Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 47 ÞEGAR ein umferð er til loka Lin- ares-skákmótsins er Kasparov þegar búinn að tryggja sér sigur. Hann fór rólega af stað, gerði þrjár fyrstu skákirnar jafntefli en hrökk svo í gang og fékk 4½ vinning í næstu fimm skákum. Hann gerði síðan jafntefli við Karpov í næstsíðustu um- ferð og tryggði sér þar með óskipt efsta sæti á mótinu og hefur 6½ vinn- ing. Þegar Kasparov tapaði heims- meistaratitlinum á móti Kramnik á síðasta ári héldu sumir að veldi hans væri að hrynja til grunna. Með því að sigra á ofurskákmótinu í Wijk aan Zee og núna í Linares hefur hann sýnt fram á að hann hefur engu gleymt og getur enn gert tilkall til þess að vera kallaður sterkasti skák- maður heims. Judit Polgar og Alexander Grisch- uk eru í 2.–3. sæti með 4½ vinning. Judit er eini keppandinn á mótinu sem hefur haldið jöfnu á móti Kasp- arov og árangur hennar hefði getað verið enn betri ef hún hefði ekki tapað fyrir Karpov í áttundu umferð. Í 4.-5. sæti koma svo Leko og Karpov með 4 vinninga. Shirov vermir hins vegar neðsta sætið, hefur 3½ vinning, en engu að síður hefur hann teflt manna skemmtilegast á mótinu og hefur fórnað liði í næstum hverri einustu skák. Skákin hér að neðan var tefld í átt- undu umferð. Upp kom opna afbrigð- ið í spænskum leik og kom það mörg- um spánskt fyrir sjónir að Spánverjinn Shirov skuli velja það, því sú byrjun hefur átt undir högg að sækja síðustu ár. Hvítt: Gary Kasparov (2849) Svart: Alexei Shirov (2718) Spánski leikurinn [C80] 1.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 a6 4.Ba4 Rf6 5.0–0 Rxe4 6.d4 b5 7.Bb3 d5 8.dxe5 Be6 9.Rbd2 Rc5 10.c3 d4 11.Rg5! Sjá stöðumynd I. Þessi ótrúlegi leikur sást fyrst í heimsmeistaraeinvíginu Karpov- Korchnoi 1978 í Merano en var ekki oft beitt eftir það, fyrr en Kasparov fór að leika honum aftur árið 1995! 11...Dxg5 Ef svartur þiggur ekki mannsfórnina eru tvær leiðir algeng- astar 11...Bd5 12.Rxf7!? (12.Bxd5 er einnig möguleiki) 12...Kxf7 13.Df3+ Ke6 14.Dg4+ Ke7 15.e6! Bxe6 16.He1 Dd7 17.Bxe6 Rxe6 18.Rf3 og hvítur fékk meira en nóg fyrir manninn Svidler-Anand Dos Hermanas 1999, eða 11...dxc3 12.Rxe6 fxe6 13.bxc3 Dd3 14.Bc2! (í skákinni milli Karpov- Korchnoi, Baguio 1978, varð fram- haldið 14.Rf3 Dxd1 15.Bxd1 Be7 16.Be3 og Karpov stóð aðeins betur sem nægði þó ekki til vinnings) 14...Dxc3 15.Rb3!! er fræg skák milli Kasparov og Anands (10.einvígis- skák) í heimsmeistaraeinvíginu 1995 og er áhugasömum bent á Informator 64 12.Df3 0–0–0 12...Kd7? er talið slæmt vegna 13.Bd5 Bxd5 14.Dxd5+ Bd6 15.cxd4 Rxd4 16.Rc4; einnig er 12...Bd7 13.Bxf7+ Ke7 14.Bd5 Rxe5 15.De2 talið gott á hvítt 13.Bxe6+ fxe6 14.Dxc6 Dxe5 15.b4 Dd5 16.Dxd5 exd5 17.bxc5 dxc3 18.Rb3 d4 Sjá stöðumynd II. Það hefur löngum verið deilumál hvort svartur hafi nægilegar bætur fyrir manninn. Ætli þessi skák verði ekki til að sýna fram á að svo sé ekki. 19.Ba3 g6 20.Bb4 Bg7 21.a4 Kd7 22.axb5 axb5 Sjá stöðumynd III. 23.Hfd1! Sjálfsagt hefur Kasparov haft þennan leik á eldhúsborðinu þeg- ar árið 1995! Í skák þeirra Shirovs- Timman, Wijk aan zee 1996, varð framhaldið 23.Had1 Ke6 24.Hfe1+ Kd5 25.Bxc3 Kc4 og Timman náði manninum aftur en stóð samt aðeins lakar að vígi 23...Ke6 24.Hac1 Það kemur mjög á óvart að Shirov skuli velja þetta afbrigði því allir þessir leikir hafa sést áður og ekki er annað að sjá en svarta staðan sé þegar töp- uð! 24... Hhe8 Shirov breytir nú út af skák Van Den Doel-Timmerman, Neckar 1999, en þar varð framhaldið 24…Hd5 og eftir 25.Ba5 Ha8 26.Hd3 vann hvítur auðveldlega 25.Kf1 Ein- falt en sterkt. Hvítur hótar nú að koma kónginum á d3 25...Kf5 26.c6 g5 27.Ba5 Hd6 28.Bb4 Hdd8 29.Hd3 Sjá stöðumynd IV. Nú undirbýr hvítur að vinna peðið á d4. Svartur er varnarlaus Ke4 30.Hcd1 g4 31.Bc5 h5 32.Rxd4 b4 33.He3+ Kd5 34.Bxb4 Kc4 35.Bxc3 Hxe3 36.fxe3 Hf8+ 37.Ke2 Kxc3 38.Re6 1–0 Skákmót á næstunni 9.3. SÍ. Íslandsmót skákfélaga 11.3. Hraðskákmót Íslands 12.3. TR. Fyrirl. Ian Rogers 15.3. SA. 10-mínútna mót 16.3. SÍ. Íslandsm. grunnsk.sv. 16.3. TR. Íslandsm. framhsk.sv. Kasparov hefur tryggt sér sigur SKÁK L I N A R E S - S K Á K M Ó T I Ð 23.2–7.3 2001 Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Stöðumynd I. Stöðumynd II. Stöðumynd III. Stöðumynd IV. Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands auglýsir: Barnfóstrunámskeið vorið 2001 1. 7., 8., 12. og 13. mars, fullbókað. 2. 14., 15., 19. og 20. mars. 3. 21., 22., 26. og 27. mars. 4. 28., 29. mars, 2. og 3. apríl. 5. 2., 3., 7. og 8. maí. 6. 9., 10., 14. og 15. maí. 7. 16., 17., 21. og 22. maí. 8. 30., 31. maí, 6. og 7. júní. 9. 11., 12., 13. og 14. júní. Kennsluefni: Umönnun ungbarna og skyndihjálp, ætlað nemendum fæddum 1987, 1988 og 1989. Kennslutími frá kl. 18.00—21.00 í Fákafeni 11. Upplýsingar og skráning á skrifstofu Reykjavík- urdeildar RKÍ, sími 568 8188. Önnur námskeið deildarinnar: Skyndihjálp, sálræn skyndihjálp, barnaslys og skyndihjálp, mótttaka þyrlu á slysstað. NAUÐUNGARSALA Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldin bifreið verður boðin upp á Höfðabraut 6, Hvamms- tanga, fimmtudaginn 15.mars kl. 15.00: Welger RP-200, heyrúlluvél árg. 1994. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 2. mars 2001. TILKYNNINGAR Auglýsing Breyting á svæðisskipulagi Þingvalla-, Grímsnes- og Grafningshreppa 1995- 2015 í landi Minni Borgar í Grímsnesi Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997 auglýsir sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps breytingu á svæðisskipulagi Þingvalla-, Grímsnes- og Grafningshreppa 1995-2015. Breytingin felur í sér að landbúnaðarsvæði breytist í frístundabyggð í landi Minni Borgar í Grímsnesi. Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Seyðisfjarðarkaupstaður Mat á umhverfisáhrifum vegna nýrrar hafnaraðstöðu á Seyðisfirði á nýju hafnarsvæði á Seyðisfirði er hafið. Drög að tillögu af matsáætlun liggur fyrir. Þeir, sem áhuga hafa á því að kynna sér drögin, geta skoðað þau á heimasíðu Seyðisfjarðar- kaupstaðar www.sfk.is og á heimasíðu Hönn- unar hf. www.honnun.is. Einnig munu drögin liggja fyrir á bæjarskrif- stofu Seyðisfjarðarkaupstaðar og á skrifstofu Hönnunar á Egilsstöðum. Athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun sendist til Hönn- unar hf., Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum, eða á netfangið gudmundur@honnun.is fyrir 16. mars nk. Tilkynning um flutning skrifstofu barna- verndarnefndar Reykjavíkur Skrifstofa barnaverndarnefndar Reykjavíkur, Síðumúla 39, 108 Reykjavík, verður lokuð frá kl. 11 fimmtudaginn 8. mars og allan föstudag- inn 9. mars vegna flutninga. Mánudaginn 13. mars verður skrifstofan opnuð á ný í Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík, sími 535 2600. Miðgarður, fjöskylduþjónusta í Grafar- vogi, sími 545 4500, mun sinna neyð- arþjónustu meðan á lokun stendur. KENNSLA Kyrrðardagar í Skálholti í dimbilviku Íhugun — helgihald — kyrrð Kyrrðardagarnir hefjast kl. 18.00 miðvikudaginn 11. apríl og lýkur laugardaginn 14. apríl kl. 13.00. Umsjón: Séra Sigríður Anna Pálsdóttir og séra Jón Bjarman. Upplýsingar og skráning í síma 486 8870. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Huglækningar/heilun Sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Áran. Fræðslumiðlun. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í síma 553 8260 f.h. KENNSLA Keramiknámskeið Þú getur byrjað þegar þú vilt. Opið hús fyrir alla á miðviku- dagskvöldum kl. 20—23. Keramik fyrir alla, Laugavegi 48b, s. 552 2882. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  181378   GLITNIR 6001030719 III I.O.O.F. 7  1813771/2  Sp. I.O.O.F. 9  181378½ FI.  HELGAFELL 6001030719 IV/V Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60. Samkoma í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58, í kvöld kl. 20.30. Fundur í umsjón Kristniboðs- flokksins Desta. Einar S. Arason og Þorgils Þor- bergsson tala. Allir hjartanlega velkomnir. Netfang:http://sik.is . Kvöldvaka 7. mars. Skarphéðinn Þórisson, líffræð- ingur á Egilsstöðum, fjallar um hreindýr á Íslandi fyrr og nú og Inga Rósa Þórðardóttir rekur byggðasögu Víðidals í Lóni. Skíðagönguferð í Tindfjöll 9.—11. mars. Bakpokanám- skeið 13. mars. Bókið tíman- lega á skrifstofu í s. 568 2533 eða netfang fi@fi.is . Gönguskíðaferð sunnudag- inn 11. mars við Ármanns- fell. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 10:30. Takið þátt í spurningaleikn- um á heimsíðu FÍ. Dagsferða- miði dreginn út í hverri viku. www.fi.is. Textavarp RUV bls. 619. R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.