Morgunblaðið - 12.06.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.06.2001, Qupperneq 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir S Ú gríðarlega uppbygg- ing, sem á sér stað í Salahverfi í Kópavogi, fer ekki framhjá nein- um, sem ekur þar um. Langt er síðan flutt var inn í fyrstu húsin, en þau standa neðst og vestast, næst Lindahverfi. Hvarvetna má sjá ný- byggingar misjafnlega langt komn- ar. Háhýsin eru að sjálfsögðu mest áberandi, en í heild er byggðin fjöl- breytt. Þar má finna einbýlishús, raðhús og minni fjölbýlishús. Þetta hverfi hefur þótt eftirsókn- arvert af mörgum ástæðum. Byggð- in stendur í suður- og suðvesturhalla og snýr vel við sólu með útsýni bæði til norðvesturs út á Kópavoginn og til suðvesturs út á Reykjanesskag- ann. Salahverfið býr líka yfir miklum útivistarmöguleikum. Stutt er í skemmtileg útivistarsvæði í grennd við Vatnsendann og í hverfinu verð- ur góður golfvöllur en einnig íþrótta- svæði með íþróttahúsi og auk þess grunnskóli, tveir leikskólar og gæzluvöllur. Salahverfið er líka mjög miðsvæð- is, nálægt verzlunar- og þjónustu- svæðinu í Kópavogsdal. Aðkoma að Salahverfi frá Reykja- nesbraut er fyrst um Fífuhvamms- veg, en síðan er beygt til vinstri inn á Salabraut. Önnur aðkoma verður frá Reykjanesbraut í framtíðinni, en Arnarnesvegurinn á að halda áfram frá Reykjanesbraut meðfram Sala- hverfi í suðri og tengja það hverfi við Breiðholtsbrautina. Á vegaáætlun 2003 er fyrirhuguð tvöföldun Reykjanesbrautar suður fyrir Arnarnesveg ásamt mislægum gatnamótum þar og um leið og þau verða gerð á að taka fyrir Arnarnes- veg á milli Reykjanesbrautar og svo- nefnds Lindarvegar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa óskað eftir því við samgönguráðherra, að þessum framkvæmdum verði flýtt. Búið er að úthluta öllum lóðum í Salahverfi. Alls er gert ráð fyrir um 1.000 íbúðum í þessu hverfi fullbyggðu og að þar muni búa nær 3.000 manns. Næsta nýhverfi Kópavogsbæjar verður sennilega í Vatnsendalandi. Hröð en markviss uppbygging einkennir Salahverfið Fjölbreytnin setur mikinn svip á húsagerð í Salahverfi. Magnús Sigurðsson kynnti sér hverfið og nokkrar fasteignir, sem þar eru á boðstólum. Morgunblaðið/Billi Uppbyggingin leynir sér ekki báðum megin við Salaveginn, sem liggur í gegnum hverfið. Til vinstri er háhýsi, sem byggingafyrirtækið Viðar ehf. er með í smíðum og þar næst háhýsi Járnbendingar ehf. Fremst til hægri á myndinni er leikskólinn, sem er langt kominn. „ÞAÐ er skjólsælt í Salahverfi, sérstaklega í norðanáttinni, öfugt við það sem margir kunna að halda, þar sem landið stendur all- hátt, “ segir Þorleifur St. Guðmundsson hjá Eignamiðluninni. „Ástæðan er sú að landinu hallar til suðurs og það snýr því vel við sólu. Á góðum dögum á sumrin verður þarna því vel heitt og ég held að gróður eigi að dafna vel.“ „Þetta verður rólegt og barnvænt hverfi nálægt útivistarsvæði,“ heldur Þorleifur áfram. „Skipulag hverfisins er gott og sama máli gegnir um aðkomuleiðir. Þær verða mjög góðar, þegar fram í sækir.“ Þorleifur segir mikla ásókn hafa verið í nýju hverfin í Kópavogi og bætir við. „Linda- hverfið hefur byggzt upp á örskömmum tíma en það er senn fullbyggt og ljóst að uppbygg- ingin í Salahverfi verður ekki síður hröð. Sala á nýjum íbúðum hefur yfirleitt gengið vel. Það er hins vegar minna um það nú en þegar eftirspurnin var hvað mest að kaup- endur kaupi íbúðir á meðan þær eru enn á teikniborðinu eins og sagt er. Kaupendur vilja gjarnan sjá þær lengra komnar.“ Meira jafnvægi á markaðnum En Þorleifur segir það ójafnvægi sem ríkti á markaðnum fyrir eins og einu ári hafa minnk- að en þá var eftirspurnin svo miklu meiri en framboðið. „Það má líta svo á að á árunum 1999 og 2000 hafi verið óeðlilegt ástand á markaðnum,“ segir hann. „Nú er komið meira jafnvægi án þess að um nokkra stöðnun sé að ræða. Þannig hefur sala í ár hjá okkur í Eignamiðluninni verið góð.“ Þorleifur segir það mjög jákvætt fyrir markaðinn að þakið á húsbréfalánunum hefur verið hækkað en bætir við: „Það er í um- ræðunni að hætta að miða húsbréfalán við brunabótamat en það sýnir ekki nema hluta af verðmæti eignarinnar. Í dag er tekin út úr brunabótamatinu öll undirbúningsvinna svo sem lóðarframkvæmdir, gatnagerðargjöld og hönnunarkostnaður. Ekkert af þessu er inni í brunabótamatinu. Líkur eru á að þessu verði breytt og hús- bréfalánin einungis látin taka mið af kaup- verði eigna sem endurspeglar miklu betur hið raunverulega verðmæti eignanna. Slík breyt- ing yrði líka afar jákvætt innlegg í markaðinn nú.“ Nýjar íbúðir við Rjúpnasali Hjá Eignamiðluninni eru nú til sölu íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Rjúpnasali 6–8. Byggingaraðili er Bjarkar ehf. en húsin eru hönnuð hjá Teiknistofunni Ármúla 6. Bæði húsin eru þrjár hæðir og með sex íbúðum hvort. Minni íbúðirnar eru fjórar og um 90 ferm. að stærð og skiptast í stofu og tvö svefnherbergi, sérþvottahús o. fl. Verð þeirra er 12,5 millj. kr. Stærri íbúðirnar eru átta og um 120 ferm. að stærð og skiptast í stofu, eldhús, bað, þvottahús og þrjú svefnherbergi. Verð á þeim er 14,9 millj. kr. Íbúðirnar á ann- arri og þriðju hæð eru með svölum og meira að segja tvennar svalir á fjórum íbúðum en sérlóð fylgir íbúðunum á jarðhæð. Fjórir bíl- skúrar fylgja íbúðunum og verða þeir seldir sérstaklega. „Þessar íbúðir verða væntanlega afhentar í september næstkomandi en búið er að steypa upp annað húsið og uppsteypa langt komin á hinu húsinu,“ segir Þorleifur. „Húsin verða með marmarasalla að utan en hann hefur reynzt mjög vel.“ „Ég tel að verðið á þessum íbúðum sé mjög hagstætt miðað við markaðinn nú,“ sagði Þorleifur St. Guðmundsson að lokum. Skjólsælt í norðanáttinni Morgunblaðið/Billi Rjúpnasalir 6-8. Bæði húsin eru þrjár hæðir og með sex íbúðum hvort. Minni íbúðirnar eru fjórar og um 90 ferm. að stærð. Verð þeirra er 12,5 millj. kr. Stærri íbúðirnar eru átta og um 120 ferm. að stærð. Verð á þeim er 14,9 millj. kr. Íbúð- irnar eru til sölu hjá Eignamiðluninni. Þór Bjarkar byggingaraðili og Þorleifur St. Guðmundsson hjá Eignamiðluninni. Í baksýn er fjölbýlishúsið Rjúpnasalir 6. Íbúðirnar verða afhentar í september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.