóru strax eftir leikinn til Mar- bella á Spáni en þar munu þeir hvíla lúin bein fram á miðvikudag en mikið álag hefur verið á leikmönnum á undanförnum vikum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.