Alþýðublaðið - 24.11.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.11.1972, Blaðsíða 9
Iþróttir 2 Jón Karlsson stekkur þarna inn i vitateig Vals eftir vel útfært hraðaupphlaup, og knötturinn skali í netinu. ouðjon markvörður Fram réði ekki við neitt. LÁNID LÉK VID BARATTUGLADA FRAMARA- OS VÆNGBROTID VALSLIÐ TAPADI STÖRT Orslit fyrsta stórleiksins í is- iandsmótinu urðu a 11 óvænt. Fram, án stórskyttunnar Axels Axelssonar, gjörsigraði Vai, liðið sem flcstir hafa spóð miklum frama i vetur. Vissulega var það mikill missir fyrir Framliðið að hafa ekki Axel Axelsson innanborðs, en fyrir Val skipti það sköpum að ólaf Jóns- son skyldi vanta. Það var mönn- um ljósara en fyrr, hversu þýð- ingarmikill ólafur er Valsliðinu. Hann er þess primus mótor. Þá hafði það ekki siður mikið að segja, að ofan á afar slakan leik Valsliðsins, bættist algert lón- leysi. Það var sama hvað gerðist, Fram hafði alltaf heppnina með sér. Svo hrikaleg var heppni Fram á stundum, að mönnum hreint blöskraði, — heppni sem oft fylgir baráttuliðum. 0 Asgeir út í morgun Asgeir Sigurvinsson hélt i morgun með flugvél áleiðis til Glasgow i Skotlandi. Dvelur hann hjá hinu þekkta félagi Rangers næsta mánuðinn, og ef til vill lengur, eins og margsinnis hefur komið fram hér á siðunni. Þar eð Asgeir stundar skóla- nám, þurfti hann að fá leyfi frá skóolanum i einn mánuð. Var það leyfi auðsótt. Fróðlegt verður að fylgjast með frama þessa unga og efnilega knattspyrnumanns hjá hinu fræga félagi Rangers. —SS. Nær skyttulaust Framliðið byrjaði leikinn i fyrsta gir, og fet- aði þar i fótspor KR og Hauka. Slikur var gangurinn, að dómar- arnir neyddust til þess að dæma leiktöf á Fram, strax á fyrstu minútunum. Slikt er án efa eins- dæmi. Eftir lOminútna leik var staðan 2:1 Fram I hag, og markatalan hélzt lág alveg út hálfleikinn. Framarar höfðu stöðugt frum- kvæðið i leiknum, en Valur fylgdi á eftir, allt þar til 10 minútur voru eftir af hálfleiknum. Þá sliðruðu Valsmenn sverðin, og átakalitið fengu Framarar að skora fjögur mörk i röð og leikur- inn var þar með unninn. Hann þurfti ekki að vera unninn, en Valsmenn sýndu aldrei neina til- burði i þá átt að vinna upp for- skotið. 1 hálfleik var staðan 8:4 Fram i hag. Hélzt munurinnþetta 2-4 mörk fram eftir hálfleik, eða allt þar til Valsmönnum þótti ástæða til að sliðra sverðin á nýjan leik, og Framarar skora 5 mörk gegn einu á 10 minútna kafla. Var Fram með sex marka forystu um tima, en Gunnsteinn minnkaði muninn um eitt mark á lokamin- útunni, og leikurinn endaði 18:13 Fram i vil. Það voru mörg ævintýraleg mörkin sem Fram skoraði i leikn- um. Það var einkum á seinni upp- gangskaflanum sem þau gerðust ódýr. Enda má segja að allt hafi lekið inn sem að marki kom. Ólafur Benediktsson Varði varla bolta, enda sýndi talning að hann hafi varið þrjú skot i öllum leikn- um. Um aðra leikmenn Vals er svip- að að segja. Flestir þeirra voru eins og ráfandi menn i eyðimörk, svo sem Agúst ögmundsson, Gunnsteinn Skúlason og Þorbjörn Guðmundsson. Sá siðarnefndi var svo viðutan, að vitakast sem hann tók fór meter fram hjá markinu. Eini leikmaður Valsliðsins sem hélt höfði i leiknum var Bergur Guðnason, enda skoraði hann 7 af 13 mörkum liðsins Stefán Gunn- arsson var siskjótandi, með hörmulegum árangri. Framararnir fengu þarna óskastart i mótinu, en heppnir voru þeir að fá Valsmenn i þvi- liku ástandi. 1 Framliðinu er fátt um góða leikmenn, en þess fleiri miðlungsmenn. Karli Benedikts- syni þjálfara hefur tekizt á stór- kostlegan hátt að ná þvi bezta út úr hverjum leikmanni, og i þvi felst styrkur liðsins. Vonandi treystir Karl sér til þess að taka yfirumsjón landsliðsins. 1 liðin hans Karls vantar ekki baráttu- huginn. Það var þó ekki svo að einhverjir sköruðu framúr i liði Fram. Er þar fyrstan að telja Ingólf óskarsson, sem var maðurinn á bak við allt spil liðsins, fram að þeim tima að hann var tekinn úr umferð. Eftir það hafði hann sig litið i frammi. Björgvin Björgvinsson var daufur, en sótti sig á, og lék svo aðalhlutverkið undir lokin. Guð- mundur Sveinsson var mjög hættulegur, en hann skaut litið sjálfur en lék félaga sina þess Tilgangslaust er að setja upp töflur um stöðu liða og mark- hæstu menn, þegar svo skammt er liðið á Islandsmótið. Nú þegar búnir eru sex leikir, er tR i efsta sæti með 4 stig eftir tvo leiki. Er þetta góð byrjun hjá 1R, þótt andstæðingarnir séu kannski ekki af sterkara taginu, KR og Ármann. FH, Vfkingur og nú siðast Fram meira upp. Þá áttu báðir mark- verðirnirgóðan leik, og var flenzu sjúklingsins Þorsteins Björnsson- ar ekkert saknað. Mörk Fram: Björgvin 5, Andrés 4(2v), Sigurður E 3, Pétur 2, Sveinn, Sigurbergur, Ingólfur og Guðmundur eitt hver. Mörk Vals: Bergur 7 (3v) , Jón K 2, Gunnsteinn 2, Torfi og Stefán eitt hvor. Haukur Þorvaldsson og Björn Krisjánsson dæmdu ieikinn, og fannst mönnum Björn heldur um of hafa samúð með Frömurum. —SS. hafa leikið einn leik hvert og unnið, Valur hefur unnið einn leik og tapað einum en Armann og KR eru bæði an sigurs í tveim leikjum og er það slæm byrjun hjá þeim. Haukar hafa leikið einn leik og tapað. Bergur Guðnason Val og Haukur Hauksson KR eru mark- hæstir með 11 mörk eftir tvo leiki. —SS. IR I EFSTA SÆTI MÍÍLLER MEÐ 20 MÖRK - í 13 LANDSLEIKJUM! Gerd Muller er tvimælalaust mesti markaskorari sem knattspyrnan þekkir i dag. Þessi litli dökkhærði miðherji frá Bæjaralandi hefur virkilega blómstað með landsliði Vestur-Þýzka- lands upp á síðkastið, og átt stóran þátt i hinni einstöku velgengni liðsins. Mulier hefur nú leikið 42 landsleiki fyrir Þýzkaland, og skorað i þeim 55 mörk. Þar af hefur hann skorað 20 mönk i siðustu 13 landsleikjum, á sama tima og enska landsliðinu hefur aðeins tekizt að skora 17 mörk. Það síðarnefnda er staðreynd sem ensku blöðin hafa gripið á lofti, og þau segja að Muller geri grin að ensku landsliðsmönnunum. „Hvar eru Chivers, Marsh, Lee, Macdonald og hinir”, spyrja blöðin. Muller hefur alla tið leikið með einu og sama liðinu, Bayern Munchen. Fljótlega eftir að hann byrjaði að leika, komu i ljós hæfileikar hans að skora mörk. Hann hefur undnatekningar- litið verið markhæsti leikmaður i Bundsligunni þýzku, sem er það sama og 1. deild. Mörkin með Bayern Muchen eru orðin æði mörg gegnum árin, og þau hafa hjálpað til við að gera það sigursælasta félag Vestur-Þýzkalands undanfarin ár. Muller var lengi að vinna sér fast sæti i þýzka landsliðinu, aðallega vegna þess að Uwe Seeler var fastur miðherji liðsins, og þeim Uwe og Gerd kom illa saman. En loks tókst meö þeim góð samvinna, og þá fór allt i gang. Það byrjaði með 10 mörkum hjá Muller I HM I Mexico 1970, og hcfur haldizt siðan. Muller er vinsæll i Þýzkalandi, og hann prýðir oft forsiður blaðanna, eins og h/r sést. —SS. o Föstudagur 24. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.