Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lokeren fékk skell á heimavelligegn enska félaginu Newcastle, 0:4, í 3. umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu á laug- ardaginn. Enska lið- ið lék mjög vel og sýndi Sven Göran Ericsson, landsliðs- þjálfara Englands sem var á meðal áhorfenda, flestar sínar bestu hliðar. Shola Ameobi skoraði tvö markanna og þeir Wayne Quinn og Lua Lua sitt markið hvor. Arnar Grétarsson var fyrirliði Lokeren í leiknum og var næst því að skora þegar hann átti fast skot af 25 metra færi en Shay Given, mark- vörður Newcastle, sló boltann í markvinkilinn og aftur fyrir. Arnar Þór Viðarsson lék á miðjunni hjá Lokeren og barðist vel en Auðun Helgason var bakvörður og átti í erf- iðleikum með hina fljótu leikmenn Newcastle. Rúnar Kristinsson lék ekki með vegna meiðsla. Þetta var fyrri leikur liðanna og sá síðari, sem fram fer í Newcastle um næstu helgi, er nánast formsatriði. Arnar fyrirliði gegn Newcastle Kristján Bernburg skrifar frá Belgíu  GUÐMUNDUR Mete, leikmaður með sænska liðinu Malmö FF, mun leika í dag æfingaleik með danska liðinu FC Midtjylland gegn þýska liðinu Wolfsburg.  HVORKI Rakel Ögmundsdóttir né Margrét Ólafsdóttur léku með bandarísku atvinnuliðinu Phila- delphia Charge er það sigraði San Diego Spirit 3:0 á laugardagsnótt. Charge heldur sér í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum.  JÓHANNES Karl Guðjónsson lék ekki með RKC Waalwijk vegna meiðsla þegar lið hans tapaði, 1:2, á heimavelli fyrir 1860 München frá Þýskalandi í 3. umferð Intertoto- keppninnar í knattspyrnu á sunnu- daginn. Þetta var fyrri leikur lið- anna.  HEIÐAR Helguson skoraði fyrra mark Watford sem sigraði utan- deildarliðið Aylesbury, 2:1, í fyrsta leiknum undir stjórn Gianluca Vialli.  HARALDUR Ingólfsson lék allan leikinn í liði Raufoss í norsku 1. deildinni á sunnudag. Raufoss gerði 2:2 jafntefli við Tromsdalen í Tromsö og nýr þjálfari Raufoss, Dag Opjordsmoen, stjórnaði liðinu. Op- jordsmoen hóf tímabilið hjá úrvals- deildarliðinu Bodö/Glimt en tók pokann sinn fyrr í sumar. Raufoss er í 11. sæti af alls 16 liðum. Steinar Adolfsson lék ekki með liði Kongs- vinger sem tapaði um helgina.  KATRÍN Jónsdóttir, leikmaður Kolbotn í Noregi, og Erla Hendriks- dóttir, leikmaður Frederiksberg í Danmörku, hafa verið valdar til að leika sem eldri leikmenn með 21-árs landsliði kvenna á opna Norður- landamótinu í Noregi síðar í þessum mánuði. Ísland er þar í riðli með Danmörku, Þýskalandi og Banda- ríkjunum.  KATRÍN fær þar tækifæri til að endurheimta landsleikjametið í þess- um aldursflokki. Hún hefur leikið 23 leiki með 21-árs liðinu en Margrét Ólafsdóttir, sem spilaði sem eldri leikmaður í fyrra, er með 24.  SIGRÚN Fjeldsted hafnaði í 17. sæti í spjótkasti á heimsmeistara- móti unglinga í frjálsum íþróttum í Ungverjalandi. Sigrún kastaði 42,22 metra og komst ekki í úrslit en 43,35 þurfti til að komast áfram.  ÁSDÍS Hjálmsdóttir keppti einnig í spjótkasti og hafnaði í 28. sæti með því að kasta spjótinu 36,39 m sem er langt frá hennar besta árangri, en það eru 43 metrar sléttir.  ÁSDÍS keppti auk þess í kringlu- kasti á mótinu og hafnaði í 19. sæti með því að kasta 37,84 metra.  JONATHAN Edwards náði um helgina öðrum besta tíma ársins í þrístökki á breska úrtökumótinu í frjálsum íþróttum. Edwards stökk 17,59 metra en hann á sjálfur besta stökk ársins en það er 17,66 metrar og náði hann því 1. júlí í Glasgow.  RÚSSAR héldu meistaramót sitt í frjálsum íþróttum um helgina og var það jafnframt úrtökumót fyrir HM í Edmonton. Stangarstökkvarinn Svetlana Feofanova fór auðveldlega yfir 4,70 m og reyndi við nýtt heims- met, 4,82 m, í aðeins einni tilraun en mistókst. Hún vildi ekki reyna aftur þar sem hún sagðist vera að spara sig fyrir HM.  JAKUP Mikkelsen, landsliðs- markvörður Færeyinga í knatt- spyrnu, er genginn í raðir norska úr- valsdeildarliðsins Molde, lið Bjarna Þorsteinssonar. Mikkelsen kemur til Molde frá danska liðinu Herfölge en samningur hans við félagið var út- runninn.  RETIEF Goosen frá S-Afríku bar sigur úr býtum á opna skoska meist- aramótinu í golfi sem lauk um helgina. Goosen, sem fyrr í sumar- sigraði á opna bandaríska mótinu, hafði forystuna allan tímann og lauk keppni á 268 höggum eða 16 höggum undir pari vallarins. Daninn Thomas Björn varð annar á 270 höggum. FÓLK Innáskipting Milans Stefáns Janko-vic, þjálfara Grindvíkinga, í leik- hléinu reyndist mjög dýrmæt þegar upp var staðið. Hann setti Róbert Sig- urðsson og Sverri Þór Sverrisson inná í stað Goran Lukic og Paul McShane og það tók varamenn- ina ekki nema tvær mínútur að stimpla sig inn í leikinn. Róbert átti þá frábæra fyrirgjöf frá hægri kanti, beint á kollinn á Sverri sem skoraði gott mark. Eftir markið hugsuðu Grindvíkingar fyrst og fremst um að halda fengnum hlut. Þeir bökkuðu vel aftur á völlinn og þrátt fyrir harð- ar sóknir heimamanna í síðari hálf- leik náðu þeir ekki jafna metin. Kefl- víkingar lögðu allt í sölurnar en allt kom fyrir ekki og Grétar Ólafur Hjartarson náði að reka nagla í lík- kistu heimamanna, þegar hann skor- aði annað markið úr skyndisókn þremur mínútum fyrir leikslok. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna ófaranna frá því í 1. umferð- inni. Keflvíkingar fóru með öll stigin frá Grindavík um miðjan maí en í gær urðu þeir að sætta sig við fyrsta ósigurinn á heimavelli í sumar. Stangarskot Hólmars Leikur liðanna á fallegum Kefla- víkurvelli bauð upp á ágæt tilþrif og ef leikmenn hefðu verið á skotskón- um er víst að mörkin hefðu orðið fleiri. Keflvíkingar voru allan tímann heldur sterkari úti á vellinum en sterk vörn Grindvíkinga, góður leik- ur Alberts í markinu og klaufaskap- ur heimamanna urðu þess valdandi að þeir töpuðu leiknum. Grindvíking- ar léku agað, þeir sóttu með frekar fáum mönnum og eftir markið í upp- hafi síðari hálfleiks settu liðsmenn Grindvíkinga öryggið á oddinn. Minnstu munaði að Hólmari Rúnars- syni tækist að jafna metin, en þrumuskot hans á 54. mínútu small í stönginni og 20 mínútum fyrir leiks- lok fékk Þórarinn Kristjánsson mjög gott færi en Grindvíkingar náðu að bægja hættunni frá á síðustu stundu. Lokakaflinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Grindvíkinga sem náðu að verjast fimlega, en þess ber þó að geta að Keflvíkingar fóru oft illa að ráði sínu í fyrirgjöfunum fyrir markið sem flestar enduðu í höndum Alberts markvarðar. „Þetta var frekar slakt hjá okkur og það virðist vera alltaf þannig að ef við lendum undir þá erum við í vand- ræðum. Mér fannst Grindvíkingar betri aðilinn og meiri sigurvilji hjá þeim. Við vorum kannski óheppnir að ná ekki að jafna en það liggur ljóst fyrir að við þurfum að styrkja varn- arleikinn ef við ætlum að vera með í toppbaráttunni,“ sagði Haukur Ingi Guðnasonvið Morgunblaðið eftir leikinn. Ragnar Steinarsson, Hólm- ar Rúnarsson og Gunnar Oddsson voru einna bestir í liði heimamanna, sem skorti einhvern neista í lið sitt að þessu sinni. Framherjarnir knáu Guðmundur Steinarsson og Haukur Ingi fengu úr litlu að moða og allt og oft voru Keflvíkingar seinir fram á völlinn í stað þess að sækja hratt á vörn Grindvíkinga. Grindvíkingar fögnuðu sigrinum vel enda þýðingarmikill fyrir þá og gott veganesti í komandi leiki en Grindvíkinar hafa setið eftir hvað fjölda leikja varðar. „Við Sverrir fengum þau skilaboð frá þjálfaranum að reyna að hressa upp á sóknarleikinn og ég held að það hafi tekist sæmilega. Þetta var kærkominn sigur enda liðinn einn mánuður síðan við unnum leik í deildinni síðast,“ sagði Grindvíking- urinn Róbert Ó. Sigurðsson, en hann kom frískur inná í síðari hálfleik. Al- bert átti fínan leik í markinu en vörn- in, með Ólaf Örn Bjarnason í broddi fylkingar, var besti hluti liðsins og það sem Grindvíkingar höfðu kannski meira umfram Keflvíkinga var meiri barátta og sigurvilji. Náðu hefndum Morgunblaðið/Arnaldur Keflvíkingurinn Hjálmar Jónsson sækir hér að Grindvíkingnum Sinisa Kekic í leik liðanna á Kefla- víkurvelli í gærkvöldi. Kekic og félagar unnu mikilvægan sigur. GRINDVÍKINGAR halda enn í vonina um að blanda sér í topp- baráttuna eftir sætan sigur á grönnum sínum í Keflavík, 2:0. Grindvíkingar komust með sigr- inum upp fyrir Íslandsmeistara KR í sjöunda sæti deildarinnar. Þeir hafa tólf stig en eiga tvo leiki til góða og geta með sigri í þeim leikjum skotist upp að hlið Fylkis í efsta sæti. Guðmundur Hilmarsson skrifar                             !  " !                         " !              !     "#$ %&&    '  ( )* +,  - ./$    0  1 2 ) 3  ( )* )* + +, - &  #/$ 5 &    6  5  7  & 52  ' 2& &  89:  ( 2 ;   # $% & '(($ <5 =5  !)    $$*  +    >,  & , %(( 1 -    * +  *? <5  5& -   # -  .   *    '   ;5    9 9 / 9. ? 9   // < 3= '< , '+ @  A -)  0  1)  @  7+ @ * B   C !4,   .$   3@ 5 .$ 4  D   "/$  )   -    ); &  5 ); & -   :9/012 :/312 Hættir Bjarki? BJARKI Gunnlaugsson, knattspyrnumaður hjá enska 1. deildarlið- inu Preston, gekkst undir aðgerð á mjöðm þann 10. maí sl. og í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Bjarki ekki vera alltof bjartsýnn á að hann léki knattspyrnu á Englandi á næstunni. „Tveimur dögum fyrir keppnistímabilið 1999-2000 varð ég fyrir meiðslum á nára og allar götur síðan hef ég ekki getað æft eins og vera ber, enda var alltaf eins og ég væri tognaður á nára. Eftir síðasta leikinn í vor fór ég í speglun á mjöðminni og þá kom í ljós rifa við mjaðmarskálina og einnig var mjaðmarkúlan eitthvað far- in að láta á sjá.“ Bjarki fór á dögunum út til Preston og ætlaði sér að byrja að æfa með liðinu, en snéri fljótlega til Íslands aftur. „Það eru sjö vikur frá því aðgerðin fór fram og satt best að segja er ég ekkert alltof bjartsýnn á að ég sé að fara leika knattspyrnu á næstunni. Ég er ekki í ástandi til að fara sparka í bolta og því fór ég til Ís- lands.“ Á fimmtudag mun Bjarki hitta sérfræðinginn sem gerði aðgerð- ina í Cambridge og mun þá í samráði við hann taka ákvörðun um framhaldið. „Eins og staðan er í dag verður niðurstaðan líklega sú að ég bíð í nokkrar vikur enn, en ef ég get ekki æft þá er ég á heimleið,“ sagði Bjarki.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (17.07.2001)
https://timarit.is/issue/249379

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (17.07.2001)

Aðgerðir: