Alþýðublaðið - 24.11.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.11.1972, Blaðsíða 11
Kross- gátu- krílið TAl-fí Sofíá RR SRftK Tré 'fí LtTINH VíTUR tVfíGLR EKK/ BLflUTU FRO 1 ÖL'/K/K V F/CÐfí í 5Kól/ FORK fíR íiOLI 1 - LE/K Gungu FtuÐ UCjRI 1, h£rTfí s/ÖnTuU r 2 FmsTu KfíTftR mnDur V 'fíifíK! .... c -"n ti<-15^m-S)ÖCIl£3j ■''Di' ^HIacíi . xi3j < ■ Os * -\ Cu í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt 22 — Geturðu staðið i fæturna? spurði hann. — Já ... en ég finn til i ökklan- um. — Seztu niður, skipaöi hann og ég settist i grasið.en hann kraup niður við hlið mér. Hann dró varlega af mér stig- vélið. ökklinn var bólginn. — Hefur eflaust tognað, sagði hann. — Hvað kom fyrir? — Hvar er Tansy? — Ég sá á eftir henni eitthvað út i buskann. Hún fer heim. Hún ratar. En hvað i ósköpunum....? - Það hló einhver og svo lá ég i runnanum. Hló? Hver þá? Ég veit það ekki. Það var svo nála'gt. Ég held að það hafi hrætt Tansy og hún hafi fleygt mér af baki. - Við verðum að fara heim, sagði hann, — Það verður að at- huga hvaða skaði er skeður. Ég tek þig á Weston. Hann blistraði og Weston kom auðsveipur. Þegar hann hjálpaði mér á bak heyrði ég hláturinn aftur — hver hláturrokan rak aðra. — Þarna er það! — Þetta eru fuglar. Kookaburra heita þeir. Þú verður að venjast hlátrinum i þeim, þvi þú átt oft eftir að heyra hann. Svo var ég flutt heim við litinn orðstir en þangað var Tansy kom- in á undan okkur. Ég hafði verið stálheppin að sleppa með nokkrar skrámur og tognaðan ökkla, en ég var sjúk af blygðun og velti þvi fyrir mér hvað Mörður myndi segja er hann frétti af þessu ævintýri. Adelaide tók á móti okkur fegins hugar. — Ég frétti að Tansy hefði komið heim og að þú hefðir riðið út á henni i morgun. Hún talaði i mildum ávitunarrómi. Hafði ekki faðir hennar sagt að ég ætti að riða Blundell? — Það gekk allt að óskum þar til henni varð hverft við, sagði ég til skýringar. — Ég hafði góða stjórn á henni þangað til. Adelaide var umhyggjusemin sjálf.en ég uppgötvaði að hér var slysum ekki tekið með sömu skelfingu og heima, vegna þess að hér voru þau tiðari. Adelaide útbjó heita og kalda bakstra og sagði hún mér að hún hefði lært hjálp i viðlögum. þar sem oft gæti dregizt i tvo eða þrjá daga að læknirinn kæmistá vettvang. Hún gaf mér að drekka bolla af heitu , sætu tei og sagði að ég yrði að forðast að stiga i fótinn næstu daga. Ég blygðaðist min og fannst ég vera heimsk. en ég var fegin að hryssan skyldi vera komin heim. Ég lá á legubekk i setustofu Adelaide. Hún sagði að ég yrði að halda kyrru fyrir um tima og þegar ég hefði náð mér nokkuð eftir áfallið, gæti ég lesið eða ef til vill saumað dálitið. Það væri alltaf nóg að gera á Whiteladies. Ég lá við opinn gluggann og hugsaði um hve kjánalegt það hafði verið af mér að reyna að sitja hest sem var of góður handa mér. „Dramb er falli næst”, hafði ungfrú Emily sagt nógu oft og i þetta skipti varð ég að viður- kenna að hún hafði rétt fyrir sér. Þá heyrði ég rödd hans fyrir neðan gluggann. — Hún fór þá á Tansy og féll á prófinu. Það var henni mátulegt. Hún virðist gera meira af vilja en viti. Mér heyrðist nokkur viður- kenningarhreimur i rödd hans og fylltist fögnuði yfir þvi. Þarna lá ég iðjulaus. Hvilikur endir á fyrsta deginum minum á Whiteladies — Litlu Whiteladies eins og ég hafði skirt það i hugan- um, þvi það gat aðeins verið um eitt raunverulegt Whiteladies að ræða. Einhversstaðar i garðinum heyrðiég til Kookaburra fuglsins. Hann hló og virtist gera gys að mér. Adelaide vildi ekki leyfa mér að stiga i fótinn næstu þrjá daga, svo ég hélt til i dagstofu hennar. Stirling bar mig til svefn- herbergis mins á hverju kvöldi. Þau Adelaide og Stirling voru bæði ákveðin i að hlúa að mér og sýna mér að þau tækju mér sem yngri systur sinni. Ég fékkst dálitið við sauma fyrir Adelaide. Það voru aðallega flikur handa þeim fjölda fólks, sem vann i hús- inu. Á landareigninni voru margir smábústaðir þar sem þetta fólk bjó og ég hafði þegar uppgötvað að þar voru nokkur börn. — Faðir minn vill að fárið sé með þau öll eins og þau væru hluti af fjöldskvldunni, sagði hún og leit snögglega á mig til að sjá hver áhrif þessi orð hefðu á mig. Ég skildi það ekki þá.en það rann smám saman upp fyrir mér að mörg barnanna voru afkvæmi Marðar. Siðar varð það að vana hjá mér að leita eftir andiits- dráttum hans. Ég fann þá oft. Það var skiljanlegt. Mörður var karl- menni á allan hátt. Hann var ekki þannig gerður að hann gæti lifað eins og munkur. Hann tók þessar ungu konur eftir eigin geðþótla og enginn lá honum á hálsi fyrir það. En ég fann ekki þessi furðulega sterkbláu augu hjá neinum öðrum. Jaínvel Stirling — hinn lögmæti erlingi — hafði ekki erft þau. Þcssa daga kom Stirling oft að finna mig. Ég sagði honum að ég blygðaðist min fyrir það sem gerzt hafði og vonaði að ekkert hefði orðið að Tansy. Þetla var ekkert, sagði hann fullvissandi. - Hér er betra að vera áræðinn en hræddur. ()g ég var þeim þakklát lyrir að gera litið úr óförum minum. Mér var farið að þykja vænt um Adelaide, sem ég leit þegar á sem góða eldri systur. Hún færði mér bakka með lei og skonsum, tilbúnum á sama hátt og heima, og með þeim ferskjumauk, sem hún hafði búið til sjálf. Þessir dagar virtust undarlegir eftir allt sem á undan var gengið svo hljóðir og kyrrlátir. Mér lannsl ég vera komin i dálitla vin, en ég vissi að dvöl min þar var aðeins timabundin . Mörður leit ekki inn til min. Ég gerði mér ljóst að það væri til of mikils ætlazt. Heimsóknir Stirlings áttu sér yfirleitt stað á kvöldin. Hann var mestallan daginn i námunni, að bæta sér upp timann, sem hafði fallið úr, sagði hann mér. Eg heyrði mikið talað um nám- una og langaði til að sjá hana, og þó vildi ég það ekki að sumu leyti. Ég var hrædd um að hún vekti of margar minningar um föður minn. Mary, vinnustúlkan, hjálpaði mér i fötin á morgnana; hún færði mér morgunverðinn á bakka og siðan heita vatnið. Hún var óframfærin og virtist hrædd við eitthvað. Ég reyndi að komast að hvað það var,en tókst það ekki. Svo kom Stirling og heimtaði að fá að bera mig ti! setustofu Adelaide, sem.var óþarfi, þvi ég gat vel haltrað þangað sjálf. Engu að siður verð ég að játa að ég lét mér vel lika umhyggja hans, mér þótti gott að finna sterka arma hans styðja mig. Hann bar mig svo fyrirhafnar- laust, en ég sagði honum að þessi áherzla á vangetu mina vekti að- eins athygli á þvi hvilikur aula- bárður ég væri. Það var þriðja daginn eftir óhappið að ég lá á legubekknum i herbergi Adelaide og saumaði léreftsskyrtu ; ég vann af kappi þvi mér fannst að það gæti sýnt hve iðrandi ég var eftir flónsku mina. Þá opnuðust dyrnar litið eitt og Jessica smokraði sér innfyrir. Ég fann skyndilegan kuldahroll niðureftir bakinu, sem kann að hafa stafað af þvi hve augnaráð hennar var tryllings- legt og hve hljóðlaust hún kom inn i herbergið. — Hvernig liður þér? spurði hún, dró stól að legubekknum hjá mér og fékk sér sæti á honum. Ég fann að ég hörfaði örlitið undan. — Mér liður ágætlega , þakka þér fyrir, sagði ég. — Satt að segja eru þetta tóm látalæti. Ég ætti i raun réttri að vera á fótum, en Adelaide vill ekki heyra það nefnt. — Það eru fleiri sem látast hérna. Hún brosti. — Og það ekki svo langt undan. — Er það já? Hún kinkaði kolli einsog samsærismaður. — Hefur hann komið til þin? Ég vissi við hvern hún átti,en lét sem ég skildi ekkert. — Hver? spurði ég. Hann. Húsbóndinn. — Nei. Ég bjóst ekki við hon- um. Hann hirðir hvorki um Guð né menn, sagði hún, — Þó hesturinn blöðum landsins, og þeir sem handteknir voru, voru bendl- aðir við okkur. Þrir létu lifið, þar af eitt barn, og velta okkar jókst um 5,2% næstu sex mánuði. Óttinn. Leyfum öðr- um — Bretum og Ameriku- mönnum — að nota hughvarf og áleitni. Við færum okkur óttann I nyt. Við vitum, að hann dugar. Patrick: En Anderson, hann er ekki.... Papa: Ég veit, að hann hefur ekki verið bendlaður við okk- ur. Þvi verðum við að notast við einhvern okkar manna. Toast kom til min i gær. Patrick: Toast? Ég vissi ekki, að hann væri i borginni. Hvers vegna hitti hann mig ekki? Papa: Hann bað mig að biðja þig fyrirgefningar. Hann tók næstu flugvél heim til Palm Beach. Patrick: Hve gömul var hún i þetta skipti? Papa: Um fimmtán ára. Feg- urðardis. Sitt, ljóst hár. Og blind. Patrick: Blind? Það var gott — fyrir hana. Papa: Já. En Toast er vandi á höndum. Við getum kannski leyst þann vanda með Anderson-málinu. Palrick: 1 hverju er þessi vandi fólginn? Papa: Það vinnur maður hjá Toast,maður að nafni Vincent Parelli. Kannastu við hann? Hann er kallaður Sokkur. Patrick: Sá fábjáni. Ég hef lesið um hann. Papa: Já. Parelli er orðinn vit- laus. Hann berst við almenn- ing. Hann ekur yfir fólk i bilnum sínum. Hann skýtur það. Hann hirðir ekki um, hvernig hann fer að. Hann veldur Toast miklum áhyggj- um. Patrick: Þvi get ég trúað. Papa: Parelli hefur oft verið bendlaður við okkur. Toast vill losna við hann. Skilirðu? Patrick: Já. Papa: En hann er ekki svo auð- veldur viðureignar. Hann hef- ur sitt fylgi. Þeir eru allir snarvitlausir. Eins og A1 Capone. Vangefnir. Þeir geta ekki hugsað. Toast bað mig að hjálpa sér. Patrick: Og... Papa: Ég stend i þakkarskuld við Toast. Manstu, að i fyrra kom hann syni Paolos i há- skólann, þegar honum hafði verið neitað um skólavist alls staðar? Þvi skulum við fara þannig að... Við skulum biðja Toast að senda Parelli til að vera okkar maður við fram- kvæmd Andersons-málsins. Toast segir Parelli, að við vit- um með vissu að um sé að ræða að minnsta kósti milljón dala virði af skartgripum. Að öðrum kosti fer Parelli að hlæja að okkur. Toast segir honum, að við þurfum á góð- um, heiðarlegum manni að halda, sem tryggi okkur, að engin svik séu i tafli. Þessi Parelli er byssumað- ur. Liklega kemur hann til með að skjóta. Um leið segj- um við Anderson, að við föll- umst á áætlun hans, svo framarlega sem hann gangi með byssu og gangi frá Parelli að loknu verki. Þetta er gjald okkar fyrir að fjár- magna áætlunina. (Ellefu sekúndna hlé), Patrick: Ég held ekki, að Anderson fallist á þetta. Papa: Ég held hann geri það. Ég þekki þessa áhugamenn. Þeir hugsa alltaf um stóra tækifærið, sem á að gera þeim kleyft að lifa i Suður-Ameiiku eða á Rivierunni til æviloka. Þeir halda, að það sé happ- drætti að fást við þjófnað. Þeir vita ekki, hve erfitt er að lifa af glæþum árum saman. Aldrei neinar stórfúlgur, aldrei nein stór tækifæri. Þetta er rétt eins og hver önn- ~ur atvinna. Stundum er hagn- aðurinn meiri, en það er á- hættan lika. Anderson mun þrjózkast við nokkra stund, en gengur loks að okkar kjör- um. Hann skýtur Parelli nið- ur. Anderson stendur við orð sin, þvi að hann er maður stoltur. Ég held þetta fari illa og saklaust fólk láti lifið og verði limlest, og Vincent Parelli, sem er svo nátengd- ur, finnst dauður á staðnum. Patrick: Og heldur þú, að það gagni okkur, Papa? Papa: Það verða skrifaðar for- siðufregnir af þessu um allt land, og ég held að það verði okkur til góðs, þegar fram i sækir Patrick: Hvað gerist, ef áætlun- in tekst? l*apa: Það yrði enn betra. Parelli verður Toast ekki lengur til óþæginda, við verð- um grunaðir um aðild, og við högnumst. Og kannski kemst Anderson loks til Mexikó. Hringdu til min daglega, Patrick, og skýrðu mér frá framvindu mála. Ég hef mik- inn áhuga á þessu. Segðu Doc ekki meira, en hann þarf að vila. Skilur þú? Patrick: Já, Papa. Papa: Ég læt Toast vita, og hann sér um, að Parelli verði hér, þegar hans er þörf. Þarftu að spyrja einhvers? Patrick: Nei, Papa. Ég veit hvað mér ber að gera. Papa: l*ú ert góður drengur, l’atrick. (34) Hinn 12. júli 1968 klukkan 14.06 átti John Anderson fund með Patrick Angelo á skrifstofu vörubilastöðvar einnar, en Angelo átti sæti i stjórn hennar. Skrifstofan var hleruð, þar sem talið var, aö smyglgóss væri iðulega flutt með bilum stöðvar- innar. An ’erson: Jæja? Patrick: Horfur eru bjartar. Papa féllst á áætlunina. — Fjögurra sekúndna þögn). Anderson (andvarpar’: Jesþs Kristur. Patrick: En þú verður að gera dálitið fyrir okkur. (Sex sekúndna þögn). Anderson: Hvað? Föstudagur 24. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.