Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 1
2001  ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ BLAÐ B 14.900 SALOMON X-ADV 7 3.990 MCKINLEY TRAIL 5.370 7.990 MCKINLEY ENGINA MCKINLEY IMPULSE 28 5.600 MCKINLEY SHORE • Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • sími 510 8020 • www.intersport.is Kynntu þér klúbbinn 5.990 MONTGOMERY PANT B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A LEIKMENN SEX LIÐA KOSTA MINNA EN VERON / B12 BELGINN Jacques Rogge var í gær kjörinn forseti alþjóðaólymp- íunefndarinnar, IOC, til næstu átta ára, í atkvæðagreiðslu sem fram fór í Moskvu. Rogge tekur við af Spánverjanum Juan Anton- io Samaranch sem gegnt hefur forsetaembættinu í 21 ár. Belginn tryggði sér sigurinn í annarri um- ferð kosninganna. Bandaríkjamaðurinn Anita DeFrantz datt út í fyrstu umferð kosninganna en í annarri umferð- inni keppti Rogge við S-Kór- eubúann Kim Un-Yong, Kan- adamanninn Dick Pound og Ungverjann Pal Schmitt og bar þar sigur úr býtum. Hann fékk 59 atkvæði en næstur í röðinni var Kim Un-Yong, sem hlaut 23 at- kvæði. Rogge er 59 ára gamall. Hann er fyrrverandi heimsmeistari í snekkjusiglingum og tók sjálfur þátt í þrennum Ólympíuleikum. Mútu- og spillingarmál hafa oft sett ljótan svip á starf alþjóðaól- ympíunefndarinnar á und- anförnum árum en Rogge, sem hefur átt sæti í nefndinni í tíu ár, hefur ekki flækst inn í nein hneykslismál og hefur hlotið við- urnefnið „herra hreinn“. Rogge kjörinn forseti IOC Karlalandsliðið í handknattleikleikur ellefu leiki á lokasprett- inum fyrir úrslitakeppni Evrópu- mótsins í Svíþjóð í vetur. Nú síðast var gengið frá því að liðið tekur þátt í sterku fjögurra liða móti í Dan- mörku um miðjan janúar og það verður lokaverkefnið fyrir EM. Mótherjar í Danmörku verða, auk heimamanna, heimsmeistaralið Frakka og Þjóðverjar. Þetta verður annað mót liðsins á stuttum tíma því í byrjun janúar tekur Ísland þátt í móti í Noregi og mætir þar heima- mönnum, Dönum og Egyptum. Að auki fara fimm leikir fram hér á landi, Norðmenn koma í nóvember og spila þrjá leiki og Þjóðverjar í janúar og spila tvo leiki. „Með þessu er dagskráin fyrir EM fullfrágengin, enda er ekki hægt að koma fyrir fleiri leikjum á þessum tíma. Hins- vegar gæti bæst við verkefni í lok september, en það er enn í athugun,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, við Morgunblað- ið. Handknattleikslandsliðið á sterkt mót í Danmörku ÞRÍR ættliðir hnepptu allir gull í keppni kvenna á landsmótinu. Mæðgurnar Petrún Jónsdóttir og Hulda Elma Jónsdóttir urðu meistarar í blaki kvenna, en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í kvennablaki. Móðir Petru og amma Huldu Elmu, Elma Guð- mundsdóttir, gerði sér lítið fyrir og var í sveit UÍA sem sigraði í golfi kvenna. Þetta sýnir að landsmót ungmennafélganna eru mót þar sem allir geta tekið þátt og Austfirðingar geta verið stolt- ir af Norðfirðingunum þremur. UÍA sigraði mjög örugglega í blaki kvenna enda vart við öðru að búast, lið Þróttar frá Neskaup- stað, sem skipaði lið UÍA, fékk litla mótspyrnu á Íslandsmótinu í vetur og því vart við því að búast að stúlkurnar fengju mikla mót- spyrnu á landsmótinu. Morgunblaðið/Þorkell Gull á línuna... Elma Guðmundsdóttir, Hulda Elma Jónsdóttir og Petrún Jónsdóttir, þrír ættliðir með gull. Þrír ættliðir fengu gull ■ Fréttir frá Landsmótinu og úrslit eru á B6,B7,B8,B9,B10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.