Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 1

Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 1
Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf * Fimmtudagur 26. apríl 2001                           ERLENT INNLENT ● HAGNAÐUR Frjálsa fjárfestingarbankans samkvæmt árshlutaupp-gjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins nam 511 milljónum króna fyrir skatta. Reiknaðir skattar námu 156 milljónum króna og hagnaður eftir skatta 355 milljónum króna./2 Jákvæð afkoma Frjálsa fjárfesting- arbankans ● NORRÆNA bankasamsteypan Nordea hefur vakið mikla athygli fyrir velgengni í netbankaþjónustu en 2,3 milljónir við- skiptavina bankans á Netinu framkvæma fleiri færslur mánaðarlega en viðskiptavinir nokkurs annars banka. Færslurnar eru 6,9 milljónir talsins í hverjum mánuði og er það tvöfalt á við þann bandaríska banka sem er stærstur á sviði netþjónustu./11 Nordea fremst í netbankaþjónustu ÍSLAND færðist úr 9. sæti í fyrra í 13. sæti í ár yfir samkeppnishæfni ríkja, samkvæmt könnun IMD (International Institute for Man- agement Develoment). Bandaríkin verma efsta sæti listans og Singa- púr annað sætið, en Japan, sem áð- ur var í fremstu röð, er nú í 26. sæti. Í skýrslunni segir að í fyrra hafi verið fjörugt ár efnahagslega, en efnahagslegir timburmenn gætu gengið yfir á þessu ári. „Bandaríkin og Japan eru sam- anlagt með 46% af hagkerfi heims- ins,“ segir Stephane Garelli, pró- fessor og stjórnandi könnunar- innar. „Þegar hægir á í þessum ríkjum er líklegt að það hafi áhrif á öll ríki heims.“ Versnandi staða efnahagsmála helsta ástæða lækkunar Þjóðhagsstofnun annast gagna- öflun hér á landi og í fréttatilkynn- ingu frá stofnuninni segir að 49 lönd séu þátttakendur í könnun- inni, þar á meðal öll helstu mark- aðslönd heimsins. Þar kemur einn- ig fram að könnunin byggist á upplýsingum um 290 mismunandi atriði. Tölulegar staðreyndir um efnahagsmál séu 2⁄3 hlutar upplýs- inganna og 1⁄3 endurspegli viðhorf forráðamanna fyrirtækja. Efni skýrslunnar er flokkað í fjóra efnisþætti sem síðan er skipt niður í undirflokka. Meginflokk- arnir eru framganga efnahagslífs- ins, hagkvæmni stjórnsýslunnar, hagkvæmni viðskiptalífsins og inn- viðir þjóðfélagsins. Þjóðhagsstofnun segir helstu ástæður þess að Ísland lækki um fjögur sæti milli ára sé versnandi staða í efnahagsmálum. Þar er nefndur meiri viðskiptahalli, vax- andi verðbólga og minnkandi vöxt- ur útflutnings. Styrkleiki hagkerf- isins byggist aðallega á mikilli atvinnuþátttöku, aukningu hennar á seinni árum og hverfandi litlu at- vinnuleysi. Þjóðhagsstofnun segir stöðu Íslands nánast þá sömu og á síðasta ári varðandi aðra megin- flokka. Varðandi umhverfi við- skipta hækki Ísland um eitt sæti í það fjórða og hvað varði innviði þjóðfélagsins séum við í sama sæti og áður, eða því fjórða. Þáttur hins opinbera skipi landinu í níunda sæti, sem sé óbreytt frá fyrra ári. Í skýrslunni er einnig saman- burður á því hvar forráðamenn fyr- irtækja gætu helst hugsað sér að staðsetja fyrirtæki sín eftir starfs- greinum. Ísland er yfirleitt talið góður kostur en þó sérstaklega fyr- ir fyrirtæki sem starfa við vísindi og rannsóknir, þar sem Ísland lenti í sjötta sæti. Ísland er í níunda sæti þegar iðnfyrirtæki eru annars veg- ar og því tólfta fyrir þjónustufyr- irtæki. IMD segir í umfjöllun með nið- urstöðunum að samkeppnishæfni tengist æ meira mannauði og að þjóðir heims keppi í ríkari mæli um fólk. Sem dæmi er nefnt að á síð- ustu árum hafi mikill fjöldi vel menntaðs fólks víða að úr heimin- um flutt til Bandaríkjanna og önn- ur lönd reyni að leika þetta eftir. Bandaríkin áfram í efsta sæti í nýrri könnun á samkeppnishæfni landa Samkeppnishæfni Ís- lands minnkar milli ára                      !" #$ $ % &     '(   )  $  *+ ,+ -+ .+ /+ 0+ 1+ 2+ 3+ *4+ **+ *,+  *.+ */+ *0+ *1+ *2+ *3+ ,4+  *+ ,+ .+ 0+ -+ *,+ /+ *.+ 2+ 1+ *4+ **+  */+ *-+ ,*+ *3+ ,4+ *0+ *1+   *+ ,+ /+ -+ .+ 0+ 2+ *.+ *4+ 1+ **+ *,+  *2+ 3+ ,,+ ,*+ */+ *3+ *0+ Nýjar víddir opnast við starf erlendis Undirbúningur hluta- félagavæðingar KEA hefur staðið í þrjú ár Skattar hafa áhrif á sam- keppnishæfni Jónar Transport í Englandi/12 Viðtal við Eirík S. Jóhannsson kaupfélagsstjóra/6 Skattlagning fyrirtækja/4 ÍÞRÓTTAMENN TIL LEIÐBEIN- INGAR ÞÁTTTAKENDUR Í MÖRGUM HELSTU FRAM- KVÆMDUM GENGISSKRÁNING  25-04-2001 Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Gengi Kaup Sala Dollari 94,18000 93,96000 94,40000 Sterlpund. 135,20000 134,87000 135,53000 Kan. dollari 61,03000 60,85000 61,21000 Dönsk kr. 11,28000 11,24700 11,31300 Norsk kr. 10,32100 10,29100 10,35100 Sænsk kr. 9,18800 9,16100 9,21500 Finn. mark 14,15970 14,12020 14,19920 Fr. franki 12,83470 12,79890 12,87050 Belg. franki 2,08700 2,08120 2,09280 Sv. franki 54,94000 54,79000 55,09000 Holl. gyllini 38,20380 38,09720 38,31040 Þýskt mark 43,04570 42,92560 43,16580 Ít. líra 0,04348 0,04336 0,04360 Austurr. sch. 6,11830 6,10120 6,13540 Port. escudo 0,41990 0,41870 0,42110 Sp. peseti 0,50600 0,50460 0,50740 Jap. jen 0,76940 0,76720 0,77160 Írskt pund 106,89920 106,60100 107,19740 SDR (Sérst.) 119,67000 119,31000 120,03000 Evra 84,19000 83,96000 84,42000 Grísk drakma 0,24710 0,24640 0,24780 Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 562 3270 7 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.