Morgunblaðið - 17.07.2001, Qupperneq 6
LANDSMÓTIÐ Á EGILSSTÖÐUM
6 B ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Guðrún Bára Skúladóttir úrHSK sigraði af miklu öryggi í
3.000 metra hlaupi kvenna á sunnu-
daginn og fullkomnaði þar með ár-
angur sinn í einstaklingsgreinum á
landsmótinu því hún sigraði einnig
í 800 og 1.500 metra hlaupunum.
Guðrún Bára þurfti lítið að hafa
fyrir sigrinum í 3.000 metra hlaup-
inu, kom langfyrst í mark og beið
við endamarkið og tók þar á móti
keppinautum sínum.
„Já, þetta var mjög auðvelt hjá
mér en samt langt frá mínu besta.
Þetta var eiginlega bara skokk hjá
mér og upphitun fyrir 1.000 metra
boðhlaupið. Ég var nokkuð sátt við
tímann í 800 metra hlaupinu því
það er talsvert síðan ég hef keppt í
þeirri vegalengd þar sem ég var
meidd. Sigurinn í 800 var ekki eins
öruggur og þessi, enda styttra
hlaup, en sigurinn í 1.500 metrun-
um var hins vegar jafnöruggur og
þessi,“ sagði Guðrún Bára sem varð
stigahæst kvenna í frjálsum ásamt
Sunnu Gestsdóttur úr UMSS.
„Þetta er fimmta landsmótið mitt
og það er alltaf jafn gaman. Ég var
ekki nema fjórtán ára þegar ég tók
fyrst þátt í landsmóti og það getur
vel verið að ég verði með á næsta
móti. Stefnan er samt aðeins að
taka eitt ár fyrir í einu og það er
aldrei að vita hvað maður gerir eft-
ir að maður hættir, það eru svo
margir sem halda áfram á lands-
mótum þó svo þeir séu hættir,“
sagði Guðrún Bára.
LIÐ UMSS sigraði í frjálsíþrótta-
keppninni, hlaut 413 stig, og var sig-
ur þeirra Skagfirðinga öruggari en
búist hafði verið við því flestir bjugg-
ust við jafnri og spennandi keppni.
Skagfirðingar voru hins vegar ekki
alveg á því enda frjálsar í miklum
blóma þar nyrðra. UMSS hlaut 413
stig eins og áður segir en HSK-menn
urðu í öðru sæti með 339 stig og
UMSK í því þriðja með 259,5 stig.
UMSE náði fjórða sæti með því að
krækja í 124 stig.
Skagfirð-
ingar sterkir
í frjálsum
TVÆR frjálsíþróttakonur urðu
jafnar að stigum í keppninni,
fengu báðar fullt hús stiga, 30
stig. Sunna Gestsdóttir, UMSS
sigraði í 100 og 400 metra hlaup-
um og í langstökki og Guðrún
Bára Skúladóttir úr HSK sigraði
í 800. 1.500 og 3.000 metra
hlaupi og hlaut 30 stig fyrir það
eins og Sunna.
Hjá körlunum var það Jón
Arnar Magnússon úr UMSK sem
sigraði í stigakeppninni, hlaut 30
stig líkt og stúlkurnar með því að
sigra í langstökki, stangarstökki
og 110 metra grindarhlaupi. Jón
Arnar vann besta afrekið í frjáls-
um er hann stökk 7,85 metra í
langstökki og fékk 1.094 stig fyr-
ir. Sólveig Hildur Björnsdóttir úr
UMSS vann besta afrek kvenna
með því að hlaupa 100 metra
grindahlaupið á 14,10 sekúndum
og fékk fyrir það 1.025 stig.
Í sundinu urðu Jón Oddur Sig-
urðsson, UMFN, og Íris Edda
Heimisdóttir, Keflavík, stiga-
hæst, sigruðu bæði í þremur
greinum og fengu 30 stig. Jón
Oddur sigraði í 100 og 200 metra
bringusundi auk 200 metra fjór-
sunds. Íris Edda sigraði í 50
metra skriðsundi og 100 og 200
metra bringusundi. Þau unnu
einnig bestu afrekin í sundi, Jón
Oddur í 100 bringu þar sem hann
synti á 1.05,6 og fékk 836 stig
fyrir og Íris Edda í 200 metra
bringu þar sem hún synti á 2.37,5
og fékk 845 stig fyrir.
Tvær konur jafnar
Síðast náði ég fjórum gullum ogeinu silfri, það var í 1.000 metra
boðhlaupinu,“ segir Sunna. Hún
keppti með Hún-
vetningum á lands-
mótinu í Borgarnesi
en að þessu sinni
með Skagfirðingum.
Sunna segist vera í fínni æfingu.
„Ég bý út í Noregi og æfi þar með
fínum þjálfara. Það er mjög gott að
vera þar og ég verð að segja eins og
er að mér hefur fundist dálítið kalt
hér heima, sérstaklega á meistara-
mótinu um fyrri helgi. Ég byrjaði
snemma að keppa á landsmótum og
ég veit ekki hversu lengi ég verð að
en var búin að hóta því að hætta ef
litla frænka mín ynni mig í 100
metrunum. Ég hafði betur þannig að
ég get haldið áfram,“ sagði Sunna og
átti þar við Sigurbjörgu Ólafsdóttur
úr UMSK, sem varð í þriðja sæti í
greininni.
„Þetta er fjórða landsmótið mitt
og mér finnst svo gaman á þessum
mótum að það gæti vel verið að ég
keppti á nokkrum í viðbót, menn
hætta ekki svo glatt að koma á
landsmót,“ sagði Sunna, sem fer til
Noregs í vikunni og þar ætlar hún
að freista þess að ná Íslandsmetinu í
langstökki. „Ég tel mig eiga eitthvað
inni í langstökkinu og ætla að reyna
að ná því út,“ sagði Sunna. Bryndís
Hólm á Íslandsmetið, 6,17 m – frá
1983. Sunna stökk 5,94 á móti vindi á
landsmótinu og bætti eigið lands-
mótsmet um 23 sentimetra.
Fimm gull
hjá Sunnu
SUNNA Gestsdóttir úr UMSS
keppti í fimm greinum í frjálsum
og fékk fimm gull. „Þetta er full-
komið, það er ekki hægt að gera
betur,“ sagði Sunna hin ánægð-
asta þegar hún hafði tryggt
sveit UMSS sigur í 1.000 metra
boðhlaupinu, sem var síðasta
greinin sem hún keppti í á
mótinu. Áður hafði hún sigrað í
100 og 400 metra hlaupi, lang-
stökki og 4x100 metra boð-
hlaupi, þar sem sveitin setti
landsmótsmet.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Morgunblaðið/Þorkell
Sunna Gestsdóttir, UMSS, varð stigahæst kvenna – fékk fimm
gull. Hér kemur hún í mark í 1.000 m boðhlaupi.
Morgunblaðið/Þork
Guðrún Bára Skúladóttir, hlaupadrottning úr HSK.
Guðrún Bára örugg í langhlaupunum