Alþýðublaðið - 24.11.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.11.1972, Blaðsíða 12
áiþýðul KÓPAVGGS APOTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga tll kl. 2 Sunnudaga milil kl. 1 og 3 LofonotO umfrftftmfl. HrSkipfíiu s^easmaaástíu ^-l|' HVAR ENDAR < ÞETTA? Zo9/9W’ti /«t% t»*unuru J Vy' * ASI bannig hel'ur rikisstjórnin skert ákvæfti kjarasamninganna, sem verkalýóshreyfingin gerhi vih at- vinnurekendur haustiö 1971 eftir margra mánaða erfitt samninga- þóf. Á þvi tæpa eina ári, sem lióið hefur frá þvi samningarnir voru geróir, hefur rikisstjórnin með ráðslöfunum sinum komið mál- um þannig fyrir, að kaupmáttur vikulauna verkamanns, sem hefði átt að vera 14-15% meiri nú, en l'yrir gerð kjarasamninganna, hefur aukizt um aðeins rösk l()%, — milli ljögur og fimm prósentu- stig hefur rikisstjórnin haft af honum. Hvernig hefur hún gert þetta? Kifjum upp nokkra atburði undangengins árs. Súlan lengst til vinstri á mynd- inni sýnir hver kaupmáttaraukn- ing vikukaupsins hefði verið orðin i byrjun sumars 1972 ef kjara- samningarnir hefðu fengið að vera i friði fyrir rikisstjórninni. Þá hefði kaupmáttur vikukaups- ins verið orðinn 14,5,% meiri, en hann var áður en samningarnir voru gerðir haustið 1971. Hefur þá verið tekið tillit til hinnar beinu kauphækkunar sem kom til fram- kvæmda við samningagerðina i dcsember 1971, taxtatilfærslurn- ar, sem komu til framkvæmda siðar og 4% hækkunarinnar, sem kom Iram þann l. júni. Kn þá þegar, i byrjun sumars 1972 — hafði rikisstjórnin skert þclta kaup um 4,4 framfærslu- visitölustig, sem jafngilda 3,l kaupgreiðsluvisitölustigi og ca. 2,(> prósentustigum i kaupi. Þetta gerði hún með visitölufölsunum i sambandi við skattlagabreyting- arnar. Kikisstjórnin felldi niður nef- skatta en mætti þvi tekjutapi með hækkun tekjuskatta. Þar sem nefskattar eru i visitölunni, en lekjuskattar ekki, hafði þessi breyting það i för með sér, að visitalan lækkaði jafnvel þótt breytingin va>ri i rauninni engin fyrir hinn almenna skattborgara, - aðeins tilfærsla frá einni skatt- tegundinni yfir á aðra. Kn vegna þess að visitalan lækkaði við þetta. þá hefði kaup- gjaldið einnig átt að lækka sem þvi svaraði. Það þorði rikisstjórnin þó ekki að gera. Hún greip þess i stað til þess ráðs, að minnka niöurgreiðslur á nauð- synjum og hækka með þvi fram- færslukostnaðinn / unz fram- færsluvisitalan hafði aftur hækkað um þau 4,4 stig, sem málamyndabreytingarnar i skattamálunum höfðu lækkað hana um. Gagnvart launþegum kom þessi skollaleikur þannig út, að malvörur stórhækkuðu i verði, en sú verðhækkun fékkst ekki bætt. Með þessu móti hafði rikisstjórn- in 4,4 visitölustig af launafóikinu strax i ársbyrjun 1972 og af þess- um 4,4% visitölustigum skuldar hún launþegum enn 3,8 stig, sem jafngilda 2,7 kaupgjaldsvisitölu- stigum og 2,3 prósentustigum i kaupgjaldi. Þarna tókst rikis- stjórninni sem sé aö lækka kaup- hækkunina sem fékkst með k j a r a sa m ni n g u n u m haustið 1971 úr 14,5% i ca. 12%. Kn stjórnin lét ekki þar staðar numið. Ilún lét snemmsumars Framhald á bls. 4 ¥~W' *« í t !í 1 1 | 1 ii ÞEIR SOMDII ÞÁ ALDREI! Úrskurður Félags- dóms í „Ratvirkjadeilunni” Kftir mánaðar verkfall raf- virkja i sumar var talið, að samn- ingar hefðu tekizt, og var verk- fallinu þá aflýst. t gær úrskurðaði Félagsdómur hins vegar, að samningar hefðu aldrei tekizt og sýknaði jafnframt Félag islenzkra rafvirkja af kröf- um Félags löggiltra rafverktaka, sem hélt þvi fram, að rafvirkjar hefðu brotið þá nýgerða samn- inga með ályktun, sem gerð var á félagsfundi þeirra, er samning- arnir voru bornir undir atkvæði. Eins og skýrt var frá á sinum tima i sumar hér i Alþýðublaðinu samþykkti félagsfundur i Félagi islenzkra rafvirkja, sem haldinn var daginn eftir að fulltrúar fé- lagsins höfðu undirritað nýja samninga við fulltrúa rafverk- taka með fyrirvara, ályktun, sem rafverktakar mótmæltu harð- lega, og hófu málsókn á hendur rafvirkjum. Ályktun rafvirkja var á þann veg, að félagsmönnum i FfR væri bannað að vinna að nýlögnum eða meiri háttar breytingum á lögn- um nema samkvæmt ákvæðis- vinnutaxta. 1 forsendum dóms Félagsdóms segir, að ekki verði talið, að kjarasamningur hafi stofnazt með aðilum máls þessa og samkvæmt þeirri niðurstöðu beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Dómkröfur stefnanda, sem var Vinnuveitendasamband íslands vegna Félags löggiltra rafverk- taka i Reykjavik og Landssam- bands rafverktaka, á hendur stefnda, sem var Alþýðusamband lslands f.h. Rafiðnaðarsambands lslands vegna Félags islenzkra Rafvirkja, voru þessar: 1. Að dæmt yrði, að samþykkt sú, sem gerð vará fundi FfR þann 19. júli 1972 og feli i sér bann við þvi, að félagsmenn FÍR vinni að nýlögnum eða meiriháttar breyÞ ingum á raflögnum nema sam- kvæmt ákvæðisvinnuverðskrá, væri brot á kaup- og kjarasamn- ingi á milli aðilanna, sem undir- ritaður hafði verið daginn áður, 18. júli. 2. Að dæmt yrði, að FÍR hafi með samþykkt þessari beitt sér fyrir ólögmætum vinnustöðvun- um og beri fulla skaðabótaábyrgð gagnvart einstökum félögum i Félagi iöggiltra rafverktaka i Reykjavik og Landssambandi is- lenzkra rafverktaka á öllu þvi tjóni, sem leitt hafi af samþykkt þessari. 3. Að Félagi islenzkra rafvirkja yrði gert að greiða sekt til rikis- sjóðs fyrir að hafa beitt sér fyrir ólögmætum vinnustöðvunum, sbr. lög nr. 80/1938. 4. Að stefnda verði gert að greiða stefnanda málskostnað að skaölausu, að mati dómsins. Stefndi krafðist hins vegar sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans eftir.mati dómsins. Niðurstaða Félagsdóms varð sú, að rafvirkjar voru sýknaðir af öll- um þessum kröfum og var máls- kostnaður látinn niður falla, en samningar milli rafvirkja og raf- verktaka hafa þannig enn ekki tekizt, þrátt fyrir mánaðarlangt verkfall i sumar. ÞRÍTUGASTA OG FIAAMTA SKIPIÐ FRÁ DRÖFN H.F. Skipasmiðastöðin DRÖFN h.f. Hafnarfirði hefur nylega afhent þritugasta og fimmta skipið, sem stöðin hefur smiðað. Þetta skip er byggt úr eik með yfirbyggingu úr stáli. 36 rúmlestir að stærð. Eig- andi h.f. Miðnes i Sandgerði. Skipið hlaut nafnið Maria K.E. 84. Það er búið öllum venjulegum og nýjustu fiskleitar og siglinga ta'kjum. og togveiðibúnaði. Það er með Caterpillar aðalvél og Lister hjálparvél. Aðalverkstjóri við smiði skipsins var Sverrir Gunnarsson skipasmiðameistari, en teikning af skipinu var gerð af Agli Þorfinnssyni skipasmiða- meistara i Keflavik. Þetta er fyrsta skipið, sem Skipasmiðastöðin DRÖFN h.f. smlðar eftir þessari teikningu, en fyrirhugað er, að raðsmiða nokk- ur slik skip. Er að hefjast smiði á þvi næsta. Þetta er annað skipið, sem Skipasmiðastöðin DRÖFN h.f. afhendir á þessu ári. Hið fyrra var m.s. Sigurbergur G.K. 212. st- Slskip, 116 rúmlestir að stærð, sem smiðað var i samstarfi við Slippstöðina h.f. á Akureyri. Eigandi þess skips er Sigur- bergur h.f. i Hafnarfirði. HÚSID SEM HVflRF (FRAMHALD) 1 haust hvarbað heita má spor- laust/hús. sem hafði staðið ára- tugum saman við Ingólfsstræti og var nefnt Amtmannshús. Það var fvrir hreina tilviljun, að við frétt- um at þvi hérna á Alþýðublaðinu, að verið væri að rifa það. og Ijós- myndarinn kom á vettvang augnabliki áður en það varð að ólögulegri hrúgu. En það voru aðrir aðilar, sem ekkert vissu fyrr en allt var um garð gengið. og verður það að teljast harla furðulegt, þvi þar var um að ræða Hörð Ágústsson, sem hefur unnið undanfarin ár ásamt Þorsteini Gunnarssyni, að tillögugerð i sambandi við friðun gamalla húsa i Reykjavik og rannsóknir á þeim. Og i gær veitti blaðamaður Alþýðublaðsins þvi athygli að á grunni Amtmannshússins voru stórvirkar vélar farnar að vinna, og ekki var annað að sjá en verið væri að undirbúa vegarlagningu frá Ingólfsstræti upp á Grettis- götu. Blaðið hafði samband við Inga Ú . Magnússon, gatnamálastjóra, en hann sagði, að þarna væri aðeins um að ræða gerð aðkomu að Iðnaðarmannaúsinu — sem er nýtt stórhýsi við Ingólfsstræti. Hinsvegar bar hann ekki á móti þvi. að aðkoma þessi sé i þvi fyrirhugaöa hraðbrautarstæöi, sem Amtmannshúsið varð að vikja fyrir og á að teygja sig i Framhald á bls. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.