Morgunblaðið - 03.07.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 03.07.2001, Síða 40
40 C ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir OFT er talað um að ein- kenni breskrar húsagerð- ar séu hátækni nútímans, en hver eru rökin fyrir slíkri alhæfingu? Bretar eru þekktir fyrir iðnað og nýjungar, ekki síst á með- an heimsveldi þeirra stóð sem hæst. Þegar það fór að líða undir lok eftir síðari heimsstyrjöldina hófst ný saga þjóðarinnar sem ein- kenndist af samsetningu ólíkra þjóðarbrota og menningarheima. Inn- ganginum inn í breska húsið verður því skipt í tvo hluta, annars vegar fyrir 1951 og hins vegar, frá 1951 til okkar daga. Iðnvæðing – handverks- vinnsla Bretar eru taldir fyrsta þjóðin til að iðnvæðast. Stórbrotnar hvelfing- ar járnbrautarstöðva og kirkjur 19. aldar sýndu metnað iðnaðarins og þegar árið 1851, við opnun Stóru Sýningarinnar (The Great Exhibi- tion) í Hyde Park London, var orðið algengt að byggingar væru reistar úr málmi og gleri. Sýningin sýndi getu samtímans á sviði iðnaðarframleiðslu og nýjunga um leið og hún stóð sem hvatning til framtíðarathafna. Þekktasta og glæsilegasta bygging sýningarinnar var Glerhöllin (Crystal Palace) eftir Joseph Paxton, sem hóf feril sinn sem garðyrkjumaður. Hún bjó yfir gríðarlega stórum rýmum sem reist voru með hjálp járngrinda og sameinaði þannig nýj- ungar járnbrautariðnaðarins og tækni gróðurhúsa sem Paxton hafði þegar notað í Kew Garden. Þrátt fyrir mikilar tækniframfarir var sýningin harðlega gagnrýnd, sérstaklega á þeim grunni að iðnað- arframleiðsla var talin óhæf til að standast kröfur handverksmanna varðandi form og mynstur, hlutföll og litasamsetningar. En það var aðeins arkitektinn og jafnaðarmaðurinn William Morris sem sýndi fram á að slæm hönnun ætti ekki einungis rætur í vélvæð- ingunni heldur ekki síður í græðgi kapítalismans. John Ruskin, sem skrifaði mjög um gildi handverksins og þess að sækja í form náttúrunnar og William Morris reyndu að finna leiðir til þess að sameina svið listarinnar og svið verkstarfseminnar. Þeir vísuðu til andlegra gilda sem myndu upphefja byggingarlistina og vildu endur- heimta byggingaraðferðir miðalda. Þýddi íslenskar fornbók- menntir Morris þýddi jafnvel íslenskar fornbókmenntir sem þær kæmu frá landinu fyrirheitna. Sannleikurinn og vinnugleðin lá í handverkinu. Morris neitaði að nota nútímaaðferð- ir á verkstæðum sínum sem þýddi líka að verk hans urðu kostnaðar- samari en tíðkaðist á markaði fjölda- framleiðslunnar. Það var þó honum að þakka að heimili almennings öðluðust sess á teikniborði arkitektsins og, að hvort sem það var stóll, veggfóður, eða vasi, þá var það verðugt viðfangsefni listamannsins. Skoski arkitektinn Charles Renn- ie Mackintosh tók undir þetta viðhorf, og bætti því við að notkun iðnaðarins væri aðeins jákvæður þáttur samtíðarinnar. Hann sá húsa- gerðina fyrir sér sem eina heild; byggingin, húsgögn, borðbúnaður og mynsturgerð fyrir veggfóður, textil og glugga var allt byggt á sama grunni. Enginn vafi lék á því að framtíðin var háð vélinni. Hinsvegar þurftu viðhorf almennings og iðnrekenda að breytast til þess að ná jafnvægi milli handverks og iðnaðar, einföldunar í formi og hreinleika sem kæmi fram í byggingariðnaðinum. Boðskapur framtíðarinnar Þrátt fyrir að Bretar væru enn að ná sér eftir hörmungar síðari heim- styrjaldarinnar, ákvað ríkisstjórn Verkamannaflokksins árið 1951 að halda upp á 100 ára afmæli Stóru sýningarinnar (1851). Vegna efna- hagslegra ástæðna breyttust hins- vegar áherslurnar og árið 1951 varð Inni í breska húsinu Glerhöll Josephs Paxtons (1851) bjó yfir stórkostlegum rýmum sem enn hafa áhrif á breska arkitekta. Antilópustóllinn og borð eftir Ernest Race voru hönnuð og framleidd fyrir tíðaranda Þjóðarhátíð- arinnar. Ljósmynd: Angela Bröhan. Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. ÞÓRÐUR JÓNSSON SÖLUM., KRISTBERG SNJÓLFSSON SÖLUM., SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. HÁALEITISBRAUT 155 FM MEÐ SKÚR 135 fm 5 herb. íbúð á 3. hæð auk 28 fm bíl- skúrs í þessari vinsælu „Sigvalda-blokk”, 4 góð herbergi, mjög stór stofa og borðstofa. Frábært útsýni. Baðherbergi inn af hjónaher- bergi. Björt og góð íbúð. Tilv.-26400-1 VESTURBERG 4RA HERB. Góð 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð. 3 svefnher- bergi og stofa, sérgarður, þvottahús innan íbúðar, parket á gólfum. Verð 10,7 millj. Tilv.- 29033-1 VÍÐIMELUR 5 HERBERGJA Góð ca 127 fm hæð í góðu þríbýlishúsi, 3 góð svefnherbergi og 2 samliggjandi stórar stofur, parket á gólfum, rúmgott eldhús. Áhv. ca 6,9 millj. húsbr. Verð 15,6 millj. Tilv.- 26334-1 3 HERBERGJA FUNALIND GLÆSILEG Stórglæsileg 102 fm 3ja herbergja íbúð á annarri hæð á þessum vinsæla stað í Kópa- vogi. Parket á gólfum og glæsilegar innrétt- ingar, þetta er eign í sérflokki. Tilv-24302-1 áhv ca 6,7 húsbr. GULLENGI 3JA HERBERGJA Gullfalleg 3ja herb. 83,6 fm íbúð á 2. hæð ásamt hlutdeild í bilskúr í vistvænu húsi. Sérþvottahús í íbúð. Stofa og herbergi með parketi. Svalir í suðvestur. Góð aðstaða fyrir börn. Áhv. 6,2 millj. Verð 12,3 millj. Tilv. 8059-3 SAFAMÝRI 3JA + BÍLSKÚR Mjög góð ca 93 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð ásamt bílskúr í góðu fjölbýlishúsi. Endurnýjað eldhús og baðherbergi. Rúmgóð björt stofa með parketi. Áhv. 6,5 millj. Verð 12,2 millj. tilv. 28788-1 SELJAVEGUR 3JA HERB. 3ja herbergja 84,7 fm íbúð á jarðhæð. 2 mjög stór herbergi með parket á gólfum, stofa með parketi. Áhv. ca 4,6 millj. húsbr. Verð 8,5 millj. Tilv.-29071-1 SPÓAHÓLAR 3JA HERB. Hörku góð 3ja herbergja 84,4 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi, parket á gólfum, stór stofa, þvottahús innan íbúðar, rúmgott eldhús með borðkrók, fallegt útsýni. Verð 10,6 millj. Áhv. byggsj. ca 3,2 millj. Tilv.-27338-1 VEGHÚS Falleg þriggja herbergja 94 fm íbúð á 2. hæð í mjög góðu fjölbýli. Stór og góð svefnherbergi, stór stofa, Þvottaherbergi innan íbúðar. Suðursvalir. Vandaðar innrétt- ingar, parket. Möguleiki á bílskúr. Verð 11,2 millj. 2 HERBERGJA HJALTABAKKI LAUS 2ja herbergja rúmgóð 74 fm íbúð á jarðhæð í góðu fjölbýli. Parket á gólfum. Sérlóð. Til afhendingar strax. Áhv. 4,9 millj. Verð 8,3 millj. tilv. 2992-1 Í SMÍÐUM BREIÐAVÍK EINBÝLI Glæsilegt og vel staðsett einbýlishús á einni hæð. Húsið stendur á fallegum stað með miklu útsýni við Breiðuvík. Húsið er 182,8 fm auk 45,3 fm tvö- falds bílskúrs, 4 herbergi. Húsið afhendist fullfrágengið að utan en í fokheldu ástandi að innan. Húsið er komið í fokhellt ástand þannig að afhending getur orðið fljótlega. Tilv.-114-17 ATVINNUHÚSNÆÐI HAFNARBRAUT KÓP. Til sölu um 230 fm gott iðnaðarhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum og mikilli lofthæð. Skrifstofa og kaffistofa á millilofti, gott útipláss. Laust fljótlega. Verð 13 millj. SÚÐARVOGUR LAUST Til sölu 240 fm gott iðnarðarhúsnæði sem skiptist í góða 120 fm jarðhæð með góðum inn- keyrsludyrum og 120 fm efri hæð. Góð að- koma og lóð frá Kænuvogi. Laust fljótlega. Verð 12,0 millj. Tilv. nr. 24472-1 TIL LEIGU TUNGUHÁLS LEIGA til leigu mjög gott nýtt iðnaðar-, lager- eða þjónustuhús- næði á jarðhæð. Stærð húsnæðisins er um 650 fm og eru á því 6 stórar innkeyrsludyr hver að hæð 4,4 m. Lofthæð er um 7 m og möguleiki á millilofti að hluta. Stór lóð. Húsið hefur mikið auglýsingagildi frá Suðurlands- vegi. Leigist í einu eða tvennu lagi. Til af- hendingar strax. Tilv. 28835 VIÐSKIPTAMENN, NETÁSKRIFT ER Á SLÓÐ WWW.ASBYRGI.IS Í SMÍÐUM HEIÐARHJALLI KÓP. SÉRHÆÐ Mjög góð 154 fm efri sérhæð í nýju tvíbýlishúsi auk 25,8 fm bíl- skúrs á þessum vinsæla stað, glæsilegt útsýni. 4 rúmgóð herb, stórar suðursvalir. Afh. tilbúin undir tréverk að innan, fullfrá- gengin að utan þ.m.t. lóð. Eignin er til afh. strax. Tilv.-114-16 Í SMÍÐUM HAMRAVÍK - RAÐHÚS NÝ RAÐHÚS Í SMÍÐUM Á GÓÐU VERÐI. Húsin eru 111,4 og 115,2 fm auk 30,6 fm bílskúrs, allt á einni hæð. Húsin afhendast fullfrágengin að utan, steinuð, en að innan verða húsin fokheld. Lóðin verður grófjöfnuð. VERÐ: ENDAHÚS 13,6 MILLJ. MILLI- HÚS: 12,9 MILLJ. AFHENDINGARTÍMI JÚLÍ-ÁGÚST 2001. STÆRRI EIGNIR LAXALIND PARHÚS LAUST FLJÓTLEGA Mjög gott parhús á frábærum útsýnisstað við Laxalind í Kópavogi. Húsið er á tveimur hæð- um 181,2 fm auk 30,9 bílskúrs eða alls 212,1 fm. Stórar suður- og vestursv. með glæsilegu útsýni. Áhv.-ca 7,8 millj. húsbr. tilv. 27820-1 BÚSTAÐAHVEFI EINBÝLI Til sölu mjög gott einbýlishús, sem er kjallari, hæð og efrihæð alls um 172 fm. Sérinngang- ur í kjallara. Húsið er verulega endurbætt og vel viðhaldið. Bílskúrsréttur. Áhv. ca 5,1 millj. húsbr. og byggsj. Verð 18,9 millj. tilv 22451-1 STARENGI - EINBÝLI Á EINNI HÆÐ Mjög glæsilegt fullfrágengið 130,4 fm einbýlihús á einni hæð auk 34,3 fm bíl- skúrs. Húsið skiptist í góða forstofu, stórt sjónvarpshol, stóra stofu, 3 góð svefnher- bergi, eldhús með borðkróki og stórt þvotta- herbergi. Innangengt í bílskúr. Falleg ræktuð lóð með 2 stórum sólpöllum. Laust fljótlega. Verð 19,8 millj.TILV. 8231 STÓRHOLT - 2 ÍBÚÐIR 4ra herb. 88,1 fm mjög vel skipulögð neðri sérhæð, ásamt 2ja herb. um 40 fm góðri mjög lítið niðurgrafinni íbúð í kjallara. Hægt er að nýta íbúðirnar sem eina íbúð. Mjög góður 33 fm bílskúr. Ákveðin sala. Verð 16,9 millj. Tilv. 7250 TUNGUVEGUR - RAÐHÚS Vor- um að fá í einkasölu 110,5 fm gott raðhús, sem er tvær hæðir. Í húsinu er 3 svefnher- bergi og í kjallara er þvottaherbergi og geymsla. Laust fljótlega. 4RA - 5 HERB. OG SÉRH. GAUTAVÍK 3JA + BÍLSKÚR Stórglæsileg 3ja herb 121,2 fm íbúð á 2. hæð + 32,2 fm bílskúr. Sérinngangur og sérþvottahús. Stofa ca 50 fm með parketi. Eldhús og baðherbergi með glæsilegum inn- réttingum. Fallegt útsýni. Fullbúinn 32,2 fm bílskúr og geymsla með sjálfv. opnara. Áhv. 6,2 millj. Verð 16,9 millj. Tilv. 29083-1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.