Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ  ÓLAFUR Þór Gunnarsson, mark- vörður ÍA, varði sína þriðju víta- spyrnu í röð í úrvalsdeildinni í leikn- um við FH. Hann varði einnig frá Sævari Þór Gíslasyni gegn Fylki í 8. umferð og frá Kristófer Sigurgeirs- syni úr Breiðabliki í 5. umferð.  ÓLAFUR Þór náði ekki að verja vítaspyrnu í úrvalsdeildinni í fyrra. Þá fór hann hins vegar á kostum í bikarkeppninni og varði fjórar spyrn- ur í leikjum gegn Grindavík og FH, þrjár þeirra í vítaspyrnukeppni.  HJÖRTUR Hjartarson skoraði sitt níunda mark í úrvalsdeildinni í sumar í leiknum við FH og hefur nú gert jafnmörg mörk og allt lið FH á tíma- bilinu.  HJÖRTUR skoraði bæði mörk ÍA gegn FH þegar liðin gerðu jafntefli, 2:2, í fyrstu umferðinni í vor og gerði því öll mörk Skagamanna í leikjum sínum við Hafnfirðinga í deildinni.  HJÖRTUR var fyrsti leikmaðurinn til að skora gegn FH í Krikanum í ár en fyrir leikinn höfðu FH-ingar hald- ið marki sínu hreinu á móti, KR, Val, Fram og Fylki.  ÍA hefur ekki tapað í síðustu fimm heimsóknum sínum í efstu deild í Kaplakrika. FH vann síðast árið 1990 en síðan hefur ÍA sigraði fjórum sinn- um og einu sinni orðið jafntefli. Þetta var 17. sigur ÍA í 32 leikjum félag- anna í efstu deild. Þá hafa Skaga- menn níu sinnum haldið hreinu í 16 heimsóknum sínum í Kaplakrika og skorað þar 35 mörk gegn aðeins 11.  LOGI Ólafsson, þjálfari FH, stillti upp sama byrjunarliði hjá Hafnar- fjarðarliðinu áttunda deildaleikinn í röð.  HILMAR Björnsson fór meiddur af leikvelli á 67. mínútu. Hilmar tognaði aftan í vinstra læri og óvíst hvort hann geti leikið með FH gegn ÍBV í bikarkeppninni á sunnudaginn.  VARNARMAÐURINN sterki úr ÍBV, Páll Hjarðar Almarsson, varð fyrir því óláni í leiknum gegn Breiða- bliki að lenda í samstuði við félaga sinn, Kjartan Antonsson, með þeim afleiðingum að sauma þurfti 6 spor í kinn eftir að takki á skó Kjartans fór í andlit Páls Hjarðars.  TÓLFTI leikmaðurinn bættist í lið Eyjamanna í upphafi síðari hálfleiks þegar hundur hljóp inn á miðjan völl. En Valgeir Yngvi Árnason, vallar- vörður í Eyjum, var snar í snúning- um og kippti Snata út af.  ATLI Jóhannsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann tryggði ÍBV sigur á Breiðabliki. Hann er sonur Jóhanns Georgssonar sem lék með ÍBV um árabil.  ÍBV vann sinn fjórða heimasigur í röð á Breiðabliki í efstu deild og Blik- ar hafa aðeins einu sinni sótt þrjú stig til Eyja í deildinni frá árinu 1981, í ell- efu heimsóknum. Það var árið 1995 þegar þeir unnu 3:2 á Hásteinsvelli.  NÝR leikmaður Eyjamanna, Tommy Schram, var samherji Birkis Kristinssonar, markvarðar ÍBV, hjá Bolton veturinn 1998.  ÓLAFUR Páll Snorrason, ung- lingalandsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við 3. deildarlið Fjölnis. Hann hefur leikið með ung- linga- og varaliði Bolton í Englandi tvö undanfarin ár en hætti þar í vor. Ólafur lék með Fjölni í yngri flokk- unum en hafði skamma viðdvöl í Val áður en hann fór til Englands.  SIGURÐUR Karlsson, sem lék með Fylki í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í fyrra, er genginn til liðs við 2. deildarlið Aftureldingar. Sigurður fór í raðir Stjörnunnar í vetur en lék ekkert með félaginu.  OFT hefur verið talað um að Leift- ur í Ólafsfirði tefli fram fjölþjóðaliði í knattspyrnunni en heimamenn eiga þó líka efnivið. Í leiknum gegn ÍR sl. laugardag komu tveir 16 ára guttar inn á sem varamenn í seinni hálfleik, Orri Rúnarsson og Hörður Helga- son. Eru þeir yngstu leikmenn Leift- urs sem tekið hafa þátt í meistara- flokksleik. FÓLK FH-ingar fengu mjög umdeildavítaspyrnu á 18. mínútu er Gunnlaugur Jónsson veiddi boltann að því er virtist á fullkomnlega lögleg- an hátt frá Jóhanni Möller, FH-ingi. „Þeir fengu gefins vítaspyrnu og ég verð bara að segja eins og er að ég hef ekki séð annað eins í nokkur ár í deildinni – að dómarinn skuli hafa fallið fyrir svona látbragði hjá Jóhanni Möller. Hann reyndi þetta oftar í leiknum en fékk ekki spjald. Eftir þetta var leikurinn bara slagur og við höfð- um yfirhöndina,“ sagði Ólafur. Skagamenn hafa löngum verið þekktir fyrir mikla baráttu og var það helst hún sem skilaði þeim sigrinum gegn FH. „Við börðumst betur í dag. Þetta var kannski ekki fallegur leikur á að horfa en bar- áttan var í fyrrirúmi,“ sagði Ólafur sem á hrós skilið fyrir að koma Skagaliðinu jafn vel saman og raun ber vitni þar sem margir ungir leikmenn spila lykilhlutverk. „Ungu strákarnir fjórir stóðu sig frábær- lega og börðust fyrir sínu hlut- verki. Ég var mjög ánægður með þá og liðið í heild. Það hefði mátt vera fallegra spil á köflum en ef menn skoða völlinn sjá þeir kannski að það er erfitt að spila fótbolta í þúfum,“ bætti Ólafur við. ÍA vel að sigrinum komið Logi Ólafsson þjálfari, FH, var Ólafi að nokkru leyti sammála. Hann taldi baráttu Skagamanna erfiða við að eiga, enda þekkir hann hana vel þar sem hann þjálfaði liðið fyrir tveimur árum. „Það er erfitt að spila á móti Skagamönnum þeg- ar þeir eru í þessum ham,“ sagði Logi. „Þeir byrja alla leiki af mikl- um krafti. Það er því nauðsynlegt á móti þeim að sleppa í gegnum fyrsta hálftímann en við sofnuðum gersamlega á verðinum þegar við fengum á okkur þetta mark. Þar var mjög illa að verki staðið af okk- ar hálfu. Svo fór víti forgörðum hjá okkur og svo sýndist mér Hannes Þ. Sigurðsson vera í góðu færi en ég held að þar með séu færi okkar í leiknum upptalin,“ sagði Logi og vildi meina að Skagamenn hafi uppskorið líkt og þeir sáðu. „Markmið okkar hefur í raun ekkert breyst. Við ætluðum að reyna að tryggja stöðu okkar í deildinni og við höfum ekki enn náð því markmiði svo við stefnum að því,“ sagði Logi sem fann fáa já- kvæða punkta í sínu liði. „Það já- kvæðasta hjá liðinu var að við vor- um að reyna. Það hins vegar dugði ekki til. Ég er ekki ánægður með framgang minna manna á vellinum. Ég tel að við höfum fallið í þá gryfju að láta pirra okkur þegar þeir komu með þessum fítonskrafti. Ég held að Skagamenn séu bara vel að þessum sigri komnir,“ sagði Logi og bætti við að erfitt hafi ver- ið að brjótast í gegnum vörn Skagamanna. „Varnarleikur alls liðsins var góður og þeir börðust allir eins og ljón frá aftasta manni til fremsta,“ sagði Logi. „Þeir voru stein- sofandi í byrjun“ SKAGAMENN fögnuðu ákaft stigunum þremur sem þeir náðu gegn FH í Kaplakrika í gær. Eina mark leiksins kom snemma og virtist sem engin ferðaþreyta sæti í Skagamönnum. „Þeir voru steinsof- andi í byrjun leiks og við nýttum okkur það og vorum klaufar að setja ekki eitt eða tvö mörk í viðbót á þá,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, í leikslok. Eftir Írisi Björk Eysteinsdóttur Skagamenn hófu leikinn af ótrú-legum krafti og átti Ellert Björnsson góða sendingu fyrir strax á 2. mínútu. Daði Lárusson, markvörður FH, greip boltann þó rétt áður en Kári Steinn Reynisson náði til hans og lá meiddur eftir á vellinum. Daði hristi meiðslin þó af sér enda enginn vara- markvörður á bekk FH-inga. Aðeins tveimur mínútum síðar var Ellert aftur á ferðinni er hann bjó til eina mark Skagamanna. Markahrókurinn Hjörtur Hjartar- son virðist vera snillingur í að koma sér á réttan stað á réttum tíma og bætti við sínu níunda marki í sumar. Gífurlegur hraði var í leiknum í framhaldinu og harla ólíklegt að leikmenn næðu að halda út af því- líkum krafti. Á 18. mínútu fengu FH-ingar um- deilda vítaspyrnu. Erlendur Eiríks- son, dómari leiksins, taldi Gunnlaug Jónsson brjóta á Jóhanni Möller í teignum. Skagamenn voru því ekki sammála enda virtist Gunnlaugur ná boltanum af Jóhanni á fullkomn- lega löglegan hátt. Markvarsla Ólafs Þórs Gunnarssonar, ÍA, tryggði að réttlætinu yrði fullnægt en hann varði með glæsibrag. Þetta var þriðja vítaspyrnan í röð sem Ólafur ver og hann nú orðin þekkt- ur vítabani. Nokkur harka færðist í leikinn í framhaldi af þessu. Baldur Bett átti tvö ágæt skot utan teigs. Skaga- menn héldu áfram að verjast óað- finnanlega í síðari hálfleik og von- laust fyrir FH að finna glufur að marki. Jón Þ. Stefánsson sem hefur verið mjög skæður í sumar fékk lít- ið að athafna sig gegn Pálma Har- aldssyni bakverði sem hélt honum algerlega í skefjum. Varnarmaðurinn Róbert Magn- ússon komst einna næst því að skora fyrir FH eftir hornspyrnur. Tveir skallar hans rötuðu ekki rétta leið og er hann fékk ágætt skotfæri á markteig hitti hann ekki boltann. Varamaðurinn Hannes Þ. Sigurðs- son fékk einnig ákjósanlegt færi fyrir FH en skaut framhjá. Skagamenn fengu ekki mörg færi í síðari hálfleik. Hjörtur skoraði annað mark sem var dæmt af sök- um rangstöðu. Baldur Aðalsteins- son átti svo lokafæri leiksins er skalli hans hafnaði í þverslá. Hörður Magnússon var heppinn að fá ekki spjald er hann sló til Hjálms undir lokin. Í kjölfarið fylgdu nokkrir pústrar milli leik- manna en allir sluppu þeir án þess að fá spjald. Sigur Skagamanna var sanngjarn þrátt fyrir að hann hafi verið naum- ur. Ólafi Þórðarsyni, þjálfara, hefur tekist að púsla liðinu saman á áhrifaríkan hátt. Ellert kom inn í liðið í stað Haraldar Hinrikssonar og stóð sig með mikilli prýði og skapaði oft usla í fyrri hálfleik. Gunnlaugur Jónsson steig vart feil- spor í leiknum og félagar hans þeir Pálmi, Reynir Leósson og Hjálmur voru vel samstilltir. Í liði Skaga- manna voru þrír 19 ára piltar, þeir Ellert, Hjálmur og Grétar Rafn Steinsson sem allir stóðu sig vel og sýndu að ekki vantar efniviðinn á Skaganum. FH-ingar léku ágætlega í vörn- inni ef frá er talið upphaf leiksins. Framherjar þeirra sýndu þó engan veginn sitt rétta andlit og vantaði meira hugmyndaflug í sóknarleik þeirra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍA, ver vítaspyrnu Baldurs Bett og kemur í veg fyrir að FH jafni metin. Engar gluf- ur í vörn ÍA SKAGAMENN eru komnir í bull- andi toppbaráttu eftir 1:0 sigur á FH í Kaplakrika á sunnudags- kvöld. Eina mark leiksins kom á fjórðu mínútu og veitti fyrirheit um mikinn markaleik. Svo fór þó ekki heldur var baráttan í aðal- hlutverki. Sigur Skagamanna var þó aldrei í hættu þar sem varnarleikur liðsins var óaðfinn- anlegur. Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar ?#;    5    -  ?      7 &        );)          // 15*  -); 5 & = ."$ 3!  B'-)  !  6 F  - & -    5 ..$  5) 125D5 + * < D5-); ;5 !  ".$ +,  !; 7  & 52  ' 2& &  89:  (   ;   # $8 & '(($ <5 =5 6   $( +    >,  & , $%(( 1 - #-  * . * <5  5& 44   # @   *    '   ;5    9: . 9 9 ? ?   // @    )*  )*    + '  C*  &    @  5 - & <5  F -); ); ) (* '  5)  ."$ . ?   *./012    !   *A;/%12  ?#;   *A;/3$2   ); &  5 ); & -   :9/02

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.