Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2001 B 3 Lyn fylgdist með Jóhanni B. STJÓRN körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sagði upp samningi sínum við Bandaríkjamanninum Kev- in Daley og landi hans Billy Keys er nú þegar kominn til Grindavíkur. Stjórn og þjálfari Grindavíkur, Einar Einarsson, töldu að liðið gæti náð betri árangri ef til liðsins yrði fenginn bakvörður sem jafn- framt væri leikstjórnandi. Keys er 24 ára gamall og 1,85 metrar á hæð og lék með New Mexico State- háskólanum. Keys er þriðji erlendi leikmaður Grindavíkurliðsins á þessu keppnistímabili en Kim Lewis, sem átti stóran þátt í að liðið fagnaði sigri Kjörísbikarkeppninni, þurfti frá að hverfa vegna meiðsla rétt fyrir áramót. Daley farinn frá Grindavík Hvorki Stefan Kretzschmar né Gu-eric Kervadec léku með Magde- burg en það kom ekki að sök og stað- an í hálfleik var 17:9. „Liðið spilaði mjög vel og þessi frammistaða sann- færir mig um að við séum á réttri leið á ný,“ sagði Alfreð Gíslason við Sport 1 en lið hans er í fjórða sætinu, fjórum stigum á eftir toppliðinu, Flensburg. Gústaf og Duranona líka með 7 mörk Gústaf Bjarnason var enginn eftir- bátur Ólafs þegar Minden gerði sér lítið fyrir og rótburstaði Grosswall- stadt, 31:16. Gústaf skoraði 7 mörk í leiknum en yfirburðir Minden koma mjög á óvart því Grosswallstadt var fimm stigum ofar þegar leikurinn hófst. Róbert Julian Duranona skoraði einnig 7 mörk fyrir sitt lið, en þau dugðu ekki Nettelstedt, sem tapaði, 32:31, fyrir Willstätt/Schutterwald og er komið í mikla fallhættu. Sigurður Bjarnason skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar gegn Hameln, 27:22. Essen leikið grátt í Eisenach Patrekur Jóhannesson skoraði eitt mark fyrir Essen sem lék afspyrnu- illa og tapaði óvænt í Eisenach, 25:20. Heimaliðið vantaði marga af lykil- mönnum sínum en lék samt gestina grátt og var komið í 24:17 skömmu fyrir leikslok. Jörn-Uwe Lommel, þjálfari Essen, þakkaði leikmönnum Eisenach kærlega fyrir að hafa tekið sína menn í kennslustund. Róbert Sighvatsson skoraði 4 mörk fyrir Dormagen, sem stóð uppi í hárinu á Wallau-Massenheim á úti- velli en beið lægri hlut, 27:24. Dormagen seig niður í þriðja neðsta sætið við þetta tap. Flensburg heldur sínu striki og vann Wuppertal auðveldlega, 30:21. Heiðmar Felixson var ekki á meðal markaskorara Wuppertal. Guðmundur Hrafnkelsson var í byrjunarliði Nordhorn gegn Gum- mersbach á útivelli. Honum gekk illa, Jesper Larsson leysti hann af hólmi í markinu seint í fyrri hálfleik og var maðurinn á bakvið sigur Nordhorn, 25:23. Kiel er endanlega úr leik í toppbar- áttunni eftir tap á heimavelli gegn Lemgo, 24:26. Stefan Lövgren skor- aði 6 mörk fyrir Kiel í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir. Marc Baum- gartner skoraði 8 mörk fyrir Lemgo og Florian Kehrmann 7. Keflvíkingar voru mun betri aðil-inn í leiknum og komust í 3:0 áður en Gunnar H. Þorvaldsson minnkaði muninn fyrir ÍBV. Þórar- inn Kristjánsson og Jóhann R. Bene- diktsson skoruðu hin tvö mörkin fyrir Keflvíkinga. Markaskorið í sex leikjum helgar- innar í Reykjaneshöll lofar góðu því skoruð voru 5–6 mörk í þeim öllum. Brynjólfur Bjarnason úr ÍR skor- aði líka þrennu því hann gerði öll mörk Breiðhyltinga þegar þeir skelltu Valsmönnum, 3:2, á sunnu- daginn. Matthías Guðmundsson og Geir Brynjólfsson svöruðu fyrir Vals- menn. Ævintýralegur endasprettur Blika Breiðablik slapp fyrir horn gegn 1. deildarliði KA á ævintýralegan hátt á sunnudaginn. KA leiddi, 3:1, þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Blikar náðu að jafna metin með mörkum frá Guðmundi Erni Guð- mundssyni og Þorsteini Sveinssyni. Mörkin voru keimlík, í bæði skiptin skutu Blikar í þverslána og niður og fylgdu síðan vel á eftir og skoruðu. KA var manni færra í 35 mínútur eft- ir að Slobodan Milisic var rekinn af velli en jók samt forystu sína í 3:1, manni færri. Stefán Gunnarsson, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson og Lárus Viðar Stefánsson skoruðu fyr- ir KA en fyrsta mark Blika var sjálfs- mark. Sigurvin Ólafsson skoraði í sínum fyrsta mótsleik fyrir KR og kom þeim á bragðið í 4:1-sigri gegn Leiftri. Páll Guðmundsson jafnaði fyrir Leifur úr vítaspyrnu en KR gerði út um leikinn með mörkum Guðmundar Benedikts- sonar, Arnars Jóns Sigurgeirssonar og Egils Atlasonar. Fjögur Skagamörk í seinni hálfleik gegn Grindavík ÍA vann tiltölulega öruggan sigur á handhöfum deildabikarsins, Grinda- vík, 4:2, eftir að Grindvíkingar höfðu leitt, 1:0, í hálfleik með marki Sverris Þórs Sverrissonar. Skagamenn voru komnir í 3:1 um miðjan síðari hálfleik og nýliðinn Ellert Jón Björnsson gerði fjórða mark þeirra og sitt fyrsta fyrir meistaraflokk ÍA áður en annar nýliði, Hallur Ásgeirsson frá Djúpa- vogi, lagaði stöðuna fyrir Grindavík í blálokin. Hjörtur Hjartarson, Guðjón H. Sveinsson og Kári Steinn Reyn- isson skoruðu þrjú fyrstu mörk ÍA. Sumarliði Árnason skoraði tvívegis fyrir Víkinga og Garðar Jóhannsson tvívegis fyrir Stjörnuna í jafn- teflisleik 1. deildarliðanna, 3:3. Boban Ristic, sem Víkingar fengu frá Stjörnunni í vetur, skoraði gegn sín- um gömlu félögum. Rúnar Páll Sig- mundsson gerði eitt marka Stjörn- unnar. FÓLK  SNORRI Már Jónsson, varnar- maður úr Keflavík, gekk um helgina til liðs við knattspyrnulið Grindavíkur. Snorri Már, sem er 25 ára, lék ekkert með Keflavík á síðasta ári vegna meiðsla en spilaði með Njarðvík í 3. deild seinni hluta tímabilsins.  RÓBERT Skarphéðinsson, miðju- maður úr KA, er kominn í raðir Breiðabliks. Róbert, sem lék áður með Völsungi, spilaði alla leiki Ak- ureyrarliðsins í 1. deildinni í fyrra.  GEIR Brynjólfsson gekk til liðs við Valsmenn frá ÍR um helgina. Hann skoraði gegn sínum gömlu félögum í deildabikarnum á sunnu- daginn en kom þó ekki í veg fyrir óvæntan ósigur Vals, 3:2.  ANDRI Sigþórsson skoraði glæsilegt mark fyrir Salzburg í æf- ingaleik gegn meisturum Moldavíu, Tiraspol, sem fram fór í Dubai. Austurríska liðið beið þó lægri hlut, 1:2. Andri skoraði tvö mörk í þrem- ur leikjum liðsins í Arabíuferðinni.  HARALDUR Ingólfsson og félag- ar hans í norska 1. deildarliðinu Raufoss lögðu Oslóarliðið Skeid með tveimur mörkum gegn engu í æfingaleik á laugardag. Haraldur lék allan leikinn en Kristinn Haf- liðason var ekki í leikmannahóp Raufoss.  VEIGAR Páll Gunnarsson og Stefán Gíslason voru í liði Ströms- godset sem tapaði 3:0 gegn Våler- enga í æfingaleik á föstudag. Strömsgodset kemur frá Drammen og endurheimti úrvalsdeildarsæti á ný í haust eftir að hafa sigrað 1. deildina með miklum yfirburðum. Oslóarliðið Vålerenga féll í 1. deild síðastliðið haust. Ólafur með sjö mörk í stórsigri Magdeburg ÓLAFUR Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Magdeburg á laugar- daginn þegar lið hans vann glæsilegan útisigur á Solingen, 32:18, í þýsku deildakeppninni í handknattleik. Solingen er um miðja deild og hefur verið sér- lega sterkt á heimavelli en átti ekki möguleika gegn lærisvein- um Alfreðs Gíslasonar sem voru í miklum ham. Jóhann B. Guðmundsson í leik með Watford. Jóhann B. skaut Eyjamenn í kaf JÓHANN B. Guðmundsson boðaði endurkomu sína í Keflavíkurliðið á eftirminnilegan hátt á laugardaginn. Jóhann, sem er kominn aftur á heimaslóðir eftir að hafa leikið með Watford í Englandi, skaut lið ÍBV í kaf í fyrstu umferð deildabikars KSÍ í Reykjaneshöll því hann skoraði þrennu í stórsigri Keflvíkinga, 5:1. AÐSTOÐARÞJÁLFARI norska knattspyrnufélagsins Lyn mætti á leik Keflavíkur og ÍBV í deildabikarkeppninni um helgina til að fylgjast með Keflvíkingnum Jóhanni B. Guðmundssyni. Norðmað- urinn fór ekki fýluferð því hann sá Jóhann spila mjög vel og skora þrennu í 5:1 stórsigri Keflvíkinga. Það má því fastlega búast við því að Lyn geri Keflvíkingum tilboð í Jóhann, sem kom til þeirra á ný frá Watford í Englandi um áramótin og samdi við þá til þriggja ára. Lyn er frá Ósló og er gamalt stórveldi sem lítið hefur farið fyrir undanfarin ár. Í fyrra vann félagið 1. deildina með miklum yfir- burðum, er með fjársterka bakhjarla og ætlar sér stóra hluti á komandi árum. Félagið hyggst fá til sín 2–3 mjög sterka leikmenn fyrir komandi tímabil og Jóhann er greinilega ofarlega á óskalist- anum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.