Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 16
Viðskiptablað Morgunblaðsins Fimmtudagur 2 6 . A P R Í L 2 0 0 1 GREIÐSLUERFIÐLEIKAR ● Þegar hægist á í efnahagslífinu er ein af afleiðingunum sú að fyrirtæki eiga erfiðara með að afla sér lausa- fjár. Þetta stafar af því að fram- leiðsla þeirra selst hægar og birgðir safnast upp í stað þess að peningar komi í kassann. Fyrirtæki hafa undir þessum kringumstæðum tilhneig- ingu til að draga greiðslur og taka sér þannig lán ef svo má segja. Þetta getur orðið til þess að önnur fyrirtæki eigi erfiðara með sínar greiðslur og svo koll af kolli. Nú þegar hægist á hér á landi hafa menn óttast að þessi vítahring- ur færi að verða áberandi, en þó virð- ist sem greiðsluerfiðleikar séu ekki mikið vandamál. Ekki enn sem kom- ið er að minnsta kosti. Þó eru þess einhver merki að fyr- irtæki hafi ekki jafn mikið fé milli handa og verið hefur í þeirri miklu uppsveiflu sem hér hefur verið. Þetta á ef til vill einna helst við í byggingariðnaðinum og þá helst varðandi byggingu atvinnu- húsnæðis. Þar sem fyrirtæki halda meira að sér höndum en áður eru heldur færri að kaupa atvinnu- húsnæði en verið hefur. Einhver dæmi eru einnig um að fyrirtækjum sem hafa flutt gangi verr að selja gamla húsnæðið en ráð var fyrir gert. Þetta virðist þó ekki hafa valdið verulegum erfiðleikum. MJÚKA LENDINGIN? ● Í þriggja mánaða uppgjöri Íslands- banka-FBA í gær kemur fram að van- skil á fyrstu mánuðum ársins hafi verið mjög lítil í sögulegu samhengi en svo virðist sem þau séu að aukast á ný, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þó er einnig áber- andi að innlán aukast mun meira en útlán sem út af fyrir sig bendir ekki til lausafjárerfiðleika. Sé litið á bankakerfið í víðara samhengi er ekki að sjá að áhrifa samdráttarins sé farið að gæta veru- lega. Útlánaaukningin hefur að vísu dregist saman eins og að hefur verið stefnt, en meiri greiðsluerfiðleika en verið hafa verður varla vart. Að þessu leyti virðist staða atvinnulífs- ins því vera nokkuð góð miðað við að nú hægist á. Ætli þetta kunni að vera vísbending um að hin marg- umtalaða mjúka lending efnahags- lífsins muni takast? FJÁRFESTINGAR LÍNU.NETS ● Nú hefur Lína.Net lagt fram árs- reikning fyrir árið 2000 og gefur þar að líta það sem ýmsir myndu kalla hreinar bókhaldsæfingar. Helst er það tvennt sem vekur athygli. Það fyrra er risastór afskrift við- skiptavildar vegna þriggja fyrirtækja sem Lína.Net hefur fest kaup á. Irja var keypt á 250 milljónir króna en veittur var 25 milljóna króna af- sláttur af kaupverðinu í gerðardómi. Nú voru 224,5 milljónir færðar niður í bókum Línu.Net og eftir standa 500 þúsund krónur. 99,8% þessara 225 milljóna voru sem sagt afskrif- aðar. Og hvað varð um 30 millj- ónirnar sem Motorola gaf eftir? Það sama er upp á teningnum þegar kemur að kaupum á Gagnaveitunni, 112,7 milljónir af 150 milljóna króna kaupverði eru skrifaðar út, eða 75%. Bent hefur verið á að að Lína.Net stefni á almennan hlutabréfamark- að í lok þessa árs og eftir þessa „hreinsun“ bókhaldsins árið 2000 megi búast við að félagið geti sýnt mun betri reikninga fyrir núlíðandi ár, jafnvel hlutfallslega betri en aðrir, sem ekki stundi slíkar æfingar –markaðurinn er fljótur að gleyma. Svo er það færsla yfirverðs hluta- bréfa á reikninginn „óráðstafað eigið fé“. Óráðstafað eigið fé á gjarnan að endurspegla uppsafnað tap eða hagnað undangenginna ára og segir því ákveðna sögu um fyrirtækið. Með færslu yfirverðs hlutabréfa á þennan reikning brenglast sagan. Yfirverð er venjulega fært á yfirverðs- reikning sem geymir einnig ákveðna sögu um hversu mikið menn voru til- búnir til að borga fyrir hlutabréfin á hverjum tíma. Því er engin furða að bókhaldsfróðir eigi sumir erfitt með að samþykkja gjörninginn þann sem „góða reikningsskilavenju“. INNHERJI SKRIFAR. . . Hver eru helstu verk-efni þín hjá OmegaFarma? Omega Farma er ört vax- andi lyfjaframleiðslufyrir- tæki. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á töflum og hylkjum fyrir innan- og ut- anlandsmarkað. Starf mitt felst meðal annars í að við- halda og efla tengsl við við- skiptavini en þeir eru aðal- lega læknar og starfsfólk apóteka. Þá hef ég einnig yf- irumsjón með dreifingu lyfja hjá Omega Farma. Hvað getur þú sagt mér um starfsemi Omega? Omega Farma ehf. var stofnað í desember árið 1990. Fyrsta lyfið sem fram- leitt var kom á markað árið 1992. Á síðasta ári jók fyrirtækið veltuna um 54% og tvöfaldaði hagnað sinn frá fyrra ári. Starfs- menn Omega Farma eru nú þrjátíu og fimm talsins og fyrirtækið rekur lyfjaverksmiðju í Kópavogi, en önnur starfsemi er til húsa í Reykjavík. Omega Farma hefur verið úthlutað lóð í Fossaleyni 8 og munu framkvæmdir hefjast þar í ár. Hvað er á prjónunum hjá ykkur á næstu misserum? Hvað framtíðina varðar er búist við umfangsmiklum útflutningi á næstu árum í tengslum við gerða samninga. Einnig munum við leit- ast við að styrkja stöðu okkar á innanlandsmarkaði. Hvernig líkaði ykkur dvölin á Englandi? Við bjuggum í London um tíma og líkaði afar vel. Við kynntumst fjölda fólks frá nokkrum heimsálf- um og fengum innsýn í menningu þeirra. Borgin sjálf, eins og margir þekkja, býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar, söfn, leikhús, veitingastaði og skemmt- anir af ýmsum toga. Hver eru helstu áhugamálin? Það má segja að flest áhugamálin tengist útivist og svo hef ég gaman afað ferðast. Ég hef mikinn áhuga á stangaveiði en ég veiði á flugu og í skammdeginu stytti ég mér stundir við fluguhnýtingar. Þegar vorar dvelur fjölskyldan oftar en ekki í sumarbústað í Grímsnesi um helgar og er þá gjarnan skotist í veiði í ár og vötn í nágrenninu. Þeg- ar tóm gefst til gríp ég alltaf í bók. Reyndar á ég mér draum um að skrifa bók og ég vona að úr því geti orðið á næstu misserum. Þó hafa áhugamálin fengið að líða fyrir byggingaframkvæmdir en fjöl- skyldan er nýlega flutt í nýtt hús- næði í Garðabænum. Hvers konar bók gætir þú hugs- að þér að skrifa? Þú spyrð ekki um lítið en það yrði skáldsaga. FÓLK/ Eyþór Einar Sigurðsson Með flugu í höfðinu  Eyþór Einar Sigurgeirsson er fæddur 14. maí 1968 á Patreks- firði. Hann lauk prófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og fór þaðan í framhaldsnám til Englands og lauk prófi í rekstr- arhagfræði, MBA, árið 1994 með áherslu á markaðsfræði. Eyþór hóf störf sem mark- aðsstjóri hjá Omega Farma árið 1995. Maki Eyþórs er Arna Ingi- bergsdóttir snyrtifræðingur, starfandi hjá Baðhúsinu. Eyþór og Arna eiga einn dreng, Einar Inga þriggja ára. DAGBÓK ● VERSLUNARRÁÐ Ís- lands og Sænsk- íslenska versl- unarráðið heldur fund um sænsk efnahags- mál 2. maí næstkom- andi. Fyrirlesari verður dr. Hans Tson Söderst- röm formaður og fram- kvæmdastjóri SNS (Studieförbundet När- ingsliv och Samhälle) sem eru rannsókn- arsamtök viðskiptalífs- ins í Svíþjóð. Dr. Söderström er einnig aðjúnkt í hagfræði við Viðskiptaháskólann í Stokkhólmi. SNS hefur nýlega gefið út skýrslu „Kluster.se – Sweden in the New Economic Geography of Europe“ sem fjallar um sam- keppnisstöðu Svíþjóð- ar sem er að margra mati góð í dag. Velt er vöngum yfir hlutverki Svíþjóðar í síbreytilegri Evrópu og leitast við að svara því hvort Sví- þjóð eigi möguleika á að vera leiðandi þjóð á fleiri sviðum en á fjar- skiptasviði og hvað þurfi til þess. Versl- unarráð telur að mörg þau atriði sem koma fram hjá skýrsluhöf- undum eigi erindi í um- ræðu um sömu mál á Íslandi. Fundur um sænsk efnahagsmál ● ZOOM ehf. fékk fyrir skömmu afhentar frá Nýherja 23 Intellista- tion Professional Workstation vélar frá IBM. Vélarnar eru sérhannaðar vinnu- stöðvar fyrir fagmenn sem þurfa hámarks- afköst og fullkomið ör- yggi, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá ZooM ehf. Vél- búnaður vélanna er mjög vandaður og er sá sami og er notaður í netþjóna, en einn mesti styrkur vélanna felst í því að allir reklar í þeim eru hannaðir til að styðja grafískan hugbúnað sem ZooM notar. „Með tilkomu þessa vélbúnaðar hef- ur ZooM nú yfir að ráða stærsta og öfl- ugasta grafíkveri á Ís- landi. Þessi viðbót styrkir ennfremur þá stöðu sem ZooM hef- ur nú þegar skapað sér sem leiðandi al- þjóðlegt fyrirtæki í grafískri vinnslu og lausnum fyrir allar teg- undir miðla,“ segir í fréttatilkynningunni. Hjá ZooM starfa 26 manns í dag. Helgi Magnússon vörustjóri Intellistation og Valdi- mar Ómarsson IBM PC sérfræðingur sáu um málið fyrir hönd Nýherja í samvinnu við Kristin E. Arn- arsson kerfisstjóra hjá ZooM. ZooM kaupir vél- búnað frá Nýherja ● ÍMARK í samvinnu við Íslandspóst stend- ur í dag fyrir nám- skeiði í Rúgbrauðs- gerðinni í beinni markaðssókn. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru markaðsmennirnir Roger Millington og Brian Thomas frá IDM The Institute of Direct Marketing í Bretlandi. Meðal þess efnis sem fjallað verður um á námskeiðinu er hvern- ig blanda má saman beinni markaðssókn og öðrum markaðs- aðgerðum en halda kostnaði í lágmarki. Nám- skeið í markaðs- sókn ● Bankastræti, hönn- un og auglýsingar hef- ur tekið til starfa. Fyr- irtækið tekur að sér hvers kyns verkefni á sviði hönnunar- og kynningarmála, allt frá ímynd fyrirtækja til heildarumsjónar aug- lýsingaherferða. Starfsmenn og eig- endur fyrirtækisins eru Einar Skúlason, Hilmar Þorsteinn Hilmarsson og Jón Ágúst Pálmason. Nýtt hönnunar- og auglýsingafyrirtæki ● STRENGUR hf. og SH þjónusta ehf hafa gert með sér sam- starfssamning til tveggja ára sem meðal annrs felur í sér inn- leiðingu á viðskipta- og upplýsingakerfinu Navision Financial. SH Þjónusta ehf., sem stofnað var 1. janúar 2000, er dótt- urfyrirtæki Sölu- miðstöðvar hraðfrysti- húsanna og tók það að mestu yfir starf- semi SH á Íslandi. Samstarf Strengs og SH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.