Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA er búinn að vera hrikalega erfiður dagur og ég þurfti því að fara áfram á þrjóskunni en loksins gekk það upp hjá mér,“ sagði Brynja Pétursdóttir úr TBR, sem sigraði í einliða- og tvenndarleik auk þess að fá silfur í tvíliðaleik. „Ég klikkaði í tvíliðaleiknum þegar þreytan sat í mér og það voru einn- ig mjög erfiðir leikir í undan- úrslitum í morgun og svo erfiður einliðaleikur. Það er ekki hægt að bóka neinn sigur, það var hægt en framfarirnar hafa verið mjög mikl- ar og mun meiri breidd en undan- farin ár enda var þetta hryllilega erfitt mót. Oftast hafa ein eða tvær staðið upp úr en núna voru þær fjórar eða fimm, sem er mjög gott fyrir íþróttina. Þessir bikarar eru því ekki gefnir, það er búið að taka mig allt að fimm ár að vinna fyrir þeim en ég var í úrslitum í tvö ár í röð,“ bætti Brynja við en hún byrj- aði að æfa fyrir 15 árum á Akranesi, flutti síðan átján ára til að einbeita sér að íþróttinni því það voru ekki nógu margir, sem æfðu á Akranesi. Þraukaði á þrjóskunni Mótið var hið skemmtilegastaog var keppt í þremur deild- um, meistaraflokki ásamt A og B flokki. Keppendur voru alls 78 og var góð blanda af ung- um upprennandi stjörnum í bland við eldri garpa sem slá hvergi af. Sá yngsti var tólf ára og sá elsti rúm- lega fimmtugur en að því var ekki spurt þegar spaðinn fór á loft. Úrslit í meistaraflokki karla og kvenna hófust á sunnudeginum. Fyrst í einliðaleik karla en þar hafði Tómas öruggan sigur í tveim- ur lotum á Tryggva Nielsen en þreyta sat í honum eftir erfiða við- ureign við Njörð Ludvigsson í und- anúrslitum. Í kvennaflokki var spennan meiri en þar hafði Brynja sigur á Rögnu Ingólfsdóttur í tveimur lotum, 13:12 og 11:9, en jafnt var á flestum tölum fram eftir leiknum. Sama var upp á teningn- um í tvíliðaleik karla þegar Njörður og Helgi Jóhannesson veltu úr sessi meisturunum frá í fyrra, Tryggva og Sveini Sölvasyni með 15:8 og 15:11 sigri en þar var einnig jafnt fram eftir öllum leik. Í tví- liðlaleik kvenna voru Vigdís Ás- geirsdóttir og Ragna Ingólfsdóttir öruggar með 15:7 og 15:8 sigur á Brynju og Söru Jónsdóttur. Þá var komið að tvenndarleiknum og ljóst að Tómas og Brynja yrðu að hafa mikið fyrir því að verja titilinn. Njörður og Elsa unnu fyrstu lotuna 7:15 en Tómas og Brynja sneru við blaðinu með 15:10 og 15:12 sigri eft- ir tæplega klukkustundar leik. Enginn í áskrift lengur „Það er góð breidd í íþróttinni og fleiri gera nú tilkall til titlanna svo það má lítið út af bera, sérstaklega eru komnar fram margar góðar stúlkur svo áskrift að titlum er runnin út,“ sagði Broddi Kristjáns- son landsliðsþjálfari við mótslok. Hann hafði í mörg horn að líta á mótinu því fimm keppendur búa er- lendis og komu heim til að keppa en telur hann mikinn mun á þeim sem æfa á Íslandi og hinum? „Já og nei, auðvitað er mjög gott fyrir badminton-fólk að fara utan en það er ekki nóg að fara bara út. Nú eru margir, sem æfa erlendis, í erfiðu námi og hafa því fækkað æfingum eitthvað og það eru margir ungir hérna heima að sækja á. Nú er liðið mjög ungt og það er nokkuð bil í okkur þessa eldri en það hefðu mátt vera árgangar þarna á milli. Hins vegar hafa þessi yngri sýnt góða til- burði til að taka við og nú þurfa þau að taka málin í sínar hendur,“ sagði Broddi. Næsta verkefni landsliðs- ins er heimsmeistarakeppnin í vor en þjálfarinn vonast til að einnig verði keppt á opnum einstaklings- mótum í Evrópu. Morgunblaðið/Kristinn Brynja Pétursdóttir úr TBR og Tómas Viborg úr Víkingi eru hér með afraksturinn úr Meistaramótinu í badminton um helgina. Hvort fyrir sig vann einliðaleikinn og saman unnu þau tvenndarleikinn. Tómas og Brynja unnu tvöfalt GRÓSKAN er mikil í badminton á Íslandi og það kom greinilega í ljós á Meistaramóti Íslands, sem fram fór í húsi TBR um helgina. Aðeins Tómasi Viborg tókst að verja báða titla sína – einliðaleik og í tvenndarleik með Brynju Pétursdóttur en þau tvö unnu hann einnig í fyrra. Brynja gerði nú gott betur og sigraði í einliðaleik og náði silfri í tvíliðaleik. Stefán Stefánsson skrifar „ÉG ætlaði mér að vinna þetta og setti því pressuna á mig sjálfur, jafnvel meira en ég átti að gera svo að ég segi: Loksins er þetta búið og pressunni aflétt,“ sagði Tómas Viborg, sem varði tvo titla, einliðaleikinn sem hann hefur unnið þrjú ár í röð og tvenndarleikinn tvisvar. „Ég veit ekki hvort þetta var erfiðara nú en áð- ur en það var mun skemmti- legra því við erum svo margir jafnir. Til dæmis í tvíliða- og tvenndarleik, það er enginn sigur gefinn svo að þetta var mjög erfitt og þreytan mjög mikil.“ Tómas býr í Umeå í Svíþjóð, sem er að sögn hans mjög norðar- lega og á sömu breiddar- gráðu og Reykjavík. Hann spilar þar með félagi sínu auk þess að vinna hálfan daginn og æfa að jafnaði tvisvar á dag fjóra daga vikunnar. „Það er mun meiri breidd í Svíþjóð og því sterkari spilarar. Við erum að spila í efstu deild svo að það eru margir góðir leikir enda nokkrir af þeim bestu í heimi í mínu félagi. Samt er erfitt að keppa hérna en margir góðir,“ bætti Tómas við. Pressunni loks aflétt FYLKIR beið lægri hlut fyrir bandaríska liðinu New York/New Jersey Metrostars, 2:0, í þriðja og síðasta leik sínum í æfingaferðinni til Spánar. Fylkismenn töpuðu því öllum þremur leikjum sínum á Spáni en áður höfðu þeir tapað fyr- ir Lyn frá Noregi, 2:1, og fyrir Pog- on Szczecin frá Póllandi, 3:0. Þriðja tap Fylkismanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.