Morgunblaðið - 26.08.2001, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.08.2001, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 C 7 London — „au pair“ Óskum eftir duglegri og glaðlegri „au pair“ fyrir tvö börn á skólaaldri frá enda september. Bílpróf og reyklaus. Góð aðstaða. Hringið í síma 544 8001. Tannlækningar Aðstoðarmann vantar hálfan daginn, um mið- bik dagsins, á tannlæknastofu í Garðabæ. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „T — 1407“ fyrir mánudaginn 3. sept. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi Forstöðumaður óskast á heimili fólks með fötlun í Hafnarfirði ● Gefandi og skapandi vinnuumhverfi ● Fjölbreytt og spennandi verkefni ● Framsækið þróunarstarf við mótun þjónust- unnar ● Ábyrgð og tækifæri til að vaxa í starfi Við á Svæðisskrifstofunni erum sífellt að læra eitthvað nýtt og spennandi og þróa starfið. Nú vantar okkur forstöðuþroskaþjálfa/ forstöðumann á sambýli við Klettahraun í Hafnarfirði, sem allra fyrst. Nýr forstöðumaður mun taka þátt í framsæknu þróunarstarfi við mótun þjónustunnar og mæta spennandi áskorunum í starfi. Þá mun nýr for- stöðumaður taka þátt í víðtæku samstarfi við aðra stjórnendur hjá Svæðisskrifstofunni og fá öflugan faglegan stuðning í starfi. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf á reyklausum vinnustað. Við óskum eftir áhugasömum þroskaþjálfa eða einstaklingi með menntun á sviði uppeldis- og félagsvísinda. Nauðsynlegt er að umsækj- endur hafi góða samstarfshæfileika og starfs- reynslu í málefnum fatlaðra. Laun eru sam- kvæmt gildandi kjarasamningum Þ.Í. og S.F.R. Umsóknarfrestur er til og með 9. sept. n.k. Æskilegt er að nýr forstöðumaður geti hafið störf sem allra fyrst. Nánari upplýsingar um ofangreint starf er veitt í síma 525 0900 á skrifstofutíma. Umsóknar- eyðublöð eru á skrifstofunni að Digranesvegi 5 í Kópavogi og á heimasíðu Svæðisskrifstofu; http://www.smfr.is .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.