Morgunblaðið - 17.07.2001, Side 3

Morgunblaðið - 17.07.2001, Side 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 B 3 einni skyndisókninni. Gunnar Magn- ússon var þó vandanum vaxinn í markinu. Er tvær mínútur lifðu leiks fengu Framarar svo aðra vítaspyrnu og endurtók Ágúst leikinn með því að skora með skoti í stöng og inn. Fram var þó aldrei nálægt því að jafna leik- inn heldur hefði Valur getað bætt við á lokamínútunni er Kristinn skaut í slá úr aukaspyrnu. Valsmenn voru afar vel að sigr- inum komnir en allir börðust þeir Mikið var um háloftaspyrnur íupphafi leiks. Völlurinn var blautur þar sem nýlega hafði rignt eins og hellt væri úr fötu. Leikmenn áttu erfitt með að hemja boltann en Vals- mönnum gekk það betur og skoraði Ármann Björnsson strax á 11. mínútu. Lítið var um dýrðir það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Eggert Stefáns- son fékk besta marktækifæri Fram er hann fékk boltann skyndilega í teignum og skaut en Þórður Þórð- arsson varði vel. Framarar sóttu hart að Valsmarkinu undir lok fyrri hálfleiks en uppskáru engin mörk. Í síðari hálfleik lifnaði aldeilis yfir Valsmönnum. Strax á þriðju mínútu skoraði Kristinn og Ármann kom Val í 3:0 eftir aðeins 10 mínútur. Aðeins fjórum mínútum síðar fengu Fram- arar dæmda vítaspyrnu sem Ágúst Gylfason skoraði örugglega úr og við það lifnaði yfir Fram að nýju. Valur Fannar Gíslason og Ás- mundur Arnarsson áttu sinn skallan hvor að marki en í bæði skiptin hafn- aði boltinn rétt fram hjá markinu. Valsmenn voru sáttir við sinn hlut og sátu aftarlega á vellinum en beittu skyndisóknum. Ármann átti mögu- leika á að fullkomna þrennu er hann náði óvæntu skoti úr teignum úr hver fyrir annan sem ein liðsheild. Feiknarkraftur var í Kristni í upp- hafi en nokkuð dró af honum er leið á leikinn. Ármann var án efa maður leiksins enda skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt. Að auki voru þeir Hjalti Vignisson og Jón Gunnar Gunnarsson sprækir og miðjumenn- irnir Guðni Rúnar og Halldór Hilm- isson létu ekki sitt eftir liggja. Liðið er nú komið í þriðja sæti deildarinn- ar og blasir toppbaráttan við þeim. Ósigurinn var Fram nokkurt rot- högg. Liðið vann Val nokkuð sann- færandi í bikarkeppninni í upphafi mánaðarins og gerði svo jafntefli við Keflavík í deildinni. Í gær sýndi Fram alls ekki sama andlitið. Liðið bauð upp á ágætis sóknarleik á köfl- um en varnarmennirnir réðu engann vegin við eldsnögga framherja Vals. Þar með dvína vonir Framara stöð- ugt um að halda sæti sínu í deildinni. Morgunblaðið/BilliValsarinn Kristinn Lárusson hefur betur gegn Framaranum Vali Fannari Gíslasyni er Valur vann Fram 3:2 í gærkvöldi. Ármann sá um Framara FÁIR spáðu því áður en Íslandsmótið hófst að Valur ætti eftir að standa sig jafn vel og raun ber vitni. Liðið vann Fram á sannfærandi hátt, 3:2, í gærkvöldi á Hlíðarenda og er því komið í þriðja sæti deildarinnar. Árangurinn er betri en flestir Valsmenn þorðu að vona en liðið á þriðja sætið fyllilega skilið miðað við hvernig það lék í gær. Möguleikar Fram á að halda sér í deildinni fara hins vegar dvínandi með hverjum leik. Sóknarleikur liðsins var ágætur á köfl- um en vörnin var í molum. Liðið virðist fast í botnsætinu og fátt annað en fall blasir við. Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar 44    5   "  6   # > -);  !55    7 &   '8   9  5 !  .     #   (   !55            +   #:!  !      #   !  . >   : 55     #   ! *      #      4  ; !          <   *# *# # ! ! 5   >  '    &  &      4 ;     ! # #< ! 5  > &5            ?9 5 5 ) D   5 =3 B <   * 5 - E,)&   &  5    (  * +    -) F2 "G$ > -); 7  & 52  ' 2& &  89:   25 &;   # $% & '(($ <5 =5 6    +   >,  & , 3(( 1 <   * 4 *? <5  5&      = !   *    '   ;5    " 9 9 99 .     !  D B  2  6 @  F* = 5) B'( < &B% ..$ >  '  D5 5) F&  /$ >  & <  ..$ 15 5 &  3); <    "  6 *+/382   +.   *. />(2  #  ); &  5 ); & -   9:/$$2 :/032 /:/802 /9/832 //332  ÁRMANN Smári Björnsson skor- aði tvö fyrstu mörk sín í efstu deild í leiknum gegn Fram í gærkvöld. Þetta var aðeins þriðji leikur Horn- firðingsins tvítuga í byrjunarliði Vals en hann missti af byrjun móts- ins vegna meiðsla.  MATTHÍAS Guðmundsson, markahæsti leikmaður Vals, lék ekki með í gærkvöld. Hann meiddist á hné í leiknum gegn Breiðabliki á dögunum en talið er að hann verði tilbúinn í næsta leik.  ALLIR þrír leikir Vals og Fram í sumar hafa endað 3:2. Valur vann báða deildarleikina með þeirri markatölu en Fram vann bikarleik félaganna 3:2.  GRINDVÍKINGAR fóru taplausir frá Keflavík þriðja árið í röð. Liðin eru annars hnífjöfn því af 14 viður- eignum þeirra í efstu deild hefur hvort þeirra unnið sex og tveir hafa endað með jafntefli.  GRINDVÍKINGAR léku sinn fyrsta deildarleik frá því þeir töpuðu fyrir ÍA þann 27. júní. Tæpur mán- uður er liðinn frá því Grindvíkingar fögnuðu sigri síðast í deildinni, en það var þann 20. júní þegar þeir lögðu Eyjamenn á heimavelli.  GRINDVÍKINGAR standa í ströngu næstu daga. Þeir taka á móti Fylki í deildinni á fimmtudagskvöld- ið, mæta Fylki í bikarnum á mánu- daginn og leika svo gegn Val á fimmtudag í næstu viku. FÓLK Ejub sagði að lið sitt hefði gefið ofmikið eftir á lokakaflanum gegn Val, eftir að hafa komist í 3:0. „Við duttum talsvert niður en það var komin mikil þreyta í liðið. Það var þó óþarfi að fá þessi tvö mörk á sig en mér fannst fyrri víta- spyrnan reyndar mjög vafasöm.“ Valsmenn eru komnir í þriðja sæti deildarinnar en Ejub sagði að þrátt fyrir það væri enn ekki tímabært að setja liðinu ný markmið. „Fyrst vil ég ná 20 stigum, eftir það getum við farið að setja stefnuna á eitthvað annað en við gerðum áður en mótið hófst. Þessi úrslit ættu að öllu eðli- legu að þýða að við séum búnir að ná því takmarki að halda sæti okkar í deildinni en það er þó ekkert öruggt eins og hún hefur spilast í sumar. “ Gáfum þeim öll mörkin „Við gáfum þeim öll þrjú mörkin, svo einfalt er það. Hjá okkur var að duga eða drepast, en Valsmenn börðust betur og við spiluðum ekki eins og við eigum að geta. Gegn Val þarf að spila með jörðinni en þetta voru alltof miklar kýlingar hjá okkur sem gekk illa því Valsmenn eru sterkir í loftinu, bæði í vörn og sókn. Nú erum við í virkilega slæmum málum, áfram með aðeins fjögur stig. Þetta er þó engan veginn búið en við verðum að hugsa um einn leik í senn og næst er það Breiðablik í al- gjörum botnslag sem við verðum að vinna,“ sagði Ágúst Gylfason, sem skoraði bæði mörk Fram úr víta- spyrnum. Ekkert öruggt ennþá „STAÐAN hjá okkur var þannig að við vorum með 11 stig og þurftum að sigra Breiðablik og Fram til að lenda ekki í erfiðri fallbaráttu. Það tókst, þrátt fyrir mikil meiðsli í okkar hópi, “ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Vals, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Fram í gærkvöld. Eftir Víði Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.