Morgunblaðið - 24.05.2001, Qupperneq 2
2 C FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR BALKANPHARMA hefur
tekið lán hjá Endurreisnar- og
þróunarbanka Evrópu (EBRD).
Lánið hljóðar upp á 21,3 millj-
ónir evra eða um 1.853 milljónir
íslenskra króna. Lánið verður
notað til endurfjármögnunar og
til nýrra fjárfestinga í verk-
smiðjum félagsins í Búlgaríu.
Sindri Sindrason forstjóri
Pharmaco segir að lánið feli í
sér viðurkenningu á rekstri og
viðskiptaáætlun félagsins.
Bankinn geri ítarlegar greining-
ar á stöðu og starfsemi fyrir-
tækisins og samþykki ekki lán-
veitingar nema að vel athuguðu
máli. „Jafnframt er þetta merki
um almennt traust bankans á
ástandinu í Búlgaríu, það sé í
jafnvægi og horfur um vöxt á
næstu árum. Lánið verði notað
til að færa skammtímafjár-
mögnun yfir í langtímafjár-
mögnun og til fjárfestinga í
tækjum og tækjabúnaði. Vegna
framtíðarrekstrar félagsins er
nauðsynlegt að ráðast í fjárfest-
ingar á tækjum og tækjabúnaði
fyrir verksmiðjur Balkan-
pharma,“ að sögn Sindra. Fyr-
irtækið hefur jafnframt tekið
lán upp á 3,2 milljónir evra frá
franska fjárfestingabankanum
BNP Paribas sem sé hluti af
fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu félagsins.
Lánveitingar bankans til
Suðaustur-Evrópu auknar
Endurreisnar- og þróunarbanki
Evrópu hefur ákveðið að auka
skuldbindingar sínar í suðaust-
ur-Evrópu. Kemur fram í
fréttatilkynningu bankans að
bankinn muni lána allt að 600
milljónir evra til fyrirtækja og
ríkisstjórna í löndum suðaustur-
Evrópu á þessu ári, meira en
nokkru sinni fyrr.
Balkanpharma fær
1,9 milljarða lán
Lánið merki um traust Endurreisnar- og þróun-
arbanka Evrópu á efnahagsástandinu í Búlgaríu.
FYRIR ári var það almenn skoðun bæði í viðskipta- og at-hafnalífi landsmanna og meðal stjórnmálamanna að þaðværi bæði æskilegt og nauðsynlegt að draga úr hraðanum íefnahagslífinu, stíga á bremsurnar og hægja á. Ekki er
víst, að allir þeir, sem þetta sögðu eða tóku undir sjónarmið ann-
arra um þetta efni, hafi gert sér grein fyrir hvað í því fælist.
Nú er að hægja á svo um munar og fyrirtækin eru byrjuð að
finna rækilega fyrir því. Í viðskiptalífinu er kvartað undan versn-
andi lausafjárstöðu. Reikningar greiðist hægar, sem haft geti
keðjuverkandi áhrif. Viðskiptavinir lánastofnana telja sig koma að
lokuðum dyrum eða a.m.k. sé mun erfiðara um fyrirgreiðslu við
atvinnulífið í fjármálakerfinu en verið hafi um skeið. Þeir spyrja,
hvort gengislækkunin hafi haft þau áhrif á CAD-hlutfall banka og
sparisjóða að bolmagn þeirra til útlána sé orðið mjög takmarkað.
Lánastofnanir segja, að það sem skipti máli í þessum efnum sé
einfaldlega samdráttur í viðskiptalífinu, sem hljóti að leiða til þess
að þær fari sér hægt í lánveitingum. Í öðrum tilvikum hafi mikil
umsvif undanfarinna ára leitt til þess að viðskiptavinir þeirra séu
komnir upp í sitt hámark og þá stöðvist lánveitingar af sjálfu sér.
Raunar segja talsmenn sumra lánastofnana, að það sé einfaldlega
engin eftirspurn eftir lánum.
Afleiðingar gengislækkunar Til viðbótar við þennan almenna
samdrátt í viðskiptalífinu koma afleiðingar hinnar miklu lækk-
unar á gengi krónunnar, sem hefur bersýnilega komið sumum að-
ilum viðskiptalífsins á óvart. Á undanförnum árum hafa fyrirtæki
og einstaklingar tekið mikil lán í erlendum gjaldmiðli til þess að
fjármagna kaup á hlutabréfum í stórum stíl. Þegar það gerist í
senn að mikil lækkun verður á gengi krónunnar og hlutabréfin
sem sett voru að veði fyrir þessum erlendu lánum lækka mikið í
verði kemur upp í sumum tilvikum nán-
ast óviðráðanleg staða.
Þá er ljóst að bæði fyrirtæki og hópar
einstaklinga hafa tekið há erlend lán til
þess að kaupa fyrir þau íslenzk rík-
isbréf sem hafa borið mun hærri vexti
en hin erlendu lán. Þessi viðskipti skil-
uðu miklum hagnaði á meðan gengi
krónunnar var stöðugt en skyndilega
hefur gjörningaveður gengið yfir þá,
sem stundað hafa svo áhættusöm við-
skipti. Voru menn búnir að gleyma því, að gengi krónunnar getur
lækkað?
Gjaldþrot og töp Fylgifiskur þessarar þróunar er í sumum til-
vikum gjaldþrot og töp. Nú þegar er byrjað að brydda á gjald-
þrotum hjá litlum fyrirtækjum. Viðskiptavinir þeirra finna fyrir
töpum af þeim viðskiptum. Viðskiptatap til viðbótar við versnandi
afkomu vegna samdráttar í efnahagslífinu getur komið illa við
mörg fyrirtæki.
Af þessum sökum er þungt andrúmsloft víða í viðskiptalífinu.
Fyrirtæki eru byrjuð umtalsverðan niðurskurð útgjalda. Líklegt
má telja, að sá rekstrarvandi, sem þau standa frammi fyrir, sé af
þeirri stærðargráðu, að þau muni fækka fólki. Sum með því að
ráða ekki í stöður, sem losna. Önnur með beinum uppsögnum.
Við þessar aðstæður verður fróðlegt að sjá, hvernig hlutafjár-
útboð Íslandssíma og Kaupþings ganga á næstunni. Að vísu má
gera ráð fyrir, að sparisjóðirnir kaupi töluvert í Kaupþingi og nú-
verandi hluthafar eitthvað í Íslandssíma.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Innherji skrifar
Andrúm
viðskiptalífsins
Versnandi
lausafjárstaða,
afleiðingar
gengislækkunar
og viðskiptatöp
valda „þunglyndi“
í viðskiptalífinu.
● IP-net (Internet Protocol) er að verða ráð-
andi samskiptastaðall hjá fyrirtækjum á
Norðurlöndum, þar á
meðal hér á landi, að því
er fram kom á IP-
ráðstefnu Símans, sem
haldin var á Hótel Loft-
leiðum í gær.
IP-net er samskipta-
staðall, sem notaður er
til þess að leggja grunn
að Netinu. Ofan á IP-netinu eru ýmiss konar
þjónustur í boði eins og tölvupóstur, vefsíður
eða MP3-sendingar sem senda gögn með
pakkasendingum.
IP-neti vex
fiskur um hrygg
● VERÐ á ýsukvóta á Kvótaþingi Íslands fór í
gær upp í 107 krónur kílóið og hefur aldrei
farið hærra. Alls urðu viðskipti með rúm 35
tonn af ýsukvóta á þinginu í gær. Verðið var
undir 100 krónum fyrir helgi en fór upp í 105
krónur á þriðjudag og í 107 krónur í gær. Á
sama tíma á síðasta ári var verð á ýsukvót-
anum um 78 krónur kílóið. Lægst hefur ýsu-
kvótinn farið á 31,50 krónur en það var í
fyrstu viðskiptunum með ýsukvóta á Kvóta-
þingi í september árið 1998. Alls urðu við-
skipti með tæpt 71 tonn af þorskkvóta á
Kvótaþingi í gær og var viðskiptaverðið
102,85 krónur.
Ýsukvótinn aldrei dýrari
● BANDARÍKJAMENN eru sennilega mesta
hvalveiðiþjóð í heimi en þeir drepa árlega yfir
5.000 hvali. Frá þessu er greint á fréttavef
IntraFish. Þessar tölur eru á skjön við op-
inberar tölur í Bandaríkjunum sem segja að
Bandaríkjamenn veiði árlega 273 dýr og séu
þannig 6. mesta hvalveiðiþjóð heims.
Í nýlegri skýrslu um ástand sjáv-
ardýrastofna við Bandaríkin kemur fram að
Bandaríkjamenn drápu 3.604 hvali árið
1999 með ýmsum hætti. Aðeins 273 hvalir
fóru til manneldisneyslu.
Mikil hvalveiði í
Bandaríkjunum
● Í janúar síðastliðnum skrifaði hópur fjár-
festa undir forystu Haraldar Haraldssonar
stjórnarformanns Áburðarverksmiðjunnar
undir samning um kaup á
um 80% hlutafjár af erf-
ingjum Kristins Guðbrands-
sonar stofnanda Björgunar
og fleiri hluthafa. Að sögn
Sigurðar Helgasonar, fram-
kvæmdastjóra Björgunar,
hafa kaupin nú gengið til
baka. Aðilar virtust hafa
náð samkomulagi en að
sögn Sigurðar gengu áætlanir ekki eftir.
Ekki hafa verið í gangi frekari umræður
um sölu við aðra aðila um sölu á Björgun
segir Sigurður og engar breytingar séu fyr-
irhugaðar á rekstri og starfsemi Björgunar.
Björgun hf. var stofnað árið 1952. Meg-
inmarkmið félagsins var að bjarga strönd-
uðum skipum við Íslandsstrendur. Helstu
verksvið fyrirtækisins nú eru rekstur sand-
dæluskipa, dýpkunarframkvæmdir, mal-
arnám af hafsbotni og uppbygging bryggju-
hverfa.
Fyrirhuguð sala á
Björgun gengin til baka
◆
ll TÖLVUR &TÆKNI
ll FYRIRTÆKI
VIÐRÆÐUR um sameiningu
Húsasmiðjunnar hf. og Kaupáss
hf. eru í gangi, að sögn Gylfa
Arnbjörnssonar, stjórarfor-
manns Kaupáss og fram-
kvæmdastjóra EFA. Hann segir
viðfangsefnið flókið en unnið sé
að því að finna lausnir á málinu.
Stjórnir Húsasmiðjunnar og
Kaupáss samþykktu í aprílmán-
uði að veita stjórnarformönn-
um og framkvæmdastjórum
félaganna heimild til að hefja
viðræður um hugsanlega sam-
einingu félaganna.
Velta Húsasmiðjunnar á síð-
astliðnu ári nam 7,9 milljörðum
króna sem var 34% aukning frá
fyrra ári. Fyrirtækin Ískraft
ehf., Byggingavörur ehf. og
H.G. Guðjónsson ehf. voru sam-
einuð Húsasmiðjunni í byrjun
árs 2000 og Blómaval ehf. sam-
einaðist Húsasmiðjunni um mitt
árið í fyrra. Þá fjárfesti félagið
í þremur erlendum fyr-
irtækjum í Eistlandi og Lett-
landi.
Kaupás hf. var stofnað fyrir
réttum tveimur árum með sam-
einingu þeirra fyrirtækja sem
ráku verslanir Nóatúns, KÁ á
Suðurlandi og 11-11.
Flóknar
viðræður um
sameiningu
Enn standa yfir viðræður Húsa-
smiðjunnar og Kaupáss um sam-
einingu fyrirtækjanna.
◆
◆
AUKIÐ MIKILVÆGI NÝSKÖPUNARSJÓÐS/4 NÝJAR BLOKKIR/6 GLEÐIN Í FYRIRRÚMI/16
ll SJÁVARÚTVEGUR
AF heildarfiskafla landsmanna í
aprílmánuði, um 26.500 tonnum,
var mest veitt í togveiðarfæri, alls
11.715 tonn, að því er fram kemur í
aflatölum Hagstofu Íslands. Heild-
araflinn í síðasta mánuði var mun
minni en í sama mánuði síðasta
árs, vegna sjómannaverkfallsins
sem stóð allan mánuðinn. Þorskafli
í síðasta mánuði var alls 12.054
tonn og var aflinn að mestu veidd-
ur í net eða um 7.425 tonn. Athygli vekur að netaflinn í apríl sl. en
litlu minni en í aprílmánuði síðasta ári, þrátt fyrir verkfallið, en þá
veiddust alls 10.204 tonn af þorski í netin. Alls veiddust um rúm
6.400 tonn af fiski á línu og handfæri í síðasta mánuði, borið saman
við 9.300 tonn í fyrra. Mest kom af þorski á krókana í síðasta mán-
uði, 3.148 tonn, en um 2.360 tonn af steinbít. Heildaraflinn á fyrsta
ársþriðjungi þessa árs var alls 946 þúsund tonn og vegur loðnan þar
þyngt en alls voru veidd um 762 þúsund tonn af loðnu á tímabilinu.
Netaafli litlu minni þrátt
fyrir verkfall sjómanna
Mestur afli í togveiðarfæri í aprílmánuði
◆