Morgunblaðið - 03.07.2001, Page 46
Í
HJARTA nýju Berlínar – á
mótum fyrrverandi austurs og
vesturs – teygir sig þónokkur
skógur yfir nokkurra hektara
stórt svæði. Á íslenskan mælikvarða
verður þetta allavega að kallast
skógur enda þótt hér kallist svæðið
garður.
Þetta svæði er að vísu sundur-
skorið af mörgum umferðaræðum,
m.a. breiðgötu 17. júní sem endar
austanmegin á Brandenburger-hlið-
inu. En þetta gróna svæði skera
einnig skipaskurðir og minni síki.
Auk þess eru margar litlar tjarnir
vítt og breitt um það.
Við suðurhlið þessa skemmtilega
gróna svæðis liggur Tiergarten-
strasse. Við köllum hana einfaldlega
Dýragarðsgötuna. Hún liggur frá
Potsdamer Platz og að norrænu
sendiráðunum. En þau eru eins og
flestir vita öll saman á einum bygg-
ingarreit.
Skemmtileg byggingarheild
Þetta er að mörgu leyti skemmti-
leg byggingarheild, a.m.k. séð utan
frá. Og við fyrstu sýn virðist þessi
græna byggingarheild – með upp-
hengdum grænum einingum – en á
milli þeirra glittir í innri bygging-
arnar – vera eins konar yfirlýsing
Norðurlandanna um vistvæna stefnu
í arkitektúr.
En þegar betur er að gáð er svo
ekki. Græna forhengið er aðeins eitt-
hvað sem þjóðirnar fimm gátu komið
sér saman um. Enda er grænn litur
sá eini sem er ekki í þjóðfánum
þeirra. Eitthvað sem tekið er eftir og
auðvelt er að finna.
Án þess að gera þessum fimm
byggingum – reyndar sex því ein
byggingin er sameiginlegt „fælles-
hus“ – nein endanleg skil í þessum
pistli, þá skal þess getið að allt innra
umhverfi norræna sendiráðsþorps-
ins er alltof dauðhreinsaður og frá-
hrindandi embættisarkitektúr fyrir
minn smekk. Meira að segja „den
danske hygge“ – aðalsmerki dönsku
þjóðarinnar – er lítt sjáanleg í þeirra
deild. En meira um það seinna.
Við áðurnefnda Dýragarðsgötu
eru mörg önnur sendiráð og fleiri
sparihús þýðingarmikilla hug-
myndafræða. Austurríkismenn eru
að láta leggja lokahönd á sitt nýja
sendiráð þar. Þessi bygging er einn-
ig græn að útliti en einhvernveginn
endar samlíkingin við norrænu
sendiráðin þar.
Grænt form hennar er eins og til-
gangslaust og fremur klossað. Ind-
verskt sendiráð úr rauðum sand-
steini er einnig nýfullgert við
götuna. Látlaus bygging með
skemmtilega lausn á girðingunni á
lóðarmörkum sem bæði uppfyllir nú-
tímaskilyrði um innra öryggi en virð-
ist einnig vera algerlega galopið.
Þá er gamla ítalska sendiráðið í
endurbyggingu við götuna. Þetta er
fornleg bygging með skírskotun í
form endurreisnartímabilsins og
manni dettur ósjálfrátt Palladio í
hug. Þá er þar einnig glæný bygging
landsins Baden Württenberg.
Menntaskóli Jesúíta hefur og fengið
þarna pláss.
Þeim sem er ókunnugt um valda-
hlutföll heimsins gæti komið á óvart
af hverju þessi armur kaþólsku
kirkjunnar hafi fengið lóð við þessa
sérstöku götu? Við hin skiljum það
hins vegar mætavel. Til viðbótar er
þarna svo listiðnaðarsafn Berlínar-
borgar.
Stofnun Konrads Adenauers
Endahúsið við götuna á móti nor-
ræna sendiráðinu er síðan stofnun
Konrads Adenauers, fyrsta kanslara
Vestur-Þýskalands eftir seinni
heimsstyrjöldina. Það að byggja
stofnun yfir stjórnmálamenn sína
hafa Þjóðverjar líklega tekið upp eft-
ir Bandaríkjamönnum sem reisa
risastórar byggingar til minningar
um hvern einasta forseta sinn.
Húsið er látlaus og tignarleg
bygging og ef myndin prentast vel
getum við séð að listamaðurinn okk-
ar, Tolli, er þarna með sýningu um
þessar mundir. Án efa var það m.a.
Tolla til heiðurs að fyrir nokkrum
dögum kom fram í fréttaviðtali hér
ytra að íslenski sendiherrann ætlaði
að bjóða stjórnmálamönnum að
smakka íslenskt brennivín í þessari
sömu stofnun.
Við enda Dýragarðsgötu liggur
Hofjägeralle/Klingelhöferstrasse og
þar við hliðina á norrænu sendiráð-
unum er nýbygging mexíkanska
sendiráðsins. Þessi bygging minnir
óneitanlega dálítið á spilaborg sem
er að því komin að hrynja. Ef til vill á
húsið að vera tákn fyrir alþjóðlegu
dómínókenninguna svokölluðu.
En hún felur í sér að með því að
koma einu lykilríki fyrir kattarnef
hrynji smærri ríkin hvert af öðru á
eftir. Alla vegna er það vel að þessi
bygging stendur í Þýskalandi en
ekki í Mexíkó því jarðskjálftar eru
mun fátíðari hér en í Mexíkó.
Framhald Dýragarðsgötu við nor-
rænu sendiráðin heitir Stülerstrasse
og er leiðin niður í gamal miðbæ
Vestur-Berlínar. Þar beint á móti
norrænu sendiráðunum er eitt at-
hyglisvert hús í viðbót sem var reist
fyrir um fimmtán árum. Þetta er
reyndar íbúðarhús og vel falið af
háum trjám. Það er teiknað af arki-
tektinum og „Íslandsvininum“ Rob
Krier.
Krier er einn af þeim arkitektum
sem hefur gefið nútíma-Berlín sinn
nýja svip. Hann er þekktur í Evrópu
fyrir brautryðjendastarf sitt á sviði
póstmódernisma í arkitektúr.
Reyndar hélt hann fyrirlestur um
starf sitt í Myndlista- og handíða-
skólanum veturinn 1976–77 á ferða-
lagi um Reykjavík. En fáir íslenskir
menningarvitar vissu þá hver mað-
urinn var.
Samspil boga og kassa
Sem fyrr hefur Krier komið
brjóstmynd af manneskju fyrir á
framhlið þessa íbúðarhúss og það
gefur henni mjög sérstæðan svip. Að
öðru leyti eru öll helstu einkenni
formsköpunar hans á húsinu: Sam-
spil boga og kassa. Stigahúsin sem
sérstæð formeining – yfirbyggður
rampi – utan á byggingunni sem um
leið gefur íbúum hússins nýja rým-
istilfinningu fyrir aðkomunni að
íbúðum sínum.
Þar með eru helstu hús í nágrenni
Dýragarðsgötunnar upptalin. Hvert
og eitt þeirra væri efni í langa um-
fjöllun út frá margslungnum sjónar-
hólum arkitketúrs. Hér er hins veg-
ar plássins vegna – valinn sá kostur
að fjalla lauslega um fleiri en eina
byggingu á sama svæði. Með örfáum
myndum.
Því satt að segja er þvílíkt magn af
athyglisverðum byggingum hér í
Berlínarborg að erfitt er að velja úr
hópnum.
Sendiráð Austurríkis í byggingu. Indverska sendiráðið.
Nágrenni
Dýragarðs-
götu í Berlín
Við fyrstu sýn virðist þessi græna byggingarheild
vera eins konar yfirlýsing Norðurlandanna um
vistvæna stefnu í arkitektúr. Einar Þorsteinn hönn-
uður fjallar hér m.a. um sendiráðsbyggingar
Norðurlandanna í Berlín.
Stofnun Konrads Adenauers.
Sendiráð Mexíkó.
Íbúðarhús hannað af Rob Krier, framhlið.
Ljósmynd/Einar Þorsteinn
Norrænu sendiráðin.
Inngangurinn í norrænu sendiráðin.
kingdome@mailberlin.net
46 C ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir