Alþýðublaðið - 24.11.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.11.1972, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. ÞAKKAÐ - FYRIR HVAÐ? ,,Við höfum notið aðstoðar vinveittrar rikis- stjórnar og okkur ber að þakka það og muna”. Þannig fórust Eðvarð Sigurðssyni orð i ræðu á þingi ASÍ i fyrrakvöld. Þannig innleiddi hann tölu sina um, að verkalýðshreyfingin ætti nú að fara að búa sig undir að hopa sjálfviljug á hæl fyrir þessari „vinveittu rikisstjórn.” En hvað er Eðvarð að þakka? Hvernig er vin- fengið milli verkalýðsins og rikisstjórnarinnar? Þegar rikisstjórnin kom til valda lagði hún m.a. fram lista yfir kjaraatriði, sem hún sagði, að þjóðfélagið gæti verkalýðnum i té látið. Þessi atriði gerði verkalýðshreyfingin að meginefni i kröfum sinum i samningaviðræðunum haustið 1971. En hvernig gekk verkalýðshreyfingunni að fá þessum kröfum framgengt, — að fá efnd loforð rikisstjórnarinnar? Það kostaði margra mánaða harða baráttu og munaði minnstu , að til verk- falls þyrfti að koma. Meginástæðan var sú, að rikisstjórnin studdi EKKI verkalýðssamtökin eins og hún hafði þó lofað að gera. Jafnvel ein- örðustu stjórnarsinnarnir i verkalýðshreyfing- unni hafa viðurkennt þetta. Var það fyrir þessa vináttu, sem Eðvarð var að þakka i ræðu sinni á Alþýðusambandsþinginu? Og rikisstjórnin lét ekki staðar numið i góð- gerðunum við launafólkið. Varla hafði blekið náð að þorna i undirskriftum samninganna þegar rikisstjórnin ákvað að skerða þá. Hún felldi niður nefskatta en hækkaði tekjuskatta á móti. Þetta varð til þess, að visitalan lækkaði um 4,4 stig-þvi nefskattarnir, sem felldir voru niður, voru i visitölunni, en tekjuskattarnir, sem hækkaðir voru á mói, voru ekki i visitölunni. Samkvæmt þessu hefði kaupgjaldið þvi átt að LÆKKA. Það þorði rikisstjórnin þó ekki að gera,heldur minnkaði niðurgreiðslur á nauðsynjavörum þar til visitalan hafði aftur hækkað um þau 4,4 stig, sem leikurinn með skattana hafði lækkað hana um. Þannig urðu launþegar að taka á sig mikla verðhækkun á nauðsynjavörum,án þess að geta fengið hana bætta eins og samningarnir þó sögðu fyrir um. Það verk vann rikisstjórnin. Var Eðvarð að þakka henni fyrir það? Og enn hélt rikisstjórnin áfram ,,að gera gott”. Um mitt s.l. sumar aflétti hún verðstöðv- un til þess að leyfa kaupmönnum að hækka álagningu sina, framleiðendum vöru sina og milliliðum þjónustu sina. Siðan skellti hún á kaupstöðvun með bráðabirgðalögum áður en launþegar gætu fengið þessar hækkanir bættar. Með þvi hafði hún u.þ.b. 2 visitölustig af verka- fólkinu. Var Eðvarð að þakka fyrir það? Með samningunum i desember árið 1971 hækkuðu laun verkafólks nokkuð. Með þeim samningum jókst kaupmáttur vikukaups verka- fólks um ca 15%. En hvað stendur eftir af þeim aukna kaupmætti nú? Um það bil 10-11% #þvi með ráðstöfunum sinum — visitölusvindlinu i ársbyrjun 1972 og kaupstöðvuninni i sumar — hefur rikisstjórnin haft af verkafólki mörg visi- tölustig 'Og skuldar verkalýðshreyfingunni enn u.þ.b. 4 þeirra. Það getur vel verið, að einhverjir séu til, sem vilja launa rikisstjórninni góðgerðirnar með þvi að gefa henni það, sem enn stendur eftir af kaupmáttaraukningu kjarasamninganna frá haustinu 1971. Spurningin er aðeins, hvort slikir menn séu i meirihluta á þingi Alþýðusambands íslands. SAMSTARF VID NORD- MENN UM FISKSOLU t>aim 1(>. nóvembor s.l. var til uinræóu á Alþingi þiugsálykt- unartiilaga uin samstarf islend- inga, Norftmanna og Kæreyinga i fiskiveiftum og fisksölu. Við þá umræðu tók einn af þingmönnum Alþýðuflokksins, Jón Armann lléðinsson. til ináls og llutti ræðu þá. sem hér fer á eftir. Þær hugmyndir, sem eru hér á bak við eru áreiðanlega mikils- verðar og væri rétt að hugleiða þær mjög alvarlega. Framsögu- maður ræddi nokkuð um fiskveið- arnar og get ég þvi verið stuttorð- ur varðandi þann átt. Ég vil mót- mæla þvi, sem hann sagði um stjórn Brattelis varðandi afstöð- una i landhelgismálinu. Það mætti þá segja, að allur heimur- inn væri á móti okkur, ef við túlkum afstöðu Norðmanna þannig, að þeir séu á móti okkur i iandhelgismálinu. Þeir lýstu yfir ákveðinni afstöðu, en hafa ekki sýnt neitt i verki, og mætti þá fara að flokka æði marga sem berðust á móti okkur, ef við hefðum sömu skýrgreiningu á þeirri afstöðu. Og ekki meira um það. En það, sem ég ætla aðeins að fjalla um hér, af þvi að það var litið um það i framsögunni, er um samstarfið i fisksölumálum. Það kom mjög greinilega i ljós i fram- söguræðunni, að hún bar keim þess, að Norðmenn væru okkur alltaf mjög elskulegir. En það hefur nú ekki verið svo i fisksölu- málum. Þó ber að geta þess, að i freðfiskmálunum hefur tekizt fyrir alllöngu siðan það samstarf, að við ræðum við Norðmenn reglulega tvisvar á ári og einnig Kanadamenn varðandi banda- riska markaðinn. Þetta samstarf hefur leitt til þess, að við höfum getað haldið jafnara framboði og- jafnara verði á afurðum okkar i freðfiskinum helduren ella. Þetta er mjög mikilvægt. En hér er þá lika um leið ekki um beina frjálsa samkeppni að ræða, heldur hreina kartelmyndun, sem væri af hinu illa, ef við litum á það frá öðru sjónarmiði, en það er nú önnur saga, sem ég ætla ekki út i hér. Það hefði þá leitt til margvis- legra umræðna um slik samtök stórra auðhringa á markaðinum. En við njótum góðs af þeirri starfsemi i dag, sem allir eru ánægðir með. En á hinn bóginn verðum við að minnast þess, að Norðmenn selja mikið af saltfiski. Þeir hafa selt mikið af skreið og þeir hafa ekkertveriðsparir á það að bjóða verð, sem við höfum engan veg- inn getað keppt við og haft það hátt eða lágt eftir, hvernig þeim TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 UR OU SKARIGHIPIR KCRNELÍUS JONSSON SKÓLAVÖRDUSIIG 8 BANKASTRAII6 ^»1HSB8I8600 helur passað, og það sama hefur gilt i sildinni. Þetta hafa þeir get- að gert i mörg undanfarin ár, vegna þess að þeim er veittur styrkur, sem nemur milljörðum Jóii Armann lléðinsson ár ettir ár i einu eða öðru formi. Ef ég man rétt, þá fá þeir núna fyrir árið 1971 253 millj! norskra kr., sem er dreift út i útvegi, i fiskvinnsluna og alla þeirra starf- semi kringum sjávarútveginn eftir flóknum reglum, þannig, að ég ætla mér ekki þá dul að segja, hvað þeir fá varðandi fisksölu- málin. En þetta kerfi býður upp á að þeir hafa tök á þvi að selja við verði, sem við getum engan veg- inn keppt við. Þess vegna er þessi tillaga svo mikilvæg að ná sam- stöðu um það, að slikt eigi sér ekki lengur stað og það er kjarni málsins. Tillagan er þess vegna miklu, miklu mikilvægari heldur en við gerum okkur grein fyrir við fyrstu yfirsýn. Hitt er svo annað mál, hvort þeir eru tilbúnir til sliks samstarfs. Ég dreg það per- sónulega i efa. Þó skeði þaðnúna i sumar að saltfiskframleiðendur óskuðu eftir viðræðum viðokkur á svipuðum grundvelli og með það i huga að reyna að ná fram samstarfi hliðstæðu þvi, sem væri i freðfiskinum. Viðræður hafa átt sér stað, en um árangur skal ég ekki segja á þessu stigi. Þegar við vorum að reyna að komast aftur inn á Nigeriumark- aðinn, þá mættum við þeirri af- stöðu Norðmanna, að þeir gáfu mörg hundruð tonn af skreið, til þessað fá betri stöðu en við. Auð- vitað gátum við ekki þetta. Við höfðum engin tök á þvi, vegna þess, að hér er sjávarútvegurinn undirstöðuatvinnugrein, en i Noregi skiptir hann tiltölulega litlu máli sem heild i þjóðarbú- skapnum, en miklu máli á vissum svæðum. Það er þess vegna, sem norska rikisstjórnin veitir óhemjufjármagni á viss svæði til að halda fólkinu þar og halda starfseminni gangandi. Núskalégekkertsegja um það, hvort þessi tillaga fær hér byr, en ég styð hana eindregið . Ég styð það mjög, að við náum samstöðu með Norðmönnum og auðvitað Færeyingum og undirstrika orð ræðumanns um jákvæða og góða afstöðu Færeyinga, sem eiga allt hið bezta skilið frá okkar hálfu. Sjálfsagt er að gera fyrir þá allt sem hugsanlegt er, til þess að hjálpa þeim i lifsbaráttu þeirra og leyfa þeim þær fiskveiðar, sem við treystum okkur til i okkar liskveiðilögsögu. En vandamálið varðandi Noreg hefur alltaf verið miklu, miklu verra, og það er alveg ástæðulaust að dylja al- þingismenn þess. Við fslendingar höfum verið feimnir við að segja það hispurslaust og gagnrýna það i blöðum. Það kom m.a. fram hér fyrir 4 árum, þegar við hófum landanir i Noregi á sild, að allt ætlaði vitlaust að verða i Noregi. Það voru svivirðileg blaðaskrif, sérstaklega i Fiskaren og viða, um skepnuskap tslendinga og bdrengileg vinnubrögð. Danir tóku allt öðruvisi á þessu og vildu samstarf. Þetta mátti ekki gagnrýna á lslandi. En þetta var mjög hvóss og leiðinleg gagn- rýni i Noregi á þessu timabili. Hana hefur nú lægt aftur, og von- andi hafa menn séð það, að þetta var órökstutt. Vonandi er andrúmsloftið i Noregi miklu jákvæðara i dag heldur en það var fyrir 3-4 árum. E.t.v. eru sárafáir einstaklingar, sem eiga hlut að máli i Noregi, en þeir hafa beitt mjög harðri gagn- rýni á Islendinga og óvæginni. Ég lagna þessari tillögu og styð hana eindregið og vænti þess, að hún beri það i för með sér fyrr eða siðar, að heiðarlegt og eðli- legt samstarf náist með frænd- þjóðunum og við getum boðið okkar lisk á jöfnum grundvelli til sem bezts árangurs fyrir báða aðila, eða raunverulega alla aðila, þvi að við hölum hér Fær- eyjar með i myndinni. FLOKKSSTARFIÐ BAZAR - ISAFJORÐUR Isfirðingar! Kvenfélag Alþýðuflokksins á Isa- firði heldur bazar n.k. laugardag þann 25. nóv- ember. Bazarinn verður i Alþýðuhúsinu, niðri, og hefst kl. 4 e.h. Að vanda verður á bazarnum margt góðra muna. Stjórn Kvenfélagsins. ÍSFIRÐINGAR Alþýðuflokkskonur á ísafirði! Kvenfélag Alþýðuflokksins á ísafirði efnir til fundar i Alþýðuhúsinu mánudaginn 27. nóvem- ber n.k. kl. 20,30. Gengið verður um norðurdyr. Fundarefni: 1. Sagt frá nýafstöðnum Landsfundi Alþýðu- flokkskvenna. 2. Sagt frá flokksþingi Alþýðuflokksins. 3. önnur mál. Félagskonur eru hvattar til að fjölmenna og mæta stundvislega. Stjórnin. Föstudagur 24. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.