Vísir - 08.06.1979, Blaðsíða 16
16
VÍSIR
Föstudagur 8. júní, 1979
Um s jón:
Sigurveig
Jónsííáttir
" T,
Einkamálin rædd utan yfirráfiasvæöis verkstjórans. Gufirún Gisla-
dóttir og Kristin Kristjánsdóttir I hlutverkum Rósu og Brynju.
Frumsýning hjá Alpýðuleikhúsinu:
BLÚMARÚSIR
,,Ég vildi vekja athygli á kjör-
um ifinverkafólks, sem hefur
veriö grimmilega sniögengiö”,
sagöi Ólafur Haukur Simonarson
I samtali viöVIsi. Óiafur Haukur
er höfundur leikritsins Blóma-
rósir, sem Alþýöuleikhúsiö frum-
sýnir næstu daga.
Leikritiö fjallar um verkakonur
Umbúöaverksmiðjunnar h/f og
samskipti þeirra við verkstjórann
og forstjórann, svo og samskipti
þeirra innbyrðis. Þá fléttast inn i
myndina persónuleg vandamál
kvennanna og afstaða þeirra til
karlmanna.
En hvers vegna valdi Ólafur
Haukur að skrifa leikrit um
þennan hóp fólks?
„Það hefur ekki verið allt of
mikið skrifað um alþýðufólk. Og
konur hafa nokkra sérstööu i hópi
iðnverkafólks. Þær hafa verri
laun og kjör þeirra yfirleitt eru
lakari en karlmanna, jafnvel
þeirra sem stunda sömu störf.
Þær fá litla yfirvinnu ogeru ekki
yfirborgaðar, auk þess sem þær
hafa oft einar fyrir börnum að
sjá.
Þaðmá segja að þetta leikrit sé
sprottið úr þeirri umræðu um
stöðu kvenna, sem verið hefur að
undanförnu. Og ég vildi vekja
áhuga á stéttabaráttunni. Leik-
ritiið átti sér nokkurn aðdrag-
anda, því ég var áður búinn að
skrifa ýmislegt sem tengist þessu
og við Þorsteinn Jónsson gerðum
kvikmynd sem byggir á þessu
efiii að hluta til”.
Þekkir sitt fólk
— Telur þú að hér sé á ferðinni
raunsætt leikrit?
„Leikhús er ekki raunveruleik-
inn og á ekki að vera það. Þaö
verður að færa veruleikann I stil-
inn til að fólk hafi áhuga á að sjá
hann á sviði. Hins vegar er ég úr
alþýðustétt og þykist þekkja mitt
heimafólk og einnig byggði ég
leikritið aö nokkru á vettvangs-
könnunum, sem ég geröi”.
Þrátt fyrir alvöruþrunginn boð-
skap er leikritið oft gamansamt
og á köflum jaörar þaö við farsa.
Persónurnar eiga það jafnvel til
að taka lagið öðru hvoru. Ólafur
Haukur hefur sjálfur samiðlögin,
en útsetningu annaöist Hróðmar
Sigurösson.
12 leikarar taka þátt I sýning-
unni, 9 konur og 3 karlar. Leik-
stjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir.
Leikmyndin er verk Þorbjargar
Höskuldsdóttur og búninga hann-
aði Valgeröur Bergsdóttir.
Ahrifahljóð (sbr. effekta) annast
Eggert Þorleifsson.
Þetta er fyrsta fullvaxna sýn-
ingin sem ólafur Haukur semur
og hefur hann fylgst með þróun
verksins frá upphafi æfinga.
,,Ég geri þaö bæði vegna þess
að ég hef gaman af að kynnast
þessustarfi”, sagði hann „og svo
læri ég á þvi og verð þá kannski
fær um aö skrifa annað og betra
leikrit siðar”. —SJ
„Það er ekkert nema iðnaðurinn sem getur bjargaö landinu frá sauö-
kindinni”. GIsli Rúnar útlistar vandamál sin fyrir hagræöingnum,
Evert Ingólfssyni. Vlsismyndir: JA.
HftRflLDUR 1
SKRÝPALANDI
- ný piata meö Skrýplunum
„Skrýplarnir iikjast mann-
inum I mörgu. Þeir búa i
skrýplasamfélagi, sem pabba
skrýpillinn stjórnar. Skrýpiil
getur hlegiö og grátiö. Sérhver
skrýpili býr yfir rlku til-
finningalffi llkt og mannfólkið.
Skrýpill þekkir ekkert vont eöa
Ijótt. Allt og allir I Skrýpalandi
er uppfulit af gæsku og velvild.
Skrýplar búa I sátt ogsamlyndi
viö allt og alla”.
Þetta er ljómandi falleg saga,
— en hverjir eru þessir skrýpl-
ar? Ja, nú kemur babb i bátinn,
en þeir eru litlir bláir álfar með
hvitar húfur og syngja fyrir
börn og fullorðin börn um allan
heim. Og af því að island telst til
heimsins hafa skrýplarnir ráð-
ist inn i landið. Meö formála
þessarar greinar i huga megum
við vænta þess að byltingin
verði án blóðúthellinga og fari I
hvivetna fram með friðsömum
hætti.
Skrýplarnir komu fram á
plötu seint á s.l. vetriog þeir eru
aftur komnir á ferð núna, að
þessu sinni á LP-plötu, en hin
platan var 45 snúninga og hafði
aðgeyma fjögur lög. Þessi nýja
LP-plata erllkaólik hinni að þvi
leyti að Haraldur er með þeim
núna.
1 útlöndum heitir Haraldur
„Faðir Abraham” og þar heita
skrýplarnir yfirleitt „Smurfe”.
Raunar er s jálfur „Faðir Abra-
ham” höfundur allrar skrýpla-
„Listin er hlý og mjúk”, segir Þói Elis Pálsson. Vlsismynd: JA.
HVAÐ ER LIST?
„Ég er aö velta þvi fyrir mér
hvaö sé list”, sagöi Þór Ells Páls-
son, sem nú sýnir þaö sem nefnt
er umhverfi (environment)
meöai nýiistamanna I Gallerli
Suöurgötu 7.
Sumir myndu kalla þetta uppá-
komu. Þór opnaði á laugardaginn
með gerning, sem var i þvi fólg-
inn að setja upp sýninguna. Á
eftir fóru fram umræður um
spurninguna: Hvað er list? Virð-
ast ekki allir á einu máli um
svarið.
„Ég held þvi fram að allt sé
Ust”, sagði Þór. „Það er aö segja
allt sem maðurinn hefur skapaö.
Tilgangurinn með þessu hjá mér
er að fá fólk til að hugsa um þessa
hluti”.
Þór lýsir list þannig aö hún sé
hlý og mjúk. Hún sé brothætt, fin-
leg og viðkvæm. Hún sé skörp,
hrá og hrjúf og að hún sé hál og
rennileg. Þessa lýsingu útfærir
hann siðan bókstaflega i fjórum
herbergjum Gallerlsins með ull,
gleri, möl og smjöri.
Umhverfi Þórs verður i
Galleríinu fram til 9. júni og er
það opið kl. 4-10.
—SJ
tónlistarinnar. Hann tekur svo
þátt i flutningi hennar ásamt
skrýplunum sjö og þá er hann
kynntur sem „Faðir Abraham
ásamt sjö sonum sinum”. Þessi
öldungur með siða skeggið heit-
ir Pierre Kartner og er holl-
enskur, en höfundur skrýplanna
er belgtskur teiknari, Pierre
Peyo Culliford. Álfarnir hans
vorubúnir að skrýplast talsvert
þegarþeir ákváðu að leggja út á
söngbrautina og kynntust
Kartner.
Munnmælasögur samtiðar-
innar herma að öldungurinn
Haraldur skrýplavinur hafi
farið til Skrýplalands I vor og
átt góðar stundir með Skrýpl-
unum. Hafi þar verið ákveðið
um plötugerðina, enda fjaUar
hún um heimsókn hans þangað
eins og titiUinn ber með sér,
„Haraldur í Skrýplalandi”. Um
hana hefur þetta verið sagt:
„Haraldur reynir að forvitn-
ast um skrýplahætti þeirra og
skrýplarnir gefa honum skýr og
skrýplaleg svör við öUum hans
spurningum. Skrýplamenningin
erum margtákaflegamerkileg.
Skrýplarnir eru óttalegir álfar
en hver veit nema þeir séu vitr-
ari en menn. AUa vega vita þeir
sinu skrýplaviti sem allt gott
þekkir”.
Skrýplafréttaritarinn þakkar
upplýsingarnar.
—Gsal
Teikningar
Irá sfigu-
stfifium
á syningu i
Horræna tiúsinu
1 Norræna húsinu veröur opnuö
á laugardaginn sýning á teikning-
um eftirhinn þekkta danska lista-
mann Johannes Larsen. Á
sýningunni eru um 150 myndir,
sem Johannes teiknaöihér á landi
1927 og 1930 fyrir ritverkiö „De
islandske sagaer”, sem kom út i
þrem bindum á árunum 1930-32.
Johannes Larsen dvaldist lengi
hér á landi á þessum árum, ferð-
aðist um og teiknaði myndir af
sögustööum. Hann kaus aðmynd-
skreyta tslendingasagnaútgáfuna
með landslagsmyndum frá sögu-
stöðunum fremur en að teikna
vikinga, bardaga og þess háttar.
Johannes Larsen (1866-1961) er
einn af þekktustu málurum og
teiknurum Danmerkur og er hann
einnig kunnur fyrir bókaskreyt-
ingar sinar. Tengdadóttir málar-
ans hefur lánað Norræna húsinu
teikningarnar.
Sýningin verður opnuð laugar-
daginn 9. júni kl. 16 og stendur
fram til 8. júli. Hún verður opin
alla daga kl. 14-19.
—SJ
Þursaflokkurinn f grenjandi
stuöi.
Þursarnlr
fara norour
Þursaflokkurinn heimsækir
Akureyri um helgina og efnir til
tveggja hljómleika I samkomu-
húsinu þar á laugardag. Þurs-
arnir munu kynna efni af plötu
sinni, sem væntanleg er á
markaðinnum helgina, ognefnist
„Þursabit”.
Hljómleikarnir á Akureyri
verða klukkan 16 og 20.
—Gsal