Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 7
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2001 B 7 Við vorum vel stemmdir frá upp-hafi, og reyndar allan tímann. Þó HK væri nálægt því að jafna, héldum við okkar hlut með góðum varnarleik og mark- vörslu. HK-ingar náðu ekki taktinum í fyrri hálfleik en eftir það var að duga eða drepast fyrir þá, þannig að þeir komu með miklum krafti í seinni hálfleikinn. Við héldum haus og sennilega hefur reynslan haft eitthvað að segja. Sóknarleikur okkar gekk ekki eins vel seinni hluta leiksins þegar þeir komu út á móti Halldóri en við skoruðum mörkin sem þurfti til að halda okkur gangandi á þeim kafla. Spurningin var að halda þetta út og það tókst okkur,“ sagði Óskar, og bætti því við að hann væri ekki endilega hættur í handboltanum eftir þetta tímabil. „Ég er mennt- aður íþróttafræðingur með hand- bolta sem aðalfag, þannig að kannski liggur leiðin yfir í þjálfun,“ sagði Óskar, sem er 35 ára og lék lengst af með FH en kom til Hauka 1998 eftir nokkurra ára dvöl í Þýskalandi. Frábær byrjun lagði grunninn „Þetta var frábær byrjun hjá okkur og hún lagði grunninn að þessum sigri. HK-ingar voru stress- aðir í sínum fyrsta úrslitaleik en það mátti alltaf búast við því að þeir kæmust aftur inn í leikinn og þá skipti mestu máli hjá okkur að fara ekki á taugum. Okkur tókst nokk- urn veginn að komast hjá því,“ sagði Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka. „Okkar leikur datt niður í seinni hálfleik, HK breytti um vörn sem virkaði vel, en við héldum haus og ég var aldrei smeykur, var alltaf 100 prósent viss um að við myndum sigra. Við erum ekki búnir að ná okkur fyllilega á strik eftir hléið langa, en erum að vinna okkur út úr því og þetta var fyrsti úrslitaleik- urinn af mörgum sem við eigum framundan á tímabilinu. Ég vil þakka okkar frábæru stuðningsmönnum fyrir sinn hlut, þeir eiga stóran hlut í þeim árangri sem við höfum náð. Félagið er orðið mjög sterkt, leikmenn, stjórnar- menn og stuðningsmenn eiga allir sinn þátt í þessum bikarsigri,“ sagði Halldór Ingólfsson. Morgunblaðið/Kristinn Kampakátir leikmenn Hauka fagna bikarmeistaratitlinum eftir að þeir lögðu HK-menn að velli, 24:21. Fyrsti og síðasti bikarsigur Óskars „ÞAÐ var mjög sætt að sigra og frábær tilfinning fyrir mig að vinna minn fyrsta bikarmeistaratitil frá upphafi eftir allan þennan tíma í handboltanum. Þetta verður líka sá síðasti því ég er búinn að ákveða að leggja handboltaskóna á hilluna í vor,“ sagði Óskar Ár- mannsson við Morgunblaðið en hann lék mjög vel með Haukum, skoraði mikilvægt mark á lokakaflanum, kom Haukum í 23:20 og nánast tryggði liði sínu sigurinn, 24:21. Morgunblaðið/Kristinn Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, gefur skipanir til sinna manna í vörn. Eftir Víði Sigurðsson Við komum mjög öflugir inn íleikinn og HK-ingar voru heppnir að vera bara fimm mörk- um undir í hálfleik. En í byrjun síðari hálfleiks gekk allt upp hjá þeim en ekki hjá okkur. Við náðum ekki að bæta við forskotið eins og við ætluðum okkur, þeir komust inn í leikinn og gerðu hann spennandi. HK-ingar spiluðu seinni hálfleikinn mun betur en ég átti von á, voru geysilega duglegir og börðust leikinn á enda. Boltinn rúllaði með þeim síðustu 20 mín- úturnar, þeir náðu öllum fráköst- um og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu. Sigurður Sveins- son spilaði stórkostlega, 41 árs gamall, og sýndi hvers konar handboltasnillingur hann er. Með hann í aðeins betra formi hefði sig- urinn getað fallið hvorum megin sem var. Ég er ekki sáttur við alla þá brottrekstra sem við fengum á okkur, þetta var önnur lína frá dómurunum en við eigum að venj- ast, en dómgæslan var samt öguð og í öruggum höndum.“ Við erum tilbúnir í þann slag sem eftir er Ertu sáttur við frammistöðuna í heild hjá þínu liði? „Við erum búnir að æfa stíft frá áramótum, liðið var keyrt niður eftir mikið álag fyrr í vetur, og er að koma aftur upp. Það er mikið framundan en við erum á réttri leið á ný og tilbúnir í þann slag sem eftir er. Þetta er eðlileg þró- un. Ég er mjög ánægður með Ósk- ar og Rúnar, og ekki síst Baum- ruk, sem er nánast á annarri löppinni. Hinsvegar voru horna- mennirnir ekki nógu góðir og fóru í þrígang illa með færi sem gátu gert út um leikinn fyrir okkur,“ sagði Viggó Sigurðsson. Þurftum seiglu og baráttu „VIÐ þurftum virkilega að hafa fyrir þessum sigri og sýna seiglu til að koma bikarnum í hús. En baráttan í liðinu var stórkostleg og menn sýndu mikinn karakter. Það eru atriðin sem skila svona titl- um,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, sem fagnaði sínum fyrsta stóra titli sem þjálfari á ferlinum, en hann varð á sínum tíma fimm sinnum bikarmeistari sem leikmaður Víkings. Eftir Víði Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.