Morgunblaðið - 24.05.2001, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.05.2001, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 C 15 ÚR VERINU DANSKA ríkisstjórnin hefur lagt til að teknir verði upp framselj- anlegir kvótar til að koma dönskum sjávarútvegi til aðstoðar. Formaður dönsku sjávarútvegssamtakanna, Bent Rulle, berst hins vegar af krafti gegn því, þótt hann hafi látið undan hvað varðar kvóta á síld. Það mun þó í fyrsta lagi ganga í gildi í nóvember á næsta ári, segir Rulle í samtali við Ritzau. Rulle heldur því fram að allar hugmyndir um framseljanlega kvóta komi útgerð og sjómönnum illa en Ritt Bjerregaard matvæla- ráðherra, sem fer með landbúnað- ar- og sjávarútvegsmál, segir að með framseljanlegum kvótum sé hægt að auka möguleika þeirra skipa sem standa best að vígi á að haldast á floti og gefa um leið þeim sem verr standa möguleika á að draga sig út. Skera verði niður í flotanum sem sé of stór og úr sér genginn. Hún hefur þó fallist á að taka makríl og fisk til bræðslu af listanum yfir tegundir með fram- seljanlegan kvóta. Mikill meirihluti þingmanna á danska þinginu er fylgjandi breyt- ingum á sjávarútvegsstefnunni en tillögur Bjerregaard eru í þremur liðum. Í fyrsta lagi leggur hún til að skipum sem gera út frá litlum bæj- arfélögum verði boðnir árlegir kvót- ar og að lögð verði áhersla á að upplýsa og aðstoða sjómenn. Í öðru lagi að teknar verði upp breyttar veiðiaðferðir til að koma í veg fyrir smáfiskadráp, einkum á flatfiski, þorski og humri. Í þriðja lagi að koma síldveiðimönnum til aðstoðar með því að innleiða kvótakerfi þar sem sjómenn geta framselt kvóta. Kerfið verði reynt í fimm ár, með möguleika á þriggja ára framleng- ingu. Bjerregaard segir alla flokkana sammála fyrstu tveimur liðunum en meirihluti er einnig fyrir framselj- anlegum kvótum, þótt vinstriflokk- arnir séu andvígir. Telja þeir fram- seljanlega kvóta jafngilda því að kapítalistar nái í sínar hendur þjóð- areign og hagnist á. Til að koma í veg fyrir að kvótaeign safnist á of fáar hendur leggur Bjerregaard því til að hver einstaklingur megi að- eins eiga 33% í fyrirtækjum og ekki fleirum en þremur. Þá verði aðeins hægt að selja kvótana innanlands. Framseljanlegur kvóti verði aðeins á síldinni Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MAREIND ehf. í Grundarfirði tók ný- verið formlega í notkun nýtt og glæsi- legt húsnæði fyrir starfsemina, sem er sala og þjónusta á siglinga- og fiski- leitartækjum. Mareind, sem hefur þjónustað skipaflotann á Snæfellsnesi í rúmlega 7 ár, hófst handa við byggingu nýrrar 200 fermetra byggingar fyrir starfsem- ina í október í fyrra, enda var þá orðin þröng vinnuaðstaðan hjá starfsmönnum eftir að fyrirtækið fór að vaxa og starfsmönnum að fjölga. Mareind er nú orðið með allra öflugustu þjónustufyr- irtækjum á sínu sviði á landsbyggðinni. Í apríl síðastliðnum var starfsemi fyrirtækisins svo flutt inn í hið nýja hús þar sem góð vinnuaðstaða er til við- gerðar og þjónustu á siglinga- og fiski- leitartækjum, jafnframt því sem þar er mjög rúmgóður sýningarsalur til að sýna öll nýjustu siglingatækin á mark- aðnum í dag. Mareind selur og þjónustar nánast allar gerðir af siglinga- og fiskileit- artækjum og getur veitt viðskiptavinum sínum hlutlausa ráðgjöf varðandi kaup á nýjum siglingatækjum. Eigendur Mareindar, hjónin Halldór K. Halldórsson og Dagbjört Lína Krist- jánsdóttir, Þorsteinn B. Sveinsson og Kristín Pétursdóttir við formlega opnun nýja húsnæðisins. Mareind flytur í nýtt húsnæði Eigendur Mareindar, hjónin Halldór K. Halldórsson og Dagbjört Lína Kristjánsdóttir, Þorsteinn B. Sveinsson og Kristín Pétursdóttir við formlega opnun húsnæðisins. NÝR löndunarkrani hefur verið settur upp í Sandgerðishöfn og eru þá slíkir kranar sex talsins á staðnum og hefur ekki veitt af að undanförnu er hinn mikli fjöldi smábáta hefur verið á sjó í mokfiskiríi. Nýi kraninn er sá öflugasti af krönunum sex. Um þetta leyti fer handfærabátum fjölgandi á svæðinu og er von á góðu, en aflabrögð hafa verið góð og fiskverð hátt. Kraninn mun bæta til muna löndunaraðstöðu smá- báta í Sandgerðishöfn. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sjötti löndunarkraninn kominn upp við Sandgerðishöfn RAÐAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Fiskiskip til sölu Geysir BA 25, sskrnr. 1608, sem er 295 brúttórúmlesta tog- skip, byggt í Englandi 1974. Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Magnús Helgi Árnason, hdl., Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, sími 552 3340, Reykjavík. Til sölu Baader 697 maringsvél/yfirfarin. Baader 695 maringsvél/yfirfarin. Baader 189V flökunarvél/yfirfarin. Square plötufrystir, 1000 kg í hleðslu, breyttur og nýyfirfarinn. Einnig hausarar og roðflettivélar. Útvegum alla varahluti í Baader 694. Tromlur og hnífar í Baader 695/697/699. Vélasalan Hafís ehf., Hringbraut 121, (JL-húsið). S. 551 9500 og 690 9500. ● GRÆNFRIÐUNGAR hafa farið fram á við Jens Stoltenberg, for- sætisráðherra Noregs, að hann stöðvi nú þegar veiðar norskra verksmiðju- skipa. Umhverf- issamtökin hafa hrundið af stað áróðursherferð í Noregi til stuðn- ings norskum strand- veiðimönnum. Segja samtökin að ef verksmiðjuskipin yrðu rekin af norsku hafsvæði, myndi kvóti strandveiðiflotans aukast. Auk þess segja talsmenn Grænfrið- unga, að með því að vinna aflann um borð séu verksmiðjuskipin bein- línis að hafa störf af fólki í landi. Veiðarfæri strandveiðiflotans séu auk þess vistvænni. Veiðar norska strandveiðiflotans hafa gengið illa í vetur og voru stöðvaðar þann 13. maí sl., en fjöldi skipa náði ekki að veiða upp í kvóta sinn fyrir þann tíma, en nokkr- ir verksmiðjutogarar eru enn á þorskveiðum. Í fiskiskipaflotanum í Norður- Noregi eru einkum lítil togskip, en verksmiðjuskipin eru flest í eigu út- gerða í Mið- og Vestur Noregi. Grænfriðungar hafa því stillt herferð sinni upp sem átök milli norðurs og suðurs. Samtökin eiga ekki miklu fylgi að fagna í Noregi, en samtökin urðu mjög óvinsæl eftir baráttu sína gegn hrefnuveiðum. Talsmenn sam- takanna segja herferðina nú ekki til þess fallna að afla samtökunum vinsælda og þau muni ekki breyta afstöðu sinni gagnvart hvalveiðum. Herja á frystiskipin ● SKOSKIR laxeldisbændur eru áhyggjufullir vegna áforma um stórfellt laxeldi á Íslandi, að því er fram kemur í skoskum fjöl- miðlum. Þeir telja að ef áætlanir Ís- lendinga um 30 þúsund tonna ársframleiðslu gangi eftir muni verð á eldislaxi lækka enn frek- ar, enda séu markaðir í Evr- ópu nú þegar mettaðir af ódýrum eldisfiski frá Noregi, Chile, Fær- eyjum og Bretlandi. Sérfræðingar í fiskeldi segja að Íslendingar muni einkum setja mikla verðpressu á skoskan eld- islax en skoskur lax þykir af mikl- um gæðum og er tiltölulega dýr. Áhyggjur af eldislaxi frá Íslandi ◆ ll STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.