Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 9
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 C 9
vinna að nýsköpun hér
hjá Flugleiðum en í
öðrum atvinnugrein-
um.“
Magnús segir að á
veturna sæki fólk Ís-
land einkum heim
vegna menningarinnar,
næturlífsins og tónlist-
arinnar en noti síðan
jafnframt tímann til
þess að skjótast í jökla-
ferðir eða annað sem
Flugleiðir bjóði upp á.
Aðspurður segir Magn-
ús að markhópurinn yf-
ir sumartímann sé fólk
sem sé 35 ára eða eldra,
oft fjölskyldufólk sem komi til þess að
skoða náttúruna en yfir vetrartímann
sé það yngra fólkið sem sé markhóp-
urinn, yfirleitt á aldrinum 18 til 35
ára, sem fari oft helgarferð til Ís-
lands. „Það er í raun skemmtilegt að
hugsa aðeins til baka því fyrir ekki
svo mörgum árum hefði ekki nokkr-
um manni dottið í hug að fara í helg-
arferð til Íslands. Við höfum lagt
mikla áherslu á að byggja upp ferða-
möguleikana utan háannatímans og
það hefur hreinlega verið ævintýra-
legt að fylgjast með vextinum. Ef við
tökum Reykjavík sem dæmi þá er
mjög gaman að sjá þá uppbyggingu
sem átt hefur sér stað. Fyrir tíu árum
voru færri en þrjátíu veitinga- og
skemmtistaðir á höfuðborgarsvæðinu
en þeir eru nú yfir hundrað. Borgin er
eiginlega orðin alþjóðleg stórborg í
vasaútgáfu og það hefur mikið að
segja, hún er orðin tískuborg og það
þykir dálítið flott að hafa farið þang-
að. Hún hefur eiginlega upp á allt að
bjóða þótt hún sé ekki mjög stór.“
Magnús segir að vel gangi að selja
ferðir um jólin og áramót en janúar
og febrúar séu enn frekar þungir
mánuðir í rekstrinum og þar vilji
menn gera enn betur. „Og til þess
þarf eitthvað að vera að gerast til að
fá fólk til þess að fara. Næturlífið,
tónlistin og tískan hafa aðdráttarafl
en að auki hef ég mikinn áhuga á að
koma íslenska matnum betur á fram-
færi, þ.e. einkum og sér í lagi sjáv-
arréttunum. Ég hefði mikinn áhuga á
að skipuleggja svona eins konar sæl-
keraferð til Íslands en til þess þyrft-
um við að fá samstarfsaðila á borð við
Coldwater og Iceland Seafood, veit-
ingahús á Íslandi, kokkalandsliðið
o.s.frv. Við gætum til að mynda búið
til eitthvert sérstakt þema til að þetta
myndi vekja athygli á íslenskum mat
og matargerð en hún stendur mjög
framarlega: það eru margir mjög
góðir veitingastaðir á Íslandi, að mínu
mati.“
Nýtum okkur íþróttaviðburði
hér vestra
Aðspurður segir Magnús að
Bandaríkjamenn séu að mörgu leyti
mjög sérstakir og það sé algerlega
nauðsynlegt fyrir markaðsmanninn
að geta sett sig inn í hugsanagang
þeirra. Auk þess sé landið mjög stórt
og það sem gangi til
dæmis upp í New York
geti fallið um sjálft sig í
Kansas. „Þótt fólk tali
kannski sama tungu-
málið er menningin og
viðhorfin mjög ólík á
milli svæða í Bandaríkj-
unum.“
Magnús segir að farið
hafi verið út í að mark-
aðssetja ferðir fyrir Ís-
lendinga í tengslum við
íþróttaviðburði í Banda-
ríkjunum, eins og til
dæmis NBA-deildina í
körfubolta, en slíkt hafi
ekki verið gert áður.
Aðspurður segir Magnús að mark-
miðið með auglýsingum á strætis-
vögnum í höfuðborginni Washington
hafi verið að fræða fólk í Washingt-
onborg um þá staðreynd að Flugleiðir
sé alþjóðlegt fyrirtæki, sem fljúgi
ekki einungis til Íslands heldur einnig
áfram til Evrópu. „Það er nefnilega
oft og tíðum mjög algengur misskiln-
ingur hér í Bandaríkjunum að við
fljúgum bara til Íslands. Þess vegna
„pökkuðum við inn“ tveimur strætis-
vögnum sem keyrðu um götur borg-
arinnar, einn sem merktur var Ís-
landi og annan þar sem einblínt var á
þjónustu okkar til Evrópu. Þessir
strætisvagnar keyrðu um borgina í
rúma þrjá mánuði og vöktu óneitan-
lega mikla athygli. Við höfðum áður
verið með langar herferðir í útvarpi
til að vekja áhuga fólks á Íslandi sem
áfangastað. Þetta tókst með eindæm-
um vel og aukning á ferðum til Ís-
lands varð gríðarleg á Washington-,
Maryland- og Virginíusvæðinu.“
Næstbestir í netsölu
„Við höfum þó verið að þróa okkur
miklu lengra inn í allt sem flokkast
undir kynningar og styrktaraðild
þannig að við erum ekki bara bundnir
við venjulegar auglýsingar í fjölmiðl-
um. Þannig tók til að mynda Master-
card þátt í ungfrú Ísland.is með okk-
ur en það var mjög árangursríkt
verkefni. Um 300 manns fóru til Ís-
lands, við gátum einfaldlega ekki flutt
fleiri, og það er ekki síst athyglisvert í
ljósi þess að ferðin var ekki beinlínis
ódýr á bandarískan mælikvarða og
við kynntum hana langmest á Net-
inu.“ Magnús segir að salan á þessum
300 sætum sé kannski ekki endilega
það sem mestu máli skipti heldur öll
kynningin og athyglin sem Flugleiðir
og Ísland hafi fengið í tengslum við
keppnina.
„Við erum mjög sterkir í netsöl-
unni, raunar í öðru efsta sæti meðal
flugfélaga í Bandaríkjunum. Það er
mjög algengt að félögin selji frá 2 og
upp í 5% af veltu sinni á Netinu en við
erum með um tæp 17% og markmiðið
er að fara í 20% á þessu ári. Það er
eftir nokkru að slægjast þar sem það
er töluverður sparnaður að selja á
Netinu. Það sem er frábært við sölu á
Netinu er að það fer í raun enginn
tími í sjálfa söluna, hún fer fram á ör-
skotsstund og málið er þar með af-
greitt. Svo má ekki gleyma því að á
heimasíðu okkar er að finna miklar
upplýsingar um Ísland og ferðir okk-
ar þangað.“
Magnús Stephensen: „Við „pökkuðum inn“ tveimur stræt-
isvögnum sem keyrðu um götur Washington. Þessir stræt-
isvagnar keyrðu um borgina í rúma þrjá mánuði og vöktu
óneitanlega athygli.“
arnorg@mbl.is
Magnús Stephensen