Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 13
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2001 B 13  GARY Megson, knattspyrnustjóri WBA, notaði ekki Lárus Orra Sig- urðsson gegn Birmingham í 1. deild- inni á laugardag, þrátt fyrir að hafa stöðvað för hans til Luton sem láns- maður á síðustu stundu. Lárus Orri sat á bekknum allan leikinn en Birm- ingham vann, 2:1, í mikilvægum leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppn- inni.  HEIÐAR Helguson lék í 70 mín- útur með Watford sem tapaði fyrir Crewe í 1. deildinni, 2:0.  BJARNÓLFUR Lárusson lék allan leikinn með Scunthorpe sem tapaði, 3:0, fyrir Cardiff í 3. deild.  TEDDY Sheringham, sem hefur skorað 18 mörk fyrir Manchester United, gaf í skyn um helgina að hann myndi yfirgefa félagið eftir þetta tímabil. Samningur Shering- hams rennur út í vor og hann segir að ekkert hafi verið rætt við sig um nýj- an samning. Fyrst svo væri, færi hann að líta í kringum sig hvað úr hverju.  JIMMY Floyd Hasselbaink lýsti því yfir um helgina að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir fimm ár þegar samningi hans við Chelsea lýkur. Hasselbaink kvaðst ætla að vinna meistaratitilinn og enska bik- arinn með Chelsea og það yrði síðan hæfilegt að hætta 33 ára gamall.  EIÐUR Smári Guðjohnsen varð þriðji í einkunnagjöf stuðnings- manna Chelsea á heimasíðu félagsins eftir leikinn við Arsenal, þrátt fyrir að hann léki aðeins síðari hálfleikinn.  FRAMHERJAR Chelsea eiga minnsta sök á slæmu gengi liðsins á útivöllum í vetur, samkvæmt skoð- anakönnun á heimasíðu félagsins. Aðeins 2,16 prósent telja að þeim sé um að kenna. Flestir, eða 54,1 pró- sent, kenna hinsvegar skorti á sjálfs- trausti leikmanna um hvernig hefur afarið.  SVEN-Göran Eriksson, hinn nýi landsliðsþjálfari Englendinga, var á meðal áhorfenda á bikarslag Arsenal og Chelsea. Ljóst er að hann var ekki með marga leikmenn í sigtinu því að- eins voru fimm Englendingar sam- anlagt í byrjunarliðum félaganna tveggja.  FRAKKAR voru næstflestir af þeim sem hófu leikinn, 4 af 22. Að auki voru 3 Ítalir, 2 Hollendingar, Úkraínumaður, Letti, Svíi, Spán- verji, Nígeríumaður, Kamerúnmað- ur, Júgóslavi og Úrúgvæi. Vara- mennirnir fimm sem komu inn á voru frá Íslandi, Frakklandi, Argentínu, Króatíu og Hollandi.  CELESTINE Babayaro, nígeríski landsliðsmaðurinn hjá Chelsea, er að líkindum í slæmum málum. Á sjón- varpsupptökum af leiknum við Arsenal sást greinilega að hann steig ofan á Fredrik Ljungberg og spark- aði í Dennis Bergkamp án þess að dómarinn sæi til.  HELGI Kolviðsson og félagar í Ulm unnu mikilvægan sigur á Chem- nitzer, 3:0, í þýsku 2.deildinni í knatt- spyrnu á sunnudaginn. Helgi lék all- an leikinn í vörn Ulm sem er í 13. sæti af 18 liðum deildarinnar.  GUNNLAUGUR Jónsson lék allan leikinn með Uerdingen sem vann Aue, 1:0, í þýsku 3. deildinni á laug- ardag. Uerdingen komst í 7. sæti deildarinnar með sigrinum.  JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan leikinn með RKC Waalwijk sem gerði jafntefli, 2:2, við Sparta Rotter- dam í hollensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.  ARNAR Grétarsson og Rúnar Kristinsson léku allan leikinn með Lokeren sem tapaði, 2:0, fyrir St. Truiden í belgísku knattspyrnunni. Auðun Helgason kom inn á sem varamaður á 35. mínútu og Arnar Þór Viðarsson lék síðari hálfleikinn.  SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson lék síðasta korterið með Harelbeke sem tapaði, 1:4, fyrir Anderlecht í Belgíu. Tékkneski risinn Jan Koller skoraði þrjú marka Anderlecht. FÓLK Það var á þessum tímapunkti semleikurinn sveiflaðist okkur í hag. Ef Eiður hefði skorað, hefði það væntanlega ráðið úrslitum í leikn- um,“ sagði Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal. „Undirtökin hefðu verið okkar, ef boltinn hefði farið inn. Í staðinn var það Arsenal sem komst í sókn og skoraði, og þar með voru þeir með leikinn í sínum höndum,“ sagði Claudio Ranieri, stjóri Chelsea. Thierry Henry skoraði fyrst fyrir Arsenal úr vítaspyrnu en Jimmy Floyd Hasselbaink jafnaði fyrir Chelsea með glæsilegu skoti. Mikið gekk á í fyrri hálfleiknum þegar fimmtán leikmenn liðanna tóku þátt í handalögmálum og félögin eiga yfir höfði sér sektir fyrir vikið. „Sumir voru heppnir að sleppa við rauða spjaldið. Ég var hræddur um að við myndum missa mann af velli fyrir einhver heimskupör,“ sagði Wenger. Hann hrósaði Patrick Vieira sér- staklega en Vieira var valinn maður leiksins. „Hann er magnaður um þessar mundir,“ sagði franski stjór- inn um landa sinn. Rainieri, stjóri Chelsea, var ekki jafnhrifinn af Vieira. „Dómarinn of- urverndaði Vieira. Ef hann var snertur, var það eins og sjálfur Guð hefði verið áreittur,“ sagði Ítalinn. Wenger beindi sjónum sínum að hinni hörðu samkeppni fjögurra sóknarmanna um tvær stöður í liði sínu. „Ég er með fjóra sóknarmenn í heimsklassa, Henry, Bergkamp, Kanu og Wiltord, og samkeppni þeirra kemur liðinu til góða. Ég er hæstánægður með þá alla en því miður get ég aðeins notað tvo þeirra í einu,“ sagði Wenger. Sannfærandi sigur hjá Liverpool Liverpool vann sannfærandi sigur á Manchester City, 4:2, á Anfield í gær. Vladimir Smicer krækti í tvær vítaspyrnur og skoraði úr annarri þeirra sjálfur. Jari Litmanen, Emile Heskey og Marcus Babbel skoruðu hin mörk Liverpool-liðsins, sem er á mikilli siglingu um þessar mundir. Í 8-liða úrslitunum sækir Liverpool heim sigurvegarann úr viðureign Tranmere og Southampton sem skildu jöfn, 0:0, í Southampton á laugardag. Þar voru þrjú mörk dæmd af leikmönnum Southampton. Guðni og félagar gegn Arsenal á Highbury? Guðni Bergsson og félagar í Bolt- on náðu ekki að vinna Blackburn í nágrannaslag, þrátt fyrir að leik- menn Blackburn væru manni færri frá og með 10. mínútu. Blackburn komst yfir en Michael Ricketts jafn- aði fyrir Bolton, 1:1, með sínu 18. marki á tímabilinu. Liðin, sem stefna í einvígi um sæti í úrvalsdeildinni, mætast aftur í Blackburn og sigur- vegarinn mætir Arsenal á Highbury. Arnar Gunnlaugsson lék síðustu 5 mínúturnar með Leicester, sem vann Bristol City úr 2. deild auðveld- lega, 3:0. Arnar fékk gott færi til að skora í lokin þegar hann tók auka- spyrnu á vítateigslínu en skaut yfir. Leicester leikur á heimavelli í 8-liða úrslitunum við Wimbledon eða Wy- combe, sem gerðu jafntefli, 2:2. Tottenham fór létt með Stockport á White Hart Lane og sigraði, 4:0. Simon Davies kom inn á sem vara- maður í fyrri hálfleik þegar Öyvind Leonhardsen meiddist og hann skor- aði tvö markanna. West Ham í bikarham Mótherjar Tottenham verða grannar þeirra í West Ham sem gerðu heldur betur góða ferð á norð- austurströndina þar sem þeir sigr- uðu hið sterka lið Sunderland, 1:0. Franski sóknarmaðurinn Frederic Kanoute var West Ham dýrmætur eina ferðina enn því hann skoraði sigurmarkið korteri fyrir leikslok. Sigur West Ham var sanngjarn og það virðist vera bikarára yfir liðinu í ár. Hamrarnir lögðu Manchester United á Old Trafford í 4. umferð og fá nú heimaleik gegn Tottenham. Reuters Sylvain Wiltord gulltryggir sigur Arsenal með því að skora sitt annað mark gegn Chelsea, 3:1. Stangarskot Eiðs Smára var vendipunkturinn STANGARSKOT Eiðs Smára Guðjohnsens um miðjan síðari hálfleik var vendipunkturinn í bikarslag Lundúnaliðanna Arsenal og Chelsea á Highbury á sunnudaginn. Eiður Smári kom inn á sem varamaður hjá Chelsea í upphafi síðari hálf- leiks og þegar staðan var 1:1 átti hann viðstöðulaust þrumu- skot af þriggja metra færi, bolt- inn small í stönginni og þeyttist út á völlinn. Varamaðurinn Sylvain Wiltord skoraði tvívegis á lokasprettinum og tryggði Arsenal sigurinn, 3:1, og þar með eru bikarmeistarar ársins 2000 fallnir úr keppni. Arsenal þykir hinsvegar sigurstrangleg- asta liðið í keppninni eftir þessi úrslit. Reuters Eiður Smári Guðjohnsen fagnar Jimmy Floyd Hasselbaink eftir að hann skoraði jöfnunarmark Chelsea gegn Arsenal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.