Morgunblaðið - 17.07.2001, Síða 9
LANDSMÓTIÐ Á EGILSSTÖÐUM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 B 9
FÓLK
LANDSMÓTI Ungmennafélag-
anna, hinu 23. í röðinni lauk á Egils-
stöðum á sunnudaginn. Mót þetta
var mjög vel heppnað og svo virtist
sem allir hefðu lagst á eitt með mót-
höldurunum því veðrið lék við hvurn
sinn fingur þegar á þurfti að halda
og má sem dæmi nefna blíðuna við
setningarathöfnina á föstudags-
kvöldið og lokin á sunnudeginum.
Þá hékk þurrt allt þar til búið var að
slíta mótinu, þá opnuðust allar him-
ins gáttir og það var eins og hellt
væri úr fötu. En það gerði ekkert
til. Mótið var búið.
Egilsstaðabúar og raunar Aust-
firðingar allir hafa eignast eitt
glæsilegasta íþróttasvæði landsins.
Umgjörðin er einstaklega glæsileg,
völlurinn stendur með háa kletta
eftir endilöngu og á aðrar hliðar er
hann varinn af miklum trjágróðri.
Vonandi að austfirsk æska nýti sér
þessa glæsilegu aðstöðu, ekki ein-
göngu til frjálsra íþrótta því sund-
laugin og íþróttahúsið eru einnig til
fyrirmyndar og því ekkert því til
fyrirstöðu að miklir afreksmenn
íþrótta alist upp á austurlandi.
Það er mikill vandi að halda
landsmót UMFÍ svo vel sé, en að
þessu sinni tókst allt – eða flestallt –
með miklum sóma. Tímasetningar
stóðust svo til alltaf og venjulega
var nægt starfsfólk til að leikir eða
keppni gæti farið fram. Það er að-
eins tvennt sem undirritaður getur
sett út á og hvoru tveggja ætti að
vera hægt að kippa í liðinn fyrir
næsta mót. Raunar er ekkert um að
kippa í liðin hvað varðar fyrra atrið-
ið, en það er hversu dreift mótið var
að þessu sinni. Það var keppt á Eg-
ilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði,
Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaup-
stað og út í Hallormsstað auk ann-
arra staða sem eru nær Egilsstöð-
um.
Svona dreift mót er ekki einatt
slæmt fyrir þá sem vilja fylgjast
með, það er að segja áhorfendur
heldur ekki síður fyrir ýmsa kepp-
endur. Tökum dæmi um menn sem
kepptu í knattspyrnu á Eskifirði og
hefðu ef til vill einnig getast sótt
stig í hlaupum eða einhverjum öðr-
um greinum eða aðstoðað samband
sitt við að fylla upp í körfuknatt-
leikslið. Karfan og frjálsar fóru
fram á Egilsstöðum og til Eskifjarð-
ar eru 50 kílómetrar. Það sér hver
maður að knattspyrnumaður á
Eskifirði er dæmdur til að keppa
aðeins í knattspyrnu.
Hitt atriðið, sem hægt ætti að
vera að kippa í liðin fyrir næsta
mót, er upplýsingastreymi. Sem
starfsmaður fjölmiðils á staðnum þá
var mjög erfitt að fá upplýsingar
um stöðu mála nægilega hratt. Fjöl-
miðlar hafa breyst síðustu ár og
krafa neytenda þeirra um skjótari
viðbrögð og meiri og ýtarlegri upp-
lýsingar kalla á að öll vinnsla gagna
á mótum sem þessum verður að
ganga hratt og örugglega fyrir sig.
Það gerði það ekki nægilega hratt á
Egilsstöðum. Vestfirðingar ætla að
halda næsta landsmót og þeir segj-
ast þegar vera nokkuð öruggir um
að mótið verði að mestu haldið á
Ísafirði og er það vel að menn þurfi
ekki að fara um langan veg til að
fygljast með eða keppa.
Ísfirðingar ættu einnig að huga
að vinnslu gagna þannig að úrslit
liggi fyrir nokkrum mínútum eftir
að keppni lýkur. Þetta er hægt á
mótum erlendis og því skyldi þetta
ekki vera hægt á Ísafirði? Ísfirð-
ingar geta gert betur en UÍA-menn
á þessu sviði, en hvernig svo sem
Vestfirðingar leggja höfuðið í bleyti
og reyna að slá út glæsilega setn-
ingarathöfn föstudagskvöldsins
verður það erfitt. Þetta var glæsi-
legasasta setningarathöfn lands-
móts, altént síðari ára og það verður
erfitt að gera betur. Það verður
gaman að fylgjast með 24. lands-
móti UMFÍ á Vestfjörðum. Ég held
að allir hafi farið frá Egilssöðum
með góðar minningar, þó svo ekki
hafi allir unnið.
Skúli Unnar Sveinsson
LANDSMÓT
LIÐ UMSK sigraði í blaki karla,
lagði alla mótherja sína og heima-
menn í UÍA í úrslitaleik 3:0. Í liði
UMSK leika fjórir bræður, Róbert,
Vignir, Hlöðver og Ástþór Hlöð-
verssynir. Vignir sagði við Morg-
unblaðið fyrir úrslitaleikinn að
hugmyndin væri að þeir bræður
mynduðu einhvern tíma eitt lið, en
þeir eru sex. Annar þeirra tveggja
sem vantaði spilar blak en sá sjötti
hefur ekki gert það en Vignir taldi
hæg heimatökin við að kenna hon-
um nægilega mikið til að nota
mætti hann í liðið. „Það er aldrei að
vita nema við reynum þetta fyrir
næsta landsmót,“ sagði Vignir.
Morgunblaðið/Þorkell
Fjórir bræður í einu liði. HK-mennirnir Róbert, Ástþór, Hlöðver og Vignir kepptu saman í blaki.
Bræður
blaka
Skarphéðinsmenn mættu meðsterkt lið og fengu auk þess góð-
an liðstyrk í Fannari Ólafssyni lands-
liðsmiðherja. Þeir
byrjuðu líka betur,
hittu ágætlega á
meðan leikmenn
UMFN hittu ekkert
og vörnin hjá þeim var ekki upp á
marga fiska. Þetta lagaðist þó hjá
þeim er á leið og eftir að skyttur liðs-
ins höfðu komið sér í gang með nokkr-
um gjörsamlega misheppnuðum skot-
um varð sóknarleikurinn í lagi.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var
22:15 fyrir HSK en í næsta leikhluta
tókst Njarðvíkingum að komast fram
úr og staðan í leikhléi var 43:40 fyrir
UMFN. Eftir þriðja leikhluta munaði
aðeins einu stigi, 59:58, fyrir Njarð-
víkinga og Fannar var kominn með
fjórar villur. Hann fékk fimmtu vill-
una þegar síðasti leikhluti var hálfn-
aður og staðan 68:65 fyrir Njarðvík.
Lokamínútan var spennandi og er
20 sekúndur voru til leiksloka hafði
Njarðvík fjögurra stiga forystu,
76:72, og hvorugu liðinu tókst að
skora eftir það.
Logi Gunnarsson var stigahæstur í
liði Njarðvíkinga með 30 stig og Hall-
dór Karlsson gerði 23 stig. Hjá HSK
gerðu Skarphéðinn Ingason og Pétur
Ingvarsson 12 stig hvor.
„Þetta var virkilega skemmtilegur
leikur og eiginlega eins og hver annar
úrvalsdeildarleikur enda voru þeir
með mjög sterkt lið og Fannar að auki
til að styrkja sig. Við vorum ekki með
okkar sterkasta lið og það þjappaði
okkur saman að sjá HSK-menn mæta
með allan sinn mannskap. Við byrj-
uðum illa en síðan eftir að við fórum
að hitta var þetta í lagi. Það tók nokk-
urn tíma en við urðum að nýta okkur
langskotin því við erum talsvert minni
en þeir. Það var gott að halda bik-
arnum og það er ennþá skemmtilegra
að spila þegar áhorfendur halda með
mótherjanum,“ sagði Friðrik Ragn-
arsson, þjálfari og leikmaður Njarð-
víkinga.
Njarðvík-
ingar
samir
við sig
NJARÐVÍKINGAR sigruðu í körfuknattleik karla, lögðu lið HSK, sem
er skipað leikmönnum Hamars í Hveragerði, 76:72, í æsispennandi
og skemmtilegum leik fyrir fullu húsi áhorfenda, sem flestir voru á
bandi HSK, enda hefur UMFN verið nær ósigrandi í körfuknattleik
landsmótanna, utan að UMFG sigraði á Laugarvatni 1994.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
FJÓRAR systur kepptu í 4x100
metra fjórsundi kvenna á lands-
mótinu og voru þokkalega ánægð-
ar með árangurinn enda varð
sveitin þeirra í fjórða sæti.
Þetta eru Keflavíkurmeyjarnar
Eva Dís, Íris Edda, Karitas og
Diljá Heimisdætur, sem allar æfa
sund og hafa gert lengi, altént þær
tvær elstu sem hafa verið í sundi í
tíu ár.
Eva Dís er 19 ára, Íris Edda 17,
Karitas 11 ára og Diljá er 9 ára.
„Hugmyndin að þessu er komin
frá pabba,“ segir Íris Edda. „Sveit-
in okkar er tileinkuð afa okkar,
Sigursveini Bjarnasyni, og heitir
Sveit Sigursveins afa. Hann er
ekki sundmaður en hefur fylgst
mjög vel með okkur og styður okk-
ur mjög vel og hann hefur gaman
af því að fylgjast með sundi. Stúlk-
urnar segjast allar æfa mikið og
voru hinar ánægðustu með fjórða
sætið en hótuðu því að mæta á
næsta landsmót og gera enn betur.
Morgunblaðið/Þorkell
Systurnar úr Keflavík. Eva Dís, Karitas, Diljá og Íris Edda.
Fjórar systur synda
NÝTT merki landsmóta framtíðar-
innar var kynnt á Egilsstöðum, en
venjan hefur verið að mótshaldarar
hafa sjálfir séð um að útbúa merki
síns móts. Í framtíðinni verður þetta
nýja merki notað en um 300 tillögur
bárust að því og fyrir valinu varð
merki Björns B. Jónssonar
KEPPNIN var hörð í stafsetningu,
en það er keppnisgrein í starfsíþrótt-
um. Þar sigraði Stefán Jónsson, HSÞ
og hlaut 46 stig. Tvær konur voru
jafnar í öðru sæti, Margrét L. Laxdal,
UMSE, og Halldóra Gunnarsdóttir,
HSK með 45 stig. Þriðja sætið fengu
þrír keppendur, Jónína Einarsdóttir,
UÍA og systkinin Jón M. Ívarsson og
Áslaug Ívarsdóttir úr HSK 43 stig.
ÁKVEÐIÐ var að verðlauna þá for-
eldra af Austurlandi sem eignuðust
barn næst landsmótshelginni. Það
var stúlkubarn frá Neskaupstað sem
hlýtur sæmdarheitið Landsmóts-
barnið 2001. Foreldrar stúlkunnar
eru Guðmundur R.
Gíslason og Guðrún Smáradóttir og
eru þau bæði íþróttafólk þannig að
það var vel viðeigandi. Guðrún fæddi
dótturina 8. júlí. Langafi barnsins er
Stefán Þorleifsson, sem var mikill
íþróttamaður á árum áður en hann er
nú hátt á níræðisaldri.
FULLTRÚI ÍSÍ krækti sér í gull á
landsmóti UMFÍ. Stefán Snær Kon-
ráðsson, úr UMSK og framkvæmda-
stjóri ÍSÍ, sigraði í borðtennis.
ÞAÐ var í nógu að snúast hjá
stangastökksstúlkunum á sunnudag-
inn, ekki síst eftir að keppni lauk því
þá flykktist æskufólkið til þeirra og
fékk eiginhandaráritun og þær Vala
og Þórey Edda, sem höfðu mest að
gera í slíku, komust ekki af vellinum
fyrr en góðum hálftíma eftir að
keppni lauk.
ÞÓREY Edda fékk mikið hrós því
eftir keppnina kom til hennar kona á
besta aldri og sagði að hún væri
glæsilegur fulltrúi Íslands. „Það er
virkilega gaman að sjá þig svona í eig-
in persónu og þú ert virkilega falleg-
ur og glæsilegur fulltrúi Íslands og
íþrótta hér. Þakka þér kærlega fyrir,
það var virkilega gaman að fylgjast
með þér,“ sagði konan. Þórey Edda
þakkaði kærlega og sagði að það væri
oft sem hún heyrði eitthvað þessu
líkt.
SJÖ sambönd kepptu sín í milli í
golfi og þar hafði HSK sigur með 190
stig en heimamenn í UÍA kræktu í
170 stig í annað sætið. UMSK fékk 90
stig, HSÞ 80, HSV 60, UMSS 50 og
UNÞ 40.
FJÖGUR sambönd sendu keppend-
ur í keppni fatlaðra. Þar sigraði lið
HSK með 150 stig, UÍA hlaut 47 stig,
UMSB 19 og HSÞ tíu stig.