Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 42
42 C ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir ÞÁ ER Norræna meist-arakeppnin í pípulögnumað baki. Í Bella Center íKaupmannahöfn unnu fimm norrænir keppendur hörðum höndum í þrjá daga og einn af þeim var Íslendingurinn Vigfús Baldvin Heimisson. Vigfús Baldvin er tvítugur nemi í pípulögnum, hestamaður frá Búð- ardal, en er í námi hjá fyrirtækinu Rennsli ehf. í Garðabæ. Keppnin fór fram dagana 16.–18. maí og Kaupmannahöfn skartaði sínu fegursta, þótt það skipti ekki miklu máli fyrir þá sem standa á palli og keppa í sinni iðn undir ár- vökulum augum dómara, sem voru jafnmargir og keppendur, og ekki síður undir nærgöngulum og for- vitnum augum áhorfenda. Bella Center er ráðstefnu- og sýn- ingarhöll skammt frá Kastrup- flugvelli og er óskiljanlegt að við hérlendis skulum ekki vera búin að reisa sambærilega byggingu. Það ættu allir að skilja sem koma á hinar hallærislegu kaupstefnur og sýn- ingar í Laugardalshöllinni. En höldum okkur við efnið. Jóakim prins og fleiri fyrirmenni Að sjálfsögðu láta Danir ekki svona tækifæri sér úr greipum ganga til að efna til hátíðlegrar opn- unar, en auk Norrænu meist- arakeppninnar í pípulögnum var viðamikil lagnasýning í Bella Cent- er, þar sýndu allir helstu framleið- endur lagna og tilheyrandi tækja á Norðurlöndum og má þar nefna m. a. Danfoss sem allir þekkja fyrir ofnventlana, Ifö framleiðandi hrein- lætistækja, Grundfos sem framleiðir dælur og danskt fyrirtæki kynnti Mannesmann lagnaefnið frá þýska- landi, sem nú heitir reyndar Mapress. Keppnin fór fram á hringlaga palli og hver keppandi fékk af honum einn fimmta til að athafna sig. Vig- fús Baldvin hreppti þann hluta sem Að lokinni keppni í Bella Center Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Keppendur talið frá vinstri: Peter Hald frá Danmörku, Jens Larsson frá Svíþjóð, Mohamed Akkouh frá Noregi, Vigfús Baldvin Heimisson frá Íslandi og Kari Hongisto frá Finnlandi og Norðurlandameistari í pípulögnum 2001. Opið mánud.–föstud. kl. 9–18 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Maríubakki - góð kaup Góð 4ra herbergja íbúð á 3ju hæð. Góðar innrétt- ingar, parket og flísar á gólfum. Mjög barnvænt hverfi. Húsið er nýklætt með Steni-klæðningu. Eign sem hefur verið haldið vel við. Gott verð. Laus strax. Stigahlíð - 4 herbergja Vorum að fá mjög skemmtil. íbúð á þessum vin- sæla stað. Nýleg eldhúsinnr., baðherb. með glugga og stórar samliggjandi stofur. Hiti í tröppum og gangstígum framan við hús. Góð íbúð á vinsælum stað. 2ja-3ja herbergja Flétturimi - sérinngangur Mjög góð 3ja herb. íbúð með sérinngangi í nýlegu húsi. Vandaðar innréttingar úr mahóní, falleg gólfefni. Þvottahús í íbúð- inni. Gott útsýni. Veghús - bílskúr Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega og vel skipulagða 3-4ra herb. íbúð. Vandaðar nýlegar inn- réttingar, mikið skápapláss. Nýleg hvít/- beyki-innrétting í eldhúsi, flísar á gólfi og borðkrókur við glugga. Stórt baðherbergi. Þvottahús í íbúð. Stór stofa með góðu út- sýni. Notalegt útivistarsvæði fyrir börn. Bílskúr. Íbúð sem vert er að skoða. Blöndubakki - NÝTT Í SÖLU Björt og falleg 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Aukaherb. í kjallara með aðgangi að snyrtingu. Íbúðin er mjög skemmtileg. Stutt í alla þjónustu. Sameignin í góðu standi. Býður uppá mikla möguleika. Dalsel - bílskýli Vorum að fá í einkasölu mjög skemmtilega 4-5 herb. íbúð í barnvænu hverfi. Hring- stigi úr stofu niður í stórt aukaherb. í kjallara sem væri tilvalið sem tóm- stundaherb., til leigu eða fyrir ungling- inn. Stórt stæði í bílgeymslu. Einbýlishús og raðhús Langholtsvegur - raðhús Vor- um að fá mjög gott raðhús á þessum vin- sæla stað. Góður innbyggður bílskúr. 4 svefnherbergi. Stórar samliggjandi stofur og sólstofa. Vel skipulagt hús á vinsælum stað. Brekkusmári - raðhús á tveim hæðum Vorum að fá mjög glæsilegt raðhús á þessum vinsæla útsýn- isstað. Húsið er fullfrágengið á frábærum stað. Sérlega vandaðar innréttingar og gólfefni. Verönd að framan og aftan. Fal- legur garður. Bílskúr og glæsilegt útsýni. Aratún - á einni hæð Vorum að fá í sölu fallegt einbýlishús á þessum skemmtilega stað í Garðabæ. Mjög hent- ug stærð. Skjólgóður garður í góðri rækt. Stór bílskúr og mjög góð sólstofa. Draumahúsið. 4-7 herbergja íbúðir og hæðir Laufvangur - nýtt í Hf. Vel skipu- lögð 110 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlis- húsi. Stórar vestursvalir. Góð gólfefni og innréttingar. Verð 11,4 millj. Starengi - endaíbúð Vorum að fá mjög vel skipulagða 4ra herb. íbúð á 2. hæð með sérinngangi. Vandaðar innrétt- ingar og tæki. Þvottaherb. í íbúð. Sameig- inlegur garður með leiktækjum. Tilvalið fyrir fjölskyldufólk. Hulduborgir - sérinngangur Vorum að fá í sölu fallega 4ra herb. íbúð með stórkostlegu útsýni yfir sundin. Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar, falleg- ar flísar á baði og merbau-parket á íbúð. Glæsilegt eldhús. Suðursvalir, fallegt út- sýni. Sjón er sögu ríkari. Hvassaleiti - 5 herb. - bílskúr Vorum að fá í sölu glæsilega 5 herb. íbúð, 4 svefnherb. og stór stofa. Frábært útsýni til vesturs af svölum. Eldhús með fallegri eldri eikarinnréttingu. Aukaherb. í kjallara. Bílskúr fylgir íbúð. Stór stofa með fallegu útsýni. Gaukshólar - bílskúr Rúmgóð og vel skipulögð 5 herb. íbúð með þrennum svölum og góðu útsýni yfir Reykjavík. Stutt í alla þjónustu og mikið leiksvæði innan seilingar. Tilvalið fyrir fjölskyldufólk. Innbyggður bílskúr - ÚTSÝNI úr íbúð. Bláskógar - einbýlishús Sérlega glæsilegt einbýlishús fyrir vandláta. Parket og flísar á gólfum, nóg skápapláss. Nýbúið að endurnýja eldhús. Arinstofa. Innangengt í bíl- skúr, heilsárs sólstofa. 22 myndir á netinu. Granaskjól - vesturbæ Vorum að fá í einkasölu glæsilega 3ja herb. íbúð í vesturbænum. Stutt á KR-völlinn. Íbúðin skiptist í tvö herb., stóra stofu, eldhús og geymslu. Ekki missa af þessari. Grandavegur - vesturbæ Vor- um að fá í sölu glæsilega 3ja herb. íbúð í vesturbænum. Íbúðin skiptist í tvö herb., stofu, eldhús og geymslu. Gullfalleg íbúð. Barðastaðir - nýlegt hús Mjög falleg 3ja herb. íbúð á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi. Sérsmíðaðar innréttingar frá Brúnás, fallegt kirsuberjaparket á gólfum. Stutt á golfvöllinn. Ekki missa af þessari. Bakkastaðir - sérgarður Mjög glæsileg, fallega innréttuð 3ja herb. íbúð á jarðhæð. Allar innréttingar eru nýlegar, mikið skápapláss. Parket og flísar á gólf- um. Þvottaherb. í íbúð. Góð suðurverönd. Verð 13,2 millj. Berjarimi - nýtt í sölu Falleg 2ja herb. íbúð á jarðhæð með stæði í bílgeymslu. Fallegar innréttingar og gólfefni. Getur verið laus fljótlega. Stórt stæði í bílgeymslu og geymsla. Góð fyrstu kaup. Höfum hafið sölu á vönduðum og rúmgóðum 3ja og 4ra herb. íbúðum í 10 og 12 hæða álklæddum lyftuhúsum. Mjög fallegt út- sýni. Góð staðsetning og stutt í alla verslun og þjónustu. Bygg- ingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum. Ársalir 1-3 - glæsileg álklædd lyftuhús Eldri borgarar Skúlagata 20 - 3ja herb. Mjög glæsileg 3ja herb. íbúð í þessu vinsæla húsi fyrir eldri borgara. Mjög fallegar inn- réttingar, nóg skápapláss, glæsilegt park- et á gólfum. Öll þjónusta innan seilingar. Þessi stoppar stutt við. Grandavegur - einstaklings- íbúð Góð og falleg íbúð með góðu út- sýni. Íbúð sem snýr út að sjónum í húsi fyrir eldri borgara. Innréttingar nýlegar og snyrtilegar, nóg skápapláss, parket. Kleppsvegur - við Hrafnistu Einstaklega falleg 63 fm íbúð fyrir „eldri borgara“ í nýlegu fjölbýlishúsi. Íbúðin er á 7. hæð (efstu hæð). Allar innréttingar eru vandaðar. Öryggishnappar innan íbúðar. 50-60 manna samkomusalur er í sameign. Laus strax. Nýjar íbúðir Maríubaugur - keðjuhús/ein- býli Skemmtilega hönnuð ca 200 fm keðjuhús á einni hæð með innbyggðum 25 fm bílskúr. Húsin standa á útsýnisstað og afhendast að hluta til einangruð og með frágengum veggjum að innan. Tilbúið að utan með lokuðum garði. Glæsilegt út- sýni. Teikningar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu. Grandavegur - 2ja herb. Góð og falleg 2ja herb. íbúð á 3. hæð í húsi fyrir eldri borgara. Innréttingar nýlegar og snyrtilegar, nóg skápa- pláss, parket á stofu, gangi og eld- húsi. Rúmgott baðherb. Sameign í mjög góðu ástandi. Íbúðin er laus strax. Naustabryggja 21-29 - frá- bær staðsetning Nýjar og glæsi- legar 3-8 herb. íbúðir á þessum skemmti- lega stað. 3-4 herb. íbúðirnar verða af- hentar fullbúnar án gólfefna nema á bað- herbergi og þvottahúsi þar sem verða flís- ar. Íbúðirnar verða með vönduðum inn- réttingum. „Penthouse“-íbúðir verða af- hentar tilbúnar til innréttinga. Allar íbúðirn- ar verða með sérþvottahúsi. Bílgeymslur fylgja flestum íbúðunum. Að utan verða húsin álklædd. Afhending í júlí nk. Bygg- ingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýs- ingar hjá sölumönnum. Barðastaðir 7-9 - glæsileg lyftuhús Glæsilegar og rúmgóðar 3ja herb. íbúðir í nýjum sex hæða lyftuhúsum. Einnig er 165 fm „penthouse“-íbúð á tveimur hæðum. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar með glæsilegum innréttingum en án gólfefna, nema á þvottahúsi og baði verða flísar. Allar íbúðir með sérþvotta- húsi. Fallegt umhverfi með frábæru útsýni og fjallasýn. Stutt á golfvöllinn. Byggingar- aðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Íbúðir lausar til afhendingar strax. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.