Morgunblaðið - 24.05.2001, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 C 23
FÓLK Stefanía Katrín
Karlsdóttir fram-
kvæmdastjóri. Starfs-
svið framkvæmda-
stjóra er allur daglegur
rekstur og stjórnun
Menntar. Stefanía er
menntuð sem fisk-
tæknir frá Fiskvinnslu-
skólanum, útgerðartæknir frá Tækni-
skóla Íslands og matvælafræðingur
(B.Sc.) frá Háskóla Íslands, auk þess
sem hún lauk uppeldis- og kennslufræði
frá Kennaraháskóla Íslands og stundar
nú MBA-nám við Háskóla Íslands. Stef-
anía starfaði sem verkefnisstjóri á
MATRA hjá Iðntæknistofnun frá 1996-
2000. Netfang: stefania@mennt.is.
Aðalheiður Jóns-
dóttir verkefnastjóri.
Aðalheiður sér um Evr-
ópuverkefni Menntar.
Hún hefur umsjón með
upplýsinganeti og
námsferðum CEDEFOP,
Euro-
pass-starfsmennta-
vegabréfinu, svo og með kynningar- og
ráðgjafarhlutverki Menntar í Leonardó
da Vinci-áætlun Evrópusambandsins.
Aðalheiður er stúdent frá MR, stundaði
nám í spænskri sögu og menningu við
Háskólann í Granada og síðar BA- og MA-
nám í enskum málvísindum og bók-
menntum við Háskóla Íslands, auk þess
sem hún lauk viðbótarnámi í hagnýtri
fjölmiðlun frá sama skóla. Aðalheiður
starfaði hjá Rannsóknaþjónustu Háskól-
ans 1995–96 og sem fararstjóri og
blaðamaður frá 1997–2000. Netfang:
alla@mennt.is.
Þóra Ragnheiður
Stefánsdóttir verk-
efnastjóri. Þóra hefur
umsjón með inn-
lendum verkefnum og
viðburðum eins og
Viku símenntunar og
árlegri UT-ráðstefnu
um upplýsingatækni í
skólastarfi, svo og innlendum þróun-
arverkefnum. Þóra Ragnheiður er stúd-
ent frá Menntaskólanum á Akureyri og
lauk BA í uppeldis- og menntunarfræði
frá Háskóla Íslands. Hún starfaði sem
skrifstofustjóri heilbrigðisdeildar Háskól-
ans á Akureyri frá 1996–2000 og var rit-
stjóri Kennsluskrár Háskólans á Akureyri
1997–2000. Netfang: thora@mennt.is.
Tryggvi Thayer verk-
efnastjóri. Tryggvi hef-
ur umsjón með verk-
efnum tengdum
upplýsingatækni og
aðalverkefni hans er
Upplýsingaveita um
nám sem er gagna-
banki um framboð
menntunar og námskeiða á Íslandi.
Tryggvi er stúdent frá Kvennaskólanum í
Reykjavík og menntaður heimspekingur.
Hann starfaði hjá Rannsóknaþjónustu
Háskólans 1996–97 og sem sérfræð-
ingur hjá CEDEFOP, Miðstöð Evrópusam-
bandsins um þróun starfsmenntunar, frá
1997–2000. Netfang: tryggvi@mennt.is.
Nýir starfsmenn
hjá Mennt
Hlutverk Hauks er að blanda bragð-
efnum við vatn og sykur. Bragð-
efnastyrkur og sýrumagn verður að
vera alveg rétt til að leyfilegt sé að
framleiða úr blöndunni. Sýrópi sem úr
blöndun kemur er dælt inn í fram-
leiðslusalinn þar sem kemur til kasta
Björns. Þar þarf að hleypa kolsýrðu
vatni saman við sýrópið þannig að úr
verði gosdrykkur.
Neytendur vilja þægindi
Þeir Haukur og Björn eru sammála um
að skemmtilegast sé að framleiða og
blanda venjulegt kók. Björn segir að
framleiðslan á kóki i hálfs lítra plast-
flöskum sé skemmtilegust því þá eru
framleiðsluloturnar stórar og einungis
þurfi að sjá til þess að allt gangi eins
og eðlilegt er.
ÞEIR Björn Loftsson og Haukur Vil-
hjálmsson sjá til þess að hjartslátt-
urinn í framleiðslu Vífilfells sé ávallt
jafn og stöðugur. Haukur er yfirbland-
ari og hefur unnið í 25 ár hjá félag-
inu. Björn er vélgæslumaður og hefur
unnið í fimm ár í framleiðsludeildinni.
Kolsýrt vatn+sýróp=gosdrykkur
Þeir félagar sjá til þess að gosflösk-
urnar renni ljúflega í gegnum fram-
leiðsluferlið og tryggja að ekkert
óskemmtilegt komi upp. Björn segir að
til að koma framleiðslunni í gang og
keyra stórar framleiðslulotur þurfi ít-
arlegt gæðaeftirlit. Allt er yfirfarið áð-
ur en framleiðslunni sé hleypt á,
gæðalistar og efnagreiningar þurfa að
fara fram til að ganga úr skugga um
að allir staðlar séu uppfylltir.
Haukur tók við starfinu af Ragnari
Bernhöft sem hafði unnið hjá fyrirtæk-
inu í fimmtíu ár. Síðan Haukur byrjaði
hjá Vífilfelli fyrir tuttugu og fimm árum
hafa orðið miklar breytingar á fram-
leiðslunni. Fyrirtækið hafi verið í einu
húsi en sé nú í fjórum auk skrif-
stofubyggingar sem í daglegu tali
starfsmanna er nefnt glerhúsið. Gler-
flöskur hafi orðið minni og minni hluti
af framleiðslu og þó að allir segi að
kók sé best í flöskum kjósa neytendur
frekar þægindin sem fylgja plastflösk-
unum. Haukur hefur unnið í mörgum
deildum fyrirtækisins, framleiðsludeild,
lagerdeild og áfyllingum fyrir veitinga-
hús. Hann segir að skemmtilegast sé
að vinna í blönduninni því þar byggi
maður grunninn segir Haukur Vil-
hjálmsson að lokum.
Blandarinn og vélgæslumaðurinn
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Björn Loftsson og Haukur Vilhjálmsson gera sig klára til að leggja grunninn að framleiðslu hins klassíska drykks, Coca Cola.
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Íslandsvefir hefur
fengið vottun til þess að selja gervigreindarhugbúnaðinn
Autonomy frá samnefndu fyrirtæki.
Íslandsvefir hafa sinnt þjónustu fyrir Autonomy og
hannað lausnir í hugbúnaðinum, en hann er notaður jafnt
við flokkun, greiningu og meðferð gagna og upplýsinga í
gagnagrunni fyrirtækja sem og á vefsvæðunum mbl.is,
simaskra.is, hugi.is og ha.is. Gervigreindarlausnir Auto-
nomy hagræða og breyta meðhöndlun upplýsinga innan
og utan fyrirtækja, meðal annars er tæknin notuð við
innleiðingu og nýtingu á þekkingarstjórnun fyrirtækja,
að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Íslandsvefir fá vottun frá Autonomy
SÍF hf. er markaðs- og sölufyrirtæki
sem stundar viðskipti með sjávarafurðir
í yfir 60 löndum. Um 1.700 starfsmenn
starfa hjá dótturfyrirtækjum SÍF sem eru
starfrækt víðs vegar um heiminn.
Agnar Þór Brynjólfs-
son hefur verið ráðinn
innkaupa- og sölustjóri
frystra afurða hjá SÍF
á Spáni. Agnar útskrif-
aðist árið 1993 sem
rekstrarfræðingur frá
Tækniskóla Íslands
með áherslu á mark-
aðsmál. Eftir útskrift starfaði hann sjálf-
stætt að markaðsmálum, m.a. fyrir
Félag íslenskra stórkaupmanna og heil-
brigðisráðuneytið. Hann hóf störf hjá
Copesco-SIF s.a. í Barcelona 1994 og
var sölustjóri hjá SÍF á Íslandi yfir Spán-
ar- og Þýskalandsmarkaði frá 1995.
Agnar er kvæntur Unni Sigurjónsdóttur
ferðafræðingi og eiga þau tvö börn.
Bjarni Friðrik Sölva-
son hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri SIF
Iceland Seafood
GmbH í Þýskalandi.
Bjarni útskrifaðist sem
matvælafræðingur frá
Háskóla Íslands. Eftir
að námi lauk, árið
1994, starfaði hann hjá Íslenskum sjáv-
arafurðum. Árið 1999 hóf hann störf
sem deildarstjóri uppsjávardeildar hjá
SÍF Íslandi.
Bjarni er kvæntur Fríðu Björk Tóm-
asdóttur og eiga þau tvær dætur.
Kristján Rafn Gunn-
arsson hefur verið ráð-
inn verkefnastjóri hjá
móðurfélagi SÍF. Krist-
ján útskrifaðist sem
viðskiptafræðingur frá
Háskóla Íslands árið
2000. Hann varð stúd-
ent frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti árið 1996. Áður starf-
aði hann hjá Spuna ehf. og Hagskilum
hf.
Kristján er í sambúð með Þorbjörgu
Lottu Þórðardóttur viðskiptafræðingi og
eiga þau eina dóttur.
Sigurjón Guðmunds-
son hefur verið ráðinn
sölustjóri hjá SIF Icel-
and Seafood Ltd. og
mun sjá um sölu til
framleiðslufyrirtækja í
Bretlandi. Sigurjón
nam við Stýrimanna-
skólann í Vest-
mannaeyjum frá 1986-1989 og útskrif-
aðist sem rekstrarfræðingur á
útvegssviði frá Tækniskóla Íslands árið
1995. Hann var stýrimaður á Gandí VE
1989-1991, verkstjóri hjá Ísfélagi Vest-
mannaeyja hf. árin 1995-1996 og þjón-
ustustjóri hjá Íslenskum sjávarafurðum
hf. á Hornafirði frá 1996-1998. Sigurjón
var framleiðslustjóri hjá Íslenskum sjáv-
arafurðum hf. frá 1998-1999 og ráðinn
árið 1999 sem innkaupa- og sölustjóri
fyrir landfrystar afurðir hjá SÍF Íslandi.
Sigurjón er kvæntur Halldóru Gísladótt-
ur og á hún eina dóttur.
Hilmar Ívarsson hef-
ur verið ráðinn deild-
arstjóri yfir uppsjáv-
ardeild SÍF Íslandi.
Hilmar lauk námi frá
Stýrimannaskólanum í
Reykjavík árið 1981.
Hann starfaði á Ottó
N. Þorlákssyni RE frá
1982-1989 sem há-
seti og síðar stýrimaður. Hann starfaði
við umsýslu fyrir skip í Bremerhaven. Ár-
in 1996-2001 starfaði hann sem sölu-
stjóri hjá Iceland Seafood GmbH í Ham-
borg. Hilmar er kvæntur Ernu
Ingólfsdóttur og eiga þau einn son.
Davíð Davíðsson hefur verið ráðinn
sem sölustjóri fyrir
ferskan og frosinn fisk
hjá SIF Iceland Sea-
food GmbH í Þýska-
landi. Davíð útskrif-
aðist árið 1995 frá
Tækniskóla Íslands
sem iðnrekstrarfræð-
ingur á útvegssviði.
Davíð starfaði áður hjá Streng frá 1995-
1998 og hjá Íslenskum sjávarafurðum í
Hamborg árin 1998-1999. Hann starf-
aði hjá Ísey í Bremerhaven til ársins
2001. Davíð er kvæntur Guðrúnu Haf-
steinsdóttur og eiga þau tvö börn.
Breytingar
hjá SÍF hf.
mbl.is
STJÖRNUSPÁ