Morgunblaðið - 03.07.2001, Side 33

Morgunblaðið - 03.07.2001, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 C 33HeimiliFasteignir BORGIR BÓLSTAÐARHLÍÐ - ELDRI BORGARAR - BÍLSKÚR 43 fm íbúð á fyrstu hæð í lyftuhúsi. Góð stofa með útgengi út á svalir . V. 7,4 millj. Góður bílskúr með smíðavinnuvélum getur fylgt, v. 1,4 m. Þjónustumiðstöð er í húsinu. 4308 VESTURGATA Sérkennileg íbúð í gömlu litlu fjölbýli rétt vestan við Norðurstíg. Íbúðin er ca 32 fm. Lofthæð er aðeins ca 1,80 í hálfri íbúðinni en góð lofthæð í stofu. V. 3,4 m. 4347 LAUGAVEGUR - 55,7 fm íbúð á fyrstu hæð, öll ný standsett. V. 8,0 m. 3966 VESTURVÖR - 58,7 fm ósamþykkt íbúð. V. 4,5 m. 3352 NJÁLSGATA - lítil samþykkt einstaklingsíbúð. Góður staður. V. 3,5 m. 4286 4342 Atvinnuhúsnæði GJÓTUHRAUN - NÝTT OG STÓRT 600 fm þjónustuhúsnæði á góðum stað í Hafnarfirði. Möguleiki á allt að 500 fm millilofti. Tvennar stórar innkeyrsludyr. Mögu- legt er að kaupa ca 100 fm einingar. V. 50,0 m. 4029 HÖFNIN - HAFNARFIRÐI Ca 60 fm eining við Lónsbraut með innkeyrsludyrum. Góð staðsetning við nýju höfnina. Áhv. 2,5 m. gott lán. V. 4,9 m. 3917 EYJARSLÓÐ - NÝTT AT- VINNUHÚSNÆÐI Til sölu fjórar ein- ingar: jarðh. 358 fm, v. 22,0 m. Efri hæð 392 fm, v. 21, 0 m. Önnur jarðhæð með innk.dyrum 207 fm, v. 16,0 m og efri hæð 207 fm, v. 13 m. Afh. fullbúið að utan. Góð staðsetning - að- koma frá þremur hliðum. Til afhendingar strax. 3599 AUSTURSTRÆTI - FJÁR- FESTING Ca 180 fm húsnæði sem í er veitingarekstur með leigusamning til 3 og hálfs árs. Leiga er 263 þús. á mánuði og aðrar tekj- ur. V. 26,5 m. 3435 VESTURVÖR - NÝTT Á SKRÁ Gott 573 fm verksmiðjuhúsnæði á einni hæð á góðum stað í vesturbæ Kópavogs. Góðar inn- keyrsludyr. Möguleiki á að skipta húsnæðinu upp og eða stækka. Ákv. sala. V. 35 m. 4377 MELABRAUT - HF. Um 500 fm gott húsnæði á jarðhæð í grónu hverfi. V. 25 m. 4312 GARÐATORG -111,2 fm verslunarhúsnæði í yfirbyggðri göngugötu. V. 8,0 m. 4118 LAUGAVEGUR - 440 fm verslunarhúsnæði með tryggum leigusamningi. V. 57,0 m. 4091 VESTURVÖR - KÓP. 4.996,0 fm við höfnina í Kópavogi. V. 325,0 m. 4072 STÓRHÖFÐI - Tvö verslunarbil, hvort um sig 182,1 fm. V. 14,6 m. 4056 STÓRHÖFÐI - Tvær skrifstofueiningar, hvor um sig 344,6 fm. Mikið útsýni. V. 26,0 m. 4058 ÞVERHOLT - MOS. Gott 102 fm verslunar- eða þjónustuhúsnæði. V. 7,5 m. 4097 Fyrirtæki Sumarhús og lönd SUMARBÚSTAÐALÓÐIR VIÐ HVOLSVÖLL Mjög vel staðsettar lóðir fyrir sumarbústaði rétt við bakka Eystri Rangár. Svæðið er skipulagt og annast seljandi um vegalagningu, vatnslögn og gerð rotþróa. Lóð- arstærð er frá 1,0 hektari. Áhugaverð staðsetn- ing. V. 0,490 m. 4095 GISTIHEIMILI Rótgróið gistiheimili miðsvæðis til sölu. 15 herbergi til útleigu. Mjög mikið bókað. Lán upp að 34 millj. geta fylgt. V. 49 m. 4096 KEFLAVÍK - EFNALAUG Til sölu er Efnalaugin Vík sem er staðsett í miðbænum í Keflavík. Mikið af föstum kúnnum, góður tækjakostur og góð af- koma. V. 6,7 m. 4359 SKÚLAGATA - SÓLBAÐS- SNYRTI- og NUDDSTOFA Rekstur og fullinnréttað húsnæði þar sem nú er starfrækt sólbaðs-, snyrti- og nudd- stofa með fullum búnaði. Starfsemin er vel tækjum búin og býður upp á umtalsverða veltu. Til sölu saman eða húsnæði sér og reksturinn sér. 4313 SKEMMUVEGUR - STÓRAR INNKEYRSLUDYR 200 fm at- vinnuhúsnæði á einni hæð, lofthæð 3,70 m. Húsnæðið er 10 metrar á breidd og 20 metrar á lengd, innkeyrsludur er 4,25x305. Malbikað bílaplan. Húsnæðið er í góðu ástandi. Getur losnað fljótt. Áhvílandi eru 8,3 m. V. 15,0 m. 4262 ELDRI BORGARAR - KLEPPSVEGUR Einstaklega falleg 78,6 fm „eldri borgara“ íbúð á annarri hæð í nýlegu lyftuhúsi við Kleppsveg 62. Íbúðin er með vönduðum innréttingum og gólfefn- um og nýmáluð. Örygginshnappar innan íbúðar. 4323 ÞÆR spurningar sem brenna mest á vörum fólks í dag, hvort sem það er í kaup- eða söluhugleiðingum varðandi fasteignir, er hvort fast- eignaverð komi til með að lækka á næstu mánuðum. Kaupendur spyrja hvort það borgi sig ekki að bíða aðeins þangað til verðið lækki og seljendur hvort það borgi sig ekki að selja í dag meðan allt sé enn í hámarki. Í litlu samfélagi eins og okkar er fólk almennt mjög meðvitað um efnahagsástandið og máttur fjöl- miðla er mikill. Aukin verðbólga, hækkandi vextir, gengislækkun og mikill neikvæður viðskiptajöfnuður eru fréttir sem dynja á fólki í dag og eru almennt til þess fallnar að fólk haldi að sér höndum, flýti sér hægt og taki allar stórar ákvarð- anir eins og fasteignakaup af mik- illi yfirvegun. Hvernig er þá markaðurinn í dag og hverjar eru horfurnar fyrir næstu misseri? Til þess að svara þessum spurningum er nauðsyn- legt að skoða ýmsa áhrifaþætti í samhengi, hvernig þróunin hefur verið til þessa og leggja svo út frá því. Efnahagsástand síðustu 5 ára hefur verið mjög gott. Hagvöxtur hefur verið góður og kaupmáttur aukist. Þegar þannig árar í þjóð- félaginu eykst eftirspurn eftir hvers konar vöru og þjónustu og þá er stutt í verðhækkanir ef fram- boð er minna en eftirspurn. Þetta á að ýmsu leyti við um verðþróun á fasteignum síðustu ár. Reyndar var sú hækkun sem átti sér stað á eignum milli áranna 1998 og 2000 leiðrétting á markaðnum. Verð á íbúðum var of lágt. Hins vegar hefði þessi leiðrétting ekki komið til ef efnahagsástandið hefði ekki verið eins gott og það var og framboð af húsnæði minna en eft- irspurnin. Meðal byggingaraðila var um gósentíð að ræða. Allt seld- ist og það löngu fyrir afhendingu. Það hefur lengi legið fyrir að of lítið hefur verið byggt af nýju hús- næði á höfuðborgarsvæðinu, eftir- spurn eftir húsnæði hefur verið umfram framboðið. Ef skoðaðar eru töl- ur um fjölda íbúða sem hafa verið byggð- ar á hverju ári frá 1994 til 2000 og þær skoðaðar í samhengi við nettófjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma kemur í ljós að nettófjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu eykst miklu meira heldur en fjöldi nýrra íbúða sem byggðar eru á hverju ári. Sérstaklega skilja leiðir árið 1996. Fjöldi nýrra íbúða ár hvert virðist nokkurn veginn halda sér en mikil nettófjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu á sér stað frá árinu 1995 til 2000. Frá árinu 1998 til og með ársins 2000 er nettófjölgun íbúa á höfuðborgar- svæðinu um 3.500 manns ár hvert. Það gefur auga leið að þessi stigvaxandi munur milli fjölda nýrra íbúða og nettó- fjölgun íbúa á höfuð- borgarsvæðinu skapar mikla eftirspurn eftir húsnæði sem hefur á síðustu árum leitt til mikilla verðhækkana á fast- eignum. Það sem hefur líka skapað þessa verðhækkun er lítið framboð lóða á höfuðborgarsvæðinu og að sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað verð á nýjum byggingar- lóðum sem þau hafa úthlutað. Sé miðað við þá þróun sem hefur verið síðustu ár og áratugi, þ.e. að stöðugt flytji fleiri frá landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins, er nokkuð ljóst að það þarf að byggja meira af nýjum íbúðum ef það á að slá á þessa verðþróun. Auðvitað geta tímabundnir erfiðleikar í efna- hag landsmanna róað fasteigna- markaðinn þannig að einhver verð- lækkun eigi sér stað, sérstaklega á stærri eignum. Hins vegar ef fólksfjölgunin á höfuðborgarsvæðinu eykst svona áfram, með tilheyrandi umframeft- irspurn eftir húsnæði, mun hús- næðisverð lækka lítið, frekar standa í stað á þrengingartímum en fara svo upp þegar efnahagur landsmanna batnar. Byggingaraðilar segja að nýbyggingar muni ekki hækka á næstunni þrátt fyrir mikla gengislækkun krónunnar. Þeir muni sjálfir taka á sig þessa gengislækkun. Þrátt fyrir gott verð á nýju húsnæði tala bygging- araðilar um ákveðna tregðu í sölunni. Það sé greinilega bú- ið að ,,tala fólk inn í kreppuna“ og allir séu komnir á bremsuna. Hins vegar sé alveg ljóst, að ef allt væri í lukkunnar velstandi væri þetta allt selt, eins og einn orðaði það. Það er vöntun á húsnæði þrátt fyrir þessa sölu- tregðu. Eitt af því sem slegið hefur aðeins á eftir- spurnina á undanförn- um mánuðum er að erf- itt hefur verið að fá hagstæð lán til kaupa á íbúðarhúsnæði. Fram til síðustu mánaðamóta var hámarkslán frá Íbúðalánasjóði 65-70% af brunabótamati eða kaupverði eignar, eftir því hvort lægra er, en þó aldrei hærra en kr. 6.420.000 ef um notað húsnæði var að ræða og kr. 7.714.000 ef um nýtt húsnæði var að ræða. Þetta gerði auðvitað kaupendum erfitt fyrir þar sem markaðsverð eigna, sérstaklega á höfuðborgar- svæðinu, hefur verið í langflestum tilvikum mun hærra en brunabóta- matið. Nú hefur Íbúðalánasjóður lyft þessu útlánaþaki, þannig að nú eiga menn rétt á að fá hámark 8 milljónir að láni fyrir notað hús- næði og 9 milljónir fyrir nýtt hús- næði, þó aldrei hærra en 65-70% af brunabótamati eða kaupverði. Þótt þetta sé auðvitað skref í rétta átt breytir það hins vegar litlu eins og er, nema fyrir þá sem eru að kaupa dýrari eignir með hærra brunabótamati. Meðan brunabótamatið er ekki hækkað í takt við markaðsverðið mun það áfram valda fólki erfið- leikum að brúa bilið á milli þess sem það fær að láni frá Íbúða- lánasjóði og þess sem það þarf að greiða fyrir eignina. Einnig hafa afföll af húsbréfum hækkað tals- vert við þessa útlánahækkun sem gerir bæði kaupendum og seljend- um erfitt fyrir. Nýtt brunbótamat sem tekur gildi fyrir allar eignir í landinu 15. sept. nk. mun auka á þennan vanda þar sem gert er ráð fyrir að í mörgum tilfellum muni matið lækka um allt að 13% á höfuðborg- arsvæðinu. Það gerir kaupendum erfiðara fyrir með fjármögnun. Því er ekki útlit fyrir það að þessi hækkun á útlánaþaki Íbúða- lánasjóðs komi til með að valda hækkun á fasteignaverði. Það er okkar mat að fasteignaverð sé í há- marki núna en muni e.t.v. eitthvað hjaðna á næstu mánuðum, sérstak- lega á stærri eignum og minni íbúðum þar sem brunabótamat lækkar umtalsvert. Framboð fasteigna hefur aukist og lengir þar með oft sölutíma ein- stakra eigna. Hins vegar merkjum við ekki að sala hafi dregist saman svo talandi sé um. Þetta aukna framboð af eignum á markaðnum kann að skýrast að nokkru leyti af því að fólk með stærri eignir, sem vill minnka við, vill ekki missa af þeim möguleika að fá hæsta verð fyrir eignina áður en einhver verð- lækkun á sér stað, en hennar verð- ur fyrst vart í sölu á stórum eign- um, enda minni eftirspurn eftir þeim ef kreppir að í efnahag þjóð- arinnar. Reikna má með, ef útlánareglur Íbúðalánasjóðs verða ekki teknar til endurskoðunar í ljósi endurmats á brunabótamati, að fólk muni hraða fasteignaviðskiptum sínum og reyna að afgreiða þau fyrir 15. september, því þá mun veðhæfni mikils fjölda fasteigna minnka verulega og möguleikar fólks á há- marksnýtingu húsbréfalána minnka að sama skapi. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Ragnar Thorarensen Jason Guðmundsson Fasteignamarkaðurinn í dag Framboð fasteigna hefur aukist og lengir þar með oft sölutíma einstakra eigna, segja þeir Jason Guð- mundsson og Ragnar Thorarensen, sölumenn hjá fasteign.is. Hins vegar merkjum við ekki að sala hafi dregist saman svo talandi sé um. Jason Guðmundsson er löggiltur fasteignasali og Ragnar Thor- arensen er landfræðingur. Báðir starfa sem sölumenn hjá fasteign.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.