Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 B 5
! " #$%&'
'( )*!+* " ,%(!
*!( '(
*(!" #$%&'
*(!" ,-*!
*!"
.! !*(
-(+!
%*/0
+1*( $//+!
Blikar komu ákveðnir til leiksgegn Eyjamönnum og var að
sjá á leik þeirra að þeir ætluðu sér
að gera betur en í
undanförnum leikj-
um þar sem ekki
hefur gengið sem
skyldi. Fyrsta færi
leiksins leit dagsins ljós á 7. mín-
útu þegar fyrirliði Breiðabliks,
Kristófer Sigurgeirsson, átti
þrumuskot að marki ÍBV sem
Birkir Kristinsson varði vel. Eftir
fjörugar upphafsmínútur datt leik-
urinn svolítið niður og áttu heima-
menn í vandræðum með firna-
sterka Blikavörn þar sem Che
Bunce réð ríkjum. Þá átti nýr leik-
maður Eyjamanna, Tommy
Schram, ágætis tilþrif á 38. mínútu
þegar firnafast skot hans var vel
varið af góðum markverði Blika,
Atla Knútssyni. Blikar voru það
sem eftir lifði hálfleiks ágætir í að
stoppa sóknir Eyjamanna sem
voru ófáar, en að byggja upp sókn-
ir sjálfir virtist þeim um megn.
Eyjamenn voru hins vegar of lengi
að gutla með boltann og áttu varn-
armenn Blika ekki í vandræðum
með að vinna boltann af þeim.
Síðari hálfleikurinn byrjaði af
miklum krafti og voru Blikar sem
fyrr sprækari á fyrstu mínútunum
eins og í fyrri hálfleik. Blikinn
Hjalti Kristjánsson átti ágætis til-
raun til að skora á 56. mínútu þeg-
ar Kristófer gaf á hann úr auka-
spyrnu. En Birkir í marki
Eyjamanna var ekki í vandræðum
með að verja skot hans. Það var
síðan á 66. mínútu sem Eyjamenn
ná að brjóta ísinn þegar Lewis
Neal gaf eitraða stungusendingu
inn fyrir vörn Blika á Atla Jó-
hannsson sem var á auðum sjó og
átti hann ekki í vandræðum með
að senda boltann fram hjá Atla
Knútssyni markverði. Má segja að
markið hafi komið gegn gangi
leiksins því Blikar voru fram að
markinu miklum mun ákveðnari og
líklegri til að skora. En eftir mark
Atla hresstust Eyjamenn og áttu
ágætis tækifæri til að bæta í og
eitt það besta átti Gunnar Heiðar
Þorvaldsson á 81. mínútu þegar
skot hans að marki Blika fór rétt
framhjá. Eyjamönnum tókst ekki
að bæta við marki en einn besti
maður vallarins,
Lewis Neal, átti oft og tíðum
fínar rispur upp að marki Blika en
allt kom fyrir ekki.
Leikmenn Breiðabliks voru
þrátt fyrir tapið að spila ágætis
knattspyrnu á sunnudaginn og
áttu kannski meira skilið út úr við-
ureigninni. Vörnin hjá Blikum sem
og markvarslan var sterk fyrir í
leiknum en miðjuspil gekk ekki
sem skyldi. Það verður því á bratt-
an að sækja hjá þeim í næsta leik
gegn Fram þar sem þeir verða að
ná í stig ætli þeir sér að vera með-
al þeirra bestu.
Svo virðist sem lið Eyjamanna
sé að smella saman um þessar
mundir og vex því ásmegin með
hverjum leiknum. Eiga þeir félag-
ar, Marc Goodfellow og Lewis
Neal, þar stóran þátt. Þá komst
nýr leikmaður Eyjamanna,
Tommy Schram, vel frá sínu hlut-
verki í leiknum og ljóst að þar er
sterkur leikmaður á ferð.
Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson
Atli Jóhannsson skorar hér sigurmark Eyjamanna gegn Blikum í Eyjum, 1:0.
Eyjamenn eru
komnir á siglingu
Kristinn til
KR-inga
KRISTINN Hafliðason gekk
um helgina til liðs við Ís-
landsmeistara KR í knatt-
spyrnu en hann hefur leikið
með Raufoss í norsku fyrstu
deildinni í hálft annað ár.
Kristinn er 26 ára miðju-
maður og lék fyrst með Vík-
ingi en síðan með Fram og
síðast með ÍBV. Hann hefur
samtals leikið 81 leik í efstu
deild með þessum félögum og
skorað 7 mörk. Með Raufoss
lék hann 29 deildaleiki og
skoraði eitt mark. Kristinn á
að baki einn A-landsleik og
átta leiki með yngri lands-
liðum.
Kristinn hætti fyrir
skömmu hjá Raufoss og hélt
heim á leið, og átti í við-
ræðum við fleiri félög, þar á
meðal Valsmenn.
Sigurður sagði að leikurinn íheild hefði verið mjög jákvæð-
ur. „Við spiluðum mjög góðan varn-
arleik og sóttum
hratt. Við fengum
okkar tækifæri í
leiknum en náðum
ekki að nýta þau. Það er nú bara
þannig í fótboltanum að það lið sem
skorar vinnur. Ég geri mér fulla
grein fyrir því að framhaldið verð-
ur okkur Blikum mjög erfitt og
barátta upp á líf og dauða,“ sagði
Sigurður.
Þolinmæði þrautir vinnur allar
„Þetta tók langan tíma en sigur
hafðist að lokum og það er það sem
skiptir máli,“ sagði Birkir Kristins-
son, markvörður Eyjamanna, um
sigurinn á Breiðabliki. „Það var
þolinmæðin sem vann þetta hjá
okkur í dag og við vissum að það
gæti komið mark í leikinn á fyrstu
mínútum eins og þeim síðustu. Mér
fannst Blikarnir byrja af meiri
krafti í upphafi leiks og allt annað
að sjá til liðsins heldur en þegar við
mættum þeim í bikarkeppninni á
dögunum. Varnarlega voru þeir
mun sterkari og það var mun erf-
iðara að spila gegn þeim í dag held-
ur en í þeim leik. En við náðum að
hala inn þessum þremur stigum og
erum komnir með 17 stig í barátt-
unni. Okkur hefur gengið ágætlega
að undanförnu, höfum ekki fengið á
okkur mark hér á Hásteinsvelli og
náðum í eitt stig út úr viðureigninni
við Skagamenn í síðustu umferð
sem var virkilega gott. Aftur á móti
viljum við ná í öll stigin á heimavelli
og það tókst í dag,“ sagði Birkir.
Njáll Eiðsson, þjálfari Eyja-
manna, var að vonum ánægður með
stigin þrjú eftir leikinn. „Þeir komu
mjög sterkir til leiks í dag, bökkuðu
og vörðust mikið en um leið og við
skoruðum fengum við fleiri færi.
Fyrstu 20 mínúturnar voru okkur
mjög erfiðar í síðari hálfleik en um
leið og markið kom brutum við ís-
inn og hefðum getað bætt við. Á
heildina litið vorum við sterkari að-
ilinn í leiknum og skorum að ég
held löglegt mark í fyrri hálfleik
sem var dæmt af okkur. En við
náðum í þrjú stig í dag og það sem
meira er náðum við að halda hreinu
sem er einnig mikilvægt. Framund-
an hjá okkur eru tveir leikir gegn
FH, bæði í deild og bikar, og á ég
þar von á erfiðu verkefni,“ sagði
Njáll. Aðspurður um nýjan leik-
mann Eyjamanna, Tommy Schram,
líst Njáli mjög vel á hann. „Hann
kemur mjög sterkur inn í þetta hjá
okkur. Hann skilar boltanum vel og
spilar einfalt og er eiginlega varn-
arsinnaður miðjumaður og á ef-
laust eftir að styrkja okkur mjög
mikið í komandi baráttu.“
< +,
#
H I
!
?
! :
- (
C* )5<
125F
#G$
' *
()<
) +,
H I
-) *
) +
#:$
< +,
< E&6 4":$
J
'4,
!4
&
H
&
7 & 52 '
2& & 89: * ;
#$8 &
'(($
<5 =5 - !
+
>,
& , 08(
1 ?? *
9 *
<5
5& B
!4
*
' ;5
#
/
?
?
9
< (
! C
K,- 4
) ( )*
>(
( )* 5
"$
(
-) C
<<
()F
"/$
7 )
;5 -)
.#$
( )*-
" *? /3'2
; C# D=*A?+/312
); &
5 ); & -
9:/%%2
Barátta upp
á líf og dauða
ÞJÁLFARI Breiðabliks, Sig-
urður Grétarsson, var ekki
upplitsdjarfur eftir tapið í Eyj-
um, enda gengi liðsins ekki
verið gott að undanförnu.
„Þetta var alls ekki nógu gott
hjá okkur í dag. Við vorum
samt sem áður að spila mjög
vel og mun betur en í síðustu
tveimur leikjum og áttum í
raun meira skilið en 1:0 tap.
Þá fannst mér markið sem var
dæmt af okkur í fyrri hálfleik
vera löglegt.“
Skapti Örn
Ólafsson
skrifar
ÚTLITIÐ er ekki bjart hjá Breiðabliki eftir að Eyjamenn tóku á móti
þeim í Eyjum á sunnudaginn í 10. umferð deildarinnar. ÍBV bar sig-
urorð af þeim, 1:0, og eru Blikar því sem fyrr í næstneðsta sæti
deildarinnar með aðeins 7 stig úr 10 leikjum. Eyjamenn eru hins
vegar á ágætis siglingu og eru eftir sigurinn á sunnudag með 17
stig úr viðureignum sínum. Það verður að teljast gott þar sem liðið
hefur aðeins skorað sjö mörk í sumar og fengið á sig átta.
Skapti Örn
Ólafsson
skrifar