Morgunblaðið - 17.07.2001, Side 7

Morgunblaðið - 17.07.2001, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 B 7 PÉTUR Guðmundsson, HSK, á bæði Íslands- og landsmótsmet í kúluvarpi. Íslandsmet hans er 21,26 metrar og það setti hann árið 1990 eins og landsmótsmetið sem er 20,66. Pétur var meðal kepp- enda í kúluvarpinu á Egilsstöðum þrátt fyrir að tvö ár séu síðan hann hætti. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði með 17,64 metra kasti. „Það var gaman að sjá skiltið sem sýndi Íslandsmetið, en ég á ekki von á að ég nái að varpa kringlunni svona langt enda er ég hættur,“ sagði Pétur glaðbeittur eftir verðlaunaafhendinguna en þar tók hann við gullpeningi úr hendi Hreins Halldórssonar, for- vera hans sem besta kúluvarpara Íslands. Pétur hefur litlu gleymt „Það er ekki hægt að segja nei þegar gamla félagið manns kallar á mann. Þetta er fimmta landsmótið mitt og ég get vel ímyndað mér að ég eigi eftir að koma á þau nokkur til viðbótar þó svo ég nái líklega ekki að ná 14 mótum eins og Guð- mundur Hallgrímsson, ég missti nokkur mót úr þegar ég var á fullu í kúlunni. Það er alltaf jafngaman að keppa í kúlu og ég er sáttur við árangurinn, ég kann þessar hreyf- ingar sem þarf til. Hins vegar vant- ar tilfinnanlega einhvern sem kast- ar álíka langt og ég gerði og ég bíð eftir þeim manni. Þegar hann kem- ur fram á sjónarsviðið ætla ég að reyna að aðstoða hann eins og ég get,“ sagði Pétur Guðmundsson. FÓLK  VIÐ setningu 23. landsmótsins voru haldin nokkur ávörp. Auk for- manns UMFÍ og forseta Íslands töl- uðu Björn Bjarnason menntamála- ráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra og Katrín Ásgrímsdóttir, bæj- arstjóri Austur-Héraðs. Fyrir hönd keppenda var það Hulda Elma Jóns- dóttir, blakkona frá Neskaupstað, sem flutti ávarp.  UMFERÐ um götur Egilsstaða var nokkuð þung um helgina en heimamenn höfðu vaðið fyrir neðan sig og gerðu einstefnu hringinn í kringum íþróttasvæðið. Til að það gæti orðið þurfti að setja um 60 ný umferðarmerki, aðallega merki sem bönnuðu mönnum að beygja til hægri eða vinstri eftir því úr hvaða hliðargötum komið var. Umferðin gekk vel, ekki síst vegna þess að fjöldi heimamanna notfærði sér veð- urblíðuna og hafði bílinn heima og gekk þess í stað.  ÞAÐ eru margir sem fá verð- launapeninga á landsmóti, sumir fleiri en aðrir eins og gengur, en alls voru framleiddir tæplega 900 verð- launapeningar fyrir 23. landsmót UMFÍ. Keppendur voru um 1.500 þannig að hefði verðlaunapeningun- um verið jafnt skipt á milli manna hefði góður helmingur keppenda fengið verðlaunapening.  VEL var mannað á frjálsíþrótta- vellinum síðasta daginn þegar meðal annars var keppt í kúluvarpi, þrí- stökki og spjótkasti. Kaststjóri í kúluvarpinu var Hreinn Halldórsson kúluvarpari, Vilhjálmur Einarsson sá um að stjórna þrístökkskeppninni og sonur hans Einar Vilhjálmsson var kaststjóri í spjótkastinu. Allir þrír meðal bestu íþróttamanna sem þjóðin hefur átt.  HINN glæsilegi íþróttavöllur á Egilsstöðum heitir eftir Vilhjálmi Einarssyni og er nefndur Vilhjálms- völlur. Gárungarnir á Egilsstöðum voru samt ekki lengi að snúa aðeins út úr því nafni og kalla hann „Villa Park“.  TJALDSTÆÐI keppenda á Egils- stöðum var hið ágætasta og þar væsti ekki um neinn. Mönnum brá þó aðeins þegar þeir komu á tjaldstæðið eftir að keppni var lokið á sunnudag- inn, dálítið rigndi á íþróttasvæðinu en á tjaldstæðinu hafði snjóað. Já, upp við flest tjöldin mátti sjá að gert hafði smáhaglél, en þar sem hiti var nærri fimmtán gráðum festi snjóinn ekki, enda miður júlí.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson landsliðsmarkvörður brá sér í hlut- verk dómara í síðasta handboltaleik landsmótsins þar sem kvennalið HSK og UÍA áttust við. Guðmundur var á ferðalagi um Austurland og var gripinn glóðvolgur og látinn dæma. Morgunblaðið/Þorkell kell HSK, Héraðssambandið Skarphéð- inn, sigraði í stigakeppni sam- banda, hlaut 1.881 stig, en Skarp- héðinsmenn, sem eru hér á myndinni með sigurlaun sín, hafa verið iðnastir allra í gegnum tíð- ina. UMSK varð í öðru sæti, hlaut 1.632,5 stig, heimamenn í UÍA hlutu 1.463 stig í þriðja sætið. Alls kepptu 25 sambönd að þessu sinni og Skarphéðinsmenn voru þeir einu sem hlutu stig fyrir allar greinar, sigruðu í glímu, íþróttum fatlaðra og golfi. HSK sigraði í heildar- keppninni ÞRETTÁN keppendur mættu til leiks í þeirri list að dekka borð. Borðin voru hvert öðru glæsi- legra og dómararnir voru því ekki öfundsverðir að skera úr um hvert þeirra skyldi hljóta fyrstu verðlaun. Það var greinilegt að áhorf- endur höfðu mestan áhuga á borði Vígþórs Sjafnars Zophaní- asson, sem starfar sem þjónn á Hallormsstað. Borðið sitt nefndi hann Veisluborð hinna íslensku súrrealista og þar var hug- myndaflugið nýtt til hins ýtrasta. Hann notaði ýmislegt sniðugt til að skreyta borðið og meðal ann- ars gúmmískó sem flöskustanda og á miðju borði var lambhrúts- beinagrind. Gríðarlega skemmti- leg hugmynd hjá Vígþóri Sjafn- ari sem var eini karlmaðurinn í keppninni og það dugði honum til 4.–5. sætis í keppninni. Súrrealískt borð Jón Arnar varð stigahæstur karl-anna í frjálsum á þessu lands- móti, rétt eins og á síðustu tveimur landsmótum. „Ég er þokkalega ánægður með árangurinn mið- að við hvernig æf- ingaálagið er þessa dagana. Langstökkið kom vel út og líka grindin þrátt fyrir mótvindinn. Stöngin er öll að koma, ég er með nýjar stangir þannig að ég á eftir að þróa það aðeins. Nú taka við æfingar hjá mér fram að HM og þetta var fín æfing fyrir það,“ sagði Jón Arnar. Hann tók fyrst þátt í landsmóti á Húsavík 1987 og hefur jafnan staðið í ströngu enda keppt í mörgum grein- um. Hann sagði þetta fína æfingu því hann væri nokkuð einbeittur allan daginn; að hita upp, hlaupa niður, skipta um skó og sokka, klæða sig í og úr keppnisgallanum og taka á móti verðlaunum. „Þetta er líka góð æfing fyrir mig því maður verður að fylgjast með og vita hvað um er að vera,“ sagði Jón. Hann sagði alltaf jafn gaman að keppa á landsmótum. „Þegar ég flutti suður kom í rauninni ekki til greina að fara í FH, ÍR eða Ármann vegna þess að þau eru ekki með á lands- móti,“ sagði tugþrautarkappinn, sem hefur alltaf gist í tjaldi á landsmóti þar til núna. „Ég kom viku fyrr hing- að austur til að fá góð ráð hjá Hreini Halldórssyni varðandi kúluvarpið og við fengum íbúð hér í bænum,“ sagði Jón Arnar og hrósaði vellinum mikið, sagði engan völl á landinu hafa eins fallega umgjörð og Vilhjálmsvöllur. Morgunblaðið/Þorkell Jón Arnar með syni sína Krister Blæ og Tristan Frey, og Kristín Lára Hauksdóttir, lítil frænka. JÓN Arnar Magnússon úr UMSK hafði í nógu að snúast á lands- mótinu þar sem hann keppti í fimm greinum, sigraði í þremur einstaklingsgreinum og að auki í 1.000 metra boðhlaupi og sveitin náði öðru sæti í 4x100 metra hlaupinu. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Jón Arnar með fjög- ur gull og eitt silfur LANDSMÓTIÐ Á EGILSSTÖÐUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.