Morgunblaðið - 24.05.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.05.2001, Qupperneq 10
RAUNGENGI krónunnarhefur sveiflast nokkuð síð-ustu tuttugu árin eins ogmyndin sýnir en þó líklega ekki meira en hver annar gjald- miðill að jafnaði. Meðaltal raun- gengisvísitölunnar síðustu tuttugu árin er um 96 ef árið 1980 er sett jafnt og 100. Eftir mikla lækkun á gengi krónunnar árin 2000 og 2001 (verð á erlendum gjaldeyri hefur hækkað um 27% síðustu tólf mánuðina og þar af um 14% frá áramótum) er raungengið nú að- eins um 91 eða 5% neðan við 20 ára meðaltalið. Gengi dollarans hefur hækkað ennþá meira gagn- vart krónunni eða um 31% síðustu tólf mánuðina og þar af um 18% frá síðustu áramótum. Á meðfylgj- andi mynd sést að verð á dollara í krónum er nú um 40% hærra en í janúar 1994 og að jafnaði á ár- unum 1997 til 1999. Lækkunina á gengi krónunnar síðustu tólf mán- uðina er að rekja til minnkandi framleiðniaukningar hér innan- lands frá fyrri árum (Þjóðhags- stofnun spáði í október sl. í Þjóð- hagsáætlun fyrir árið 2001 að framleiðniaukning yrði nánast engin á þessu ári) en einnig til truflana á flæði á gjaldeyrismark- aði eftir að Seðlabankinn hætti af- skiptum af viðskiptum þar í mars sl. Helstu kostir í gjaldeyrismálum eru að halda áram að notast við krónuna eða reyna að ná tengingu við stærra gjaldmiðilssvæði með einhverjum hætti. Málefnaleg um- ræða um hagkvæmasta gjaldeyr- issvæði er gagnleg og hún dregur fram í dagsljósið tæknilega ókosti þess að notast áfram við krónuna. Þeir helstu eru 5 til 6% hærri vextir en ella væru, mikill kostn- aður í gjaldeyrisviðskiptum (millj- arðar króna á ári) og ónauðsynleg óvissa í viðskiptum vegna flökts á gengi. En þessi umræða dregur athyglina frá því sem er mikilvæg- ast en það er samkeppnisstaða þjóðarinnar á mælikvarða fram- leiðniaukningar okkar hér í sam- anburði við hagvöxt í löndunum sem við keppum við. Síðustu fimm árin hafa Íslend- ingar staðið sig vel í samanburði við aðrar þjóðir og aukið þjóðar- tekjur um 25% á fimm árum eða svo. Á þeim árum hefði ekki verið vandi að vera á evrusvæði og jafn- vel ekki á dollarasvæðinu, fram- leiðniaukning hér var meiri en í flestum ríkjum. Á síðastliðnu hausti er Þjóðhagsstofnun kynnti það álit sitt að nánast engrar aukningar á framleiðni væri að vænta á árinu 2001 gætti ekki áhyggna þess vegna; fremur var eins og stofnunin lýsti velþóknun á því að senn drægi úr eftirspurn og framleiðslu. Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjamanna, hefur snúið áherslu í efnahagsumræðunni al- gerlega við. Hann hefur beint sjónum manna að því að fram- leiðniaukning er mikilvægust. Að ÁRVISS AUKNING Í FRAMLEIÐNI ER MIKILVÆGUST ÍSLENSKA KRÓNAN Umrót á gjaldeyrismarkaði leiðir af sér rangar áherslur                        #I   ! H!                                  FJÁRMÁL Á FIMMTUDEGI Sigurður B. Stefánsson 10 C FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI  Á SÍÐUSTU árum hafa orðiðótrúlegar tæknibreytingarog framfarir á sviðifjárfestingar í hlutabréfum en um leið hafa risið upp álitamál sem leiða þarf til lykta á næstu árum. Þróun í gagnstæðar áttir, ef svo mætti að orði komast, er forvitnileg og um leið að einhverju marki mótsagnakennd. ,,Day Trading“ (að kaupa og selja hlutabréf innan dagsins, loka stöðum oftast að kveldi) hefur aukist markvisst á síðustu árum en sú fjárfesting flokkast að jafnaði undir mestu áhættu en er oftast aðeins stunduð á heimamarkaði. Um leið hefur fjárfesting yfir landamæri aukist til mikilla muna og er aldrei meiri en nú. Einnig mætti nefna að einstaklingar stunda í vaxandi mæli viðskipti með hlutabréf í eigin nafni, hvort sem er innan lands eða utan, og taka áhættu og ákvarðanir oft án fjármálaráðgjafar. Á sama tíma hafa lífeyrissjóðir og raunar verðbréfasjóðir almennt eflst meira en dæmi eru til og eru nú öflugastir í hópi alþjóðlegra fjárfesta. Algerlega frjálst flæði fjármagns og óheftar upplýsingar á milli heimshluta hafa leyst úr læðingi þróun á fjármálamarkaði sem vafalaust mun valda straumhvörfum á næstu áratugum. Með þessari þróun hafa allar fjarlægðir skroppið saman og heimurinn er orðinn einn samfelldur markaður. Margt bendir til þess að Bandaríkin séu að verða nokkurs konar eimreið í efnahagslegum skilningi og jafnvel aflvaki í þjóðarbúskap margra annarra ríkja. Á sama hátt og viðskipti á suðvesturhorni Íslands eru driffjöður umsvifa hér á landi, atvinnustarfsemi í Suðaustur-Englandi driffjöður þjóðarbúskaps Breta, og Norður-Ítalía er eimreiðin á Ítalíu, eru Bandaríkin slík driffjöður fyrir heimsbúskapinn allan. Alþjóðleg fjárfesting hefur greitt fyrir þessari þróun með eftirfarandi hætti. Bandaríkjamenn eiga flest og stærst fjölþjóðafyrirtæki og hafa fjárfest meira en nokkur önnur þjóð í öðrum löndum og heimshlutum. Þannig rennur hagnaðurinn af starfsemi þeirra til Bandaríkjanna. En það færist í vöxt í ríkum mæli að aðrar þjóðir fjárfesti í hlutabréfum bandarískra fyrirtækja, ekki aðeins fjölþjóðafyrirtækja heldur einnig fyrirtækja þeirra á heimamarkaði. Þannig rennur hagnaður af starfsemi bandarískra fyrirtækja til hluthafa um víða veröld. Án vafa mætti segja að bandarískur hlutabréfamarkaður sé öflugasta eignadreifingarvél veraldar og jafnframt sú skilvirkasta við tekjujöfnun. Í fyrra kom út bókin ,,A vision for the future: In conversation with financial strategists“, ritstjórar eru þrír Hollendingar, þeir L. Keuleneer, D. Swagerman og W. Verhoog, og í henni ræða þeir við sextán fjármálasérfræðinga um framþróun á fjármálamarkaði. Bókin hefur nú verið endurútgefin (John Wiley & Sons Ltd., 2001) á aðgengilegu formi. Í ritinu er reynt að brjóta til mergjar ýmis álitamál í fjármálafræði, t.d. ÝMIS ÁLITAEFNI Í ALÞJÓÐLEGRI FJÁRFESTINGU ("!B  !  "#$" # "  $%&  '(#    )* +  "    $- . $$/+!%#% + "" * (+   01%& $-+  1 "   $-*$"   2* &   * )*(+-* )*(+ *  3 45+ " - 6* % 45+7  + 0+( &"+ 0$4  $   +   35 +  0    *  $- .   0   0 % 45+  8  $%& 9$+ *4(**$" 07 45+ % 45+   "7 ** 1#-$- . - 7 :   " $%& 0+*  ;- + 0   .   $  I )! 6I )!  I )!     HLUTABRÉF Áhrif hluthafa í stjórnun fyrirtækja, viðskipti einstaklinga, efling eftirlaunasjóða, samruni fjármálamarkaða ÞAÐ var eftir gengisfellingubreska pundsins 1992 sem George Soros varð kunnur semmesti fjárfestir veraldar. Vog- unarsjóður (e. hedge fund) hans hagn- aðist þá um 985 milljónir dollara í að- eins einum viðskiptum. Sagan hefst árið 1990 þegar Bretar gengu til liðs við myntsamstarf Evrópuríkjanna, forvera núverandi Myntbandalags. Soros taldi á þeim tíma að þjóðarbúskapur Breta væri veikari en nýsameinað Þýskaland og lagði þess vegna til atlögu á gjaldeyr- ismarkaði. Í myntsamstarfinu þurftu Bretar að halda gengi pundsins í 2,95 gagnvart þýska markinu. Eftir því sem efnahag Breta hrakaði í bakslaginu eftir 1990, því meiri varð þrýstingurinn á gengi pundsins. Vegna skuldbindingar í geng- issamstarfinu lýsti ríkisstjórn John May- ors því yfir allt sumarið 1992 að geng- isfelling kæmi ekki til greina. Soros taldi stöðu breska þjóðarbúsins lakari en stjórnvöld vildu viðurkenna og lagði ekki trúnað á yfirlýsingar hennar. Rétt fyrir miðjan september felldu Ítalir gengi lír- unnar og þá brast samstarf Evrópuþjóða í gengismálum. Hinn 15. september 1992 felldi stjórn Mayors gengi punds- ins og veðmál Sorosar, það stærsta sinn- ar tegundar í sögunni, leiddi til nærri milljarðs dollara hagnaðar. Það sem fæstir gera sér grein fyrir er að fjár- hæðin sem lögð var undir í veðmálinu nam um 10 milljörðum Bandaríkjadoll- ara (nú um 1.000 milljarðar króna en þjóðartekjur Íslendinga eru um 700 milljarðar króna). Tap hefði næstum örugglega þýtt gjaldþrot fyrir Soros. Stöðutaka í þessum mæli er ekki á hverju strái (sjá þó söguna af Long Term Capital Management 1998 og sjá einnig um örlög Sorosar hér að neðan) en spá- kaupmennska er þó eitt algengasta form viðskipta á fjármálamarkaði (sjá með- fylgjandi mynd) og nýtur vaxandi vin- sælda. Áhættupýramídinn varpar ljósi á hvernig skipta má fjárfestingu eftir áhættu. Í neðsta hlutanum er tekin lítil áhætta til að skapa traustan grunn og tryggja stöðuga ávöxtun til langs tíma. Áður fyrr var grunnurinn oft byggður upp af skuldabréfum, t.d. 40 til 60% í safni, en með nýrri tækni er hægt að beita markaðstengdum hlutabréfum með mjög mikilli dreifingu (vísitölusöfn, passív stýring) í þessu skyni án þess að auka áhættu að marki. Stefnt er að 10 til 12% ávöxtun og sveiflur eru álíka miklar, velta í safni fremur lítil (keypt til að eiga). Til að ná hærri ávöxtun verður að taka meiri áhættu, t.d. með færri fyr- irtækjum í safni, aktívri stýringu eða aukinni veltu. Ávöxtun ætti að geta verið 12 til 15% að jafnaði og áhættan ennþá ekki meiri en flestir fjárfestar ættu að þola (sjá miðhluta pýramídans). Það er ekki fyrr en í efsta þrepinu, stöðutöku eða spákaupmennsku, þegar eingöngu er keypt til að selja, sem áhætta eykst til muna, en þá er stefnt að 30 til 100% ávöxtun með tvöföld- unartíma aðeins eitt til þrjú ár. Aðferðir við stöðutöku eru eins margar og þeir sem stunda slík viðskipti. Þær ná allt frá því að kaupa og selja innan dagsins eftir einhverri aðferð (e. daytrading) yfir í stöðutöku til fáeinna vikna eða mánaða í senn hvort sem er með því að rannsaka verðmæti fyrirtækja ofan í kjölinn eða nota eingöngu kort og tæknigreiningu og atburði líðandi stundar. Góðir treiderer greinast ekki frá vondum eftir aðferðum sem þeir nota. Það sem skilur á milli er STÖÐUTAKA: STEFNT Á 30 TIL 100% ÁVÖXTUN !  " #  $!$ %& '% (!%     '%  "  )*       ) 0)  +   "   < / = = =))+ /..)>)#) ) > *) # ? 7 @A ABC )=)# = @  D)( E =%!% ="F>) >=)!(  @= >)=7>) >) A ) 7(!G 44 A %; =) = )# = C;F; 3  0 "7 - &  0)  2& % + * +(: ,, -, ,  , , .,/, ,, 0,, , ,  ,, ,, /,, .,0, .,, 0,, ., ,  , ,         A0" A0" A0" A0" A0" A0" A 0 A0" 3) 0HA 0 A0" A0" A0" A0" A 0 A0" 9( &"                    G%H#  ! & / !&   $  %H# ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.