Morgunblaðið - 24.05.2001, Side 1

Morgunblaðið - 24.05.2001, Side 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F SJÁVARÚTVEGURVERSLUN HUGVIT Erlend umsvif Baugs hafa aukist mikið á síðustu vik- um og við það hefur fyr- irtækið stækkað verulega Rafrænt kosningakerfi, leit- arkerfi fyrir iPulse, staðsetn- ingarháður farsímaleikur, bar- dagaleikur fyrir GSM... ATHAFNALÍF 8ATHAFNALÍF 12/13 NETIÐ 18 GUÐJÓN Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að ákvörðun Ís- félags Vestmannaeyja hf. um að hefja bol- fiskvinnslu á ný hafi mikil og jákvæð áhrif á bæjarfélagið. „Ljóst er að þessi ákvörðun eyðir tölu- verðri óvissu og sam- hliða þessu eru aðrir líka að taka við sér,“ segir Guðjón. Í því sambandi nefnir hann samninga Ísfélagsins við verktaka, sem tóku hluta starfsfólks félagsins í vinnu, kaup Vinnslustöðvarinnar hf. á kvóta sem auka aflaheimildir félagsins um liðlega 15%, nýja fullvinnslu sjávar- fangs, væntanlegt laxeldi og fiskréttaverk- smiðju sem fer af stað í haust. „Það er bjart yfir Eyjunum núna og við komum sterk inn í sumarið,“ segir Guðjón. Bolfiskvinnsla Ísfélagsins er í þeim hluta hússins sem slapp í brunanum, en Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ís- félagsins, segir að gerður hafi verið sam- ingur um kaup á vinnslulínu fyrir loðnu og síld og hefst uppsetning tækja í haust. Uppgangur og bjartsýni í Eyjum Ú R V E R I N U Ný vinnslulína fyrir loðnu og síld sett upp hjá Ísfélaginu í haust BEITIR NK frá Neskaupstað varð fyrst ís- lenskra skipa til að veiða síld úr norsk-ís- lenska síldarstofninum í „Síldarsmugunni“ í ár en 75 tonn fengust á mánudag og var þeim landað yfir í norskt verskmiðjuskip í gær. Að sögn Freysteins Bjarnasonar, útgerð- arstjóra Síldarvinnslunnar hf. í Neskaup- stað, var um ágæta síld að ræða. Beitir fyrstur með síld úr norsk-íslenska stofninum á árinu  AFLABRÖGÐ/14 STJÓRNENDUR innláns- stofnana, sem Morgunblaðið hafði samband við, eru sammála um að dregið hafi úr útlánum í bankakerfinu að undanförnu. Meginástæðuna segja þeir vera minni eftirspurn bæði fyrirtækja og einstaklinga. Gengislækkun ís- lensku krónunnar að undanförnu hafi jafnframt þau áhrif að draga almennt úr útlánagetunni. Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankasjóri, segir að tölur yf- ir útlán innlánsstofnana í apríl staðfesti þá þróun að dregið hafi úr útlánum. Valur Valsson, bankastjóri Ís- landsbanka-FBA, segir að geng- islækkun íslensku krónunnar hafi í för með sér að útlán í erlendri mynt hjá bönkunum hækka. Eig- ið fé bankanna sé hins vegar skráð í íslenskum krónum og gengislækkunin leiði því til þess að eiginfjárhlutfallið lækkar. Það hafi almennt þau áhrif að geta til útlána eða fjárfestinga minnkar því bankar þurfi ákveðið lág- marks eigið fé. „Gengislækkunin að undan- förnu hefur þessi almennu áhrif,“ segir Valur. „Hins vegar hefur eftirspurn hér innanlands eftir lánum minnkað verulega að und- anförnu.“ Landsbanki Íslands hefur ver- ið með verulegar aðhaldsaðgerðir í útlánum í rúmt ár, að sögn Hall- dórs J. Krisjánssonar, banka- stjóra. Hann segir vafalaust að þær aðgerðir séu farnar að hafa áhrif. Jafnframt hafi eftirspurnin minnkað, vegna breyttra að- stæðna. „Það sem hefur verið að gerast hjá Landsbankanum á fyrstu fjórum mánuðum ársins er að innlán hafa aukist um 13% en útlán einungis um 6%, og þá eru gengisbreytingar meðtaldar. Raunhækkun útlána er því í raun minni. Það sem er jákvætt í þess- ari þróun er að þetta gefur til kynna breytta afstöðu hjá við- skitavinum almennt. Aðhaldsað- gerðir eru almenns eðlis og tengj- ast ekki sérstaklega þróun eiginfjár. Eiginfjárstaða Lands- bankans hefur styrkst frá ára- mótum í kjölfar þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Hluti af eigin fé bankans er í erlendri mynt, þ.e. víkjandi eiginfjárþátt- ur og bankinn er því að hluta til varinn gegn gengisbreytingum,“ segir Halldór. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segir að sam- dráttur í útlánum komi af sjálfu sér. SPRON hafi ekki þurft að draga úr útlánum því eftirspurn eftir lánum sé mun minni nú en var til að mynda fyrir einu ári. Fyrirspurnir sem SPRON fái í dag lúti meira að skuldbreyting- um, fólk vilji dreifa greiðslubyrð- inni á lengri tíma. Erindi af þessu tagi séu mun fleiri nú en áður. Birgir Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands, segir að samdráttur hafi verið í nýjum útlánum innlánsstofnana að undanförnu. Dregið hafi því úr aukningu útlána. Skuldir innláns- stofnana hafi þó hækkað meira en sem nemur nýjum útlánum vegna þess að gengið hafi áhrif á er- lenda hluta þeirra. Útlán innlánsstofnana hafa dregist saman Minni eftirspurn einstaklinga og fyrirtækja vegna breyttra aðstæðna er meginástæðan en gengislækkun íslensku krónunnar að undanförnu hefur einnig dregið úr útlánagetunni Morgunblaðið/Ásdís Tölur Seðlabanka Íslands fyrir aprílmánuð staðfesta að dregið hefur úr útlánum innlánsstofnana. ◆ Þorsteinn Vilhelmsson segir sjávarútveginn þurfa að fá að dafna í frjálsræði sem aðrar greinar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.