Morgunblaðið - 24.05.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 24.05.2001, Síða 8
8 C FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATHAFNALÍF S JÁVARÚTVEGURINN þarf að fá að vaxa og dafna í frjálsræði eins og aðrir at- vinnuvegir í landinu,“ seg- ir Þorsteinn Vilhelmsson. „Hann þarf að vera laus við pólitískar smá- skammtalækningar og furðulegar hugmyndir um byggðakvóta eða aðrar hömlur. Sjávarútveginn má alls ekki reka sem félagsmálastofnun né beita honum til að halda byggð í hverju sjávarplássi á landinu. Það er mín skoðun að innan tíu til tuttugu ára muni ein- hverjar smábyggðir hreinlega leggjast af. Við sáum vel hvernig þetta gerðist þegar skuttogaravæðingin hófst milli 1970 og 1980. Þá voru settir skuttogarar á hvert einasta krum- maskuð. Það var hluti af því sem kom þessum byggðarlögum á kné. Þar vantaði allt, til dæmis var ekki hægt að manna skipin frá stöðunum nema fyrstu árin, þegar mönnum þótti spenn- andi að vera á nýjum skipum. Síðan þurfti að fá mannskap annarsstaðar frá. Þessi skip voru alltof dýr og báru sig ekki. Vinnslan réð ekki við að taka við aflanum og vinna hann og hafnirnar voru of litlar fyrir skipin. Það fékkst því lítið sem ekkert annað en kostnaður og vandkvæði með skuttogaravæðingunni fyrir margar þess- ara litlu byggða. Þetta var í raun það versta sem komið hefur fyrir sjávarútveginn, því ofan í kaupið urðu þessi skip allt of mörg með tilheyr- andi álagi á fiskistofnana. Það hefði mátt sjá þetta fyrir. Það þurfti ekki annað en að skoða gang mála, þegar síðutog- aravæðingin var um 1950. Þá komu um 50 síðu- togarar til landsins, nánast togari í hvert pláss. Þeir voru gerðir út í nokkur ár, en eftir 1964 voru þessir togarar aðeins gerðir út frá Akur- eyri, Akranesi, Hafnarfirði og Reykjavík. Á hin- um stöðunum var gefist upp.“ Mörgum hefur fundizt þú fá anzi mikið af pen- ingum fyrir hlut þinn í Samherja og talað hefur verið um að þú hafir fengið þetta allt að gjöf frá þjóðinni. Þú ert væntanlega ekki sama sinnis? „Ég held ég hafi einfaldlega unnið fyrir þeim eignum, sem ég á. Þegar ég seldi hlut minn í Samherja var ég að selja hlutabréf í félagi, sem hafði vaxið mikið eins og margoft hefur komið fram. Það er út í hött að halda því fram að mér hafi verið gefnir þrír milljarðar króna, eins og margir hafa haldið fram. Samherji er ekki bara kvóti. Í félaginu er fullt af eignum. Ég held að skipin hafi verið 18, þegar ég fór út úr félaginu og eitt í smíðum. Félagið átti þá rækjuverk- smiðju á Akureyri og aðra óstarfrækta á Dalvík. Síldarverkun á Eskifirði, togara og nótaskip í Færeyjum, fiskimjölsverksmiðju í Grindavík, miklar eignir í Skotlandi og Þýzkalandi. Það er ekki bara verið að tala um kvóta, heldur mikið af eignum, auk þess sem Samherji hefur keypt 90% af þeim aflaheimildum, sem félagið ræður yfir og fyrir það borgað með peningum. Samherji er dæmi um það sem var hægt að gera og aðrir hefðu einnig getað gert. Hefðu menn tekið þá stefnu að vinna með kvótakerfinu og nýta sér það, sem þar var í boði, væru örugg- lega fleiri sterk fyrirtæki í íslenzkum sjávar- útvegi í dag. Ég held að kvótakerfið sé gott fiskveiði- stjórnunarkerfi. Sé tekið mið af stöðunni í kringum 1980, voru miðin opin fyrir öllum og allt of mörg skip að sækja í of lítið af fiski. Menn höfðu bara misjafnan áhuga á útgerð. Það voru ekkert margir sem vildu vera í útgerð á þeim tíma. Þegar við keyptum Guðstein, sem nú heit- ir Akureyrin, árið 1983, var hann búinn að liggja í höfn í reiðileysi í níu mánuði og enginn vildi eiga skipið. Það var ekki eina skipið, sem lá þá í höfn. Það lá fullt af skipum í höfn. Síðan kom kvótakerfið og fiskveiðarnar urðu fyrir vikið arðbærari. Þá var öfundin fljót að koma upp og hún hefur verið viðloðandi síðan. Þegar við byrjuðum með Akureyrina, held ég að það hafi verið fleiri sem vorkenndu okkur fyrir að fara út í þetta glæfraspil, en þeir sem öfund- uðu okkur. Þeir, sem ekkert höfðu viljað á sig leggja áður, hófu síðan kórinn, vildu komast inn og sögðu að kvótinn hefði verið gefinn. Þeir ein- ir fengu kvóta, sem til þess höfðu unnið. Það ætti enginn eðlismunur að vera á því að vera í útgerð og fiskvinnslu en hverjum öðrum atvinnurekstri. Þrátt fyrir það er litið allt öðr- um augum á sjávarútveginn en allt annað. Útgerð hefur alltaf gengið misvel eftir lands- hlutum. Aðalskýringin á því hvernig gengur er mannlegi þátturinn. Ef menn eru að öfundast út í velgengni á Akureyri, geta þeir ekki sagt að hún liggi svo vel við fiskveiðum. Það er fjarri sanni. Þar er eiginlega eingöngu togaraútgerð og það er sennilega að öllu jöfnu hvergi lengra að sækja á miðin en frá Akureyri. Veiðar togara fyrir Norðurlandi eru aðeins stundaðar stuttan tíma á ári og togarar frá Akureyri fara ýmist austur eða vestur fyrir land. Akureyringar hafa einnig gert út á síld og loðnu og gengið vel og það er ekki af því að það sé svo stutt á miðin, þvert á móti. Það er því ekki nálægðin við miðin, sem er undirstaða velgengninnar á Akureyri. Það er miklu heldur mannlegi þátturinn. Marg- ir aðrir landshlutar liggja miklu betur við fiski- miðunum. Vandi Vestfirðinga er fyrst og fremst mis- vitrir stjórnmálamenn. Þegar kvótinn var sett- ur á, samþykktu þeir kvótakerfið, en sögðu svo við Vestfirðinga að taka ekkert mark á kerfinu, því því yrði splundrað strax. Því miður fóru margir eftir þessum vitlausu ráðleggingum. Eyddu peningum í steinsteypu í stað þess að kaupa kvóta og reyna að hagræða. Það var góð grein í Fiskifréttum um daginn eftir Ólaf Rögn- valdsson á Hellissandi, þar sem hann segir að sóknarmarkið hafi komið Vestfirðingum til hel- vítis. Ég get alveg tekið undir það. Það var ekk- ert vitlaust gefið, þeir spiluðu bara vitlaust úr sínum spilum. Þegar ég var hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga í kringum 1980, sem skipstjóri á Kaldbak EA, lágum við oft fleiri daga í höfn en við vorum á miðunum. Við voru ekkert kátir með þetta, en skildum það svo betur síðar. Framkvæmda- stjórar ÚA sögðu einfaldlega að þeir væru að kaupa þennan fisk til að vinna hann. Það gengi ekki að landa fiskinum, vinna hluta af honum og henda hinu. Á þessum tíma var aflinn nógur og miklu landað umfram vinnslugetu í landi. Þetta var kannski gott fyrir sjómennina, en það var ekki gott fyrir fiskverkendur, því þeir höfðu lítið út úr því og nýtingin á fiskstofnunum var að sama skapi óskynsamleg. Þetta er allt annað í dag og það er af og frá að það sé verið að ganga illa um auðlindina. Auðvitað eru alltaf til einhverjir svartir sauðir, ekki bara í sjávarútvegi, en ég fullyrði að munurinn er eins og á svörtu og hvítu, hvernig gengið er um fisk og auðlindina nú og fyrir 15 til 20 árum síðan að ekki sé talað Morgunblaðið/Ásdís Engin félagsmálastofnun Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður Hraðfrystihússins Gunnvarar, hefur mikla trú á íslenzkum sjávarútvegi, en hann hefur lagt mikið af fé sínu í þrjú sjávarútvegsfyrirtæki, Gunnvöru, Granda og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Hann vill að friður og sátt skapist um sjávarútveginn og frábiður sér hugmyndir um byggðakvóta. Þorsteinn ræddi við Hjört Gíslason um sjávarútveginn sem hefur verið starfsvettvangur hans frá upphafi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.