Morgunblaðið - 24.05.2001, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 C 11
VIÐSKIPTI Aðalfundur
Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga
verður haldinn á Radisson Sas Hótel Sögu í sal B
fimmtudaginn 31. maí 2001, kl. 12:00.
Dagskrá:
· Skýrsla stjórnar
· Samþykkt reikninga
· Lagabreyting
· Kjör stjórnar og endurskoðenda
· Önnur mál
Fundarstjóri: Gylfi Magnússon, dósent við
viðskiptaskor HÍ.
Stjórn FVH
gott skipulag við að kaupa og selja,
agi í vinnubrögðum, natni og sterkar
taugar til að víkja ekki af markaðri
braut við óvæntar uppákomur.
George Soros hjá Soros Fund Man-
agement og Julian Robertson hjá Tiger
Management hafa lengst af verið taldir
mestu fjárfestar á sviði
stöðutöku og vogunarsjóða
(e. hedge funds). Í Forbes
hinn 9. október 2000 voru
persónuleg auðæfi Sorosar
talin fimm milljarðar dollara
(um fimm hundruð milljarðar
króna) og eignir Robertsons
um milljarður dollara. Báðir
eiga að baki langan og giftu-
ríkan starfsferil. Soros stofn-
aði sinn sjóð árið 1969 en Robertson
árið 1980. Um mitt árið 2000 höfðu
aðstæður þeirra breyst með afgerandi
hætti. Robertson er alveg hættur fjár-
málaviðskiptum og stundar þess í stað
skíðaferðir og spilar tennis og golf.
Soros er búinn að gerbreyta starfsemi
sjóða sinna með því að lækka áhættu-
stigið verulega og stefnir nú að 15%
ávöxtun á ári í stað 30% áður. ,,In my
old age, I have become more conserv-
ative. Using less leverage is what I
want. ... It is less risk. I am looking for
15 percent returns, not 30 percent ret-
urns“. Báðir þessir fremstu fjárfestar
síðari hluta 20. aldarinnar höfðu beðið
alvarlegt tjón í lækkunaröldunni sem
reið yfir á fyrri hluta ársins 2000 á
hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Sagan heldur þó áfram og e.t.v. er
stöðutaka og spákaupmennska aldrei
vinsælli en einmitt þessi misserin jafn-
vel þótt margur sé brenndur af lækk-
unum. Skilningur fjárfesta er að
aukast á því að stöðutaka er skilgreint
form fjárfestingar, það erfiðasta sem
um getur en um leið það ábatasam-
asta fyrir þá sem ná tökum á faginu.
Margir af kunnustu núlifandi treiderum
í Bandaríkjunum hafa orðið gjaldþrota
a.m.k. einu sinni á ævinni – en eru
frægir vegna þess að þeir hafa risið
upp úr öskustónni, haldið áfram að
þróa aðferðir sínar og skerpa einbeit-
inguna og agann.
FJÁRFESTING
Vinsældir
spákaupmennsku
eru vaxandi þótt
margur sé brenndur
treysta sífellda og stöðuga aukningu í
framleiðni (framleiðslu á mann, tekjur
á mann) er stjórnvöldum mikilvægara
en að reyna að hafa stjórn á eftir-
spurn. Í aðgerðum seðlabankans þar
er leitast við að tryggja a.m.k. 2 til 3%
aukningu í framleiðni á hverju ári.
Þannig geta laun hækkað án þess að
flæði út í verðlagið og þannig helst
verðbólga lág þrátt fyrir atvinnustig
sem kennt væri við þenslu eða jafnvel
ofþenslu á Íslandi. Frammistaða
Bandaríkjamanna á þessu sviði hefur
leitt til þess að dollarinn hefur um
árabil verið mjög sterkur; erlendar
myntir verða hægt og bítandi með ár-
unum minna og minna virði gagnvart
dollara.
Sem dæmi um styrk dollarans má
nefna að árið 1996 var raungengi hans
103 (hér er 1994 jafnt og 100) en það
er núna um 120 og áætlað að það
haldist á því róli á næstu árum. Til
samanburðar var raungengi evrunnar
104 árið 1996 (1994=100) en er nú
u.þ.b. 85. Raungengi jensins hefur
haldist stöðugra en þó lækkað aðeins.
Þegar allt kemur til alls verður gjald-
miðill hvorki stöðugur né sterkur
þegar til lengdar lætur nema fram-
leiðslukerfið að baki hans njóti sífelld-
rar og stöðugrar framleiðniaukning-
ar.
Gengisfelling krónunnar um 10%
frá því í mars sl. var ekki stjórnvalds-
ákvörðun að þessu sinni. En áhrifin
eru nákvæmlega þau sömu og venju-
lega. Gengislækkun eykur tekjur út-
flutningsgreina og virkar sem inn-
spýting í efnahagslífið, en dregur um
leið úr hvata fyrirtækja til framleiðni-
aukningar og til þess að standa sig
betur í síharðnandi samkeppni í al-
þjóðaviðskiptum og á alþjóðlegum
hlutabréfamarkaði.
Það er nákvæmlega ,,örvun“ af
þessu tagi sem aldrei nyti ef dollari
eða evra væru gjaldmiðill á Íslandi.
Þá vissu íslensk fyrirtæki og launþeg-
ar að við erum okkar eigin gæfu smið-
ir. Aðeins með árvissri framleiðni-
aukningu er hægt að standa undir
hækkun launa og bættum lífskjörum;
aðeins þannig stöndum við okkur í
samkeppninni við aðrar þjóðir. Þetta
eru helstu kostir fastgengiskerfis en
að auki fylgja lægri vextir, niðurfell-
ing gjaldeyriskostnaðar og meiri stöð-
ugleiki. Ef til vill væri besti kostur
Seðlabankans núna að heimila frjáls-
ari notkun dollara og evru í einhverj-
um mæli. Með þeim ráðstöfunum yrði
einnig skotið nýjum stoðum undir
krónuna sem gjaldmiðil vegna þess að
samkeppnisstaða framleiðslukerfisins
styrkist.
varðandi áhrif hluthafa á stjórnun
fyrirtækja (e. Corporate
Governance), hag hluthafans í
rekstri fyrirtækja (e. Shareholder
Value, Value Based Management),
eftirlit á fjármálamarkaði (e.
Supervision), og einnig spennandi
mál í viðtölum við Miller og
Markowitz eins og áhrif afleiða í
fjármálaviðskiptum og
grunnforsendur portfolíókenninga.
Robert A.G. Monks, einn kunnasti
baráttumaðurinn á fjármálamarkaði
fyrir áhrifum hluthafa á stjórnun
fyrirtækja hefur einnig gefið út
glænýja bók, ,,The New Global
Investors“ (Capstone Publishing,
John Wiley, 2001) þar sem hann
fjallar um eflingu eftirlaunasjóða
sem alþjóðlegra fjárfesta og þörfina
á áhrifum þeirra á stjórnun
fyrirtækja. Myndin sýnir hvernig
alþjóðleg hlutabréf í eigu
bandarískra eftirlauna- og
lífeyrissjóða hafa vaxið síðasta
áratuginn, jafnt í fjárhæðum sem
hlutfall af eignum þeirra, nú liðlega
10%. Þótt ekki liggi fyrir
sambærilegar upplýsingar má
reikna með því að sama hlutfall hjá
breskum, hollenskum, svissneskum
og íslenskum lífeyrissjóðum sé mun
hærra. Í töflunni er sýnt áætlað
eignarhald eftirlaunasjóða samtals í
nokkrum stærstu fyrirtækjum
veraldar. Algengt hlutfall er 10 til
20% en einnig þetta hlutfall fer
sjálfsagt hækkandi á næstu árum.
Það er síðastnefnda hlutfallið sem
e.t.v. kemst næst því að skýra út
mátt bandarísks hlutabréfamarkaðs
til dreifingar á eignum og tekjum um
víða veröld. Langflest þessara
fyrirtækja eru bandarísk, og
arðsemi bandarískra fyrirtækja er
með því hæsta sem gerist. Arðsemi í
Bandaríkjunum er að jafnaði 22 til
27% og hún er svipuð í Bretlandi, en
í Þýskalandi og Frakklandi aðeins
um 15% og í Japan aðeins um 7%.
Með hnattvæðingu
hlutabréfamarkaðs skapast
vissulega tækifæri til tekjujöfnunar
– en álitamálin eru mörg og
áhugaverð eins og reynt er að takast
á við í bókunum tveimur sem hér
hafa verið nefndar.
Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB hf.
sem er hluti af Íslandsbanka-FBA
◆
◆
NORSKA fyrirtækið Scan-
mar AS hefur stofnað nýtt dótt-
urfélag á Íslandi. Jafnframt
hefur verið gerður samstarfs-
samningur við SÍNUS um við-
hald og verklega þjónustu.
„Rekstur fyrirtækisins er
rétt að hefjast og er þar af leið-
andi ekki kominn í það form
sem stefnt er að en allra vandi
verður þrátt fyrir það leystur.
Vegna margra ára reynslu og
þekkingar Scanmars á hinu ís-
lenska fiskveiðiumhverfi er
einnig ráðgert að stofna til ná-
inna samskipta og samvinnu-
verkefna við íslenska framleið-
endur búnaðar til fiskiskipa-
flotans,“ segir Henning Skjöld
Larsen, forstjóri Scanmar.
Scanmar AS var stofnað 1980
og hefur verið leiðandi fram-
leiðandi í heiminum á veiði-
stjórnunarbúnaði fyrir fiski-
skip. 1982 stofnaði Scanmar
eigið sölufyrirtæki á Íslandi
ásamt íslenskum áhugamönn-
um úr sjávarútvegi og hefur Ís-
land alla tíð verið eitt allra mik-
ilvægta markaðsland
fyrirtækisins, að sögn Larsens.
Félagið, sem fékk nafnið
Ísmar, var lengi í sameign
Scanmars og starfsmanna Ís-
mars, en hin síðari ár hefur
Scanmar yfirfært eignarhluta
sinn til meðeigenda sinna.
„Reksturinn á Íslandi hefur
gengið vel í gegnum árin og
hefur Ísland verið meðal tíu
bestu markaðssvæða Scanmar.
Þegar svo eigendaskipti urðu á
Ísmar í janúar var eðlilegt að
við íhuguðum hvort hagsmun-
um viðskiptavinanna og okkar
yrði ekki einfaldlega best borg-
ið með stofnun dótturfyrirtæk-
is á Íslandi. Þar yrði þá 100%
áhersla á Scanmar veiðistjórn-
unarbúnað,“ segir Larsen.
Dóttur-
fyrirtæki
Scanmar
á Íslandi
FARÞEGUM í millilandaflugi Flugleiða fjölgaði um 4,4% í apríl í samanburði við apríl á
síðasta ári. Farþegum á viðskiptafarrými fjölgaði um 3,8% og á almennu farrými um
4,4%. Farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands, dótturfyrirtækis Flugleiða, fækk-
aði í apríl um 16,8%, úr rúmlega 31 þúsund í rúmlega 26 þúsund. Þá fækkaði fluttum
tonnum hjá Flugleiðum-Frakt,dótturfyrirtæki Flugleiða, um 10,2%. Þar vega verkfall
sjómanna og gengisbreytingar þyngst.
Færri tonn í fraktflugi
ÝMSUM þykir nóg um afskipti
norska ríkisins í því sem ekki er eig-
inlegt tilboðsstríð um norska trygg-
inga- og fjárfestingarfélagið Store-
brand. Á sunnudagskvöld lagði Den
norske Bank fram óformlegt tilboð í
Storebrand þar sem frést hafði af
áhuga finnska fjármálafyrirtækisins
Sampo á sama fyrirtæki. Á mánudag
lagði Sampo fram mun hærra tilboð
en DnB en fjármálaráðherra Noregs
hefur lýst því yfir að lífsnauðsynlegt
sé að Storebrand verði áfram norskt
fyrirtæki. Þetta kalla ýmsir of mikla
afskiptasemi ríkisvaldsins og Fin-
ancial Times heldur því fram að trú-
verðugleiki Noregs meðal alþjóð-
legra fjárfesta muni minnka
verulega ef ríkið standi í vegi fyrir
sameiningu Sampo og Storebrand,
sem á allan hátt sé mun hagkvæmari
en sameining Storebrand og DnB.
Stjórn Storebrand hefur þegar
samþykkt tilboð Sampo fyrir sitt
leyti og ráðleggur hluthöfum Store-
brand að taka því tilboði. Sampo
býður hærra verð fyrir bréfin, um 75
norskar krónur á hlut, í reiðufé eða
0,9 hluti í Sampo fyrir hvern hlut í
Storebrand. Og samtals metur
Sampo Storebrand á sem samsvarar
210 milljarða íslenskra króna. Tilboð
DnB hljóðar upp á sem samsvarar
um 175 milljörðum íslenskra króna.
DnB býður 63,6 norskar krónur fyrir
hvern hlut í Storebrand eða 1,5 hluti
í eignarhaldsfélagi DnB, DnB Hold-
ing, fyrir hvern hlut í Storebrand.
Fyrst var greint frá meintum áhuga
Sampo á Storebrand í fjölmiðlum sl.
föstudag. Breska blaðið Financial
Times var fyrst með fréttina og í
kjölfarið hækkaði gengi hlutabréfa
Storebrand um 5,5% og voru við-
skipti með bréfin þá stöðvuð í Kaup-
höllinni í Ósló. Financial Times hefur
undanfarið verið fyrst til að birta
stórfréttir af norrænum fyrirtækj-
um í samrunahugleiðingum.
Pólitískur stuðningur við
norskt eignarhald
Breiður pólitískur stuðningur er við
það í Noregi að halda eignarhaldi á
fjármálafyrirtækjum innan landsins
og hafa margir stjórnmálamenn lýst
stuðningi við samruna DnB og
Storebrand, sem vel að merkja hefur
verið lengi í umræðunni. Þrír
stærstu hluthafar í Storebrand eru
Skandia sem á 9,98% hlutafjár,
Folketrygdfondet í Noregi með
9,97% og Orkla með 9,96%. Óheimilt
er að sami aðili eigi yfir 10% hluta-
fjár í norsku fjármálafyrirtæki. Úr-
slitavaldið um hvort framtíð Store-
brand er hjá Sampo eða DnB er talið
liggja hjá Folketrygdfondet sem er
opinber fjárfestingarsjóður og er
stjórn hans skipuð pólitískum
fulltrúum. Fjármálaráðherrann hef-
ur, að því er fram kemur í öllum
helstu fjölmiðlum, lagt að fulltrúum
sjóðsins að hafna tilboði Sampo.
Segir lífsnauðsyn
að Storebrand
verði áfram norskt
Ýmsum finnst nóg um afskiptasemi ráðherra
vegna hugsanlegrar sölu fjármálafyrirtækisins
Ósló. Morgunblaðið.