Morgunblaðið - 07.03.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 07.03.2001, Síða 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LISTASAFN ASÍ hýsir þessa dagana verk listakonunnar Sigrúnar Eldjárn. Sigrún sýnir í safninu tæplega 50 verk, bæði málverk og eins bókverk sem m.a. eru unnin úr roði, leðri, koparvír og japönskum pappír. Er þannig í raun um tvær ólíkar sýningar að ræða, enda fátt sem tengir þessar ólíku gerð- ir verka saman. Hvor þáttur fyrir sig, upp- röðun bókverkanna og vandlega úthugsuð uppsetning málverkanna, er þó heilsteyptur á að líta. Málverkunum hefur flestum verið komið fyrir í Ásmundarsal þótt málverk á gangi og í Gryfju tengi sýningarnar tvær. Peysufata- konurnar sem margir minnast frá fyrri verk- um Sigrúnar eru nú víðs fjarri og í þeirra stað má nú sjá fólk, ýmist pör, hópa eða ein- staklinga á ferð um fjöll og firði frekar hrjóstrugs landslags. Svarblár litur er ríkjandi í landslaginu sem býr yfir umtals- verðri mýkt þrátt fyrir dökka litinn. Verkin Umfjöllun, Milliganga, Frammi- staða og Hliðstæður eru öll ágætis dæmi um slíkt. Myndefni þessara verka minnir um margt á umhverfi það sem mætir vegfar- endum á leið sinni af Austurlandi á Horna- fjörð. Þverhnípt steypist bergið ofan í djúpa firði og er sterkur svipur með verkunum fjór- um líkt og búast mætti við af landslags- myndum frá fjölskylduferð um landið. Þrátt fyrir hrikaleika brattra hlíðanna býr bergið engu að síður yfir ákveðinni mýkt. Línur þess eru örlítið þæfðar og blái tónninn tekur hörk- una úr svarta litnum. Ljósblár himinn og haf veita myndunum þá glaðlegt yfirbragð sem viðvera ferðafólksins staðfestir enn frekar. Þetta fólk er ekki í neinni nauð heldur ein- kennast ferðalög þess af bæði ánægju og áhuga. Líkt og áður sagði er uppsetning verka vandlega úthugsuð og hefur sýningin fyrir vikið yfir sér nokkuð heilsteyptan blæ. Sterk- ur svipur er með flestum málverkunum enda litasamsetning keimlík og fólkið sem um myndirnar flakkar, jafnt konur og menn sem og börn, öll eins til fara – íklædd bláum og rauðum fatnaði sem fellur vel að litrófi lands- lagsins. Þrjár myndanna skera sig þó nokkuð úr hópnum en verkin Upplýsing, Bjartsýni og Yfirlýsing eru, líkt og nöfnin gefa til kynna, öllu bjartari en önnur málverk Sigrúnar. Fjöllin og vatnið eru enn á sínum stað en hér er það vetur konungur sem ræður ríkum og er svarblár litur bergsins að þessu sinni hul- inn snjó. Verkin skera sig af þessum sökum óneitanlega nokkuð frá hinum myndunum þótt sterk litasamsetning dekkri verkanna sé betur til þess fallin að halda athygli sýning- argesta. Kyrrð og einlægni myndarinnar Tækifæri er gott dæmi um slíkt. Tveir ferðalangar standa hér hönd í hönd á gígbarmi og virða fyrir sér speglun vatnsins. Línur landslagsins eru teygðar og stílfærðar og engar ójöfnur sem augað gæti hnotið um. Stílfærðar og bogadregnar línur svarblás gígsins virðast þannig vera annars heims en þessa og kyrrð- in sem á myndinni ríkir með öllu órjúfanleg. Þokuslæða sem áður hefur sést í verkum Sigrúnar er einnig til staðar á þessari sýn- ingu og eykur hún enn á mýkt bergsins. Þá má á stöku stað sjá hraunglóð glitra á dökk- um fletinum, auk þess sem rauðu grjóti bregður fyrir í nokkrum myndanna. Svarbláa litnum er til að mynda alveg sleppt í mynd- inni Jafnvægi og hraunhólarnir þess í stað rauðbrúnir að lit. Verkið Fyrirheit er annað dæmi um verk þar sem rauði liturinn gerir vart við sig en hér er hann látinn vinna með þeim blásvarta. Fyrirheit er um margt eitt sterkasta verk sýningarinnar en landslagið tekur þar á sig eins konar geómetríska mynd. Mjúklega blásvartur hóll prýðir bakgrunninn á meðan gleiðum ferhyrningi í rauðbrúnum lit hefur verið komið fyrir í forgrunni og er landslagið hér fyrir vikið stílfærðara en víð- ast annars staðar. Líkt og við nafngift málverkanna eru tengsl bókverkanna og heitis þeirra jafnan auðskiljanleg þó að ekki ráði sami orðaleik- urinn ferðinni. Bókverkið Ský er til að mynda létt og svífandi ásýndar, skjannahvítt að lit og pappírinn með bómullarkennda áferð. Himinn og Blátt eru þá líkt og nöfn þeirra gefa til kynna í bláum tónum, á meðan Hjarta, verk með nöfnum tengdu hjartanu á bæði latínu og íslensku er í blóðrauðum lit. Bókverkin, sem eru tæplega þrjátíu að tölu, eru öll svipuð að stærð og lögun þó tölu- verðrar fjölbreytni gæti í efnisvali. Leður, roð, úrklippumyndir og koparvír eru meðal þeirra efna sem Sigrún teflir skemmtilega saman við gerð þeirra en tengsl bókverkanna innbyrðis eru þó að öðru leyti minni en mál- verkanna. Hér býr hvert verk yfir sinni eigin sögu sem ekki er endilega jafnaðgengileg áhorfendum og málverkin. Fyrir vikið verða bókverkin öllu lokaðri og hlutverk þeirra meira í ætt við aðlaðandi skrautmuni og að- gengi sýningargesta, sem er hér ekki boðið með í för, nú mun takmarkaðra en áður. Fólk á fjöllum Morgunblaðið/Golli Umfjöllun, eitt olíumálverkanna á sýningu Sigrúnar Eldjárn í Listasafni ASÍ. MYNDLIST L i s t a s a f n A S Í Sýningin stendur til 11. mars, opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14–18. SIGRÚN ELDJÁRN – MÁLVERK OG BÓKVERK Anna Sigríður Einarsdótt ir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.