Morgunblaðið - 24.05.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.05.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 C 21 DAGBÓK  ● STRENGUR HF. og Bóksala stúdenta hafa skrifað undir samning sem tekur til kaupa og uppsetningar á stöðluðu Navision Financials- viðskiptakerfi og Info- Store-verslunarkerfi Strengs hf., ásamt teng- ingu við Intershop-vefbúð sem þegar er í notkun hjá Bóksölunni. Samn- ingurinn tekur einnig til vistunar og reksturs þessara kerfa hjá Streng og þjónustu við notendur. Á myndinni eru: Berg- ljót Kristinsdóttir, verk- efnastjóri hjá Streng, Jón Heiðar Pálsson, sölu- stjóri hjá Streng, Sigurður Pálsson, fram- kvæmdastjóri Bóksölu stúdenta og Reinharð Reinharðsson, Vefstjóri hjá Bóksölu stúdenta. Bóksala stúdenta í samstarf við Streng ● Snertill, sem er hugbúnaðarfyrirtæki á sviði verk- fræði, arkitektúrs og landupplýsinga, hefur verið val- inn besti seljandi bandaríska hugbúnaðarfyrirtæk- isins Autodesk Inc. í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku frá febrúar 2000 til janúar 2001. Átta aðilar voru tilnefndir en einn vann til verð- launa. Autodesk er fjórða stærsta hugbúnaðarhús í heiminum og veltir um 1 milljarði dollara á ári og setur um 150 milljónir Bandaríkjadala í rannsóknir og þróun. Um fjórar milljónir notenda eru að kerfum Autodesk í heiminum. Meðal kerfa frá Autodesk sem Snertill selur má nefna AutoCAD, AutoCAD LT, Auto- desk, Autodesk Map Guide og Autodesk On Site Imperial. Snertill var stofnað árið 1994 og eigandi þess er Sigbjörn Jónsson, byggingaverkfræðingur MSc. Starfsmenn Snertils eru 15. Snertill fær viðurkenn- ingu frá Autodesk ● FYRIRTÆKIN Svar og Tæknival, fyrir hönd Off- ice 1, hafa gert samning þess efnis að í stór- mörkuðum Office 1, í Reykjavík og á Akureyri, verði til sölu ýmiss síma- búnaður og fylgihlutir sem Svar er umboðs- og þjónustuaðili fyrir á Ís- landi. Einnig verður til sölu í Office 1 marg- víslegur upplýsinga- tæknibúnaður og skrif- stofubúnaður frá Svari. Á myndinni handsala þeir samninginn Jónas Hreinsson fram- kvæmdastjóri Office 1 og Stefán Auðunn Stef- ánsson framkvæmda- stjóri Svars. Með þeim á myndinni er Kristján Daníelsson fram- kvæmdastjóri versl- unardeildar Svars. Samningur gerður um sölu á símabúnaði ● Hekla, GE Lighting og Lúmex hafa undirritað samkomulag um einka- söluleyfi á ljósaperum frá GE Lighting, en Hekla er umboðsaðili fyrir GE á Íslandi. Frá árinu 1985 hefur Lúmex ehf hannað lýs- ingu fyrir fyrirtæki og heimili og fær Lúmex nú einkasöluleyfi á General Electric ljósa- perum á Íslandi. Að því tilefni hefur Lúmex opn- að sérhæfða ljósaperu- verslun. Við undirritun voru Hrafnkell Gunnarsson, Heklu, Sigfús R. Sigfús- son, Heklu, Kenny S. Spång frá GE Lighting í Svíþjóð, Helgi Kr. Eiríks- son og Ingi M. Helgason frá Lúmex. Standandi eru Guðmundur Hreið- arsson frá Heklu og Pét- ur Pétursson frá Lúmex. Lúmex selur perur frá GE ● TEYMI hefur undirritað samkomulag við sænska fyrirtækið WM-data um stofnun nýs fyrirtækis sem mun selja þjónustu og heildarlausnir fyrir norræna banka og fjármálafyrirtæki. Fyrirtækið hefur hlotið nafnið WM-data FlexBank Solutions FlexCube er þró- að af fyrirtækinu i-flex Solutions sem er dótturfélag alþjóðlega fyrirtækisins Citicorp og á í viðskiptum við yfir 250 fyrirtæki í 70 löndum. Til að byrja með verður samstarfið bundið við þetta sameiginlega fyrirtæki, WM-data FlexBank Sol- utions, en viðraðar hafa verið hugmyndir á öðrum sviðum sem teljast til kjarnasviða beggja fyrirtækja, einkum og sér í lagi hvað varðar Oracle-þekkingu og -þjónustu, samkvæmt fréttatilkynningu frá Teymi. Teymi og WM data í Svíþjóð stofna fyrirtæki ● TÆKNIVAL og Opnar gáttir hafa gert með sér samning sem felur í sér að Tæknival tekur að sér sölu- og markaðssetningu á vefbundnum námskeiðum frá Opnum gáttum. Námskeiðin verða seld í öllum BT- verslunum á landinu og stórmörkuðum Office 1 á Ak- ureyri og í Reykjavík. Tæknival kemur til með að bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á þessar lausnir. Á boðstólum eru um 1.000 námskeið, að stórum hluta tölvunámskeið eins og Word og Exel, en einnig námskeið sem tengjast viðskiptum og persónufærni. Selja vefbundið nám ● ATLANTSSKIP hafa tekið á tímaleigu M/V Radeplein sem er 294 gámaeininga skip, sjósett í maí 1999. Radeplein hefur áður verið í þjónustu fyrir Atlantsskip frá júní 1999 til júlí 2000. Í til- kynningu frá Atlantsskipum segir að flutningsgeta félagsins aukist um 25% með tilkomu Radeplein. Skipið mun sigla á Ameríkuleið Atlantsskipa, með viðkomu í Nor- folk, St. John’s á Nýfundnalandi og Njarðvík á 12 daga fresti á móti M/V Geysir. Áætlað er að skipið komi til Íslands 4. júní. Radeplein kemur í stað Wilke sem hefur verið í þjónustu Atl- antsskipa frá júlí 2000. Radeplein getur flutt 50 frysti- gáma og rúmar 4.180 rúmmetra í lest fyrir lausavöru, s.s. mjöl og hveiti, en heildarburðargeta er 3.500 tonn. Skipið er búið tveim- ur krönum með allt að 40 tonna hífigetu. Það er 91 m á lengd og 16 m á breidd. Siglingarhraði er um 15 hnútar. Radeplein er skráð í Hollandi og eru átta í áhöfn. Skipið uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi sjómanna um borð og umhverfisvernd, að því er segir í tilkynningu Atlantsskipa. Skipið mun hafa viðkomu í St. John’s á Nýfundnalandi, en þar er stór markaður fyrir iðnaðarrækju sem flutt er til Íslands. Atlantsskip fá skip til Ameríku- siglinga M/V Radeplein, sem er 294 gáma- eininga skip, sjósett í maí 1999. ● Síminn og Verk- og kerfisfræðistofan hf., VKS, hafa endurnýjað rammasamning þess efnis að VKS veiti þjón- ustu vegna hugbún- aðarþróunar fyrir hin ýmsu kerfi Símans. Með- al þeirra verkefna sem falla undir samninginn er gerð nýs símaskrárkerf- is, aðstoð við rekstur og breytingar á Línubók- haldskerfinu (NMS), ýms- ir verkþættir vegna ICMS viðskiptakerfisins; þróun á samskiptalausnum frá Tibco fyrirtækinu o.fl. Síminn og VKS semja ◆ ◆ ◆ ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.