Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 10
KÖRFUKNATTLEIKUR 10 B ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þórsarar byrjuðu betur og voru yf-ir í fyrsta leikhluta en ljóst var að leikmenn beggja liða voru tauga- spenntir. Mikið var um mistök og hittnin var slök. Staðan var 18:17 eftir fyrsta leikhlutann og Cedrick Holmes búinn að fá 3 villur. Hann var hvíldur í upphafi annars leikhluta en ÍR-ingar náðu þá góðum leikkafla og breyttu stöðunni í 18:23 og síðan 20:30. Holmes kom aftur inn á en fékk þá sína 4. villu og settist á bekkinn. Þórsarar hleyptu spennu í leikinn og jöfnuðu 33:33 en staðan í leikhléi var 35:37. Spennan fjaraði út strax í þriðja leikhluta. Þórsarar voru heillum horfnir. ÍR skoraði 11 stig gegn engu og staðan 35:48. Eiríkur Önundarson og Hreggviður Magnússon sýndu ágætis tilþrif en Þórsarar voru í örg- ustu vandræðum. Óðinn Ásgeirsson hitti illa, Sigurður Sigurðsson og Ein- ar Hólm Davíðsson voru mistækir og Maurice Spillers skoraði aðallega af vítalínunni. Í stöðunni 48:64 voru ÍR-ingarnir Sigurður Þorvaldsson og Björgvin Jónsson einnig komnir með 4 villur en gestirnir slógu ekkert af. Þeir nýttu sér slaka hittni Þórsara og skoruðu margar körfur úr hröðum sóknum þar sem Þórsarar voru alltaf skrefinu á eftir. Staðan eftir þriðja hluta var 55:69. Í upphafi fjórða hluta fékk Hregg- viður sína 4. villu og þar með voru fjórir leikmenn ÍR komnir með 4 vill- ur. Við venjulegar aðstæður hefðu Þórsarar átt að geta nýtt sér þetta en lykilmenn þeirra náðu sér ekki á strik meðan maður kom í manns stað hjá ÍR og virtust gestirnir hreinlega vera betur stemmdir. Þórsurum tókst þó að minnka muninn í 63:69 þegar 6 mín. voru eftir og munurinn var enn 6 stig, 72:78 þegar 3 mínútur voru eftir af leiknum. Þessum síðustu mínútum vilja Þórsarar eflaust gleyma. Allt gekk á afturfótunum hjá liðinu og ÍR tryggði sér öruggan og sanngjarnan sigur. Eiríkur Önundarson var besti maður vallarins. Hreggviður og Holmes áttu líka fínan leik og liðs- heildin var sterk hjá ÍR. Spillers var atkvæða- mestur Þórsara en Einar Örn Að- alsteinsson var þó einna bestur í lið- inu. Hermann Daði Hermannsson lék einnig vel en aðrir geta miklu betur. Munaði þar mestu um að Óðinn gerði aðeins 10 stig og var mistækur en hann á að vera 20 stiga maður. Þá vantaði 3ja stiga körfurnar hjá Þór og í heild var sóknarleikur liðsins slakur. Góður sigur ÍR-inga VONIR Þórs um sæti í úslitakeppninni þetta árið urðu nánast að engu eftir að liðið tapaði heima fyrir ÍR á sunnudaginn. Að sama skapi vænkaðist hagur ÍR-inga og kljást þeir nú við Borgnesinga um 8. sætið í deildinni og vissulega geta þeir komist ofar. ÍR sigraði Þór 89:81 í leik sem náði aldrei að verða verulega spennandi því heima- menn virtust ekki tilbúnir, lykilmenn Þórs brugðust og sigur ÍR var tiltölulega auðveldur. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Við vorum kærulausir undir lokinog hleyptum þeim inn í leikinn. Þar sem þetta er annar tapleikur Hamars á heimavelli í vetur lítum við á þennan sigur sem ágætan árangur. Við erum núna í öðru sæti í deildinni þannig hver sigur skiptir miklu máli,“ sagði Sigurður Þ. Ingimundarson, þjálfari Keflavík- ur. Leikmenn Keflavíkur voru mjög frískir í upphafi leiks og komust þeir strax í 2:12. Hamarsmenn komust lítið áleiðis gegn frískri vörn gest- anna en greinilegt var að þeir vildu bæta upp fyrir undanúrslitaleikinn í bikarnum. Hittni gestanna var góð og fengu þeir tiltölulega frí skot á meðan Hamarsmenn voru að berjast í bökkum á vallarhelmingi Keflavík- ur. Uppskera Keflavíkur var góð í lok leikhlutans, 12:28. Mikil harka og grimmd hljóp í leikinn í öðrum leikhluta. Það var ekki fyrr en um hann miðjan sem vörn Hamars small saman. Ásamt henni og hröðum og góðum sóknar- bolta fóru heimamenn að minnka muninn jafnt og þétt. Guðjón Skúla- son byrjaði vel í leiknum en síðan tók Gunnar Einarsson við og hélt Kefl- víkingum á floti. Dæmið hafði nú heldur betur snúist við í þessum leik- hluta og vann Hamar hann, 25:13, og var staðan í hálfleik 37:41. Þriðji leikhluti var keimlíkur þeim fyrsta. Gestirnir byrjuðu mun betur og náðu að auka forskotið strax í 10 stig. Vörnin hjá þeim var góð en leik- urinn snerist oft á tíðum upp í mikla vitleysu og mistök sem aðallega voru gerð af heimamönnum. Í þessum leikhluta sýndu gestirnir mátt sinn og meginn með þá Calvin Davis og Gunnar Einarsson í broddi fylkingar en Magnús Þ. Gunnarsson átti einn- ig ágæta innkomu. Keflavík vann þennan leikhluta nokkuð örugglega, 10:22, og breyttu stöðunni í 47:63 fyrir síðasta leikhlutann. Það var ekki öfundsvert verkefni sem beið Hamars í fjórða og síðasta leikhluta gegn Keflavík. Keflvíking- ar fóru á kostum í byrjun leikhlutans og juku muninn jafnt og þétt í 26 stig. Í þessum leikhluta fór Hamars- maðurinn Chris Dade í gang og skor- aði hann í honum 22 af 36 stigum sín- um, þar af sex þriggja stiga körfur. Þetta, ásamt góðri baráttu Hamars og góðri vörn, varð til að munurinn breyttist skyndilega í fjögur stig. Reynsla Keflavíkur vó þó þungt und- ir lokin eftir mikið kæruleysi og gerðu þeir sig ekki seka um nein mistök sem gætu kostað þá sigurinn. „Við vorum værukærir. Leikmenn Keflavíkur voru greinilega tilbúnir í slaginn – náðu alltaf góðu forskoti og því var erfiðara að vera á hælunum á þeim en ella,“ sagði Pétur Ingvars- son þjálfari og leikmaður Hamars. Morgunblaðið/ Guðmundur Karl Sigurdórsson Svavar Páll Pálsson sækir að körfu Keflvíkinga, Jón Norðdal Hafsteinsson til varnar. Keflavík stóðst lokaáhlaup Hamars KEFLAVÍK vann góðan sigur á heimavelli Hamars í Hveragerði á sunnudaginn, 86:92. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en Keflavík náði mest 26 stiga mun í fjórða leikhluta en með ótrúlegum loka- kafla minnkuðu heimamenn muninn niður í 4 stig undir lokin. Áður höfðu Keflvíkingar komið sér upp 16 stiga forskoti sem heimamenn voru duglegir við að kroppa í. Þetta var jafnframt annað tap Hamars á heimavelli í vetur. Helgi Valberg skrifar Í karlaflokki ætlar KKÍ að stefnaað því að eiga raunhæfa mögu- leika á aðkomast í hóp þeirra 16 þjóða sem komast í úrslit Evrópu- keppninnar 2007– 2009 en fróðir menn telja að Ísland sé í kringum þrítugasta sæti í Evrópu. Á Norðurlandamótinu, þar sem ís- lenska karlalandsliðið hafnaði síð- ast í þriðja sæti, er ætlunin að ná í 2. eða 3. sætið á næstu árum en gull eða silfur árið 2006. Yfirleitt hefur verið keppt á tveimur öðrum mót- um, Promotion Cup og Smáþjóða- leikunum, og ætla Íslendingarnir sér eftir sem áður að hampa gulli þar taki liðið þátt í þeim mótum en Ísland á ekki lengur þátttökurétt á Promotion Cup vegna góðs árang- urs liðsins á öðrum vígstöðvum. Kvennalandsliðið hefur ekki eins sterka stöðu en er þó á góðri upp- leið enda á það sér mun skemmri sögu en karlarnir. Ef liðið nær við- unandi árangri á Norðurlanda- mótinu á næsta ári verður stefnt á þátttöku í Evrópukeppni árið 2006 en viðunandi telst að ná 3. til 4. sæti á Norðurlandamótunum 2002, 2004 og 2006. Eins og karlarnir ætlar liðið sér að sigra bæði Promotion Cup og á Smáþjóðaleik- unum. Frábærri frammistöðu unglinga- landsliðs drengja í úrslitakeppni Evrópukeppninnar 1993, þegar lið- ið náði 9. sætinu og vakti mikla at- hygli, á að fylgja eftir en að auki ná í gull eða silfur á Norðurlandamóti. Stúlkurnar eru aðeins hógværari, ætla sér í undankeppni Evrópu- keppninnar en ná 1. til 3. sæti í Promotion Cup og 2. til 4. sæti á Norðurlandamótinu. Rökin fyrir að setja þessi metn- aðarfullu markmið eru þau helst að margir íslenskir körfuknattleiks- menn eru að spila í Bandaríkjunum og hafa margir náð ágætis árangri. Auk þess er meðalhæð íslenskra leikmanna mun meiri en áður og þar sem yngri landsliðin hafa leikið mun fleiri leiki við aðrar þjóðir en fyrri landslið má reikna með að reynsla fleyti liðinu eitthvað áfram. Hjá kvenfólkinu er bent á að mun fleiri stúlkur æfi nú körfuknattleik og margir góðir landsliðssigrar undanfarin ár hafi stappað í þær stálinu. Sem fyrr munu landslið æfa á sumrin og ætlunin er að spila jafn- marga landsleiki en helsta nýjung- in er sú að stofnuð verður „lands- liðsfjölskylda“ þar sem í verður stór hópur karla og kvenna. Í af- reksstefnuskránni kemur fram að unnið verður með skólunum þannig að landsliðsmenn geti stundað nám í fjarveru og fengið launuð leyfi hjá atvinnurekendum sínum vegna fjarvista með landsliðinu. Einnig verður haft samráð við foreldra og þess gætt meðal annars að „fjöl- skyldumeðlimir lifi heilbrigðu líf- erni, t.d. borði hollan mat og fái nægan svefn.“ Ljóst er að slíkur árangur kostar ekki bara ómælda sjálfboðavinnu heldur beinharða peninga. Körfu- knattleiksmenn segja að skuldum verði ekki safnað og ætla sér að safna rúmlega ¾ hlutum af þeim 23 milljónum sem til þarf árið 2001 og svipað árið 2002. Þeir telja einnig að Afrekssjóður ÍSÍ mætti leggja til að minnsta kosti um 10% og einnig að landsliðin fái að æfa og keppa endurgjaldslaust í íþrótta- húsunum, eins og tíðkast víðast í heiminum. Þar fyrir utan verður að hafa allar klær úti og spara á öllum sviðum, leikmönnum verða þó ekki greidd laun en eiga ekki að þurfa borga með sér. Búið er að skipa landsliðsnefndir karla, kvenna og unglinga sem eru stjórn KKÍ til ráðgjafar og faglegr- ar umsjónar en alls eru 8 landslið á vegum körfuknattleikssambands- ins. Í landsliðsnefnd karla eru Gísli J. Friðjónsson formaður, Jón Bjarni Helgason, Guðfinnur Frið- jónsson og Stefán Eggertsson, í kvennanefndinni eru Hrannar Jónsson, Guðni Hafsteinsson og Björg Hafsteinsdóttir sem er for- maður. Unglinganefnd yngri lands- liða karla og kvenna skipa Sturla Jónsson formaður, Henning Freyr Henningsson, Daði Steinn Arnars- son og Halldór Þorsteinsson. Metnaðarfull afreksstefna METNAÐARFULL afreksstefna Körfuknattleikssamband Íslands til sex ára var kynnt um helgina og þrátt fyrir að forráðamenn þar á bæ geri sér grein fyrir að markið sé sett hátt er einhugur um það enda hafa öll markmið undanfarinna sjö ára náðst og rökin fyrir enn meiri árangri sterk. Karlar ætli sér meira en að hafa færst upp um 17 sæti í Evrópu og vilja á verðalaunapall á Norðurlandamóti ásamt körfu- knattleikskonum. Hins vegar telja menn að þrátt fyrir góðan árang- ur verði ekki lengra komist nema til komi breyttar áherslur og ger- breytt afreksstefna sem hefst um 12 ára aldur. Stefán Stefánsson skrifar „VIÐ teljum að þetta séu raunhæf markmið og höfum trú á að þeim verði náð en allt sem við höfum stefnt að síðustu sex til sjö árin hefur gengið eftir,“ sagði Ólafur Rafnsson formaður Körfuknatt- leikssambands Íslands þegar hann var spurður um hvort mark- miðið væri raunhæft. Hann sagði þó bogann þaninn. „Það er enginn vafi á að þetta er miklu brothætt- ara núna heldur en verið hefur. Við höfum farið upp um allt að 15 sæti á þessum 7 árum og að kom- ast tveimur til þremur sætum of- ar er að okkar mati tvöfalt eða þrefalt stærra skref en hitt. Mesta breyting frá síðustu afreksstefnu er breidd leikmannahóps. Áður fyrr urðum við að treysta á lyk- ilmenn og ef þeir voru ekki með var okkur vandi á höndum. Í dag erum við með allt að sjö menn um hverja einustu stöðu og hver ein- asti þeirra er í byrjunarliði hjá sínu liði auk þess að hávaxnari leikmenn eru í öllum stöðum.“ Fyrri afreksstefna var til fjög- urra ára. „Við teljum einfaldlega að með lengri tíma, án þess að hann sé of langur, tryggjum við meira svigrúm til að sýna þol- inmæði og með lengri markmiðs- setningu fara menn síður á taug- um þó allt hafi ekki gengið vel í byrjun því oft vilja menn að ár- angur komi of fljótt,“ sagði for- maðurinn og vænti viðbragða Af- rekssjóðs. „Við gerum okkur miklar væntingar þar því farið er fram á að menn setji fram vel skil- greinda stefnu og það teljum við okkur hafa gert og rökstutt hana eins og mögulegt er. Við bjóðum einnig umtalsverða eigin fjár- mögnun en höfum borið skarðan hlut frá borði við úthlutun sjóðs- ins undanfarin ár, fengið innan við 1% af styrkjunum undanfarin tíu til tólf ár. Við erum að sýna að við höfum vaxið um þó þetta und- anfarin ár, það hefur allt gengið og ef þetta dugar ekki til verður að viðhafa þau stóru orð að þá sé verið að útiloka körfuknattleik frá afrekssjóðnum.“ Raunhæft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.