Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 5
VIÐSKIPTI
ATVINNU- og ferðamálanefnd
Hornafjarðar stóð nýlega fyrir opn-
um fundi um upplýsingatækni í nú-
tímasamfélagi á Hótel Höfn. Fundur-
inn var vel sóttur og á honum voru
dregin fram margvísleg áhrif upplýs-
ingatækninnar á samfélags- og at-
vinnuþróun. Fyrirlesarar voru Gunn-
ar Vignisson framkvæmdastjóri
Þróunarstofu Austurlands, Ágúst
Ólafsson ritstjóri Skjávarps, Jón K.
Hilmarsson frá hönnunardeild Zoom,
Egill Vignisson framkvæmdastjóri
Verði ljós, Bjarki A. Brynjarsson
framkvæmdastjóri nýsköpunarsviðs
Nýherja og einnig voru nemendur úr
Framhaldsskólanum í Austur-Skafta-
fellssýslu með innlegg á fundinum.
Sérstaka athygli vöktu frásagnir af
stofnun og þróun fyrirtækjanna Verði
ljós og Zoom sem hafa á örfáum árum
vaxið upp með undraverðum hætti í
höndum kornungra athafnamanna.
Einnig var áhugavert að heyra um
framtíðarsýn unga fólksins í fram-
haldsskólanum.
Þá var einnig sett fram athyglis-
vert sjónarhorn á það hvernig stað-
bundin upplýsingamiðlun eins og
Skjávarpið rekur er í raun lykill að
margvíslegum lífsgæðum á lands-
byggðinni. Í könnun sem gerð var ný-
lega kom í ljós að 82% Hornfirðinga
nota Skjávarpið til þess að fylgjast
með fréttum, auglýsingum og öðru
efni.
Í pallborðsumræðum í lok fundar-
ins var meðal annars rætt um þá að-
stöðu sem skapast til nýsköpunar í
Nýheimum sem nú eru í byggingu á
Höfn en þar verða til húsa framhalds-
skóli, bókasafn og nýherjabúðir (að-
staða fyrir rannsóknar- og mennta-
stofnanir, sprotafyrirtæki og þjón-
ustu).
Margt annað athyglisvert kom
fram og augljóst á ýmsu að Hornfirð-
ingar setja markið hátt í upplýsinga-
samfélagi nútímans. Formaður at-
vinnu- og ferðamálanefndar Horna-
fjarðar er Þorbjörg Arnórsdóttir.
Atvinnumál
í nýju ljósi
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 C 5
STRENGUR hf. og Hús Málarans
Fortis hafa skrifað undir samning sín
á milli sem tekur til kaupa og upp-
setningar á Navision-veitingahúsa-
kerfi Strengs auk neyðarþjónustu
sem felst í neyðarvakt vegna kerfisins
á meðan veitingahúsið er opið.
Pantanir viðskiptamanna eru
slegnar inn í lófatölvu (PalmPilot) þar
sem niðurröðun borða og matseðilinn
birtast á snertiskjá. Upplýsingar um
pöntun berast rafrænt, annars vegar
inn á bar og hins vegar inn í eldhúsið.
Jafnframt skráist salan beint inn í
bókhaldið og birgðakerfið. Hús Mál-
arans er fyrsta vínveitingahúsið sem
fær leyfi frá VISA til að vera með
posaafgreiðslu án undirskriftar. Allar
upphæðir undir 1.200 krónum eru
undirskriftarlausar og er meðalinn-
hringitími og prentun kvittunar 2–3
sekúndur.
Hús Málarans
kaupir veit-
ingahúsakerfi
♦ ♦ ♦