Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 12
KNATTSPYRNA 12 B ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Roma heldur sex stiga forystu íítölsku deildinni, lagði Lecce um helgina á heimavelli. Juventus og Lazio unnu bæði á útivelli og halda því Roma við efnið. Leikmenn Roma unnu sinn fjórða leik í röð í deildinni og virtust ekki láta tapið fyrir Liverpool á fimmtu- daginn hafa áhrfi á sig. „Það var mjög erfitt að mæta til þessa leiks eftir tapið á fimmtudaginn, sérstak- lega þar sem leikmenn Lecce eru engin lömb að leika sér við,“ sagði Fabio Capello þjálfari Roma eftir leikinn en hann var mjög ánægður með stigin þrjú sem lið hans krækti í. Hann sagðist óttast Juventus heldur meira en Lazio þar sem þeir síðar- nefndu ættu efiðari leiki eftir, meðal annars í Evrópukeppninni. Alessandro Del Piero gerði eina mark Juve þegar liðið lagði Bari á útivelli og markið kom ekki fyrr en á 81. mínútu. Áhorfendur og stuðningsmenn Lazio þurftu að bíða enn lengur eftir sigurmarki liðs síns á útivelli gegn Perugia því Diego Simeone gerði sigurmarkið á 88. mínútu. Brasilíumaðurinn Matuzalem kom mikið við sögu þegar Napolí vann Inter Mílanó 1:0 á sunnudaginn. Kappinn sá gerði stórglæsilegt mark á 54. mínútu, með föstu skoti nokkuð utan vítateigs. Hann varð svo yfir sig kátur pilturinn að hann fór úr keppn- istreyju sinni, fékk gult fyrir vikið og hafði fengið annað fyrr í leiknum og var því rekinn af velli. Það kom þó ekki að sök því Mílanómenn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Það gekk mikið á í Mílanó þegar Bologna heimsótti AC Milan. Gest- irnir voru eitthvað sofandi í vörninni og Andriy Shevchenko skoraði tví- vegis fyrir heimamann og hefur nú gert 15 mörk fyrir liðið. Giacomo Ciprini lék sinn fyrsta leik með gest- unum og hann minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik og jafnaði síðan skömmu síðar. Giuseppe Sig- nori hélt upp á 33 ára afmæli sitt með því að koma gestunum yfir á 81. mín- útu og þar kom nýliðinn einnig við sögu, lagði boltann fyrir Signori. Heimamönnum fannst ekki gott að vera 2:0 yfir og lenda síðan 3:2 undir og Luigi Sala bjargaði andliti félags- ins með því að jafna og krækja í eitt stig á 90. mínútu. Fagnaði marki og var rekinn af velli STOKE City nýtti ekki gott færi til að saxa enn frekar á forskot toppliða ensku 2. deildarinnar þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, í nágran- naslagnum frammi fyrir 22 þúsund áhorfendum á Brit- annia Stadium. James O’Connor kom Stoke yfir en Port Vale jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Jafnteflið kom þó Stoke upp í fjórða sæti deildarinnar og liðið er nú fimm stigum og tveimur leikjum á eftir Wig- an, sem er í öðru sætinu. Birkir Kristinsson, Bjarni Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ríkharður Daðason léku allan leikinn með Stoke. Ríkharður þótti standa sig best en hann var mjög ógnandi í framlínu Stoke. „Við erum mjög óánægðir með þessi úrslit því þó leik- urinn hafi ekki verið góður af okkar hálfu fengum við mun fleiri færi en leikmenn Port Vale. Þeir börðust hinsvgegar gífurlega, enda í mikilli fallhættu, og fögnuðu stiginu ákaflega,“ sagði Guð- jón Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Stoke, við Morgunblaðið. Stoke missti dýr- mæt stig Spænsku meistararnir DeportivoLa Coruna unnu sögulegan sig- ur á Barcelona, 3:2, á útivelli í spænsku knattspyrnunni á laugar- daginn. Þetta var fyrsti sigur Deportivo á Nou Camp frá upphafi, í 31 heimsókn þangað og hann hefur líklega bundið enda á vonir Börsunga um að halda í við toppliðin. Þeir eru nú 11 stigum á eftir Real Madrid og 7 stigum á eftir Deportivo. Victor var maðurinn á bakvið þennan magnaða sigur Deportivo. Hann lagði upp fyrsta markið fyrir Djalminha og skoraði hin tvö á glæsi- legan hátt. Það síðara með stór- brotnu skoti eftir aukaspyrnu, mín- útu fyrir leikslok. Rivaldo og Luis Enrique skoruðu mörk Barcelona sem komst í 2:1 í fyrri hálfleiknum. Real Madrid átti slakan leik gegn Racing Santander en vann, 1:0, á heppnismarki frá Raúl. Valencia skaust uppfyrir Barce- lona og í þriðja sætið með því að sigra Las Palmas, 2:0, á Kanaríeyj- um. Þórður Guðjónsson lék ekki með Las Palmas sem þurfti að setja úti- spilarann Robert Jarni í markið 5 mínútum fyrir leikslok en markvörð- ur liðsins var þá rekinn af velli og Las Palmas hafði þegar notað þrjá varamenn. Sögulegur sigur La Coruna á Nou Camp Meistararnir í Bayern Münchenunnu góðan sigur á Spartak Moskvu í Meistaradeildinni í síðustu viku og flestir bjuggust við að við- ureign þeirra við nágranna þeirra í München, Unterhaching, yrði auð- veld, en annað kom á daginn. Heima- menn náðu að skora snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Meistararnir virkuðu þungir og áhugalausir og allt að því sáttir við að tapa sínum sjötta leik í deildinni, en það er einu tapi meira en allt tímabilið í fyrra. Ottmar Hitzfeld, þjálfari meistar- anna, var allt annað en ánægður með sína menn. „Við fengum nægilega mörg tækifæri til að gera í það minnsta eitt mark. Í liðinu erum við með 18 eða 19 frábæra leikmenn, en þeir verða samt sem áður að leggja sig fram, annars vinnum við ekki,“ sagði þjálfarinn. Þrátt fyrir tapið er Bayern enn með tveggja stiga for- ystu því næstu lið, Schalke og Lev- erkusen, töpuðu einnig. Það virtist þó allt ganga Lev- erkusen í haginn þegar liðið heim- sótti Hansa Rostock því Ulf Kirsten kom gestunum í 1:0 með marki eftir 23 mínútur. Þar sem Rostock er með versta árangur allra liða í deildinni á heimavelli áttu flestir von á auðveld- um stigum til handa Leverkusen. Heimamenn gáfust hins vegar ekki upp og Nígeríumaðurinn Victor Agali jafnaði með skalla og Steffen Baumgart kom þeim yfir snemma í síðari hálfleik og það breytti engu þó heimamenn léku einum færri síðustu fimm mínúturnar. „Ég er langt frá því að vera ánægður. Ég gæti kvartað yfir ástandi vallarins eða dómaranum, en þá lendi ég bara í vandræðum. Ég óska Hansa Rostock til hamingju með sigurinn,“ sagði Berti Vogts þjálfari Leverkusen. Schalke lék einnig á útivelli, heim- sótti Werder Bremen og tapaði líka 2:1, rétt eins og Leverkusen. Þar þróuðust mál þó með öðrum hætti því heimamenn komust í 2:0 með mörkum Claudio Pizarro og Fabian Ernst á 17. og 26. mínútu. Heima- menn fengu nokkur færi á að komast í 3:0 en tókst ekki en Daninn Ebbe Sand lagaði stöðuna lítillega fyrir Schalke, hans 15. mark í vetur. „Við getum varla kvartað því við vorum steinsofandi í fyrri hálfleik en lékum þokkalega í síðari hálfleik, en þá var það orðið of seint,“ sagði Huub Stevens þjálfari Schalke. Fredi Bobic skoraði tvívegis fyrir Dortmund þegar liðið tók á móti HSV og sigraði 4:2. Hin mörkin gerðu Otto Addo og Milan Fukal, sem gerði sjálfsmark. Enn tapar Stuttgart Eyjólfur Sverrisson og félagar heimsóttu Stuttgart um helgina og unnu 1:0 og nú er ástandið orðið al- varlegt hjá Stuttgart, þar sem Eyj- ólfur hóf atvinnumannaferil sinn, lið- ið er í næstneðsta sæti og haldi það áfram á sömu braut blasir ekkert nema fall við félaginu. Eyjólfur lék allan tímann með Herthu, var nú næstur fyrir aftan framherjana og hann átti stóran þátt í eina marki leiksins, skallaði á Michael Preetz stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hertha er í fimmta sæti deildar- innar, þremur stigum á eftir liðunum sem eru í 2.–4. sæti og með jafn mörg stig og Kaiserslautern, sem vann Kölnara með marki Tékkans Vratislavs Lokvenc. Reuters Eyjólfur Sverrisson heldur um Bradley Carnell, leikmann Stuttgart, eftir að þeir féllu við í baráttunni um knöttinn. Efstu liðin töpuðu öll Reuters Eyjólfur Sverrisson stekkur hærra en Marcelo Bordon, leik- maður Stuttgarts, og skallar knöttinn. ÞRJÚ efstu liðin í þýsku deild- inni töpuðu öll um helgina en staða þeirra breyttist ekkert við það, Bayern er efst og síðan koma Schalke og Leverkusen. Dortmund vann góðan sigur á HSV og er nú einnig tveimur stigum á eftir Bayern.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.